Morgunblaðið - 16.08.1977, Síða 22

Morgunblaðið - 16.08.1977, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. AGÚST 1977 MARGIR KALLAÐIR - 16 líIVALDIR Stjarna sfðustu heimsmeistarakeppni, Hollendingurinn Johan Cruyff ásamt konu sinni. Cruyff segist lftinn áhuga hafa á heimsmeistara- keppninni f Argentfnu, og ekki sé vfst að hann fari þangað, jafnvel þótt Hollendingar vinni sér rétt til þátttöku eins og allt útlit er reyndar á. Af þeim 16 þjóðum sem taka þátt í loka- keppni heimsmeistara- keppninnar í knatt- spyrnu í Argentínu næsta sumar eru aðeins tvær sem eru sjálfkjörn- ar. Vestur-Þjóðverjar sem heimsmeistarar og svo gestgjafarnlr, Argen- tínumenn. Aðrar þjóðir verða að leika fleiri eða færri leiki til þess að tr.vggja sér farseðlana til Argentínu, og hjá þeim flestum liggur gífurleg vinna og barátta að baki því einu að komast í úr- slitakeppnina. Evrópulönd fá flest lið í úr- slitakepninni, eða alls 9 eða 10. Hefur undankeppnin í Evrópu verið þannig háttað að þátt- tökuliðinu hefur verið skipt f 9’ riðla, og komast sigurvegararn ir úr átta fyrstu riðlunum til Argentínu, en sigurvegari í ní- unda riðlinum, sem þegar er ljóst að er Ungverjaland, verð- ur að keppa við Suður- Ameríkuland um sæti í loka- keppninni. Suður-Ameríka fær a.m.k. þrjú lið í lokakeppninni, — geta orðíð fjögur, ef það land sem keppir við Ungverjaland sigrar. Sem fyrr segir verða gestgjafarnir, Argentínumenn, sjálfsagðir í lokakeppnina, og nú liggja einnig fyrir úrslit í riðlakeppninni í S-Ameríku. Sigurvegarar í henni urðu Brasilía og Perú. Bólivía mun hins vegar keppa við Ungverja- land um sæti. Auk liðanna frá Evrópu og S-Ameríku komast svo eitt lið frá Afríku, eitt frá Asíu og Ástralíu og eitt frá Norður- og Mið-Ameríku í loka- keppnina. I Afríku stendur keppnin um sætið milli Túnis, sem þegar hefur unnið sinn riðil, Nígeríu, Fílabeinsstrandarinn- ar.Egyptalands og Zambíu. Sér- fræðingar í málefnum afrískrar knattspyrnu telja lið Túnis sterkast um þessar mundir og spá að það komíst áfram, en egyptar eru taldir helztu keppi- nautarnir. Riðlakeppnin er nú einnig búin í Asíu-Ástralíu og hafa eftirtalin lönd komizt í úrslita- keppni og leika um eitt sæti í Argentínu: Astralía, Suður- Kórea, Iran, Kuwait og Hong- Kong. Talið er að barátta milli þessara þjóða verði mjög tvísýn og erfitt að spá um úrslit, en sérfræðingar hallast þó helzt að því að lið Kuwaít muni komast áfram, enda þar ekkert sparað til þess að árangur náist. í N- og M-Ameríkuliðunum stendur slagurinn milli Mexikó, Kanada, Guatemala, E1 Salva- dor, Surinam og Haiti, og er talið líklegt að það verði Mexi- kanar sem komist áfram. I Evrópu er geysilega hörð barátta i öllum riðlum. Keppni er aðeins lokið í niunda riðlin- um og sem fyrr greinir urðu Ungverjar þar sigurvegarar og slógu m.a. út Sovétmenn, sem margir höfðu þó spáð frama í keppninni að þessu sinni. Ef litió er á hvern riðil fyrir sig, þá eru Pólverjar nokkuð líklegir sigurvegarar i fyrsta riðlinum og hafa unnið alla leiki sína til þessa. I öðrum riðli standa ítal- ir iangbezt og þurfa Englend- ingar að vinna stórsigur yfir þeim í haust til þess að eiga mögúleika á :ð komast-áfram. I þriðja riðli er svo líklegt að baráttan milli Austurrikis- manna og Austur-Þjóðverja og verða Þjóðverjar að teljast sigurstranglegri í þeirri viður- eign. í fjórða riðli, — riðlínum sem ísland leikur i, er ljóst að baráttan stendur milli Hollend- inga og Belgíumanna, og verða Hollendingar að teljast sigur- stranglegri, þar sem þeir hafa þegar unnið sigur yfir Belgiu á útivelli. í fimmta riðli berjast Búlgarir og Frakkar jafnri bar- áttú, en Búlgarir standa þó bet- ur. í sjötta riðli verður sigri Svia tæpast ógnað en i sjöunda riðli eru það þrjú lönd sem keppa öll jöfn að stigum og óhugsandi að spá nokkru um úrslit. 1 áttunda riðli verður einnig greinilega hörð barátta milli Rúmeníu og Spánar, en lið þessi eiga eftir að keppa á heimavelli Spánverja og verður það ugglaust úrslitaleikurinn i riðlinum. Sérfræðingar sem verið hafa að spá um hvaða lið muni keppa í Argentínu erú yfirleitt nokk- uð ósammála, en flestir eru þó þeirrar skoðunar að eftirtalín lönd verði þau útvöldú: Vestur- Þýzkaland, Pólland, Italía, Austur-Þýzkaland, Holiand, Frakkland, Svíþjóð, Tékkó- slóvakía, Spánn, Argentína, Brasilía, Perú, Bólivía, Túnis, Mexikó og Ástralía. í Argentínu er undirbúning- ur fyrir lokaátökin i heims- meistarakeppninni löngu haf- inn. Verið er að stækka áhorf- endasvæðið á flestum þeim völlum sem keppt verður á, og einnig bæta aðstöðu leikmanna og ekki sízt blaðamanna, en bú- ist er við miklum fjölda þeirra til þess að fylgjast með keppn- inni. Argentínumenn gera sér vonir um að mikill fjöldi áhorf- enda komi frá Evrópu til þess að fylgjast með keppninni, en samkvæmt nýjustu fréttúm eru þó horfur á að þeir verði færri en ætlað var. Kemur þar í senn til mjög mikill ferðakostnaður og eins ótti við hemdarverk á meðan á keppninni í Argentinu stendur. Munu flestir ætla að gera sér það að góðu að fylgjast með keppninni í sjónvarpi, en sjónvarpað verður beint i litum frá flestum leikjunum til Evrópu. Munu helztu sjón- varpsstöðvar í Evrópulöndum ætla sér að sjónvarpa á þriðja tug klukkustunda frá keppn- inni. Eftir að spurnir bárust um aö áhorfendatala frá Evrópu yrði mun minni en ætlað var í fyrstu, hafa Argentinumenn hins vegar reynt að rifta þeim samningum sem búið var að gera við sjónvarpsstöðvar, og heimta af þeim meira fé. Hafa þau mál komið fyrir dómstóla, sem felldu þann úrskurð að framkvæmdaaðila keppninnar væri skilt að standa vió þá samninga sem þegar var búið að gera. FYRRI HEIMSMEISTARAMÚT IIIVI 1930 f Uruguay: 1) Uruguay, 2) Argentína, 3) Bandaríkin, 4) Júgóslavía, Crslitaleikur: Uruguay — Argentína 4—2. IIIVI 1934 á Italfu: 1) ltalfa, 2) Tekkóslóvakfa, 3) Þýzkaland, 4) Auslurríki. Úrslitaleikur: Italía — Tékkóslóvakía 2—1. II>1 1938 í Frakklandi: 1) Italfa, 2) úngverjaland, 3) Brasilfa, 4) Svíþjóð. Úrslitaleikur: Italfa — Ungverjaland 4—2. IIM 1950 f Brasilfu: 1) úruguay, 2) Brasilfa, 3) Svfþjóð, 4) Spánn. Úrslitaleikur: Uruguay — Brasilfa 2—1. HM 1954 f Sviss: 1) Þýzkaland, 2) Ungverjaland, 3. Austurrfki, 4) Uruguay. Úrslitaleikur: Þýzkaland — úngverjaland 3—2. IIM 1958 f Svfþjóð: 1) Brasilfa, 2) Svfþjóð, 3) Frakkland, 4) Þýzkaland. Úrslitaleikur: Brasilfa — Svfþjóð 5—2. HM 1962 f Chile: 1) Brasilfa, 2) Tékkóslóvakfa, 3) Chile, 4) Júgóslavfa. Úrslitaleikur: Brasilfa — Tékkóslóvakfa 3—1. HM 1966 f Englandi: 1) England, 2) V-Þýzkaland, 3) Portúgal, 4) Sovétríkin. Úrslitaleikur: England — Vestur-Þýzkaland 4—2. IIM 1970 f Mexfkó: 1) Brasilía, 2) Italfa, 3) V-Þýzkaland, 4) úruguay. Úrslitaleikur: Brasilfa — Italfa 4—1. IIM 1974 f V-Þýzkalandi: 1) V-Þýzkaiand, 2) Holland, 3) Pólland, 4) Brasilfa. Úrslitaleikiur: Vestur-Þýzkaland — Holland 2—1. Blóðug átök eru daglegur viðburður á knattspyrnuleikjum f Argentfnu, og vfst er að Argentfnumenn ætla sér að kalla herinn til aðstoðar þegar leikir heimsmeistarakeppninnar hefjast. STADAN í EVRÓPURIÐLUNUM 1. riSill: Pólland Portúgal Danmörk Kýpur Búnir leikir: 4 4 0 0 3 2 0 1 4 2 0 2 5 0 0 5 Kýpur 12—2 8 3—3 4 11—4 4 3—20 0 Danmörk 1 — 5, Portúgal — Pólland 0—2, Pólland — Kýpur 5—0, Portúgal — Danmörk 1 — 0, Kýpur — Portúgal 1—2, Danmörk — Pólland 1 — 2, Kýpur— Pólland 1—3. Leikir sem eru eftir: 21.9 Pólland — Danmörk, 9.10 Danmörk — Portú- gal, 29.10 Pólland — Portúgal, 16.11 Portúgal — Kýpur. 2. riðill: italia 3 3 0 0 9—1 6 England 4 3 0 1 11—4 6 Finnland 5 2 0 3 10—10 4 Luxemburg 4 0 0 4 2—17 0 Búnir leikir: Finnland — England 1—4, Finnland — Luxemburg 7—1, England —- Finnland 2—1, Luxemburg — Ítalía 1—4, ítalia — England 2—0, England — Luxem- burg 5—0, Luxemburg — Finnland 0—1 og Finnland— ftalla 0—3. Leikir sem eru eftir: 12.10 Luxem- burg — England. 15.10 — ítalia — Finnland, 16.11 — England — íta- lia, 3.12 — ítalia — Luxemburg. 26.5 — Luxemburg — Finnland. 3. riðill: 3 3 0 0 11—0 6 2 110 2—1 3 3 111 5—2 3 4 0 0 4 0—15 0 Malta Tyrkland Austurriki A-Þýzkaland Tyrkland Malta Búnir leikir: Tyrkland 4—0, A-Þýzkaland — 1 — 1, Malta — Austurriki 0—1, Malta — Austur-Þýzkaland 0—1. Austurriki — Tyrkland 1—0, Austurriki— Malta 9—0. Leikir sem eru eftir: 24.9 Austurriki — A-Þýzkaland, 12.10 A-Þýzkaland — Austurriki, 29.10 A-Þýzkaland — Malta, 30 10 Tyrkland — Austurriki, 16.11. Tyrkland — A Þýzkaland og 27.11 Malta — Tyrk- land. 4. riðill: Holland 3 Belgía 3 ísland 3 Norður-írland 3 Búnir leikir: ísland - ísland — Holland 0 1 0 5—2 5 0 1 3—2 4 0 2 1—2 2 1 2 2—5 1 Belgia 0—1, 1. Holland — N-Írland 2—2, Belgia'— N-frland 2—0, Belgia — Holland 0—2, ís- land— N-Írland 1—0. Leikir sem eru eftir: 31.8 Holland — ísland, 4.9 Belgia — ísland. 21.9 N-Írland — ísland, 12.10 N-írland — Holland. 26.10 Holland — Belgia, 16.11 N-frland— Belgia. 5. riðill: Búlgaria 2 110 4—3 3 Frakkland 3 111 4—3 3 írland 3 1 0 2 2—4 2 Búnir leikir: Búlgaria — Frakkland 2—2, Frakkland — frland 2—0, írland — Frakkland 1—0. Búlgaría — frland 2—1. Leikir sem eru eftir 12.10 írland — Búlgaria. 16.11 Frakkland — Búlgaria. 6. riðill: Svíþjóð 3 3 0 0 6—2 6 Noregur 21011 — 22 Sviss 3 0 0 3 2—5 0 Búnir leikir: SviþjóS — Noregur 2—O. Noregur — Sviss 1—0, Sviss — SviþjóS 1 — 2, Sviþjóð — Sviss 2—1. Leikir sem eru eftir: 7.9 Noregur — SviþjóS, 30.10 Sviss— Noregur. 7. riðill: Wales 2 10 1 3—1 2 Tékkóslóvakia 2 10 1 2—3 2 Skotland 2 10 1 1 — 2 2 Búnir leikir: Tékkóslóvakia — Skot- land 2—0, Skotland — Wales 1—0, Wales — Tékkósióvakia 3—0. Leikir sem eru eftir: 21.9 Skotland — Tékkóslóvakfa, 12.10 Wales — Skotland, 16.11 Tékkóslóvakia — Wales. 8. riðill: Rúmenia 2 2 0 0 3—0 4 Spánn 2 10 11 — 12 Júgóslavia 2 0 0 2 0—3 0 Búnir leikir: Spánn — Júgóslavfa 1— 0, Rúmenia — Spánn 1 — 0, Júgósalvia — Rúmenia 0—2. Leikir sem eru eftir 25.10 Spánn — Rúmenia. 13.11 Rúmenia — Júgóslavia, 30.11 Júgóslavia — Spánn. 9. riðill: Ungverjaland 4 2 11 6—4 5 Sovétrikin 4 2 0 2 5—3 4 Grikkland 4 112 2—6 3 Búnir leikir: Grikkland — Ungverja land 1 — 1, Sovétrikin — Grikkland 2— 0. Ungverjaland — Sovétrikin 2—1, Grikkland — Sovétrikin 1— 0, Sovétrikin — Ungverjaland 2— 0, Ungverjaland — Grikkland 3— 0.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.