Morgunblaðið - 16.08.1977, Síða 37

Morgunblaðið - 16.08.1977, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. AGUST 1977 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10 — 11 FRA MANUDEGI wvjMwajz'vu 2 0 Tillitsleysi á umferðarljósum Ökumaöur í hádegisum- ferðinni hefur sent nokkrar línur varðandi eitt atriði i akstri i stór- borgarumferðinni, sem sumir eru að taia um að sé i Reykjavik. Drepur hann þar á atriði, sem mörgum finnst kannski smávægi- legt, en þarf ekki endilega að vera það: „Það er kunnara en frá þurfi að segja að engu er líkara en flestir Reykvíkingar fari af stað milli vinnustaðar sins og heimilis i há- deginu. Flestir þeysa heim á sem allra skemmstum tima og gleypa eitthvað í sig og siðan hefst sama þeysireiðin aftur í kappi við stimpilklukkur og aðrar klukkur. Verður þetta til þess að mjög mikil umferð verður rúmlega 12 og síðan rétt fyrir kl. 1. Eitt atriði varðandi allan þen- nan akstur fer mjög i taugarnar á mér og eflaust fleirum, en það er á umferðarljósum, t.d. þegar sumir eru að flýta sér ógurlega og svindla sér framhjá röðum og beygja af rangri akrein. Skal ég lýsa þessu nánar. Ég hef i huga ljósin við gatna- mót Háaleitisbrautar og Miklu- brautar. Löng biðröð myndast oft hjá þeim sem aka norður Háaleit- isbraut og hyggjast aka vestur (niður) Miklubrautina. Þeir þur- fa að biða eftir umferðinni á móti og sæta lagi með að komast yfir. Geta stundum aðeins fáir bílar komizt yfir á hverju grænu ljósi. Sumir eru svo taugaveiklaðir og óþolinmóðir að þeir geta ekki með nokkru móti beðið eina eða tvær umferðir heldur beygja af hægri akreininni beint inná Miklubraut- ina. Þetta er að sjálfsögðu ekki leyfilegt og getur ruglað mjög i ríminu suma ökumenn og tafið fyrir, enda mjög tillitslaust. Sum- ir segja kannski að þetta sé smá- atriði, sem ekki skipti máli, en þessir herramenn geta bara ekki leyft sér að vera þannig einir i heiminum. Það væri laglegt ef flestir tækju upp á þvi að bíða á hægri akrein þegar vinstri beygja er fyrirhuguð. Það er hætt við að allt færi i rugling. Hann er vist nögu mikill fyrir á götum borgar- innar. Um leið mætti vel minnast á annað atriði i umferðinni, sem er reyndar sífellt verið að skammast yfir en það er þegar menn aka langtímum saman á vinstri ak- rein, samsíða öðrum bil, og jafn- hratt og hann. Hleypa þeir engum framúr sér og er það mjög gremjulegt. Þessir ökumenn vir- ðast halda að þeir séu einhverjir iaganna verðir og segjast aka á löglegum hraða, en þeim kemur í raun og veru ekkert við hvað aðr- ir vilja aka hratt, hvort farið er nákvæmlega á 45 eða 50 km hraða eða kannski 60—70 á þessum breiðustu götum. Það mætti vei reka aukinn áeóður fyrir þvi að ökumenn lagfærðu þetta atriði. Vona ég svo að menn reyni að taka sig á i umferðinni hér, það er vissulega ástæða til þess, mjög margt má að henni finna og mörgu má bæta úr. Það gerist með sameinuðu átaki allra öku- manna og tillitssemi. ökumaður f hádegisumferðinni." Þessir hringdu . . . 9 Torfærur á Hlemmi: Utivinnandi húsmóðir, sem stundum er á ferli með barna- kerru, m.a. á Hlemmi vildi benda á vissar torfærur, sem þar væri að finna núna um þessar mundir: — Þeir sem leið eiga um á Hlemmtorgi núna hafa rekið sig á þessa miklu girðingu, sem þar umkringir einhvern húsgrunn þar sem framkvæmdir eru fyrir- hugaðar. Þessi girðing er sjálfsagt til þess ætluð að menn falli ekki þarna ofan i og kringum hana er einnig gangstétt til að auðvelda fólki að ganga á milli strætisvagn- anna. En það er bara alls ekki auðvelt fyrir fólk sem t.d. er þar- na á ferð með barnavagna eða kerrur. Tröppur eru að visu upp á þessa „gangstétt", en þær eru hálf torfærar. Ekki er auðvelt að ráðast þar uppgöngu nema með aðstoð. Ég geri kannski ekki ráð fyrir að fatlað fólk sé þarna mikið á ferli, en það getur þó hugsazt og ekki er þetta auðvelt yfirferðar fyrir það fólk allt. Það er svo mikið i tizku að tala um hvernig faltaðir eigi að komast leiðar sinn- ar, svo ég leyfi mér að nefna þetta hér. En þetta mætti gjarnan lag- færa eitthvað, því. mér skilst að þetta ástand muni vara nokkuð lengi, þ.e. meðan að á þessum framkvæmdum stendur. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson A kvennameistaramóti Sovétríkj- anna í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Isivajevu og Gaprindashvilis, sem hafði svart og átti leik. 25. ..Bxd4 + ! 26. cxd4 — Dh4 + 27. Bg3 — Dxd4+ 28. Kg2 — Re3+ 29. Kh3 — Dg4 + ! 30. fxg4 — hxg4 Mát. Kvennameistari Sovétríkjanna 1976 varð Anna Akhsjarumova. HÖGNI HREKKVÍSI Þessi glæsilegi 17,5 feta Shetland Fisherman bátur er til sölu Á bátnum er 105 ha. Chryslervél með öllum tilheyr andi mælum. Annað sem fylgir er m.a. talstöð, dýptarmælir, átta- viti, hraðamælir, lensidæla, innbyggður 80 Itr. bensíntankur, tvær handfærarúllur o.fl. o.fl. Einnig geta fylgt legufæri i höfn Snarfara við Gelgju- tanga. Uppl. í síma 85497 eftir kl. 19 i kvöld og næstu kvöld. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AK.LYSINGA- SIMINN KR: 22480 Bankastrœti9 sími 11811

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.