Morgunblaðið - 17.08.1977, Page 7

Morgunblaðið - 17.08.1977, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. AGUST 1977 7 r Stórstríð í litlum flokki? Benedikt Gröndal, for- maður Alþyðuflokksins, staðfestir I viðtali við Morgunblaðið I gær, að hann hyggi á framboð f Reykjavlk. Benedikt segir það „ekkert launungar- mál innan Alþýðu- flokksins að það væri hans skoðun (Benedikts), að sem formaður Alþýðu- flokksins ætti hann að hafa aðsetur ! Reykjavlk og vera I kjöri I Reykjavik en ekki umbjóðandi fyrir kjördæmi úti á landi." Þessi kenning Bene- dikts kann að horfa ein- kennilega við I augum fólks á landsbyggðinni. Engu að síður staðfestir hún það, sem látið hefur verið að liggja hér I stök- um steinum, að framund- an kunni að vera stórstyrj- öld milli helztu forvigis- manna Alþýðuf lokksins hér i Reykjavik. Þrír þeirra kunna að koma til með að slást um tvö efstu sætin á lista Alþýðuflokksins i borginni: Benedikt Grön- dal, formaður flokksins. Gylfi Þ. Gislason. formað- ur þingflokksins og Eggert G. Þorsteinsson, sem tal- inn er hafa sterkust tengsl við launþegasamtökin. Tveir hinir siðast töldu er- u fyrir i þessum sætum — og báðir gamalgrónir for- ystumenn jafnaðarmanna í höfuðborginni. Sá mögu- leiki er að visu fyrir hendi að annar þessara manna standi upp fyrir Benedikt og horfi utangátta á fyrir- hugað prófkjör. Líklegra verður þó að telja. að þessir menn láti ekki auð- veldlega ýta sér úr sætum sinum. Hannibalsfylgið á Vestfjörðum. Ekki munu kappar þeir er sækja um efsta sætið á lista Alþýðuflokksins á Vestfjörðum heldur sigla kyrran sjó I framboðs- höfn. Þar mun höggvið hart og titt á báða bóga. þó að Alþýðuflokkurinn eigi hvergi visa kjör- dæmakosningu, heldur meira og minna óljósar likur á uppbótarþingsæti. Auk framboðs Alþýðu- flokksins munu bæði SFV og Karvel Pálmason (óháð framboð) berjast um fylgi jafnaðarmanna á Vest- fjörðum. Þeir tveir, sem nú slást um efsta sæti á framboðs- lista Alþýðuflokksins á Vestfjörðum eru Sighvat- ur Björgvinsson, nú lands- kjörinn þingmaður, og Jón Baldvin Hannibals- son. skólameistari á Ísa- firði. Sighvatur mun. að sögn, berjast hatramlega fyrir sæti sínu, og mun hafa harðsnúið lið að bakí sér. Jón Baldvin hefur setið í bæjarstjórn Isa- fjarðar (kjörinn af lista SFV), og nýtur stuðnings gamals fylgis Hannibals Valdimarssonar, sem löngum hefur kunnað til pólitiskra verka. ekki sizt á Vestfjörðum. Þá mun það að likum styrkja Jón Baldvin innan Alþýðu- flokksins að hann mun talinn liklegri en Sighvat- ur til að sækja fylgi á hendur Karvel Pálmasyni. Kjartani Ólafssyni og væntanlegu framboði SFV á Vestfjörðum. Fylgi Sig- hvats mun hinsvegar ein- skorðað við þrengsta hring Alþýðuflokksins vestra. Einfari á Norðurlandi vestra. Þegar Alþýðuflokkurinn ákvað prófkjör til fram- boðs hafði þegar verið valið i efstu sæti flokksins i tveimur kjördæmum: Suðurlandskjördæmi og Norðurlandskjördæmi ve- stra. Sá. sem valinn var i Suðurlandskjördæmi, Magnús Magnússon úr Eyjum, tók hinsvegar af skarið um. að sjálfsagt væri að prófkjörið næði jafnframt til hans og hans kjördæmis. Hinsvegar hefur ekki frézt um sams konar ákvörðun i Norður- landskjördæmi vestra. Hefur það valdið nokkurri óánægju í kjördæminu. Ekki eru þar allir sáttir við framboð Finns Torfa Stefánssonar. Þar munu ýmis önnur nöfn tiltæk i efsta sæti listans. m.a. Jón Sæmundur Sigurjóns- son, hagfræðingur, sem á frændgarð og fylgi nokk- urt. bæði i Siglufirði og Skagafirði. Galdramálin Siglaugur Brynleifsson: GALDRAR OG BRENNUDÖMAR. Mál og menning 1976. GALDRAR á sextándu og sautjándu öld eru efni bókar Sig- laugs Brynleifssonar sem hann kallar Galdra og brennudóma: „Forsendurnar að galdraofsókn- um sextándu og sautjándu aldar lágu I samfélagsgerðinni og þeim hugarheimi sem gerðin endur- speglaði", segir Siglaugur í inn- gangi og mun víst enginn þræta fyrir það að hér fer Siglaugur með rétt mál. Siglaugur Brynleifsson er kunnur fyrir hvatvisi í skrifum og ýmsar ályktanir hans eru grunn- færnislegar. En í bók sinni Göldr- um og brennudómum sneiðir hann að mestu hjá ýmsu þvi sem lýtir skrif hans. Hann styðst við margar heimildir og er mikill hluti bókar hans beinar eða óbeinar tilvitnanir i aðra. Á þvi fer yfirleitt vel. Þó verður að segja eins og er að óþarflega margar tiivitnanir eru í lokaköfl- um bókarinnar sem fjalla um ís- lensk galdramál og brennur. En Sigiaugi tekst á nokkrum stöðum að varpa ljósi á galdramálin og meðal annars skýra hvers vegna menntaðir menn eins og Páll prófastur Björnsson í Selárdal og fleiri létu ánetjast galdratrúnni. Umsvifamestur við brennudóma var Þoleifur lögmaður Kortsson. Ungur kynntist hann aðgerðum gegn galdramönnum í Þýskalandi og mótaðist af veru sinni þar i landi. Lýsingar Siglaugs á galdra- fári á Vestfjörðum og þær heimildir sem hann vitnar til eru óhugnanleg dæmi um mögnun djöflatrúar. Allt er þetta i nánum tengslum við sefasýki. Arið 1703 voru Islendingar rúmlega 50 þúsund samkvæmt manntali, á Vestfjörðum bjuggu Bókmennlir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON 7.492 og þaðan voru 16 menn brenndir fyrir galdra. Vestfirðir voru eins og Siglaugur bendir á einangraðir frá öðrum landshlut- um og með erlendum sjómönnum „bárust erlend hindurvitni sem juku á hjátrúna". Varnargaldur hafði lengi verið stundaður á Islandi samanber Jón Guðmundsson lærða sem m.a. kvað niður draug. Alþýða manna fékkst einnig við kukl í lækninga- skyni. Segja má að galdratrú sé ekki enn úr sögunni þvi að ýmis- legt verður til þess að menn fara að halda að ekki sé allt með felldu og kenna þá stundum öðrum um. Menn saka náungann um illar hugsanir og iílt augnaráð getur vakið ótta. Óttinn er eins og fyrr undirstaða hjátrúar. Píslarsaga Jóns Magnússonar þumlungs er ein merkasta heimild um galdrafárið. Dæmi- gert er hvernig Jón fékk Kirkju- bólsfeðga dæmda fyrir galdra og brennda, en þeir höfðu fengist við smákukl eins og víða tiðkaðist á lslandi. Jón kenndi þeim aftur á móti um veikindi sin sem eftir lýsingum að dæma hafa stafað af sálrænum truflunum hans sjálfs. En Pislarsaga Jóns er samin af slikum sannfæringarkrafti að hún telst til sígildra bókmennta. ^Raldsf/e^'' CASIO Nú á Norðurlandi iáMÍ t- - Jk Fimmtudagskvöld: y Sjálfstæðishúsið Akureyri til kl. 1 Föstudagskvöld: Hofsósi kl. 10—2 Laugardagskvöld: Hótel Húsavík kl. 10—2 Sunnudagskvöld: Dynheímar Akureyri kl. 9—1 ★ Klárakvartettinn syngur gómlu og góðu lögin •jt Skúli verður á sköfunni if Palli á perunni (yow) if Fólkið streymir aðallsstaðar og nú á Norðurlandi if Söðlið nú hestinn meðan vatnið er heitt sin sin sinh sinh log 10' .v : cos tan cos 1 tan- cosh tanh cosfT1 tanh 1 n t-v .vr xlly .V / 1/.V vr dB On-1 II DEG (-) n EXP dB on : í:.v V RAD GRAD ...með töh/im frá Með heilann í vasanum ? vísindalegir möguleikar Dæmin ganga upp... ii M II UMB0ÐIÐ Á ÍSLANDI BANKASTRÆTI8 SÍMI27510

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.