Morgunblaðið - 17.08.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. AGÚST 1977
23
UmHORP
Umsjón Ema Ragnarsdóttii
1. hluti
„Þessi ríkisstjórn nýtur
örugglega mikilla vinsælda
nú og hefur náð sér verulega
á strik að undanförnu," sagði
kunningi minn nýlega og
vísaði þá fyrst og fremst til
áhrifa nýgerðra kjarasamn-
inga á kjör almennings og
afstöðu til stjórnvalda. Og
ég hef fulla ástæðu til að
ætla, að þetta mat viðkom-
andi sé sprottið af langri og
glöggri þekkingu á pólitísk-
um sveiflum I landinu frem-
ur en óskhyggju.
Mat á vinsældir rikis-
stjórna fer ekki eftir nein-
um einhlítum reglum. En
öllum er nú ljóst, að ríkis-
stjórnin lagði fram drjúgan
skerf til að samningar tækj-
ust i sumar án verulegra
átaka á vinnumarkaðinum
og algjörrar stöðvunar at-
vinnutækjanna eins og alltof
oft hefur gerzt við svipaðar
aðstæður. Menn getur greint
á um, hve mikill atbeini
stjórnvalda skuli vera i
samningum launþega og at-
vinnurekenda, en þeim, sem
kenndu ríkisstjórninni um
aðgerðaleysi og fjandskap í
garð launþega í fyrstu lotu
samningaviðræðnanna, verð-
ur ekki kápan úr því klæð-
inu að úthrópa ríkisstjórn-
ina eftir á sem dáðlausa og
óvirka í brýnustu hagsmuna-
baráttu verkafólksins í land-
inu.
0 Forysta
sjálfstæðismanna
i kjarabaráttu
I þessu sambandi er það
einnig mjög athyglisvert, að
árangur síðustu samninga er
ekki sízt að þakka traustri og
ábyrgri forystu sjálfstæðis-
manna í verkalýðssamtökun-
um, þeim forsvarsmönnun-
um í félögum verzlunarfólks
til dæmis, sem hvað ötulast
hafa fylgt fram kröfum lág-
launahópanna.
Viðvaranir um að erfitt
geti reynzt að hemja verð-
bólguna eftir þessa síðustu
kjarasamninga og þá, sem á
næsta leiti eru vegna opin-
berra starfsmanna, eru tíma-
bærar og fullkomlega rök-
studdar með vísan til fyrri
reynslu af verðbólgusamn-
ingum eins og þeim, sem
mörkuðu endalok síðustu
vinstri stjórnar. Núverandi
stjórnar bíður þarna erfitt
verkefni og fullvist er, að
afstaða kjósenda til hennar
mun mjög mötast af frammi-
stöðu hennar í efnahagsmál-
um á síðustu mánuðum kjör-
tímabilsins. Ríkisstjórnin
hefur reyndar áður heitið
þvi að berjast gegn verð-
bólgu og hefur nefnt
ákveðna hundraðshluta, sem
verðbólgan skyldi lækka á
ári. Þessum markmiðum var
ekki náð og sízt eru horfur
taldar góðar á að það takist á
þessum 10 mánuðum, sem
eftir eru af kjörtimabilinu.
0 Horft um öxl
En þegar við nú litum yfir
feril þessarar stjórnar, sem
óðum nálgast lok kjörtima
sins, er ekki úr vegi að rifja
upp, hvernig hún hefur
brugðizt við í þeim málum,
sem úrslitum réðu í alþingis-
kosningunum 1974 og
tryggðu þá Sjálfstæðis-
flokknum yfirburðasigur.
Vissulega hefur mikið
áunnizt í að rétta við efna-
hag landsins á þessum rúm-
að treysta á ný stjórnmála-
leg tengsl okkar við vest-
rænu lýðræðisríkin og
tryggja okkur varnir, sem
eru óaðskiljanlegur hluti af
þeirri heildarmynd. Þetta
mál var leitt til sigurs en
blikur eru enn á lofti og
hvorki staður né stund fyrir
stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokksins að slaka á i þessum
efnum. Svo margir virðast
bíða fyrsta tækifæris til að
leiða varnarmálin á ný út á
braut óvissunnar.
0 Mikill sigur
Utfærsla landhelginnar i
200 mílur, sem var annað
helzta kosningamál Sjálf-
stæðisflokksins 1974, er líka
veruleiki og alþjóðleg viður-
kenning á henni fengin að
auki. Þessi stórkostlegi
árangur er of stór biti fyrir
andstæðinga okkar innan-
lands að kyngja. Þetta gam-
alkunna mjálm kommúnist-
anna um landráðastefnu
Sjálfstæðisflokksins, þjóð-
svik og undirgefni við út-
lendinga hljómar nú i eyrum
fólksins sem ámáttlegt upp-
gjafarvæl. Sigurinn er okk-
ar, stærri en nokkurn hafði
órað fyrir, þegar vinstri
stjórnin var að rembast við
útfærslu í 50 mílur.
Það var von stjórnarand-
MARKÚS Öm Antonsson er 34
ára gamall. Hann var8 stúdent
frá M.R. 1965 og hóf sama ár
störf fyrir Islenska sjónvarpiS.
Hann vann á fréttastofu þess
til 1970 en þá bauS hann sig
fram I prófkjöri sjálfstæSis-
manna vegna borgarstjórnar-
kjörs.
Markús hefur átt sæti I borg-
arstjóm s(8an 1970 og I borg-
arráði s(8an 1973.
Markús Öm er ritstjóri tfma-
ritsins Frjáls verslun.
reyndin mættu tslendingar
virkilega taka sig saman i
andlitinu og huga betur að
innviðum þess þingræðis,
sem við viljum byggja
stjórnarfar okkar á. Það hef-
ur þó allavega sigrað i bili.
0 Öleyst verkefni
Ekki hefur allt farið á
þann veg í tíð núverandi
ríkisstjórnar sem sjálfstæð-
ismenn hefðu óskað. Það
skal játað. Mörg af mikil-
vægum stefnumálum flokks-
ins, sem landsfundir og aðr-
ar flokkssamkomur hafa
ályktað um, eru þvi miður
ekki á afrekaskrá ríkis-
stjórnarinnar. Ef sanngirni
ræður, eru skýringarnar
ljósar. Það ástand, sem hér
ríkti á meðan landhelgisdeil-
an við Breta var í algleym-
ingi, var vitaskuld með al-
varlegustu stjórnmálaflækj-
um, sem sögur fara af hér á
landi síðari áratugina. Þetta
tiltekna mál krafðist alls for-
gangs hjá ríkisstjórninni um
lengri tima. Öðrum málum
var því eðlilega þokað aftar
á verkefnalistann við
óvenjulegar kringumstæður.
0 Reisulegir minnisvarðar
Mörgum fyrri ríkisstjórn-
um tókst ekki á f jórum árum
að reisa yfir sig slíka minnis-
• •
Markús Qm Antonsson, borgarfulltrúi:
Forysta sjálfstæðis-
manna í kjarabaráttu
um þremur árum. Gjald-
eyrisstaðan hefur stórum
batnað og rekstri atvinnu-
tækjanna, sem lá við stöðv-
un, þegar vinstri stjórnin
lagði upp laupana, varð
borgið.
Stóru stefnumálin mega
ekki falla í gleymsku af því
að þau urðu að veruleika.
Hefði vinstri stjórnin ráðið
væri veruleikinn i utanríkis-
og varnarmálum islands
annar og hörmulegri en
hann er í dag. Þjóðarhreyf-
ing, sem snerist til sóknar í
þessu mikilsverða sjálf-
stæðismáli er illa horfði, fól
siðan Sjálfstæðisflokknum
stöðunnar að geta greitt rik-
isstjórninni banahöggið
meðan landhelgisdeilan við
Breta stóð hæst. Með tima-
frekum og flóknum sam-
komulagstilraunum, sem
bandamenn okkar i Atlants-
hagsbandalaginu áttu m.a.
hlut að, var settu marki náó.
Ríkisstjórnin stóð styrkari
en nokkru sinni eftir sam-
komulagið við Breta í fyrra.
0 Spákaupmennsku hafnað
Aðra atlögu skyldi því
gera nú í vor, þegar vinnu-
deilur voru yfirvofandi. Al-
þýðubandalag og Alþýóu-
flokkur voru sameinaðri en
áður i tilraunum sínum til
að knésetja stjórnina.
Verkalýðsforystan hafnaði
pólitískri spákaupmennsku
þessara flokka en tók ábyrg-
ari afstöðu, sem tryggði
samninga og vinnufrið fram
á næsta kjörtimabil. Miðað
við hið pólitíska andrúms-
loft á samningatímanum
geta málalokin ekki talizt
neitt annað en sigur fyrir
ríkisstjórn Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknar-
flokksins. Það kom í ljós, að
þessi stjórn, sem svo styrku
liði hefur á að skipa á þingi,
stóð ekki máttvana frammi
fyrir þrýstihópum i kjara-
deilu eins og margir höfðu
spáð henni. Hefði sú orðin
varða að þeir skagi upp úr
og séu öllum sjáanlegir nú.
Flestar hafa þær þó verið að
koma fram merkilegum mál-
um. Hins vegar hygg ég, að
útfærslan í 200 mílur og sig-
ur í landhelgisdeilunni
muni halda nafni núverandi
rikisstjórnar Geirs Hall-
grimssonar á lofti lengi og
fljótt muni það fyrnast að
henni tókst ekki að kveða
nióur verðbólgudraug frek-
ar en öðrum fyrri stjórnum
þessa lands. Arangurs í
þeirri viðureign er þó óefað
að vænta fái leiðtogar Sjálf-
stæðisflokksins tækifæri til
að einbeita sér að henni á
næstu árum.
— Framselja
ekki Kapple
Framhald af bls 1
þýzka hermenn á götu i Róma-
borg árið 1944.
Vestur-Þjóðverjar hafa hins
vegar itrekað það að ekki sé nein
sú forsenda til sem réttlæti fram-
sal á vestur-þýzkum borgara.
Ernst Wiim, talsmaður þýzku
mótmælendakirkjunnar, sendi
frá sér áskorun til ítölsku þjóðar-
innar í dag, þar sem hann hvatti
til að Kappler fengi að lifa i friði
það sem hann ætti eftir ólifað.
Hann er nú sjötugur að aldri og
langt leiddur af krabbameini.
Wilm, sem hefur eftirlit með að-
búnaði þýzkra stríðsglæpamanna
i Evrópu, sagði að þetta byði Itöl-
um upp á að sýna mannúð og
réttlæti. Hann sagði að fréttirnar
um flótta Kapplers hefðu snortið
sig djúpt og bað hann ítali sýna
miskunn og sagði að forseti ítaliu
Leoni hefði einnig mælt með því
að miskunnsemi yrði sýnd.
I fréttum frá Tel Aviv segir aó
þingmaður þar, Hiller Seidel, for-
maður nefndar sem hefur að
markmiði að berjast gegn nas-
isma, hefði krafizt þess af ísra-
elskum stjórnvöldum, að þau
sendu frá sér yfirlýsingu þar sem
þau heimtuðu að Kappleryrði taf-
arlaust framseldur. Stór hópur
þeirra sem Kappler er sagður
hafa drepið eða látið drepa á It-
aliu 1944, voru Gyðingar.
— Sprautur í
stað pillu
Framhald af bls. 1
ið sér fyrir í móðurífinu og hindr-
ar þannig þungun fremur en að
það valdi fóstureyðingu, að því er
Warren Jones segir. Konur sem
nota lyfið, þurfa að láta sprauta
sig einu sinni á ári. Samkvæmt
áætlun mun lyfið verða komið i
almenna notkun eftir u.þ.b. fimm
ár. Það er sagt hafa þann höfuð-
kost umfram þær getnaðarvarnar-
pillur, sem nú þekkjast, að það
vírkar aðeins á eitt likamshormón
en ekki á ýmsa aðra þætti likams-
starfseminnar.
Sinatra eða Bítlarnir. Hann lék
i þrjátíu og þremur kvikmynd-
um, hljómpiötur hans seldust i
milljónaupplögum og aðdá-
endaklúbbar eru starfandi í öll-
um heimshornum og meira að
segja eru bandarískir sagn-
fræðingar farnir að telja hann
ákveðið mótunarafl á sínu
sviði.
Presley giftist og átti eitt
barn. Hjónabandið endaði með
skilnaði og Presley bjó einn i
stóru húsi i Memphis ásamt lif-
verði og öðru starfsfólki. Þó svo
að hann væri þekktur rokk-
söngvari og nánast tignaður
sem slikur fór hann ekki með
ærslum þegar einkalif hans var
annars vegar.
í fréttum Reutersfréttastof-
unnar sagði að umboðsmaður
Presleys hefði fundið hann
meðvitundarlausan á heimili
sínu i kvöld. Presley hafði átt
við nokkra vanheilsu að stríða
undanfarin ár og verið lagður
inn á sjúkrahús vegna ofþreytu
og vegna augnsjúkdóms.
— Ætti að vera
á veiðum
Framhald af bls. 1
undir strangri gæzlu lögregiu-
manna, en ákæran nú náði að-
eins til síðasta verknaðar
Sámssonar, þar sem hann
skaut til bana unga stúlku og
særði unnusta hennar með
skammbyssu að hlaupvidd 44,
sem Sámssonur notaði oftast í
fyrirsátum sínum að nætur-
lagi. Gert er ráð fyrir að fleiri
ákærur muni fylgja í kjölfarið.
Haft er eftir lögreglunni í
New York að Berkowitz hafi
haldið dagbók, þar sem sé að
finna nákvæma lýsingu á fyrir-
sátum hans. Einnig hefur kom-
ið fram i fréttum, að lögregl-
unni hafi tekizt að hafa upp á
raunverulegri móður
Berkowitz, en hann er sjálfur
tökubarn. En búizt við að hún
verði kölluð fyrir rétt sem
vitni, en samkvæmt framburði
hennar á Berkowitz að hafa
heimsótt hana 1974 er hann
losnaði úr herþjónustu og a að
hafa orðið mikið um það, þegar
hann komst að þvi að móðir
hans hafði síðar eignazt dóttur
en ekki gefið hana.
Þá er haft eftir gæzlumönn-
um sjúkrahúss þess þar sem
Berkowitz er nú til meðferðar,
að hann eigi þá ósk heitasta að
fá að vera á strætum úti og
skjóta á fólk. „i kvöld ætti ég
að vera á veiðum,“ er haft eftir
honum. Einnig er haft eftir
honum, að hann óski þess að
herinn hefði sent hann til
Vietnams, því að i bardögum
þar kynni hann að hafa losnað
við drápslöngunina.
— Arnarstofninn
Framhald af bls. :i
fuglum og ótakmörkuðum út-
burði svefnlyfja og eiturs sé þess
litil von að arnarstofninn rétti
við. Til samanburðar er sagt að
Norðmenn hafi 1975 eytt tæpri
milljón norskra króna til að
vernda sinn arnarstofn, í Vestur-
Þýzkalandi gæta hermenn
tveggja arnarhreiðra og á Græn-
landi hafa miklar ráðstafanir ver-
ið gerðar til verndar arnarstofnin-
um. „Það er fyrir góðvild og fram-
sýni þeirra ágætu arnarbænda,
sem þyrma og hafa þyrmt ernin-
um, að hann er ekki löngu útdauð-
ur á Islandi og ber þeim þakkir og
virðing landsmaiina fyrir,“ segir í
frétt Fuglaverndarfélagsins.
— Presley
Framhald af bls. 1