Morgunblaðið - 20.09.1977, Side 1
44 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI
208. tbl. 64. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1977
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Barizt í suðurhluta Líbanon:
Hersveitir ísraela
eru í viðbragðsstöðu
Beirut, Tel Aviv, 19. september — Reuter, AP.
HARÐIR bardagar stóðu f allan dag I suðurhluta Lfbanon milli
fvlkinga vinstri manna og Palestfnumanna annars vegar og hægri
manna hins vegar um yfirráð yfir nokkrum þorpum í þessum lands-
hluta. Hægri menn njóta hernaðaraðstoðar frá Israelsmönnum, og
hafa ísraelskir hermenn á landamærunum fylgzt náið með þessum
átökum og eru hersveitir þeirra í viðbragðsstöðu, ef svo skyldi fara að
sýrlenzkt herlið gripi þarna í taumana og veitti vinstri mönnum og
Palestfnumönnum liðveizlu sfna.
Róstusamt hefur verið lengi á
þessum slóðum, en átökin mögn-
uðust mjög urn helgina. Yasser
Arafat, leiðtogi Palestínuaraba,
hefur beðið leiðtoga Arabaríkj-
anna að láta átökin til sína taka og
skakka leikinn áður en meirihátt-
ar bardagar brjótist út, en þetta
þykir benda til þess, að vinstri
menn og Palestínumenn standi
höllum fæti í átökunum við
kristna hægri menn, sem njóta
aðstoðar ísraelsmanna.
Yasser Arafat skýrði frá því í
gærkvöldi, að komið hefði til
þriggja meiriháttar bardaga í dag
í Líbanon milli Palestínumanna
og „isralesks herafla" og sagði
hann átökin ékki standa milli
kristinna manna og múhamðstrú-
armanna né palestínumanna og
Líbanonmanna heldur væri um
að ræða hreina árás af hálfu ísra-
elsmanna á Libanon.
Varnarmálaráðherra Ísraels fór
í dag í heimsökn í landamærahér-
uð þau i israel sem liggja að þeirn
hluta Líbanon þar sem átökin
standa. Hefur hersveitum ísraels-
manna í þessunt hluta landsins
verið skipað að vera við öllu bún-
ar.
BE\-ÆVSC,YM
vonir lækna um að unnt yrði að
stöðva faraldurinn i byrjun.
Samkvæmt opinberum tölum
sem birtar voru i Dacca munu að
minnsta kosti 111 manns hafa lát-
izt af völdum sjúkdómsins i sið-
ustu viku í kjölfar flóða i norður-
hluta Bangladesh. Öll fórnar-
lömbin fengu kóleruna úr fæðu
og drykk, er mengazt hefði af
flóðavatninu. Stjórnin og Al-
þjóðaheilbirgðisstofnunin hafa
tekið höndum saman við að
hindra frekari útbreiðslu kóler-
unnar.
Þá hefur flokkur hjúkrunarliða
frá Nýja-Sjálandi skýrt frá því, að
á Gilberteyjum í Kyrrahafi hafi
Framhald á bls. 28.
Schleyer er
sagður á lífi
Bonn, 19. sept. Reuter, AP.
RÁÐHERRAR i stjórninni
komu saman til fundar í dag
til að ræða framvindu Schley-
er-málsins, en eftir því sem
óstaðfestar fregnir herma eiga
stjórnvöld að hafa fengið fyrir
því frekari sannanir frá mann-
ræningjunum, að Schleyer sé
enn á lífi.
Walter Scheel, forseti V-
Þýzkalands, gerði mannránið
að umtalsefni í ræðu í dag,
þegar hann bar til baka_ ásak-
anir um að fasistiskum skoðun-
um vaxi fylgi í Þýzkalandi á
nýjan leik. Taldi hann með-
höndlun stjórnarinnar á
Schleyar-málinu einmitt bera
vitni um, að ekki væri beitt
ólýðræðislegum aðferðum til
að berjast gegn hermdarverka-
mönnum.
Eiginkonan tók við
forystu flokksins
Belgísku konungshjónin höfðu stutta viðdvöl hér-
lendis í gær á leið sinni til Kanada. Klukkan 11:45 í
gær lenti flugvél konungshjónanna á Keflavíkur-
flugvelli og tóku þar íslenzkir embættismenn á móti
þeim. Síðan var ekið til Bessastaða og höfðu Baudoin
og Fabiola þar skamma viðdvöl ásamt fylgdarliði
sínu og nokkrum íslenzkum gestum. Frá Bessastöð-
um var haldið laust fyrir kl. 13 og um kl. 13:30 héldu
þau áleiðis til Kanada, en þangað var ferðinni heitið í
opinbera heimsókn.
Bhutto í varðhaldi:
Rawalpindi, Pakistan,
19. september — Reuter. AP.
NIJSRAT Bhutto, eiginkona Ali
Bhutto, fyrrum forsætisráðherra,
sem nú situr í varðhaldi í Kar-
achi, hefur tekió að sér til bráða-
birgða að veita forystu flokki
Bhuttos, Þjóðarflokknum.
Nusrat Bhutto kom fram á fjöl-
mennum kosningafundi í dag, þar
sem tugir þúsunda stuðnins-
manna Bhuttos kröfðust þess að
hann yrði látinn laus. „Þeir óttast
Bhutto og hafa þess vegna tekið
þann kostinn að geyma hann bak
við lás 'og lá,“ sagði eiginkona
Bhuttos í ræðu sinni á útifundin-
um, og bætti því við, að þessi
ráðstöfun yrði þó einungis til að
auka enn fylgi Þjóðarflokksins.
Ali Bhutto er sakaður um marg-
víslegt misferli frá þeirri tíð er
hann var forsætisráðherra Pakist-
ans eða allt til þess að herfor-
ingjaráð tók þar völdin undir for-
ustu Zia, hershöfðingja, í júlí í
sumar. Hann hefur þó heitið því
að endurreisa lýðræði í landinu
með kosningum sem fyrirhugaðar
eru í október næstkomandi en
mikil ókyrrð hefur verið i landinu
um langt skeið og er enn, ekki sízt
meðal stuðningsmanna Bhuttos.
að fangelsa mann hennar til
hæstaréttar landsins, og mun rétt-
urinn taka málið fyrir á morgun,
London, 19. september, Reuter.
STJÖRNVÖLD í Bangladesh
skýrðu frá því í dag, að meira en
100 tilfella af kólcru hefði orðið
vart þar í landi og jafnframt hafa
fréttir borizt frá Gilberteyjum í
Kyrrahafi að þar hafi 17 manns
látizt af völdum kóleru. Þá heldur
kólerufaraldurinn áfram að
breiðast út í Austurlöndum nær,
þar sem upp hafa komið 54 ný
tilfelli í Jórdaníu og Sýrlandi og
eru þá sjúkdómstilfellin í báðum
þessum löndum orðin alls um
2.800, sem gerir nánast að engu
Ali Bhutto
þriðjudag. Zia hefur lýst því yfir
að valdsvið hans nái ekki til rétt-
arkerfisins og er þvi úrskurðar
hæstaréttar beðið með töluverðri
eftirvæntingu.
Polansky fékk
90dasra fang-
elsisvist
Santa Monica, Kaliforníu,
19. september — Reuter
ROMAN Polansky, kvik-
myndaleikstjóri, var í dag úr-
skurðaður í 90 daga varðhalds-
vist nteðan hann á að gangast
undir geðrannsókn en Polan-
sky liggur undir ákæru um að
hafa neytt 13 ára skólatelpu til
lags við sig. Dómarinn í máli
þessu kvaðst ekki mundu
kveða upp fullnaðardóm fyrr
en hann hefði fengið í hendur
skýrslu gcðlæknis um andlegt
heilbrigði Polanskys.
Jafnframt þessu féllst dóm-
arinn á að Polansky fengi 3ja
mánaða frest til að hefja varð-
haldsvistina meðan hann lyki
við gerð nýrrar kvikmyndar
sem taka skal á Tahiti, enda
beitti lögfræðingur Polanskys
þeim rökum, að hundruð
manna myndu missa vinnuna,
ef Polansky^yrði gert að hefja
fangelsisvistina þegar í stað.
Átök magnast
enn í Eþíópíu
Nairobi, Kenya, 19. sept.
— Reuter, AP
HERNAÐARYFIRVÖLD í
Eþíópíu eiga í gær að hafa skipaö
allsherjarárás flugflota landsins
á landsvæði þau sem Sómalfu-
menn og frelsishreyfing Vestur-
Sómalíu ráða í Ogadenhéraði.
Heimildir í Addis Ababa, höfuð-
borg Eþíópíu, greindu frá því, að
allur flugfloti landsins hefði
haldið uppi stöðugum loftárásum
á skriðdrekasveitir og stórskota-
og fótgöngulið Sómala í allan
dag. Eþíópíumenn segja að
þeim hafi orðið verulega ágengt í
þessum bardögum, en Sómalir
bera það til baka og fullyrða að
þeim hafi vegnað betur í bardög-
unum í dag.
Af hálfu Eþíópiumanna er þvi
haldið fram, að eþiópískar flug-
vélar hafi skotið niður 28 Mig-
Framhald á bls. 28.
Kólera breiðist enn
út í Austurlöndum