Morgunblaðið - 20.09.1977, Page 2

Morgunblaðið - 20.09.1977, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1977 Varð undir steypu- bíl og beið bana Jón Karlsson, formaður Fram, sagði í samtali við Morgunblaðið að það hefði verið ætlun félagsins að fara hægt í aðgerðir vegna þessa máls en þegar slátrun hefði hafizt á miðvikudagsmorgun hefði Kaupfélagið verið búið að auglýsa launaflokka, sem voru eins og þeirra síðasta tilboð í samníngaviðræðum þá fyrir helg- ina. — Þessu gátum við ekki unað og ég held að það þurfi að fara langt aftur í söguna til að finna dæmi þess að vinnuveitandi aug- lýsi einhliða launataxta. A fundi í félaginu var því ákveðið að boða til verkfalls og enn höfum við ekkert heyrt frá kaupfélags- stjórninni, sem á og rekur slátur- Akureyri 19. september BANASLYS varð á veginum sunnan við Malar- og steypustöð- ina á bökkum Glerár klukkan 18.45 á föstudagskvöld. Einn af starfsmönnum stöðvarinnar, Jón Melstað Stefánsson, varð fyrir steypuflutningabíl og mun hafa iátizt samstundis. Hann var 26 ára gamall, kvæntur og átti þrjú börn. Talið er að Jön heitinn hafi hrasað á bílinn rétt framan við afturhjólin, lent fyrir þeim og þau farið yfir hann. Bílstjórinn varð hans fyrst yar þegar hann sá Jón í hliðarspegli og hemlaði þá þegar í stað, en það var um sein- an, enda bíllinn þungur og stöðv- aðist ekki nógu snemma til að slysi yrði afstýrt. — Sv. P. Bolfast 19. september. Frá fréttamanni IVIbl.. Sigtryggi SÍKtryKRssyni. SA HLUTI islenzka landsliðsins í knattspyrnu, sem hélt frá Kefla- vík í morgun, kom hingað til Bel- fast síðdegis í dag. Enn eru þó ekki allir leikmenn landsliðsins komnir hingað vegna leiks ls- lendinga og Norður-Ira í Heims- meistarakeppninni 1 knattspyrnu, sem fram fer hér síðdegis á mið- vikudag. Eru hinir leikmannanna 16 væntanlegir hingað 1 kvöld og þeir sfðustu seinni hluta þriðju- dags, en landsliðsmennirnir fs- lenzku koma til þessa leiks frá sex löndum. Leikur Íslendinga og Norður- íra er síðasti leikur Íslendinga í þessari keppni og hefst hann hér í Belfast klukkan 15.30 á miðviku- dag. Verður ekki leikið í flóðljós- um eins og reiknað hafði verið með. Búizt hafði verið við um 8000 áhorfendum, en þegar frétt- ist að George Best léki með irum hefur sú tala verið tvöfölduð. Eins og áður sagði koma ís- Framhald á bls. 28 VERKALYÐSFÉLAGIÐ Fram á Sauðárkróki hefur boðað til verk- falls í sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki frá og með næstkomandi föstudegi vegna deilu um röðun starfs- manna í launaflokka. Milli 130 og 140 manns vinna hjá Sláturhúsi KS og hófst slátrun þar sl. mið- vikudag. Þegar er búið að slátra þar ta'plega 5600 kindum en áaúl- að er að slátra alls í húsinu i haust 62 þúsund fjár og nemur dagsslátrunin, þegar fullum slát- urhraða er náð, 2300 kindum. A Sauðárkróki starfar annað slátur- hús, eign Slátursamlags Skagfirð- inga en samningar hafa þegar náðst þar og nær verkfallsboðun- in ekki til þess.e húsið. Deilan stendur um röðun um 20 starfsmanna í launaflokka. Við viljum aö þeir taki laun ein- um Iaunaflokk ofar en viðsemj- endur okkar hafa fengizt til að fallast á. Miðað við dagvinnu næmi aukning í launakostnaði sláturhússins aðeins 2400 krónum á viku ef þeir féllust á kröfur okkar, sagði Jón. Jón Melstað Stefánsson GRÍMSEYJARPRINSARNIR — Þeir sofa vært í kjöltu móður sinnar, Sigrúnar Þorláksdóttur, þríburarnir, sem fæddust í fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í síðustu viku. Þessir litlu Grímseyingar virðast láta sig litlu skipta allt umstangið í kringum þá. (ljósmynd Mbl. Sv.P.) Hrun tefur fyrir borun við Grísará BORMENN við Grísará í Eyja- firði hafa að undanförnu átt í nokkrum erfiðleikum vegna hruns í holunni, sem verið er að bora þar. Hefur nú verið borað niður á 1325 metra dýpi, en í síðustu viku gengu boran- ir erfiðlega vegna hruns í hol- unni. Litilsháttar vatn fannst á 580 metra dýpi, en ekki síðan. Boða verkfall í slátur- húsi KS á Sauðárkróki Frá sex löndum til lands- leiksins í Belfast Mörg umferðaróhöpp á Hellisheiði í fyrri- nótt vegna þoku GlFURLEGA þykk þoka lagðist yfir Hellisheiði aðfararnótt s.l. sunnudags og þá var ekki að sökum að spyrja. Alls 19 bílar lentu 1 alls konar óhöppum og þar á meðal var ekið á tvo hesta. Lóga varð öðrum þeirra og kvapinn var fluttur í slysa- varðstofuna, en hann mun ekki hafa hlotið alvarleg meiðsl. Er Morgunbiaðið sneri sér til lögregíunnar á Selfossí tjáði hún blaðinu, aö allir árekstr- arnir hefðu orðið einungis vegna þess, aó menn tóku ekki tillit til aöstæðna. Mjög algengt var að menn ækju á 70—80 km hraða sem er algert glapræði í svona þoku, en hún mun hafa verið eins og hún gerist mest á þessum slóðum. Mest mun hafa verið um aft- anákeyrslur og skemmdust bif- reiðarnar margar mjög mikið. Lítil meiðsl urðu á fólki, þó munu einhverjir hafa leitað að- stoðar slysavarðstofunnar. Hjá tryggingafélögum fékk blaðið þær upplýsingar að i þessum árekstrum væri um að ræða tjón upp á nokkrar milljónir, en ekki væri hægt að svo stöddu að segja um það nákvæmlega. A lokum má geta þess, að í einum og sama árekstrinum voru sjö bifreiðar í einni bendu. Sumir bílanna voru stórskemmdir, eins og sjá má. Sigurður G. Sigurðsson á tröpp- um húss slns. Þar brotnuðu 15 rúður, þar af fimm stórar á hæð- inni, hurðir rifnuðu úr körmum og loftklæðning gekk til og slakn- aði. Bilskúrshurðin braut sig nið- ur. Hurðir úr eldhússinnrétting- unni þeyttust niður á gólf, en hins vegar varð lítið tjón á innbúi og ýmsir munir á skápum og boð- um hreyfðust ekki til. Ólýsanleg skelfing legar ég sá itla dreng- inn koma í Ijósum logum „ÞAÐ ER ekki hægt að lýsa þeirri skelfingu, sem greip mig, þegar ég sá litla drenginn koma á móti mér í Ijósum logum og hníga nið- ur skammt frá mér. Ég stökk til hans og slökkti eldinn og sfðan bárum við hann inn í verkstæðis- húsið hans Þorgeirs Haraldsson- ar,“ sagði Sigurður G. Sigurðsson, skrifstofustjóri, Esjubraut 2, Akranesi, í samtali við Mbl. í gær. ,,Ég var staddur í baðherberg- inu í norðurhorni hússins, þegar ég heyri svona hviss-hljóð, sem hefur varað i 2—3 sekúndur", sagði Sigurður. „Siðan heyri ég smásprengingu og var þásann- færður um að það hefði orðið árekstur hérna a horninu við hús- ið. Baðherbergið er næg glugga- laust svo ég sá ekkert út, en frá smásprengingunni hafa ekki liðið nema örfá andartök þar til stóra dúndrið kom, því ég var ekki kominn út úr baðherberginu þá og brá ég þó strax við er ég heyrði fyrri hvellinn. Við dúndrið varð mér auðvitað ljóst, að þarna var eitthvað meira en árekstur á ferð- inni, eitthvað óhuggulegt var að gerast. Konan var í svefnherberg- inu og þegar við komum fram þá eru rúður brotnar og húsið gal- opnast á báum hliðum. Sjálf urð- um við ekki vör við þann kraft, sem fór í gegnum húsið, en mér flugu helzt jarðskjálftar í hug og að allt væri að hrynja ofan á okk- ur. Við hjónin vorum svo komin fram í stofu, þegar við uppgötvuð- um að tíu ára sonur okkar sat enn inni í herberginu sínu. Við kölluð- um á hann og þá kom hann strax til okkar og síðan fórum við út úr stofunni bakdyramegin. Ein- hvern veginn lá það i okkur að fara þessa leið, en ekki um fram- dyrnar, enda hefði það lítið þýtt, eins og ástandið var þeim megin hússins: Þegar við svo komum fyrir norðurhornið á húsinu þá sé ég eldhafið í Flugeldagerðinni. Ann- ars var þetta ekki eins og eldur. Þetta var ekki rautt, heldur marg- litt og litadýröin sló einhverjum tignarheitum yfir þennan óhugn- að. Og loftið allt var í einu eld- hafi. Þegar við stöndum þarna skelf- ingu lostin heyri ég konu mína hrópa: „Þarna er hann Maggi litli. Framhald á bls. 28.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.