Morgunblaðið - 20.09.1977, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1977
3
„... og um
leið sé ég
þakið á verk-
smiðjuhúsinu
lyftast"
„ÞAÐ VAR eilthvad, sem fékk
mig til að líta út um d.vrnar í átt
til Fluseldagerðarinnar og um
leið sé ég þakið á verksntiðjuhús-
inu lyftast. Það var cins og það
kæmi fyrst upp um miðjuna síðan
þeyttist þetta allt i loft upp með
tilheyrandi sprengjugný og eldi.
Mér finnst nú, að ég hafi endilega
heyrt tvær, þrjár sprengingar og
einhvern veginn hef ég það á til-
finningunni að þa-r hafi verið f
vesturendanum aðallega," sagði
Skaphéðinn Árnason, sjómaður á
Akranesi, í samtali við Mbl. í gær,
en Skarphéðinn var staddur í
verksta*ðishúsi nálægt Flugelda-
gerðinni og sá beint til verk-
smiðjuhússins út um opnar dyr.
„Ég kom þarna aðvífandi á
Framhald á bls. 28.
Skarphéöinn /vrnason
Sá Helga heit-
inn reyna að
skella hurð-
inni aftur
„Ég sá Helga hcitinn koma aft-
ur á bak út um einar dyrnar á
verksmiðjuhúsinu og virtist mér
hann ætla að skella hurðinni aft-
ur, en I því komu sprengingarnar,
fyrst ein minni og svo önnur
ógurleg strax á eftir með eldhafi
og rcykjarstólpa. Þrýstingurinn
var slíkur, að mér fannst ég lyft-
ast frá jörðu, án þess þó að ég
missti jafnvægið." Það er Ólafur
Guðjónsson, múrari, sem svo lýsir
sprengingunni í Flugeldagerð-
inni á Akranesi á sunnudags-
morgun í samtali við Mbl. í gær,
en Guðjon var staddur við næstu
hús við verksmiðjuna, þegar
sprengingin varð.
„Ég var á leið fram á kletta að
henda kartöflugrösunum úr garð-
Framhald á bls. 28.
Olafur Guðjónsson.
Myndin til hliðar er af verksmiðjuhúsi Flugeldagerðarinnar hf. og er
vesturendinn nær. Vestast I húsinu var kaffistofa, þá lagergeymsla,
vinnslusalur og geymsla, sfðan kom stjörnuklefi, þar sem búnir voru
til cldflaugartopparnir, og austast I húsinu var hleðsluklefi, þar sem
eldflaugahólkarnir voru hlaðnir. Utveggir voru ste.vptir og milliveggir
hlaðnir, en hvergi var innangengt milli klefa I húsinu.
Myndin fyrir ncðan sýnir rústir verksmiðjuhssins eftir sprenginguna.
Hin byggingin er púðurgeymslan, þar sem geymd eru um 200 kg af
púðri, en 2,70 m eru f milli. Ilráefnisgevmslunni er skipt í fimm klefa
með hlöðnum veggjum. Eldur komst í einn klefann, en púðrið er
geymt f þriðja klefa þar frá og tókst að slökkva eldinn áður en hann
hreiddist út. Ljósm: Viðar Stcfánsson.
Aðalþrýsti-
bylgjan fdr
á haf út
ÖGJÖRNINGUR var i gær að fá
nákvæma tölu um allar þær rúður
sem sprungu i húsum á Akranesi
við sprenginguna i Flugeldagerð-'
inni á sunnudagsmorgun, en ljóst
er að þær hafa skipt hundruðum,
smáar og stórar. Skemmdir á
íbúðarhúsum voru auk rúðubrot-
anna algengastar á hurðum og
loftum, en yfirleitt varð lítið tjón
á innbúi. Sem betur fer fór aðal-
þrýstibylgjan frá Flugeldagerð-
inni hf., sem stóð nyrzt i bænum,
á sjó út, en ekki inn yfir byggðina,
en sá þrýstingur, sem þangað fór,
var samt gifurlega mikill eins og
tjónið af hans völdum ber með
sér. Sem dæmi má nefna að ofn úr
Flugeldagerðinni þeyttist yfir tvö
íbúðarhús og skall á miðjum vegg
þess þriðja, rörhné þeyttist yfir
eitt hús og inn um eldhúsglugga,
skildi eftir sig gat á rúðunni og
djúpt far á veggnum gegnt glugg-
anum. Þá þeyttust hurðarlæsing-
ar yfir þrjú hús og í þak þess
fjórða svo kröftuglega að gat kom
af. Röska 300 metra frá Flugelda-
gerðinni var Kristján Friðriksson
að mála hús sitt. Stóð hann í
tröppu, sem þrýstibylgjan þeytti
undan honum og út á götu. Sem
dæmi um kraftinn má loks nefna
að björgunarsveitarmenn, sem
staddir voru rétt fyrir ofan Ölver
við Hafnarfjall, fundu greinilega
þrýstinginn frá sprengingunni,
en einn þeirra, Öskar Tryggva-
son, sagði í samtali við Mbl. að
fjarlægðin i beinni loftlínu hefði
verið um 15 km. „Þetta var svipað
og geysimikil þruma,“ sagði Ösk-
ar. „Þrýstingurinn var ekkert á
móts við hávaðann, $em bergmál-
aði i klettunum fyrir ofan okkur.“
Að sögn Héðins Emilssonar
starfsmanns Samvinnutrygginga
á heimilistrygging að bæta tjón á
innbúi, en brunatryggingin tjón á
húsunum sjálfum.
Sjá fleiri
viðtöl og
myndir á
blaðsíðu 29
Jóna Elíasdóttir, Esjubraut 29.
Þrátt fyrir fjarlægð hússins frá
Flugeldagerðinni brotnaði ein
stór rúða og loftklæðningin í stof-
unni hrundi niður. „Mér varð það
á að hlaupa inn í stofu, þegar ég
heyrði brothljóðið," sagði Jóna i
samtali ið Mbl. í gær. „Og ég var
svo rétt komin fram i ganginn
aftur, þegar stofuloftið kom niður
með öllu saman. Það má eiginlega
segja að loftið hafi hrunið niður á
hæla mér. Þetta var alveg voðaleg
sprenging. Alveg hryllileg. Ég
heyrði þetta sem tvær sprenging-
ar sú fyrri var minni og hin alveg
ægileg. Mér varð auðvitað fyrst
hugsað til þess að nú hefði kynd-
ingin sprungið, annaðhvort hjá
mér eða einhverjum nágrann-
anum.“
Engin reglugerð til um upp-
setningu slíks fyrirtækis
ENGIN ákvæði eru til í íslenzk-
um lögum eða reglugerðum uni
hvernig haga skuli uppsetningu
húss fyrir fyrirtæki eins og eld-
flaugaverksmiðjuna á Akranesi,
að sögn Bárðar Danfelssonar, for-
stöðumanns Brunamálastofnunar
ríkisins. Sagði Bárður í gær, að
lengi hefði staðið til að setja slík-
ar reglur, en það hefði raunveru-
lega ekki verið hægt þar sem lög
til að byggja á vantaði. Væru það
lög um skotvopn og sprengiefni,
sem voru fyrir síðasta Alþingi.
— Að visu eru til ákvæði um að
ekki megi geyma hvellhettur og
sprengiefni í sama húsi og hafði
eiganda verksmiðjunnar á Akra-
nesi verið bent á það fyrir all-
mörgun árum, sagði Bárður
Guöntundur Eiríksson hjá
Öryggiseftirliti ríkisins tjáði
Morgunblaðinu i gær, að húsið
hefði á sinum tíma verið byggt
eftir danskri teikningu með sam-
þykki Oryggiseftirlitsins. Húsið
hefði ekki verið skoðað af Örygg-
iseftirlitinu, en hins vegar hefði
Brunamálastofnunin látið skoða
húsið í júnímánuði síðastliðnum
og þá hefðu engar athugasemdir
verið gerðar, en sagt að umgengni
væri góð.
Eftir aó sprengingin
varð í Haraldshúsi á Akranesi i
fyrravetur hefðu kynditæki þessa
húss og margra annarra á Akra-
nesi veri skoðuð og ekkert verið
talið athugavert í eldflaugaverk-
smiðjunni. Þá hefði rafmagn
hússins verið athugað um svipað
leyti og allt reynzt í lagi.
— I dag skoðuðum við Flug-
eldaiðjuna i Garðabæ í tilefni af
þessu slysi og þangað verður aft-
ur farið á morgun, sagði Guð-
mundur Eiríksson. — Kannað
verður gaumgæfilega hvort ein-
hverjum öryggisatriðum kunni að
vera áfatt þar og munu fulltrúar
frá Brunamálastofnun og Raf-
magnseftirlitinu kanna það ásamt
okkur, sagði Guðmundur að lok-
um.
Magnús Oddsson, bæjarstjóri á
Akranesi, var að þvi spurður í
gær hver hefðu verið viðbrögð
bæjaryfirvalda við mótmælum
íbúa á Akranesi við byggingu nýs
húss fyrir Flugeldagerðina á sín-
um tíma. Fer svar Magnúsar hér á
eftir:
— Þegar umsókn um hús Flug-
eldagerðarinnar kom til af-
greiðslu bygginganefndar Akra-
ness árið 1969 var ákveðið að gera
miklar öryggiskröfur til hins nýja
húsnæðis. Samband var haft við
Öryggiseftirlit ríkisins, sem sam-
þykkti fyrir sitt leyti teikningu
hússins og staðsetningu 17. júlí
1969. Að þvi fengnu var teikning-
in samþykkt i byggingarnefnd
Akraness.
— Þess má geta að teikning að
þessu húsi er sams konar og að
flugeldaverksmiðju i Danmörku,
sagði Magnús Oddsson.