Morgunblaðið - 20.09.1977, Síða 13

Morgunblaðið - 20.09.1977, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1977 13 Hann var hálfur ofan í þessari í byrjun en fyllti hana fljótt. Ármann Guðmundsson heitir hann. þetta vera sinn fyrsta dag á Höfn aö sinni, en hann yröi í stöðinni, rneðan verið væri að salta fyrir K.J. á Akureyri og lita eftir því að hver tunna fengi sinn skammt af salti og síld. Sagðist hann og reyna að temja stúlkunum að dreifa saltinu jafnt i tunnuna, ekki væri gott ef það legðist mis- jafnlega. Sagðist hann ekki hafa nema góða sögu af kvenfólkinu að segja í þessu tilliti. Jón sagði að frágangur síldar- innar í tunnurnar væri tvenns konar. Smásildinni væri bara hrúgað niður i þær en stórsildinni væri hins vegar raðað niður, lag fyrir lag. Sagði Jón að 300—500 sildar væru á stórsíldartunnu og 500—700 í tunnu af smásíld. Jön sagði að sú síld sem verið væri að verka nú væri fyrir niðursuðu á gaffalbitum sem seldir yrðu á Rússlandsmarkað. Hér til aö græöa Einn þeirra sem ég varð að vara mig á var eldri maður sem færði stúlkunum salt í hvert skipti sem þær luku við tunnu. Hann fór að öllu valdsmannslega og slöngvaði saltkössunum léttilega af stórum vagni upp í bjóðin. Guðmundur Ottósson kvaðst hann heita og vera hingað kominn til að græða peninga. Sagði hann þetta i fyrsta sinn sem hann væri i síldarvinnu á Hornarfirði, hefði verið fyrir norðan í gamla daga, en róið á togurum frá Reykjavik siðustu 30 árin. Hér er gott að vera, sagði hann, eftir aðeins einnar viku dvöl, og vildi ég eiga hér heima, bætti hann við. Guðmundur sagði að timar væru breyttir frá því sem verið hefði fyrir rúmum 30 árum. Þá hrópaði kvenfólkið mikið enda fyrirkomulagið annað, sagði hann. Mátti þá i sifellu heyra: „tóma tunnu, taka tunnu, salt, síld, stála“ o.s.frv., en nú væri þetta alveg horfið þar sem skipu- lagið væri gjörbreytt og fullkomn- un meiri. Nú þarf kvenfólkið ekk- ert að gala, sagði Guðmundur, það fær allt saman án þess. þessi náungi sér tima til að spjalla. Hann sagðist sjá um að trilla fullum tunnunum frá kerlingun- um eins og hann nefndi söltunar- stúlkurnar. Maður verður að vera snar í snúningun, sagði hann, því annars eiga kerlingarnar til með að vera vitlausar ef tunnurnar standa lengi fullar við bjóðin. Bolli heitir pilturinn og sagði að árekstrar gætu auðveldlega orðið á milli þeirra trillumanna, því hratt væri ekið til að hafa undan. Okkur þykja flækingar hálf illa séðir og einnig erum við að spá í að fá okkur flautu til að flauta fyrir horn, sagði hann og trillaði í burtu svo að minnstu munaði að hann æki á vagn Guðmundar salt- karls. Flatmagaöi í hálkunni í fyrra Sá sem að jafnaði bar manna hæst í söltunarstöð Fiskimjöls- verksmiðjunnar á Höfn var skammtarinn á bandinu, þ.e. pilt- urinn sem sá um að ryðja síldinni af aðflutningsbandinu niður í kassana fyrir framan söltunar- stúlkurnar. Hann sagðist heita Sigurður Arinbjörnsson, vera innfæddur Hafnarbúi og þetta vera annaö ár sitt á bandinu. Ég sé kvenfólkið fyrir sild, dreifi henni jafnt og þétt í kass- ann. Ég hef einnig það aukaverk að sjá um úr^angstórinn, sjá um að þar sé allt í röð og reglu, sagði Sigurbergur. Sigurbergur sagði að staðan á bandinu væri hálfeinmanalegt starf. Ekki kvaðst hann hafa dott- ið i þeirri hálku sem myndast oft á gönguborðum hans að þessu sinni. En ég flatmagaði þó stund- um i fyrra. Þrjár tunnur f góðri síld Rétt þar við sem ég spjallaði við skammtarann á bandinu stóð kona og skar sildina hverja af annarri af svo miklum móð og með svo miklum hraða, að manni hálf óaði við. Ég hef nú samt ekki skorið mig, sagði Valdís Þórisdótt- Tunnurnar hlóðust upp fyrir utan söltunarhúsið söltunardaga. Birna sagðist fara í skóla eftir helgina og þvi væri um að gera að afkasta sem mestu því ekki mundi hún vinna með skól- anum, það væri ekki vel séð. Þær Rósa og Birna kváðust fá um 1150 krónur fyrir tunnuna af smásíld og um 850 fyrir stórsíldartunn- una. Þegar mig bar að hömuðust þær í skurðinum og sögðust ekki vera hræddar við að skera sig. Það verður þá bara að hafa það þegar þar að kemur, sögðu þær. Hún fylltist von bráðar tunnan sem stóó við bjóð þeirra, og einni tómri var rúllað að. Til að tefja þessar duglegu og afkastamiklu kvensur ekki um of þakkaði ég fyrir spjallið. Sé um aö hver tunna fái sinn skammt Þarna i stöðinni gekk maður einn um sali og skoðaði ofan í tunnurnar hjá stúlkunum og at- hugaði einnig bjóð þeirra, að því er virtist. Hér var á ferðinni eftir- litsmaður frá kaupandanum Jón M. Jónsson frá Akureyri, fyrrum söltunarverkstjóri í árafjölda á Raufarhöfn þegar sumarsíldin var upp á sitt bezta. Jón kvað Hálfur ofan í tunnu Mig bar þar að sem annar helm- ingur þess sem raðaði niður var ofan í tunnunni. Brátt kom hann þó allur upp og reyndist þetta vera Armann Guðmundsson, 12 ára snáði, sem kvaðst vera að hjálpa systur sinni, Guðriði. Ég hef aðstoðað hana síðan byrjað var um daginn og ætla að halda áfram þangað til á mánudaginn, þá byrja ég i skólanum, sagði Ar- mann er hann tók sér smá pásu til að ræða við blaðamann. Armann sagðist ekki vita hver þénusta sín yrði. Þegar hann var spurður þess gaut hann augunum til systur sinnar, sem þó ekki heyrði spjall okkar, rétt svona til að gefa blm. til kynna að þau mál hefðu verið lítið rædd, eða í það minnsta ekki brotin til mergjar. Kerlingarnar veröa vitlausar ef ... Ármann var ekki lengi að fylla tunnu sína því þetta var smásíld- artunna og þvi þurfti hann ekki að raða ofan i hana. Er hann lauk við hana kom þar að snaggaraleg- ur piltur með trillu sína og tók tunnuna og setti málmplötu i stig- vél Armanns. 1 sömu mund gaf ir, og hélt áfram að sneiða haus- ana af. Valdís sagðist vinna með vin- konu sinni, þær skiptust á um að leggja niður þegar bjóðin væru orðin full. Hún sagði þær ná um 2 og Vi tunnu á klukkutímanum, en þegar síldin væri betri næðust 3 tunnur. Sagðist Valdis vera að drýga tekjur heimilisins með því að salta síld. Það veitir sko ekki af því, sagði hún, þvi hér er dýrt að lifa, dýrara en á höfuðborgar- svæðinu þar sem ég bjó i nokkur ár. Hún sagðist ekki vinna utan heimil.isins nema i sildinni. Það væri góð tilbreyting frá heimilis- störfunum um leið og það gæfi smá tekjur. Valdis sagðist vera fædd og uppalin á Höfn og hafa saltað á margri sildarvertíðinni. Kvað hún mjög gott að búa á Hornarfirði, þótt margt vantaði á þá þjónustu sem væri auðfengin i höfuðborginni. Urvalið er hér náttúrlega allt miklu minna og hér eru allir hlutir eitthvað dýr- ari. Þá getum við hér ekki skropp- ið á útsölur svona þegar okkur hentar og keypt hlutina þannig á niðursettu verði. Við borgum eng- an spottprís“ fyrir okkar þurftir, sagði hún i þann mund er ég kvaddi. Það fást betri afköst ef við vinnum saman, sögðu Rósa (t.v.) og Birna, sem gáfu sér tíma til að lita upp og brosa meðan mynd var smellt. 30 ár á togurum, en færir nú söltunarstúlkum salt. Guðmund- ur Ottósson að störfum. Verkstjórinn hafði i mörg horn að lita. Hér athugar Guðmund ur (með gleraugu) skurð einnar stúlkunnar. ** --------------- Hann skipti um staf upp á gamla móðinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.