Morgunblaðið - 20.09.1977, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1977
Símamynd AI*
Einar Bonediklsson, sendiherra Islands í Frakklandi, afhendir Jóni L. Arnasyni heimsmeistarabikar-
inn við verólaunaafhendinguna í Cagnes sur-Mer f gær.
„Hafói mest gert mér
vonir um þriðia sætið"
0 „Ef satt skal segja, þá
átti ég aldrei von á að sigra
á þessu móti áður en ég fór
út, hafði ég mest gert mér
vonir um þriðja sætið og
átti ég von á að ungl-
ingameistari Sovétrikj-
anna, Kasparov, hlyti
hnossið. Hins vegar varð
mér Ijóst þegar mér tókst
að vinna skákina við White-
head frá Bandaríkjunum úr
fimmtu umferð að mér
gengi vel. Skákin var orðin
81 leikur þegar mér tókst
að knýja fram vinning. Var
hún ákaflega þreytandi og
fór m.a. tvisvar í bið. Síðar
þegar mér tókst að vinna
Kappe frá V-Þýzkalandi á
hálfævintýralegan hátt
varð ég þess fullviss. að ég
ynni mótið, því gæfan verð-
ur líka að vera manni hlið-
holl á svona mótum, það er
ekki nóg að tefla vel, ef
heppnin er ekki með,"
sagði Jón Loftur Árnason,
heimsmeistari unglinga í
skák, í samtali við Morgun-
blaðið í gær, en hann var þá
staddur á hótelherbergi
sínu i Cagnes sur-Mer í
Frakklandi og beið þá komu
íslenzka sendiherrans i
Frakklandi, Einars Bene-
diktssonar, ásamt
aðstoðarmanni sínum,
Margeiri Péturssyni.
Óþekktur
fyrir einu ári
Fyrir tæpu ári var Jón svo til
óþekkt stærð í skákheiminum, bæði
hér heima og erlendis Hann tefldi i
fyrsta sinn í A-riðli á haustmóti Tafl-
félags Reykjavíkur í fyrrahaust og
sigraði, og vann sér um leið sæti til
að keppa í landsliðsflokki á íslands-
mótinu i skák Það má segja að þar
hafi Jón komið, séð og sigrað og
varð hann öruggur íslandsmeistari
Fyrir nokkru tók Jón þátt í Norður-
landameistaramótinu í skák, sem
fram fór í Finnlandi. og varð ungl-
mgameistari Norðurlanda, og nú
hefur hann kórónað feril sinn með
því að verða heimsmeistari unglinga
yngri en 1 7 ára, hlaut 9 vinninga af
1 1 mögulegum Vann hann 7 skák-
ir, gerði tvö jafntefli og tapaði einm
..Sjálfur átti ég sízt von á þessari
velgengni þegar ég tefldi í A-riðli á
haustmótinu í fyrra Áður var ég
búinn að tefla í 1 ár í B-riðli á
mótum og hafnaði yfirleitt í þriðja
sæti, en eftir að ég vann mér sæti í
A-riðli hefur allt gengið vel ', segir
Jón
-rsegirJónL.
Arnason, heims-
meistari ungl-
inga í skák
Heimsmeistara-
einvígið kom mér
af stað
Jón fór ekki að tefla neitt að ráði
fyrr en á árinu 1972, ea þá var |
hann 12 ára gamall ,,Það var
heimsmeistaraeinvigið milli þeirra
Fischers og Spasskys, sem kom mér
af stað og frá þeim tíma hef ég lagt
mikla áherzlu á skákina Auðvitað
held ég áfram núna, maður getur
ekki hætt eftir að hafa náð þessum
árangri,'' segir hann ennfremur
Morgunblaðið spurði Jón hvort
hann teldi að einhver ein skák í
mótinu hefði verið þýðmgarmeiri en
aðrar ,,Það er skákin við Bandarikja-
manninn Whitehead, sú skák varð
voðalega löng, 81 leikur, og fór
tvisvar í bið, en þetta var í fimmtu
umferð Ég var alltaf með ívið betri
stöðu, en það var mjög erfitt að
vinna úr henni."
— Þú sagðir í viðtali við Morgun-
blaðið fyrir nokkrum dögum, að þú
hefðir oft teflt betur Telurðu að svo
sé enn, með hliðsjón af því, að þú
hlýtur 9 vinninga af 1 1 möguleg-
um?
,,Ef ég held því fram enn mun það
flokkast undir mont, og því verð ég
að draga fyrri ummæli mín til baka,"
sagði Jón
Nokkuð viss um
titilinn eftir að
hafa unnið Kappe
— Skákin við Kappe frá V-
Þýzkalandi var af öllum hér heima
talin töpuð fyrir þig Var það ekki
„móralskur" sigur að vinna hana?
,,Ég vissi það nokkurn veginn eftir
þá skák, að ég yrði heimsmeistari,
það er enginn svona lánsamur nema
sá sem vinnur mót Og ég held að
ég verði að viðurkenna, að sá sigur
fyMti mig ósjálfrátt meira sjálfstrausti
og harkan og baráttuhugurinn urðu
meiri "
Gat ekki hafnað
jafnteflisboðinu
Jón kvaðst ekkert finna fyrir
þreytu, ángæjan hefði yfirhöndina
„Annars var ég mjög þreyttur um
miðbik mótsins og þreyttastur var
ég í biðskákmni við Kasparov," en
skákin við Kasparov var eina skákin,
sem Jón tapaði „Annars fékk ég
vist fimm biðskákir í röð og það er
ægilegt og ég var alveg að verða
uppgefinn á þessu Hins vegar voru
síðustu skákirnar mjög stuttar, ein
ekki nema 10 leikir og sú síðasta 8
leikir Morovic frá Chile bauð mér
jafntefli eftir 8 leiki, þannig að skák-
in var rétt að byrja Ég gat engan
veginn hafnað jafnteflinu Annars
var ég búinn að ætla mér að bjóða
jafntefli nokkrum leikjum síðar, en
sem sagt, hann varð á undan, hefur
sjálfsagt lesið hugsanir mínar "
Nauðsynlegt að
hafa aðstoðarmann
Margeir Pétursson hefur verið
aðstoðarmaður Jóns L Árnasonar á
mótinu í Cagnes og Morgunblaðið
spurði Jón hvort ekki væri nauðsyn-
legt að hafa aðstoðarmenn með sér
á mót sem þessi
„Það er nauðsynlegt að hafa
aðstoðarmann, að maður tali nú ekki
um, þegar þið blaðamenn eruð að
hringja Þá kom það sér mjög vel að
hafa Margeir til að fara yfir biðskák-
irnar með mér,*sem voru eins og ég
hef áður sagt margar Þá fer það
ekki milli mála, að það hefur mjög
góð áhrif á mann að hafa félagsskap
og aðstoð Margeirs tryggði mér
heimsmeistaratitilinn "
Hef áhuga á
Reykjavíkurmótinu
Þá sagði Jón, að þegar hann
kæmi heim tæki skólinn við, en
hann stundar nám við Menntaskól-
ann í Hamrahlíð og er á öðru ári
„Ég mun að sjálfsögðu reyna að
„stúdera" skákina eitthvað og hef
áhuga á að taka þátt í Reykjavíkur-
mótinu í vetur
Samkvæmt því, sem Jón bezt
vissi, þá eru verðlaunin á heims-
meistaramóti unglinga stór bikar,
sem er farandgripur, og sérstakt
skjal frá borgarstjórninni í Cagnes
Hins vegar væru engin peningaverð-
laun
Að sögn Jóns tók hann þátt í sinu
fyrsta skákmóti árið eftir að þeir
Fischer og Spassky tefldu á íslandi
Tefldi hann þá í unglingaflokki á
haustmóti Taflfélags Reykjavíkur og
sigraði, og þar með var ísinn brot-
inn.
Jón er eitt fjögurra barna hjón-
anna Árna Björnssonar endurskoð-
anda og Ingibjargar Jónsdóttur
Bróðir hans, Ásgeir, er einnig kunn-
ur skákmaður og tók á dögunum
þátt í heimsmeistaramóti unglinga
1 7—12 aáraa i Innsbruck í Austur-
ríki Þá á Jón Loftur systur, sem er
við nám i lyfjafræði, og eldri bróður
á hann einnig við nám í Háskólan-
um „Þau kunna öll að tefla og pabbi
kann einnig mannganginn, mamma
styður svo við bakið á okkur," segir
Jón
Lærir einnig
píanóleik
Eins og fyrr segir er Jón Loftur.
nemandi við Menntaskólann i
Hamrahlíð, en auk þess hefur hann
s I 3 ár stundað nám í píanóleik við
Tónlistarskólann í Reykjavík
Morgunblaðið spurði Jón hvernig
hann hefði tíma til að sinna þessu
öllu, menntaskólanum, tónlistarskól-
anum og skákinni „Maður hefur
tíma til að sinna öllu, sem maður
hefur áhuga á," sagði Jón að lokum
Þá má og geta þess, að Jón hefur
þótt mjög efnilegur kylfingur _ Þ.Ó.
„Sigur Jóns
kom mér
ekki á óvart”
— segir Ingibjörg
móðirhans
„SIGUR Jons kom mér ekkusvo
mjög á óvart, ég var bjartsýn
þegar hann lagói af stað til Krakk-
lands,“ sagði Ingibjörg Jónsdótt-
ir, móðir Jóns L. Arnasonar,
þegar Morgunblaðið ræddi við
hana í gær.
í samtalinu við Morgunblaðið
sagði Ingibjörg, að Jón hefði und-
irbúið sig fyrir mótið eftir því
sem hann hefði haft tima til, ann-
ars væri sumarið búið að vera
mjög stíft hjá honum.
Þegar Morgunblaðið spurði
Ingibjörgu hvort Jón eyddi ekki
miklum tíma í skákina sagðí hún:
„Hann hefur ekki eytt miklum
tima í skák fyrr en á þessu ári,
allt fram á þetta ár hefur skákin
verið tómstundagaman hjá Jóni,
alvaran er nýkomín í þetta hjá
honum. Þeir hafa teflt mikið
saman á kvöldin hann og Ásgeir
bróðir hans.“
Ingibjörg sagði, að samkvæmt
því sem hún bezt vissi væri ekki
mikið um mikla skákmenn í ætt-
inni.
„Hvort ég kann mannganginn.
Ja, Jón hefur reynt að kenna mér
hann, en það hefur gengið mis-
jafnlega. Annars veit maður ekki
nema maður slái til núna og reyni
að læra að tefla almennilega til að
geta fylgzt betur með í framtið-
inni.“
„Afrek Jóns
er aðeins
byrjunin”
— segirFriðrik
Olafsson
„ÞAÐ VAR bæði ánægjulegt og
skemmtilegt að heyra um úrslitin
í Frakklandi þegar þau spurðust.
Allir sem fylgjast með skák hafa
beðið spenntir og menn fengu
þau úrslit sem þeir óskuðu,"
sagði Friðrik Olafsson stórmeist-
ari þegar Morgunblaðið rauldi við
hann.
„Ég efast ekki um, að þetta af-
rek Jóns er aðeins byrjunin á
öðru meiru í framtíðinni; fyrsti
áfanginn á merkum ferli, því ég
efast ekki um að ef Jón leggur
skákina fyrir sig þá á hann eftir
að ná langt. Þá vona ég einnig, að
við förum að venjast því að eiga
heimsmeistara hér á íslandi og að
þessi titill sé aðeins sá fyrsti af
fleirum.“
Morgunblaðið spruði Friðrik
hvort hann hefði teflt við Jón.
Kvað hann svo ekki vera. „Við
höfum ekki einu sinni tekið æf-
ingaskák saman. Hins vegar hef
ég séð nokkrar skákir frá honum.
Jón teflir rnjög markvisst og
hvasst og byggir stöður sínar vel
upp. Annars er ekki hægt að segja
mikið um skákstil manns, sem er
aðeins 16 ára, hann er þá rétt að
byrja að tefla og móta sinn stíl.“
„Afréksmað-
ur á heims-
mælikvarða”
— segirEinarS.
Einarsson
„ÞAÐ ER stór dagur hjá okkur
Islendingum þegar okkar f.vrsti
heimsmeistari er krýndur og
árangur Jóns L. Arnasonar er
ánægjuefni fyrir allla þjóðina.
Hann hefur sýnt að hann er af-
reksmaður á heimsmælikvarða,"
sagði Einar S. Einarsson, forseti
Skáksamhands Islands, í samtali
við Morgunblaðið I gær.
„Það er oft sagt, að sá sigri sem
hafi seigluna. I svona keppni er
ekki nóg að hafa góða skákkunn-
áttu, heldur þarf einnig að hafa
seigluna til að tryggja sigur og
koma honum í höfn," sagði Einar
ennfremur.
Þá sagði Einar, að árangur Jóns
væri ennþá glæsilegri fyrir þær
sakir, að hann hefði átt fjölda
biðskáka í upphafi og um miðbik
mótsins á meðan keppinautar
hans hefðu átt náðuga daga.
„Mér þykir mjög leitt að Skák-
sambandið skuli vera það miklum
vanefnum búið, að það geti ekki
betur hlúð að og stutt unga og
efnilega skákmenn en til þessa
hefur verið hægt,“ sagði Einar S.
Einarsson.
Tíunda
skák Jóns
I tíundu og na-st síðustu um-
ferð heimsmeistaramótsins
tefldi Jön L. Arnason við
Frakkan Santo Roman og vann
hann skákina i 40. leik. Skákin
fer hér á eftir.
Hvllt: Jón L. Arnason
Svart: Santo Roman
Sikileyjarvörn
1. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4
— cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3
— eS, (Lasker-afbrigðið) 6.
RdbS — d6, 7. Bg5 — a6. 8.
Ra3 — b5, 9. Rd5 — Be7, 10.
Bxf6 — Bxf6, 11. c3 — 0-0. 12.
Rc2 — 111)8. 13. Be2 — Bg5, 14.
0-0 — Be6, 15. Dd3 — f5, 16.
Bf3 — Dc8, 17. Iladl — f4?,
(betra var. . . g6), 18. De2 —
Bd8. 19. h3 — Hb7, 20. Hd3 —
g5, 21. Bg4 — Bxgt, 22. Dxg4
— Dxg4, 23. hxg4 — Rb8. 24.
b4! — Kf7, 25. llfdl — Kg6. 26.
c4! — bxc4. 27. Hc3 — a5. 28.
a3 — axb4. 29. axb4 — h5, 30.
gxh5+ — Kxh5, 31. Ra3 —
Bb6, 32. Rxc4 — Bd4, 33.
Hh3+ — Kg6, 34. Rxd6 —Ha7,
35. Rf5 — g4, 36. Rde7+ —
Kg5, 37. Hhd3 — Hf7, 38. Rc8
— Ilal ', 39. Hxd4 — exd4, 40.
Hxal og svartur gafst upp.
Þanníg var staðan þegar
svartur gafst upp.