Morgunblaðið - 20.09.1977, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1977
19
EUAS SIGRAÐI
[LUNDÚNUM
- náði ágætum árangrí, hlaut 7363 stig
ELÍAS Sveinsson, KR, sannaði
enn einu sinni um hclgina að
hann er nú að verða tugþrautar-
maður í fremstu röð, en þá bar
hann sigur úr býtum í tugþrautar-
keppni sem fram fór á Crystal
Palace-leikvanginum í Lundún-
um og náði ágætum árangri, hlaut
7363 stig. Hefur enginn fslend-
ingur náð svo góðum árangri í
tugþraut, þegar notuð hefur verið
rafmagnstímataka, og er mjög
líklegt að Elías hefði verið alveg
við met Stefáns llallgrímssonar
hefði verið notuð skeiðklukku-
tímataka. A Elías reyndar enn
möguleika á að ná meti Stefáns í
ár, þar sem honum hefur verið
boðin þátttaka í tugþrautar-
keppni í Sviþjóð um mánaðamót-
in, og er vonandi að honum gefist
tækifæri til að kcppa þar.
Tugþrautarkeppnin í Lundún-
um var jafnframt landskeppni
milli Islendinga og B-liða Bret-
lands og Frakklands. Sigruðu
Frakkar í þrautinni með 20.575
stigum samtals, Bretar urðu i
öðru sæti með 20.068 stig og Is-
lendingar hlutu 19.985 stig. Er
ekki vafamál að íslendingar
hefðu sigrað þarna, hefðu þeir
getað teflt fram fullu liði, en
hvorki Stefán Hallgrímsson, KR,
né Vilmundur Vilhjálmsson, KR,
Elías Sveinsson náði ágætum
árangri í Lundúnum.
Enn forföll í landsliðinu
- ÓLAFUR SIGURVINSSOIM MUN EKKI LEIKA MEÐ
ÞAÐ BLÆS ekki byrlega fyrir
Tony Knapp landsliðsþjálfara og
félögum hans í landsliðsnefnd að
koma saman liði fyrir landsleik-
inn við Ira í Belfast á miðviku-
dagskvöldið. Nú hefur komið í
ljós að Olafur Sigurvinsson, bak-
vörður úr IBV, getur ekki leikið
þcnnan Ieik vegna veikinda, en
Ölafur hefur dvalið í Belgíu hjá
Ásgeiri bróður sínum að undan-
förnu. Auk Ölafs geta þeir Teitur
Þórðarson, Gísli Torfason og Árni
Stefánsson ekki leikið með vegna
meiðsla og þeir Ingi Björn Al-
bertsson og Guðmundur Þor-
sem eiga góðan árangur í tug-
þraut, voru þarna með.
— Við áttum möguleika á að
sigra Breta, þrátt fyrir þetta,
sagði Ólafur Unnsteinsson, þjálf-
ari íslenzku tugþrautarmann-
anna, í viðtali við Morgunblaðið í
gær, — en urðum fyrir þvi óhappi
að Jón Sævar Þórðarson meiddist
í keppninni og varð að hætta eftir
fyrri daginn. Þá er ekki hægt að
segja að Elías hafi verið heppinn
að þessu sinni, sagði Ólafur, hann
átti t.d. 6,70 metra stökk í lang-
stökkinu sem dæmt var ógilt og 45
metra kast í kringlukastinu, sem
einnig var dæmt ógilt, eftir mikl-
ar vangaveltur fjögurra kastdóm-
ara. Ég hef trú á því að Elías geti
gert töluvert betur en hann gerði
i Lundúnum, og er vonandi að
hann fái tækifæri til að keppa í
Sviþjóð.
Elías hlaut 7363 stig í þrautinni,
en bezta afrek íslendings í tug-
þraut þar sem notuð er rafmagns-
tímataka fram til þessa var 7228
stig. Annar í keppninni varð
Delaun frá Frakklandi sem hlaut
7105 stig, en sá náði nýlega 7469
stigum í tugþraut. Þriðji varð Pol-
en, Frakklandi, með 6824 stig,
fjórði Bredin, Bretlandi, með
6710 stig, fimmti McStavik, Bret-
landi, með 6685 stig, sjötti P.
Lewis, Bretlandi, með 6673 stig,
sjöundi Pasquale, Frakklandi,
með 6646 stig, sem er hans bezti
árangur í tugþraut til þessa.
Þriðji islenzki keppandinn sem
lauk þarna keppni, Hafsteinn
Jóhannesson, hlaut 6032 stig.
Árangur Eliasar í einstökum
greinum var þessi: 100 metra
hlaup 11,34 sek., langstökk 6,55 m
kúluvarp 13,84 m, hástökk 1,98 m,
400 metra hlaup 51,57 sek., 110
metra grindahlaup 15,49 sek,
kringlukast 39,88 metrar, stangar-
stökk 4,10 metrar, spjótkast 63,82
metrar, 1500 metra hlaup 4:44,2
min.
Arangur Þráins í einstökum
greinum: 12,27 — 6,15 — 12,96 —
1,86 — 54,33 — 16,61 — 44,22 —
3,60 —53,14 —4:43,3.
Arangur Hafsteins: 12,16 —
6,19 — 10,89 — 1,89 — 55,69 —
16,40 — 34,20 — 3,60 — 45,42 —
5:01,2.
Sem fyrr greinir hætti Jón
Sævar keppni eftir fyrri daginn
vegna meiðsla.'en árangur hans í
einstökum greinum fyrri daginn
var: 11,60 — 6,26 — 11,74 — 1,75
og 51,95.
Olafur Sigurvinsson — getur ekki
verið með í Belfast.
björnsson gáfu ekki kost á sér í
liðið. Hörður Hilmarsson, sem
verið hefur fastamaður í liðinu í
sumar, getur heldur ekki leikið
með — er í leikbanni.
í landsliðshópnum sem hélt til
Belfast í gærmorgun, eru eftir-
taldil' leikmenn:
Markverðir:
Sigurður Dagsson, Val, Þor-
steinn Bjarnason, IBK,
Aðrir ieikmenn:
Jóhannes Eðvaldsson, Celtic,
Marteinn Geirsson, Royal Union,
Guðgeir Leifsson, Tý, Vilhjálmur
Kjartansson, Norrby, Matthías
Hallgrímson, Halmia, Jón Gunn-
laugsson, tA, Árni Sveinsson, IA,
Kristinn Björnsson, IA. Asgeir
Elíasson, Fram, Janus Guðlaugs-
son, FH, Viðar Halldórsson, FH,
Ólafur Danivalsson, FH, Einar
Þórhallsson, UBK, Atli Eðvalds-
son, Val.
Þótt mikil forföll séu í landslið-
inu, er það engan veginn „skrap-
lið" sem teflt verður fram i Bel-
fast. Vitanlega veikir það liðið
mjög mikið að Ásgeir Sigurvins-
son getur ekki leikið með, svo og
Gísli Torfason, en skörð annarra
leikmanna er auðveldara að fylla.
Erfitt er að spá um hvernig
liðsskipan verður í leiknum á mið-
vikudagskvöldið, en ekki er ólík-
legt að Sigurður Dagsson verði
markvörður, Jóhannes Eðvalds-
son og Jón Gunnlaugsson mið-
verðir, Janus Guðlaugsson og Við-
ar Halldórsson bakverðir, Mart-
einn Geirsson, Guðgeir Leifsson,
Ásgeir Elíasson og AtlLEðvalds-
son miðvallarleikmenn of^þeir Ól-
afur Danivalsson og Matthias
Hallgrímsson sóknarleikmenn.
Ekki er vitað annað en að Norð-
ur-írar tefli fram sínu sterkasta
liði í leiknum annað kvöld, enda
munu þeir hafa fullan hug á að
hefna harma sinna eftir tapið í
Reykjavík fyrr í sumar.
George Best
Islendingum.
— leikur gegn
BEST MEÐIRSKA LIÐINU
Knattspyrnusnillingurinn
George Best verður nieðal leik-
manna írska landsliðsins sem
leikur gegn Islendingum í Bel-
fast annað kvöld. Best birtist
óvænt á Lundúnaflugvelli i
gærmorgun, en hann hefur
dvalið í Bandaríkjunum að
undanförnu og leikið þar með
liðinu Los Angeles Aztecs.
Hafði Best reyndar gert samn-
ing við enska 2. deildar félagið
Fulham og hafið að leika með
því í liaust, en hvarf síðan
skyndilega vestur um haf, án
þess að kveðja kóng né prest
hjá Fulham.
— Ég veit ekkert um hvernig
málin standa milli Los Angeles
Aztecs og Fulham, sagði Best
við fréttamenn á Lundúnaflug-
velli í gærmorgun. — Þetta er
mál sem félögin verða að gera
upp sín á milli, það eina sem ég
veit er það að ég ætla mér að
leika með norður-írska lands-
liðinu svo lengi sem ég verð
valinn í það lið. Þess vegna er
ég hingað kominn — landsliðið
á erfiðan leik fyrir höndum á
miðvikudagskviildið og ég mun
gera mitt bezta til þess að við
hreppum sigur í honum.
Góður túr loftskeytamannsins
ÓSKAR Sæmundsson, GR, gerði það
ekki endasleppt i Jack Nicklaus golf-
mótinu á Nesvellinum um helgina.
Óskar var langt suður í hafi um borð
i hafrannsóknarskipinu Árna Frið-
rikssyni þegar hann tilkynnti þátt-
töku i mótinu og fór beint af skips-
fjöl siðdegis á laugardag til keppn-
innar. Gekk honum vel á laugardag-
inn og enn betur á sunnudaginn.
Fékk hann samtals 72 punkta Í
keppninni, en Július R. Júlíusson,
GK, varð samsíða honum, einnig
með 72 punkta. Þurftu þeir þvi að
heyja aukakeppni um hin glæsilegu
1. verðlaun. Fóru leikar svo að Óskar
sigraði og hélt heim með glæsilegt
golfsett af McGregor-gerð, verðlagt
á um 200 þúsund krónur. Þetta var
sannarlega góður túr hjá loftskeyta-
manninum Óskari Sæmundssyni
eins og einhver sagði.
Um 50 keppendur tóku þátt i móti
þessu og voru leiknar 36 holur.
Keppt var með svonefndu Stable-
ford-fyrirkomulagi og fengu kepp-
endur 7/8 af forgjöf sinni. Var gefin
forgjöf á hverja holu þannig að þeir
sem mesta forgjöf hafa, fengu allt að
höggi gefins á hverja holu og siðan 2
högg á sumar holanna. Áttu því byrj-
endur svipaða möguleika og þeir
sem lengra eru komnir og kom það á
daginn að kylfingar i öllum gæða-
flokkum börðust um sigurlaunin.
Hafði Kjartan L. Pálsson, fram-
kvæmdarstjóri Nesklúbbsins, á orði í
mótslok að þetta væri skemmtilegt
fyrirkomulag og mætti gjarnan hafa
það við á fleiri opnum golfmótum.
Keppnin var mjög jöfn þegar frá
upphafi og aðeins skildu nokkrir
punktar fyrstu 15 menn eftir fyrri
daginn. Baráttan hélt áfram seinni
daginn og urðu þá verulegar breyt-
ingar á toppinum. Þegar inn var
komið eftir 36 holur kom í Ijós, eins
og áður sagði að Óskar og Július
voru efstir og jafnir með 72 punkta.
Þurftu þeir því að leika þriggja hola
aukakeppni og urðu þeir enn jafnir
að þeim loknum. Á 4. holu náði
Óskar hins vegar að fara einu höggi
undir par, en þar sem Júlíus var á
parinu, féll golfsettið í hlut Óskars.
Notaði Jack Nicklaus þetta McGreg-
or, VIP, golfsett er hann hélt golf-
Framhald á hls. 28.
VALUR SIGRAÐIFH 21 -17
FYRSTI stórleikur keppnistlma-
bilsins I handknattleik fór fram í
Íþróttahúsinu I Hafnarfirði á
sunnudagskvöld. en þar mættust
þá I slandsmeistarar Vals og bikar
meistarar FH I hinni svokölluðu
meistarakeppni. Fóru leikar svo að
Valsmenn, báru öruggan sigur úr
býtum. skoruðu 21 mark gegn 17
mörkum FH-inga Voru Valsmenn
greinilega betra liðið I leik þess-
um, en FH-ingar veittu þó harða
mótspyrnu til að byrja með og var
staðan i hálfleik 9—9.
Leikurinn bar þess greinileg
merki að handknattleiksmenn eru
nú rétt að hefja vertið sina. og
verður ekki annað sagt en að bæði
liðin hafi valdið nokkrum von-
brigðum, ekki sizt vegna þess að
ætla má að þau hafi reynt að búa
sig eitthvað undir Evrópukeppnina
sem þau eru þátttakendur i.
Beztu leikmenn Vals i leik þess-
um voru nafnamir Jón Pétur Jóns-
son og Jón Karlsson. ásamt Gisla
Blöndal, sem var mjög drjúgur við
markaskorunina.
Geir Hallsteinsson var atkvæða-
mwstur FH-inga og skoraði hann
7 mörk. Annars er greinilegt að
FH-liðið vantar skyttur um þessar
mundir, og er ekki óliklegt að það
skarð sem Viðar Simonarson skil-
ur eftir sig verði vandfyllt.
Á laugardaginn léku FH-ingar
og Haukar i Hafnarfjarðarhúsinu
um hinn svonefnda Essó-bikar og
fóru leikar þannig að Haukarnir
sigruðu i framlengdum leik með
32 mörkum gegn 29.
MANCHESTER UTD.
í KEPPNISBANN
Ensku bikarmeistararnir i knatt-
spyrnu, Manchester United, hafa
verið dæmdir frá þátttöku i
Evrópubikarkeppni bikarhafa, og
verður þvi ekki af seinni leik liðs-
ins við franska liðið St. Etienne frá
Paris, sem fram átti að fara i
Manchester siðar í þessum mán-
uði. Forsenda brottvísunar
Manchester United úr keppninni
er sú, að s.l. miðvikudag, er fyrri
leikur liðsins við St. Etienne fór
fram i Parls, efndu áhangendur
liðsins til mikilla óspekta i Paris
og slösuðust þá um 30 manns,
sumir hverjir alvarlega, auk þess
sem áhangendur Manchester
liðsins ollu stórspjöllum á mann-
virkjum Er þetta reyndar ekki í
fyrsta sinn sem fylgjendur liðsins
valda vandræðum. Slikt er nánast
regla.
Það var stórn UEFA sem ákvað
að setja keppnisbann á Manchest-
er United, og fram kom i frétta-
skeytúm i gær, að á næstunni yrði
fjallað um fleiri mál vegna óláta
innan vallar eða utan. og voru þar
tilnefndir eftirtaldir leikir:
Manchester City — Widzew Lodz
frá Póllandi; Inter Milan frá Ítalíu
og Dinamo Tbilisi frá Sovétrikjun-
um, Bohemians frá frlandi og
Newcastle frá Englandi og leikur
Vals og írska liðsins Glentoran.
Mun norski dómarinn sem dæmdi
síðastnefnda leikinn hafa sent
UEFA skýrslu um leikinn.