Morgunblaðið - 20.09.1977, Síða 21

Morgunblaðið - 20.09.1977, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1977 21 Gera þarf lansliðinu hærra undir höfði ANNAÐ KVÖLD, miðvikudag- inn 21. september fer fram í Belfast í Norður-Irlandi lands- leikur Islendinga og íra í heimsmeistarakeppninni f knattspyrnu, og lýkur þar með þætti Islendinga í keppninni að þessu sinni. Leikur þessi verð- ur sennilega einnig úrslitaleik- ur um það hvor þjóðin hafnar í neðsta sæti í riðlinum, og þvf miður verður að segjast eins og er, að líkur eru á þvf að það verði hlutskipti Islendinga. Raunar er ekki mikið við þvf að segja, og að þessu sinni höfum við gert það sem ekki hefur tekist áður — að vinna leik í keppninni. Það er út af fyrir sig mikið afrek, þegar tekið er tillit til þess hversu sterkir andstæðingarnir voru. Við gát- um varla verið óheppnari með mótherja. Ljóst er, að tslendingar verða nokkuð langt frá því að tefla fram sínu sterkasta liði á lands- leiknum annað kvöld. Munar þar vitanlega mestu að Asgeir Sigurvinsson er ekki meðal leikmanna, en í landsleikjun- um gegn Hollendingum og Bel- gíumönnum á dögunum fékkst enn ein staðfestingin á hæfni Ásgeirs — hann er fyllilega tveggja manna maki — leik- maður sem myndi verða valinn í hvaða landslið sem væri. Er óhætt að taka undir þau orð sem Ellert B. Schram ritaði í Morgunblaðið í Sjónarhorni sínu eftir þessa leiki, að betri „ambassador “ en Asgeir gætu Islendingar varla átt. Þá er vissulega mikið skarð fyrir skildi að hvorki Ingi Björn Al- bertsson né Guðmundur Þor- björnsson geta leikið með ís- lenzka landsliðinu i Irlandi, en þessir tveir leikmenn eru tví- mælalaust í hópi skæðustu sóknarleikmannanna, sem ís- lenzka knattspyrnan hefur yfir að ráða um þessar mundir. Hins vegar er það huggun harmi gegn að Jóhannes Eðvaldsson mun geta tekið þátt í leiknum í Irlandi, en Jóhannes er sagður í mjög góðu formi um þessar mundir, og stóð sig t.d. frábær- iega vel með Celtic-liðinu er það mætti Rangers á dögunum. Landsleikurinn annað kvöld verður sjötti knattspyrnulands- leikur Islendinga í sumar. Óþarfi er sennilega að rifja upp úrslit í hinum leikjunum, en tvo þeirra unnu Islendingar — við Norður-Ira og Norðmenn, en hafa hins vegar tapað þrem- ur siðustu leikjunum við Svía, Hollendinga og Belgíumenn. Ut af fyrir sig má segja að árangur landsliðsins hafi verið ágætur i sumar, betri en oftast áður og sérstaklega var það ánægjuleg- ur viðburður er írska liðið var sigrað. Leikirnir við Norðmenn og Svía voru líka staðfesting á því að íslendingar eiga nú jafn- sterk lið og þessar þjóðir og eiga jafnt erindi í lokakeppni HM í Argentínu og þær, en fyrir liggur að önnur hvor þess- ara þjóða mun keppa þar. Eftir göða frammistöðu landsliðsins í þremur fyrstu landsleikjunum i sumar, voru leikirnir við Hollendinga og Belgíumenn hins vegar áfall. Ekki vegna þess að það sé skömm fyrir okkur að tapa fyr- ir þessum miklu knattspyrnu- þjóðum, heldur fyrst og fremst vegna þess að í leikjum þessum var landsliðið okkar langt frá sinu bezta, og gangur þessara leikja var mjög svipaður þvi sem gerðist hér á árum áður, nánast um einstefnu andstæð- ingsins að okkar marki að ræða, sérstaklega þó í leiknum við Hollendinga. Sá leikur var mjög svipaður og t.d. leikir sem undirritaður fylgdist með árið 1972 í Belgiu að öllu öðru leyti en þvi, að þá áttum við engan Asgeir Sigurvinsson. Sennilega hafa leikirnir í Hollandi og Belgiu verið meira áfall fyrir íslenzka knattspyrnu en unnt er að gera sér grein fyrir í fljótu bragði. Þeir sönn- uðu að íslenzka liðið hefur ekki numið neinar törfraformúlur og langt er frá því að við getum staðið hvaða liði sem er á sporði, eins og óspart hefur ver- ið haldið fram. Við erum ein- faldlega nokkuð langt á eftir þeim beztu — slikt er raunar mjög eðlilegt, en það hjálpar okkur vissulega ekkert að hreykja okkur upp á einhvern stall og slá um okkur. Undirrit- aður fær t.d. ekki skilið þau orð landsliðsþjálfarans að við höf- um ,,átt“ seinni hálfleikinn í leiknum gegn Hollendingum, né heldur skilið hvaða tilgangi slík ummæli þjóna. Ef til vill hefur það ekki verið réttur leikur sem var sýndur í sjón- varpinu! Þegar málefni íslenzka lands- liðsins eru skoðuð er það í raun góðum launum allt sumarið. Vel má vera að sambandið sé nægjanlega fjársterkt til slíks en því má þó ekki gleyma að starf þess og skyldur er ekki bara úthald landsliðsins, þótt það sé vitanlega veigamikill þáttur í starfi sambandsins. Sénnilega væri heppilegast fyrir KSI að gera samning við einhvern þjálfara 1. deildar liðs næsta sumar, og féla honum að sjá um undirbúning landsliðs- ins fyrir þá leiki sem liðið mun keppa, a.m.k. ef landsliðinu verður ekki ætlað meira rúm til æfinga en verið hefur. Slíkt hefur áður verið gert, eins og t.d. fyrsta árið sem Tony Knapp var með landsliðið, en þá var hann jafnframt þjálfari liðs KR. Ætla má að hér verði starf- andi næsta sumar það færir þjálfarar, að unnt verði að fela þeim stjórn landsliðsins, jafn- vel þótt þeir hafi einnig með að gera þjálfun 1. deildar iiða. Að undanförnu hafa tveir þjálfarar sem hér hafa starfað að undanförnu lýst yfir áhuga sínum að taka við islenzka landsliðinu. Eru það þeir George Kirby, þjálfari Islands- meistara Akraness, og dr. Yuri Ilitchev, þjálfari bikarmeistara Vals. Verða það að teljast góð tíðindi að þessir tveir þjálfarar telja sig reiðubúna til starfa ekki óeðlilegt að það hafi ekki náð þeim árangri í leikjum þessum sem flestir vonuðu. Undirbúningur liðsins gat ein- faldlega ekki verið takmarkaðri en hann var. I leikjaprógramm- inu er landsliðinu nánast eng- inn tími gefinn til undirbún- ings fyrir leiki, og til marks um það má nefna að nú undanfarna daga, hafa landsliðsnefndar- menn og landsliðsþjálfari haft stórar áhyggjur dag hvern og spurt að þvi hvort viðkomandi landsliðsmaður hafi sloppið heill á húfi frá þessum eða hin- um leiknum. Til þess að unnt sé að krefjast betri árangurs hjá landsliðinu, þarf að ætla því meiri tíma til samæfinga og undirbúnings fyrir leiki. Verð- ur þá jafnframt að viðurkenna að erfitt er að sjá hvernig það er unnt, vegna hins stutta keppnistímabils okkar, og um- fangi t.d. Islandsmótsins og bik- arkeppninnar. Með landsleiknum annað kvöld rennur út samningstimi KSI við landsliðsþjálfarann Tony Knapp. Knapp hefur vissulega verið umdeildur mað- ur þann tíma sem hann hefur verið með landsliðið, en vist er að árangur landsliðsins undir hans stjórn hefur verið góður, þegar á heildina er litið. Hvort sá árangur er Knapp að þakka eru menn ekki eins sammála um, og vist er að í sumar hefur lítið reynt á þjálfarahæfileika Knapps. Landsliðinu var ein- faldlega enginn tími gefinn og aðalstarf Knapps var að stjórna Iiðinu i þessum sex landsleikj- um. Kemur þá að því hvort það sé ekki of kostnaðarsamt fyrir KSI að hafa landsliðsþjálfara á Landsliðið hefur náð góðum árangri undir stjórn Tony Knapp — um það verður ekki deilt, né heldur það að Knapp á örugglega sinn þátt i þvi sem náðst hefur og hefði örugglega náð enn betri árangri, hefðu honum verið sköpuð betri starfsskilyrði. En þegar árang- ur islenzka landsliðsins er bor- inn saman við það sem áður var, er ekki unnt að horfa fram hjá þeirri meginbreytingu sem orðið hefur á islenzkri knatt- spyrnu undanfarin ár. Þeirri breytingu sem felst í því að við eigum nú fleiri knattspyrnu- menn sem hafa íþróttina að at- vinnu en áður, og þar af leið- andi eru þeir betri, svo og þeim þætti að knattspyrnumenn flestra liða hér, æfa nú mun betur en áður — jafnvel svo mikið að ekki er mikill munur á æfingum þeirra og álagi og hjá atvinnumannaliðum. Þetta hef- ur tvímælalaust komið landslið- inu til góða og raunar verið undirstaða árangurs þess. Þegar þetta er ritað er ekkert vitað hvaða stefnu stjórn KSl muni taka í landsliðsþjálfara- málum, en væntanlega mun stjórnin taka þau fyrir fljótlega eftir landsleikinn annað kvöld og móta stefnuna. Verður að teljast fremur ósennilegt að ISl taki þann kostinn að ráða þjálf- ara i fullt starf á næsta ári, þar sem þá eru engin stórverkefni hjá landsliðinu, — nema þá því aðeins sð unnt verði að nota landsliðsþjálfarann til fleiri starfa hjá sambandinu, t.d. láta hann halda þjálfaranámskeið, vera með unglingalandsliðinu og fleira. Við þau störf slapp Tony Knapp að mestu. fyrir KSI, en það leikur ekki á tveimur tungum að Kirby og Ilitchev hafa skarað fram úr þeim erlendu þjálfurum sem hér hafa starfað á undanförn- um árum. Arangur George Kirby með Akranesliðið er t.d. stórkostlegur. Hann gerði það að Islandsmeisturum tvö ár i röð, 1974 og 1975, en hvarf þá til annarra starfa. I vor kom Kirby svo aftur til Akurnes- inga, og þrátt fyrir að Skaga- menn hefðu þá misst tvo leik- menn sem atkvæðamestir höfðu verið í liðinu, Teit Þórð- arson og Matthías Hallgríms- son, varð liðið Islandsmeistari í ár. Arangur dr. Yuri með Vals- liðið hefur einnig verið sérstak- lega athyglisverður, og vist er að hann hefur innleitt nýjan leikstíl í islenzka knattspyrnu — leikstil sem er til muna skemmtilegri, en flestir ensku þjálfararnir hafa verið með, og jafnframt árangursrikari. Það hlýtur að vera keppikefli KSI að reyna að fá þessa menn til starfa á einn eða annan hátt. Tony Knapp hefur fengið sin tækifæri, og frá honum er varla að vænta mikils meira en orðið er, auk þess sem vænta má að Knapp hafi meiri áhuga á að taka þeim stórkostlegu tilboð- um sem honum hafa borist að undanförnu frá hinum og þess- um liðum, — tilboð sem KSÍ getur auðvitað alls ekki keppt við. S.l. föstudag birtist i Dagblað- inu grein eftir íþróttaritstjóra blaðsins, Hall Símonarson, er ber yfirskriftina: Hefur KSÍ efni á því að sleppa Tony Knapp? Er grein þessi einhver furðulegasta ritsmíð sem undir- ritaður hefur lesið um íþróttir i langan tíma. og ekki þá hvað sízt er greinarhöfundurinn fjallar um landsleiki Islendinga við Hollendinga og Belgíu- menn. Þar er skuldinni að tapi skellt á tvo leikmenn íslenzka liðsins. markverðina Sigurð Dagsson og Árna Stefánsson og m.a. sagt að „aðeins tvö af mörkunum sem Hollendingar skoruðu var hægt að sætta sig við. Ekkert af belgísku mörk- unum." Það hefði ef til vill ver- ið allt í lagi fyrir greinarhöf- undinn að taka svona til orða, hefðu umræddir landsleikir ekki verið sýndir i sjónvarpinu. Og eftir þá sýningu getur hver og einn dæmt fyrir sjálfan sig hvort úrslit leikja þessara hafi verið ösanngjörn, og hvort það voru þeir Sigurður og Árni sem báru ábyrgð á mörkunum 8. Það er auðvitað rétt hjá Halli að í islenzka landsliðið vantaði lykilmann eins og Jóhannes Eð- valdseon, en vantaði ekki lika leikmenn i hollenzka liðið, sem verið hafa fastamenn i því. Hvað með ieikmann eins og Johan Cruyff? Það er íslenzkri knattspyrnu tvímælalaust til tjöns ef svifið er um i rósrauðum skýjum og talað unt að ef við töpum leikj- um þá sé það fyrir hreina óheppni eða mistök markvarða. Þvert á möti hlýtur það að vera æskilegt að standa með báðar fætur á jörðinni og reyna að vega og meta, hvað hafi verið að og hvað hafi mátt gera betur. Tony Knapp hefur heldur eng- an hag af því að honurn sé hampað eins og dýrlingi. Hann er enginn törframaður sem Ivft hefur íslenzkri knattspyrnu í æðra veldi, heldur maður sem reynt hefur að gera sitt bezta við erfiðar aðstæður, maður sem leikmenn islenzka Iands- liðsins segja að sé mjög góður stjórnandi liðsins á leikvelli, en ekki nenia sæmilegur þjálfari. Þær sakir sem Hallur Simon- arson ber á þá Goerge Kirby og dr. Yuri Ilitchev eru hinar al- varlegustu, en hann fullyrðir að þeir hafi reynt að setja steina í götu landsliðsins, og nefnir hann sem dænti að dr. Yuri hafi neitað að leikmenn hans í landsliðinu mættu á fund fyrir utanför til Belgiu og Hollands, þar sem þeir ættu heldur að einbeita sér að leik við Víking i 1. deild. Þarf nokk- urn að undra fyrirmæli Vals- þjálfarans, á umræddum leik valt hvort Valur yrði íslands- meistari eða ekki. Þarna er þvi f.vrst og fremst um skipulags- leysi KSÍ að ræða — því sem áður ér aö vikið, að landsliðinu er ekki áætlaður neinn tími. Hvort sem það verður Kirby. Ilitchev, eða jafnvel Tony Knapp sem KSI felur umsjön landsliðsins á næsta keppnis- tímabili, er vonandi að vegur landsliðsins haldi áfram að vaxa, og að sagan frá Hollandi og Belgíulandsleikjunum endurtaki sig ekki. En fyrst og fremst er það skylda KSI að korna málefnum landsliðsins þannig fyrir , að það hafi í það minnsta einhvern tínia til sam- æfinga fyrir mikilvæga og erf- iða leiki. Annar þáttur sem KSI þarf að ganga betur frá. ef mögulegt er, er sá að íslenzkum atvinnuknattspyrnumönnum sem leika með erlendum liðum, verði tryggður sá réttur að fá leyfi frá liðum sinum þegar ís- lenzka Iandsliðið á mikilvæga leiki fyrir höndum. Hingað til hefur það verið tilviljunum háð hvort þessir ntenn hafa fengist i leikina — komið undir geð- þótt a framkvæmdastjóra þeirra, og óþarfi er raunar að rekja hvernig viðskipti KSÍ við þá hafa gengið. Steinar .1. Lúðvíksson. J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.