Morgunblaðið - 20.09.1977, Page 23

Morgunblaðið - 20.09.1977, Page 23
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1977 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1977 23 BÆJARSTJÓRN AKRANES ÞAKKAR SÍNIIM MÖNNUM FYRRA laugardag var haldin vegleg uppskeruhátíð hjá knattspyrnumönnum Akraness. Höfðu þeir líka tölu- verðu að fagna þar sem tveir Islandsmeistaratitlar höfnuðu hjá þeim í ár, bæði í meistaraflokki og eins í fimmta aldursflokki. Er auðséð á árangri Akurnesinga í ár, að knattspyrnuveldið stendur þar traustum fótum, og að synirnir taka upp merki feðra sinna í bókstaflegri merkingu. I hófinu færði Valdimar Indriðason, forseti bæjar- stjórnar Akraness, knattspyrnuráði Akraness veglega gjöf frá bæjarbúum, 750.000 krónur, auk þess sem hann tilkynnti að hverjum og einum leikmanni í liðinu yrði færð gjöf frá bæjarstjórninni. Þá var George Kirby, hinn vinsæli þjálfari liðsins, heiðraður sérstaklega, og ennfremur voru eiginkonum leikmanna og unnustum færðar gjafir frá knattspyrnuráðinu. Meðfylgjandi myndir voru teknar í þessu hófi. Valdimar Indriðason, forseti bæjarstjórnar Akraness, afhendir Kristjáni Sveinssyni, for- manni knattspyrnuráðs ÍA, 750.000 kr. peningagjöf frá bæjarstjórn Akraness, í viður- kenningarskyni fyrir árangur Akurnesinga á knattspyrnusviðinu í sumar. Þröstur Stefánsson, formaður ÍA, veitir hér George Kirby, þjálfara meistaraflokks, viður- kenningu fyrir vel unnin störf fyrir félagið. Unnustum og eiginkonum liðsmanna var einnig sýndur þakklætisvottur og sést Þröst- ur Stefánsson þarna afhenda einni þeirra, Lovísu Jónsdóttur, blóm. Þróttur meistari 2. deildar ÞRÓTTUR og KA léku til úrslita í 2. deild ð Laugardalsvellinum á laugar- daginn. Þetta var hörkuleikur, svipt- ingar á báða bóga og á endanum stóð Þróttur uppi sem sigurvegari. Sigurinn, 3:1, var fyllilega verð- skuldaður. Þróttur er þvi meistari 2. deildar og KA fylgir með upp I 1. deild. Bæði liðin geta því vel unað við árangur sinn í sumar. Hitt er svo annað mðl hvernig kemur til með að ganga þegar alvara 1. deildar tekur við. Það getur orðið erfiður róður hjá báðum liðunum að halda sætum sin- um næsta sumar. Sérstaklega er spurningarmerki, yfir KA-liðinu, því I liðinu eru áberandi veikleikar, sem laga þarf. Lið Þróttar er ungt en það er þó heilsteyptara og það hefur eitt umfram KA-liðið. nefnilega eins árs reynslu i 1. deild áður, dýrmæta reynslu þó hún hafi kannski verið bitur. í leiknum á laugardaginn voru KA- menn allsráðandi fyrstu 1 5 mínúturnar og á 11. minútu náðu þeir forystunni verðskuldað. Knötturinn var gefinn frá hægri inn í vitateig Þróttar, þar sem Gunnar Blöndal var fyrir Hann drap boltann laglega niður og skaut við- stöðulausu skoti úr þröngri aðstöðu og boltinn smaug meðfram stönginni nær og i markið. Vel að verki staðið hjá Gunnari. En við markið var eins og allur víndur væri úr norðanmönnum og Þróttarar tóku smám saman leikinn i sínar hendur Það kom þvi alls ekkert á óvart er þeir jöfnuðu metin á 39 mínútu með góðu marki Þorgeirs Þor- geirssonar frá markteig eftir að Páll Ólafsson hafði brotizt upp vinstra meg- in og sent knöttinn fyrir Þróttarar héldu áfram að sækja i seinni hálfleik og á 60. mínútu bætti Þorgeir við öðru marki eftir að Páll hafði átt þrumuskot að marki, mark- vörðurinn hélt ekki boltanum og Þor- aeir fvladi á eftir oq skoraði Við mark- ið var eins og Þróttur hægði heldur á sér og KA fór að sækja á nýjan leik Skapaðist nokkrum sinnum hætta við mark Þróttar og eitt sinn heimtuðu KA-menn vitaspyrnu en ekkert var dæmt Fimm mínútum fyrir leikslok náðu Þróttarar svo skyndisókn og komst Halldór Arason einn innfyrir vörn KA og innsiglaði sigur Þróttar og sigur í 2. deild með góðu marki. Beztu menn Þróttar í þessum leik voru Rúnar Sverrisson markvörður, Guðmundur Gíslason i vörninni, Þor- valdur Þorvaldsson, Þorgeir Þorgeirs=, son, og Páll Ólafsson, en þeim siðast- nefnda hættir mjög til einleiks Páll er markakóngur 2. deildar i ár með 20 mörk. Sannarlega vel gert hjá 1 7 ára pilti. Hjá KA var Gunnar Blöndal lang- beztur en Steinþór Þórarinsson átti einnig góðan leik. Aðrir sýndu ekki umtalsverða getu Guðmundur Haraldsson dæmdi leik- inn vel — SS. JAFNT ÁISAFIRÐI Leikur ísfirðinga og Norðfirðinga í 2. deildar keppni íslandsmótsins í knattspyrnu, sem fram fór á ísafirði á laugardaginn, var heldur i daufara lagi, „dæmigerður seinnipartsleik- ur" eins og heimildarmaður Mbl. á ísafirði orðaði það. Leikmenn lið- anna höfðu ekki að miklu að keppa í þessum leik, og áhugaleysi þiirra var líka áberandi. Strekkingur var i ísafirði á laugar- daginn er leikurinn hófst og ftóð á annað markið. Norðfirðingar léku undan vindi í fyrri hálfleik og var þá leikurinn í góðu jafnvægi. ísfirðingar áttu þó hættulegasta færi hálfleiks- ins, er Ómar Torfason komst inn fyrir vörn Þróttara, en skot hans lenti i þverslá. Þegar ísfirðingar fengu vindinn i lið með sér í seinni hálfleik sóttu þeir án afláts og fór leikurinn að mestu fram á vallarhelmingi Þróttara. Röð- uðu Norðfirðingarnir sér í vörn, og tókst að verjast öllum áhlaupum hálfleikinn út. Tókst ísfirðingum aldrei að skapa sér verulega hættu- leg færi i hálfleiknum. Enginn leikmaður skaraði verulega fram úr i leik þessum — en meðal- mennskan réð rikjum. Dómari var Heiðar Jónsson og dæmdi hann sæmilega. Enn tapaði Selfnss SELFYSSINGAR kvöddu 2. deiidina í knattspyrnu með tapi á iaugar- daginn er Völsungar frá Húsavík komu þangað í heimsókn. Urðu úrslit leiksins 4—1 fyrir Völsunga og þar með hækkuðu Húsvíkingarnir sig veruiega í röðinni í 2. deildar keppninni í ár. Hafa Vöisungar náð sér vel á strik seinni hluta mótsins, en þeir voru lengi vel í falihættu í deildinni. Selfyssingar byrjuðu leikinn á laugardaginn vel og náðu snemma forystu með skallamarki Ólafs Sigurðssonar. Skömmu eftir mark þetta komst Stefán Larsen einn innfyrir vörn Völsunga, en skot hans fór út í veður og vind. Virtist þetta atvik hafa mjög neikvæð áhrif á Selfosslið- ið, sem koðnaði niður á sama tíma og Völsungar virtust eflast. Tókst Völsungum fljótlega að jafna og ná síðan forystunni. Annars var leikurinn ekki eins ójafn og tölurnar segja til um — munurinn hjá liðunum lá fyrst og fremst í því að Húsvikingarnir nýttu tækifæri sín, en Selfyssingar ekki. Voru mörkin fjögur sem Völsungar gerðu öll fremur ódýr, — sum þeirra rétt þeim á silfurbakka, eins og frétta- maður Mbl. á Selfossi orðaði það. Hafþór Helgason var einna be/.tur Völsunganna í þessum leik og skoraði hann tvö marka þeirra. Þá átti Helgi Helgason og Gísli Pálsson einnig ágætan leik. Hjá Selfyssingum var það Ólafur Sigurðsson sem helzt stóð uppúr, sérstaklega þó í fyrri hálfleik, en einnig er vert að geta um frammistöðu Hjalta Sigurðssonar markvarðar, er varði oft með ágætum í leiknum. Dómari var Ámann Pétursson og hafði hann ekki nægjanlega góð tök á leiknum, sem varð mjög grófur undir lokin. G. ÁRMANN S0TT12 STIG NORÐUR Arskógsstrandarliðið Reynir fékk Armenninga í heimsókn til sín á laugardaginn, til síðasta leiksins sem Reynir leikur í 2. deild Is- landsmótsins í knattspyrnu í bili. Var greinilegt að Reynismenn lögðu ekki mikið upp úr leik þess- um, enda fallnir í 3. deildina fyrir löngu. I lið þeirra vantaði að þessu sinni m.a. Eirík Eiríksson, aðalmarkvörð liðsins í sumar, Björgvin Gunnlaugsson, sem ver- ið hefur skæðasti framlínumaður liðsins og Magnús Jónatansson, þjálfara. Ármenningum veittist heldur ekki erfitt að hreppa bæði stigin í leiknum, og hefði 3—1 sigur þeirra jafnvel átt að verða stærri. Skoruðu þeir mark fljótlega i leiknum og var staðan þannig 1—0 i hálfleik. Snemma í seinni hálfleik bætti Ármann öðru marki við og komst siðan í 3—0. Lokaorðið i leiknum áttu svo Reynismenn og var það Marinó Þorsteinsson sem skoraði mark þeirra. Jón Hermannsson var atkvæða- mestur Armenninga í Ieiknum og skoraði hann tvö'af mörkum liðs- ins, en Gunnar Guðlaugsson skor- aði þriðja markið. Leikurinn var í heild fremur daufur, — nánast skylduverk hjá liðunum að ljúka honum. Ar- mannsliðið var allan timann betri aðilinn, sem fyrr segir, og það sem sást af knattspyrnu í leikn- um, kom frá þeim. VK STAÐAN LOKASTAÐAN í 2. deildar keppni tslands- mótsins í knattsp> rnu vard sem hérsegir: Þróttur R 18 l.'l 2 44 — 1« 29 KA 18 i:j 1 4 54—2« 27 Haukar 18 9 9 8 1 33—15 26 Vrman n 18 10 :i 5 30—20 23 Isafjörður 18 5 8 5 20—23 18 V'ölsungur 18 5 5 8 27—34 15 Þróttur N 18 5 5 8 23—30 15 Revnir S 18 5 5 8 24—31 15 Selfoss 18 2 :i 13 14—43 7 Reynir A 18 1 :i 14 17—48 5 „GET NU HÆTT MEÐ GÓÐRISAMVIZKU" „BJARTSÝNN Á AÐ VIÐ HÚLDUM SÆTINU í ÞETTA SKIPTI" - segir Guðmundur Gíslason, fyrirliði Þróttar — MÉR líst ágætlega á 1. deildina næsla sumar og hef trú á því að við höldum sæti okkar í þetta skipti, sagði Guðmundur Gíslason, fyrirliði Þróttar að lcik loknum á laugardaginn. — Þróttarliðið er nú mun leikre.vndara en í f.vrra þegar við féllum og kjölfestan í liðinu miklu meiri. Það er um að gera að byrja vel í deildinni, þá er hálfur sigur unninn, sagði Guðmund- ur. Hann sagðist auðvitað vera í sjöunda hinini yfir sigrinum í deildinni. Þeir hefðu ekki byrjað mjög vel en síðan náð sér verulega á strik og siglt hægt og rólega á móti 1. deildinni. — Mér fannst 2. deildin miklu erfiðari en þegar við lékum þar síðast fyrir tveimur árum. Það eru kominn upp mörg góð lið, sem erfitt er að leika gegn, t.d. Haukar og Sandgerðingar. - segir Þormóður Einarsson fyrirliði KA — Nú get ég hætt með góðri samvizku, sagði Þormóður Einarsson, fyrirliði KA-liðsins, við Mbl. að loknum leik Þróttar og KA. — Ég er búinn að vera í þessu í 18 ár og finnst nú nóg komið. Ég er auðvitað ánægður með að hafa skilað KA upp í 1. deild á mínu síðasta keppnistímabili en ég er ekki síður ánægður með það að nú þegar ég enda minn feril get ég glaðst yfir þvi að hafa aldrci hlotið áminningu né litaspjöld öll þessi ár, sagði þessi geðþekki knattspyrnumaður. Þormóður hefur aðeins verið fyrirliði í þrjú sumur og ætíð hefur lið hans unnið sig upp í efri deildir, IBA 1972, KA upp í 2. deild 1975 og nú upp í 1. deild. — Ég vona að KA haldi sæti sínu í 1. deild næsta ár og ég hef reyndar þá trú að það takist. Það þarf reyndar að laga nokkra galla en varla verður Jóhannesi Atlasyni skotaskuld úr því ef hann verður áfram með liðið þvi ég tel hann fremstan íslenzkra þjálfara í dag. Þormóður sagði að lokum að keppni 2. deildar hefði verið mjög erfið. Breiddin í deildinni væri orðin mikil og mörg liðanna sérstaklega erfið heim að sækja. Guðmundur Gíslason, fyrirliði Þróttar og Þormóður Einarsson, fyrirliði KA. FYLKIR í 2. D. Árbæjarfélagið Fylkir náði á laug- ardaginn langþráðu takmarki, er knattspyrnulið þeirra vann sér rétt til þátttöku í 2. deildar keppninni í knattspyrnu. í þriðja úrslitaleik sín- um um sæti i deildinni við Siglfirð- inga sigruðu Fylkis-menn 1:0 i fram- > lengdum leik sem fram fór _á Akra- nesi. Komu þessi úrslit á óvart, þar sem i Fylkisliðið vantaði hvorki fleiri né færri en átta þeirra leikmanna, sem verið hafa fastamenn i liðinu i sumar þeir voru i sólarferð suður á Spáni, sem skipulögð hafði verið fyr- ir löngu. Leikurinn A Akranesi á laugardag- inn var heldur lélegur, enda varla við öðru að búast í hvassviðrinu. Liðin sem mættust þarna voru fremur jöfn, en þó voru Siglfirðingar öllu atkvæðameiri. Vöm Fylkis stóð hins vegar vel fyrir sinu og gaf ekki mörg færi á sér. Eina mark leiksins skoraði Ágúst Karlsson í framlengingunni, og þrátt fyrir örvæntingarfúllar til- raunir Siglfirðinga tókst þeim ekki aðjafna. LIÐ AUSTRA frá Eskifirði — annað Austfjarðaliðið sem nær því takmarki að leika í 2. deild

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.