Morgunblaðið - 20.09.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1977
31
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Aðalfundur
Þjóðdansafélags Reykjavíkur
verður haldinn í Alþýðuhús-
inu við Hverfisgötu þriðju-
daginn 20. sept. n.k. kl.
20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
1.0.0. F. 8 — 1 59921 8 !6.
I.O.O.F. Rb. = 41 2 79208V2.
I.O.O.F. = Ob. = 1 P
1 599208 V2.
Filadelfia
Almennar guðþjónustur í dag
og á morgun kl. 1 7 og
20.30, ræðumaður Áke
Orrebeck, söngvari Nils
Vagsjö.
Þróttur
Knattspyrnudeild
Æfingatalfa
veturinn 1977—'78.
Sunnudaga
Kl. 9.30 — 11.10 5 flokkur
kl. 11.10 — 12.30 4
flokkur
kl. 12.30 — 13.50 3
flokkur
kl. 13.50 — 15.05 2.
flokkur
kl. 15.05 — 16.20 M.
flokkur
kl. 16.20 — 17.10 6.
flokkur
Mánudaga
Kl. 22.00 — 23.30 OLD
BOYS.
Allar æfingar fara fram
i Vogaskóla. Mætið stundvís-
lega.
Stjórnin.
Dömu og drengjabuxur úr
terylene. Framleiðsluverð.
Saumastofan Bramahlið 34,
Simi 1 461 6.
Til sölu
Chevrolet árg. 1 956, lítið
keyrður í góðu lagi. Uppl. í
síma 33088.
Frúarkápur í stærðum
36 — 50 úr ullarefnum.
Nælonpels nr. 40.
Kápusaumastofan Diana,
Miðtúni 78, simi 18481.
Munið sérverzlunina
með ódýran fatnað.
Verðlistinn Laugarnesvegi
82, s. 31330.
Keflavík
Höfum til sölu við Hátún 2ja
herb. íbúð, söluverð 4,5
millj. og 3ja herb. ibúð. Sölu-
verð 6,8 millj. með góðum
greiðsluskilmálum.
Fasteignasalan, Hafnargötu
27. Keflavík, sími 1420.
Brotamálmur
er fluttur að Ármúla 28, sími
37033. Kaupi allan brota-
málm langhæsta verði Stað-
greiðsla.
1 september tapaðist af bíl á
leiðinni Reykjavík — Vatns-
nes svartur plastpoki með
tveim tjalddýnum í. Finnandi
góðfúslega hringi i síma 94-
3102 eða 91-43725.
Akranes
íbúð til leigu. Upplýsingar í
sima 93-2398.
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
Frá skólatannlækningum
Reykjavíkurborgar
Skólatannlæknar Reykjavíkur munu ann-
ast tennlæknaþjónustu fyrir 6 —12 ára
börn í barnaskólum Reykjavíkur í vetur.
1 1 og 1 2 ára börn í Fella- og Hólabrekku-
skólá verða þó að leita til annarra tann-
lækna fyrst um sinn og verða reikningar
fyrir þá þjónustu endurgreiddir hjá
Sjúkrasamlagi Reykjavíkur.
Aðrir reikningar verða ekki endurgreiddir
nema með leyfi yfirskólatannlæknis.
Norska
til prófs í stað dönsku verður kennd í
Miðbæjarskóla í vetur. Nemendur mæti í
stofu 1 1 sem hér segir:
4., 5. og 6. bekkur þriðjudaginn 20.
sept. kl 18.
7., 8. og 9. bekkur miðvikudaginn 21.
sept. kl. 8.
Framhaldsskólastig og stúdentspróf sama
dag kl. 19.
Innritun í almenna flokka fer fram 26. og 27.
sept Námsfl. Reykjavikur.
Aðalfundur Heimdallar
Aðalfundur Heimdallar SUS i Reykiavik, verður haldinn
föstudaginn 30. september 1977 í Valhöll við Háaleitisbraut,
kl. 20:30 s.d. Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf, nánarauglýst
s,r5ar Stjórnin.
Rangæingar
Innritun í Tónlistarskólann fer fram dag-
ana 22. og 23. september kl 1—6 í
Félagsheimilinu Hvoli báða dagana.
Skólagjöld greiðist við innritun.
Skólastjóri.
Nýtt fyrirtæki Rafspeki hefur verið stofnað í Vestmannaeyjum, og
hefur það gert samning við brezka fyrirtækið Baron Electronics um að
hanna ákveðna gerð af rafmagnsvekjaraklukkum. Þessi klukka heitir
S-36 og hún hefur innbyggða skeiðklukku. Hún mun koma á markað-
inn i Vestmannaeyjum um mánaðamótin sept.—okt. og á almennan
markað seinna í haust. Eigendur Rafspeki eru þeir Garðar Baldvins-
son, Ágúst Guðmundsson og Kristinn H. Pálsson, en þeir munu hafa
bás á Iðnsýningunni og kynna klukkuna þar.
Miklar lagfæringar
á frystihúsi BÚR
Á fundi borgarstjórnar 15. sept-
ember gerði formaður útgerðar-
ráðs Ragnar Júlíusson all itarlega
grein fyrir endurbótum á frysti-
húsi B.U.R. á Grandagarði. Til-
efnið var fyrirspurn frá borgar-
fulltrúa Kristjáni Benediktssyni
hvað liði endurbótum á húsinu.
Ragnar sagði veigamesta þátt í
breytingunum verða lagfærjngar
á starfsmannaaðstöðu; nýtt mötu-
neyti, fatageymslur og fleira. Til
grundvallar liggur tillaga Ingi-
mundar Sveinssonar arkitekts og
Jóns B. Stefánssonar verkfræð-
ings. Meðal annarra breytinga er
skýli utan húss ætlað fyrir starfs-
fólk í kaffitimum. Þá er gert ráð
fyrir nýju loftræstikerfi í mötu-
neyti og vinnslusali. Sterkt slitlag
verður lagt á gólf vinnslusala, raf-
kerfi endurnýjað og nýtt þak sett
á húsið. Ýmislegt fleira smávegis
mun verða gert. A þessu ári eða
fram í ágústlok var unnið fyrir
44,3 milljónir en heildarkostnað-
ur mun líklega verða rúmlega 150
milljónir. Við þessar endurbætur
mun aðstaða starfsfólks stór-
batna.
í vinnslu verða tvær flutninga-
leiðir og verður þá t.d. bæði hægt
að vinna karfa og bolfisk samtím-
is, en þá verður unnt að taka upp
bónuskerfi sem er allra hagur.
Kostnaður hefur til þessa verið
fjármagnaður af Framkvæmda-
sjóði Reykjavfkurborgar og
Landsbankans, en sótt hefur ver-
ið um lán hjá Fiskveiðasjóði og
Framkvæmdasjóði. Kristján
Benediktsson spurði einnig hve-
nær yrði hægt að flytja löndun úr
togurum i vesturhöfnina. Ragnar
sagði varðandi það, að nú væri
lokið við að koma milligólfi í
verulegan hluta Bakkaskemmu
en enn vantaði herslumuninn til
að ljúka við verkið. Þegar því lyki
sæju menn fram á stórbætta að-
stöðu til vinnslu og löndunar
sjávarafla. Kristján Benediktsson
þakkaði greinagóð svör og kvaðst
ánægður með að sjá hilla undir
ágæta lausn.
Afmælis-
kveðja
Ástæðan til að ég sendi Þórhildi
Hafliðadöttur Snæland Grettis-
götu 44 hér í bæ árnaðaróskir í
tilefni af 65 ára afmæli hennar, í
dag, 20. sept er sú að áratuga
vinátta við hana og siðar einnig
við eiginmann hennar. B:ldur
Snæland, hefur verið sem sól-
skinsblettur í lifi okkar hjónanna.
Tryggð hennar og velvilji hefur
sannað mér hve óumræðilega það
er mikils virði fyrir hvern og einn
að eiga trausta og göða vini. Á
þessum tímamótum rifjast eðli-
lega upp fjölmörg atvik og
ögleymanlegar stundir frá liðnum
árum og eru margar þeirra tengd-
ar húsinu þeirra Þórhildar og
Baldurs er þau eitt sinn áttu;
Bjarkarlundi í Blesugróf. Já, ég
vona að enn munum við eiga eftir
margar slíkar ánægjustundir með
afmælisbarninu og hennar fólki.
en Þórhildi og Baldri varð fimm
sona auðið, og þakka forsjóninni
barnalán sitt.
Já, kæra vinkona allt frá æsku-
árum okkar, lifðu vel og lengi við
hlið þins valinkunna eiginmanns,
umvafin ást og umhvggju barna,
tengdabarna og barnabarna.
T.
Athugasemd
VEGNA fréttar i Morgunblað-
inu s.l. sunnudag um „svokallaða
Sverrisbraut" vil ég segja, að það
má ekki gleyma öllu þvi sem gert
var til að gera þetta verk erfitt
fyrir mig sem eru ástæðurar að
þetta varð svona dýrt.
Þegar allt verður komið fram í
ljósið verður margur hissa, að ég
skuli ennþá vera að berjast fyrir
betri vegum fyrir þetta land. Svo
vil ég leiðrétta fréttina, því slit-
lagið var alls ekki gert með
„Blöndun á staðnum aðferðinni"
þvi minni verklýsingu var neitað
af Vegagerðinni, og var því ekki
notuð, eins og margir vita.
Ég er að skrifa ítarlega greinar-
gerð um þessa framkvæmd og
mun birta hana innan skamms.
Vinsamlegast bið ég yður að birta
bréf sem ég skrifaði Vegagerð-
inni. sem þeir hafa ekki svarað.
Reykjavík 3.7. 1977.
Vegagerð rfkisins
Borgartúni 7, Reykjavík.
Þar sem að mínu áliti, hefur
ekki verið staðið að viðgerðum
sem skyldi, á tilraunakaflanum á
Kjalarnesi, fer ég hérmeð fram á
að taka að mér nauðsynlegar við-
gerðir, þött mér hafi verið til-
kynnt þann 26. okt. s.l. munnlega,
að ég mætti ekki lengur skipta
mér af tilrauninni.
Virðingarfyllst
Sverrir Runólfsson,
Kvisthaga 14, Revkjavfk.
sfmi 16578 — v. 26606.