Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1977 Fiskmjöl hækk- ar á ný í verði SlÐUSTU dasa hefur fiskmöl ha'kkaö nokkuð í verði á heims- markaði í kjölfar hækkunar á soyamjöli. \ð því er skýrt er frá í nýjasta hefti tímaritsins Oil World, þá hefur fiskmjöl htekkað um 15 cent proteineiningin á einni viku. Gunnar Petersen hjá Bernhard Petersen h.f. sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að i sumar hefði sama og ekkert seizt af mjöli frá íslandi, en að undan- förnu hefðu borizt fyrirspurnir um kaup frá mjölkaupendum og eitthvert magn hefði verið selt á 6,35 dollara proteineiningin. Hins vegar sagði Gunnar að mjöl- seljendur vildu þreifa betur fyrir Drengurinn úr sprengingunni á Akranesi látinn LITLI drengurinn, sem slasaðist sem mest þegar Flugeldagerðin á Akranesi sprakk í loft upp s.l. sunnudag, lézt á gjörgæzludeild Borgarspítalans í gær. Hann hét Magnús Baldvin Helgason og hefði orðið 4 ára hinn 24. október n.k. Drukknaði í Raufarhöfn Myndin er af Hilmari Indriða- syni, sem drukknaði í höfninni á Raufarhöfn s.l. föstudag. Hilmar heitinn var 46 ára, kvæntur og lætur eftir sig fimm börn. 'W*' Drengurinní leikvallar- sly sinu látinn LITLI drengurinn sem varó undir bíi á leikvellinum milli Faxa- skjóls og Sörlaskjóls sl. þriðjudag, andaðist i gjörgæzludeild Borgar- spítalans í gærdag án þess að komast til meðvitundar. Drengurinn hét Eggert Magn- ússon, 9 ára og til heimilis að Furugrund 62 í Kópavogi. sér, þar sem 6,35 dollarar fyrir preoteineiningu væri fyrir neðan áætlunarverð og allir vonuðu að mjöl ætti enn eftir að hækka i verði, en mjög erfitt væri að spá nokkru um íramvindu mála. Um tima í sumar komst verð fyrir proteineiningu af fiskmjöli niður í 6,20 dollara. Hlé gert á aðgerðum á Laxalóni SAMTALS hefur nú verið eytt milli 50 og 60 þúsund göngu- seiðum auk töluverðs fjölda af sumaröldum seiðum f Laxeld- isstöðinni i Laxalóni. Enn er nokkuð eftir af seiðum i stöð- inni og er það ætlun þeirra, sem að eyðingu þeirra vinna, að gera hlé á störfum sínum um sinn vegna annarra starfa og gera þeir ráð fyrir að hefj- ast aftur handa næstkomandi miðvikudag og að sögn Arna Isakssonar fiskifræðings verð- ur þá eftir um 2 daga verk við að eyða seiðunum auk vinnu við að sótthreinsa stöðina og gæti verkið í heild tekið nær tvær vikur til viðbótar. Dómur Hæstaréttar: Dómforseti sitji áfram HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær með dómi úrskurð dómenda i Guðmundarmálinu svonefnda vegna kröfu lögmanns eins sak- borninga í málinu þess efnis að dómforsetinn vfki sæti í málinu. Aðdragandi þessa var að lög- maður Tryggva Rúnars Leifsson- ar, Hilmar Ingimundarson, gerði þá kröfu að Gunnlaugur Briem dómforseti viki sem dómsformað- ur á þeim forsendum að hann hefði lýst því yfir að hafa neitað Tryggva Rúnari um að tala eins- lega við lögmann sinn og gefið þá skýringu að hann væri ekki sáttur við viðbrögð og framkomu Tryggva Rúnars. Dómendurnir kváðu upp þann úrskurð í fyrri viku að Gunnlaug- ur þyrfti ekki að vikja en lögmað- ur Tryggva Rúnars áfrýjaði þeim úrskurði til Hæstaréttar, þar sem dómur var kveðinn upp í gær af hæstaréttardómurunum Magnúsi Þ. Torfasyni, Ármanni Snævar og Benedikt Sigurjónssyni, og kem- ur þar fram, að engin frambæri- Framhald á hls. 18 Samninganefnd BSRB að störfum f gær. Mjög ósæmilegt af stjórn völdum að leggja slík ósannindi á borð ÞAÐ ER mjög ósæmilegt af stjórnvöldum að leggja slík ósannindi á borð fyrir almenning, sagði Kristján Thorlacius um þær fréttir frá samninganefnd ríkis- ins um að verði gengið að sáttatil- lögu sáttanefndar hafi það í för með sér 7500 milljón króna út- gjaldaaukningu fyrir ríkissjóð. Inni í þessari tölu sé allur sá kostnaður sem var samhliða samningum þeim sem ríkið gerði við BSRB og BHM í apríl á síðasta ári að viðbættum öllum vísitölu- bundnum útgjöldum þvf samfara. Þá kom fram á blaðamanna- fundi sem BSRB hélt í gær að nær allt athafnalíf mun meira og minna lamast 11. október ef til verkfalls kemur, en eins og málin standa í dag eru allar líkur á að sáttatillaga sáttanefndar verði felld hjá félagsmönnum BSRB í allsherjaratkvæðagreiðslunni sem fram fer um hana 2.—3. október n.k. en þá kemur sjálf- krafa til verkfalls og stöðvast m.a. allt flug, siglingar, simaþjónusta, tollafgreiðsla, nema vegna nauðsynlegra lyfja, sjónvarp, út- varp og fljótlega stöðvast dagblöð- in vegna skorts á pappír. Kjaradeilunefnd mun síðan hafa til meðferðar undanþágur í sambandi við öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu, s.s. lögreglu, slökkvilið, nauðsynlegasta staffs- lið sjúkrahúsa og fleira. Kjara- deilunefnd mun starfa stöðugt fram yfir samninga. Eins og fram er komið hafnaði samninganefnd BSRB sáttatillögu sáttanefndar fyrst og fremst á þeirri forsendu að samkvæmt til- Trúiþvíekki að BSRB vilji láta elli- lífeyrisbeera sit ja á hakanum HÖSKULDUR Jónsson for- maður samninganefndar rfkis- ins í deilunni við BSRB kom að máli við Morgunblaðið vegna frétta fjölmiðla um út- gjaldaaukningu ríkissjóðs ef gengið yrði að sáttatillögu sáttanefndar. Frá BSRB hefur sú skoðun komið fram að þessi tala sé ekki raunhæf, því inni í henni séu útgjöld svo sem vegna samninga ríkisins og BSRB í apríl á síðasta ári. Höskuldur segir hins vegar að þessi tala sé rétt og inni í henni séu meðal annars launa- hækkanir til handa ellilífeyris- þegum, og hann trúi því ekki að BSRB sé á móti því að laun hinna eldri hækki til saman- burðar við alla aðra félaga, en samkvæmt þeirra útreikning- um sé ekki reiknað með þeirri útgjaldaaukningu. lögunni þurrkast 5 lægstu flokkarnir hreinlega út, svo og að fjölmennustu flokkarnir frá 5—20 fá engan veginn þá hækkun sem nauðsynleg er til að viðkomandi stéttir hljóti sam- bærileg laun á við þá sem starfa á hinum almenna vinnumarkaði. í því sambandi má nefna að verkstjóri iðnaðarmanna hjá BSRB fær 121.000 kr en starfs- bróðir hans hjá Isal fær fyrir sam- bærilegt starf 212.000 kr. Þarna er um að ræða 91.000 kr. launa- mismun. Að sögn Kristjáns var meðal- kaup starfsmanna innan vébanda BSRB i júlí s.l. 121.645 kr. en alls Framhald á bls. 19. Iðnkynning í Laugardalshöll opnuð við hátíðlega athöfn í dag IDNKYNNING í Laugardalshöll, aðalþáttur Iðnkynningar í Reykjavík, verur opnuð við hátíð- lega athöfn í dag. Við opnunarat- höfnina í Laugardalshöllinni munu Albert Guðmundsson, formaður iðnkynningarnefndar Reykjavíkur, og Gunnar Guðmundsson, formaður sýningarnefndar, flytja ávörp, en að þeim loknum mun Davið Sch. Thorsteinsson, formaður Félags íslenzkra iðnrekenda, opna kynninguna. Verndari iðn- kynningarinnar i Laugardalshöll er dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra. Iðnkynningin í Laugardalshöll er viðamesti þáttur Iðnkynningar í Reykjavík, en hún verður opnuð almenningi í dag kl. 16 og lýkur sunnudaginn 2. október. Á þessari kynningu, sem stendur í 10 daga, munu yfir 150 aðilar kynna framleiðslu sina og þjónustu og því ætti hér að gefast kostur á að fræðast um þá iðn- starfsemi sem á sér stað i Reykja- vík. Verða m.a. eftirtaldar iðn- greinar kynntar: fataframleiðsla, húsgagna- og innréttingafram- leiðsla, matvælaiðnaður, raf- magnsvörur, blikk- og stál- iðnaður, auk flestra greina þjónustuiðnaðar. i tilefni Iðnkynningarinnar í Laugardalshöll verður efnt til tvenns konar nýbreytni varðandi kynningu á iðnaði. Á hverjum degi verður valinn maður dagsins „Lukkunnar pamfíll", sem verður sérstakur gestur iðnkynningar- nefndar. Gesturinn verður valinn með þeim hætti, að á einhverri stundu sýningartímans gellur bjalla i hátalakerfi sýningarinnar og samstundis verður tilkynnt hvar rhaður dagsins er staddur á svæðinu. Verður viðkomandi leystur út með gjöfum. Þá verður spilað iðnaðar-bingó tvisvar á dag um helgar og einu sínni á dag virka daga. Verður bingóið spilað kl. 16 alla daga og einnig kl. 14 um helgar. Verða vinningar úr sýningardeildum afhentir strax að bingói loknu. Stjórnandi bingós verður Svavar Gests. Vegna kynningarinnar verður barnagæzla starfrækt á svæðinu daglega frá opnun til kl. 19. Verður þessi gæzla fyrir börn á aldrinum 2—6 ára í umsjá fóstru- nema og verður gæzlan ókeypis fyrir sýningargesti. A Iðnkynningunni i Laugar- dalshöll verður almenningi gef- inn kostur á að kaupa margar vörutegundir á sérstöku kynningarverði. I þessu sambandi verður matvæladeild á kýnningunni þar sem hægt verður að gera matarinnkaup en | einnig munu matvælaframleið- Framhald á bls. 19. Friðrik teflir við Smysloy FYRSTA umferð á Interpolis- skákmótinu i Tilburg í Hol- landi verður tefld í dag. Friðrik Ölafsson teflir þá við Smyslov fyrrverandi'' heims- meistara og hefur svart. Auk Friðriks og Smyslovs taka 10 aðrir stórmeistarar þátt i mót- inu og er þetta mót eitt hið sterkasta sem haldið hefur verið I heiminum. Er það af styrkleika 14, en í slikum út- reikningum er mest gert ráð fyrir styrkleika 15. I dag tefla saman Karpov heimsmeistari og Timman, Miles og Hort, Sosonko og Anderson, Smyslov og Friðrik, Gligoric og Kavalek, Balasjov og HUbner. Skákmennirnir setjast við borðin kl. 11 fyrir hádegi að hollenzkum tíma, eða kl. eitt að íslenzkum tíma. Fjárreiður Landakirkju í athugun FJÁRREIÐUR Landakirkju í Vestmannaeyjum eru nú til athugunar hjá löggiltri endur- skoðunarskrifstofu i Reykjavík, að því er Jóhann Friðfinnsson sóknarnefndarformaður staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær. Málið hefur ekki verið kært að sögn Jóhanns, en ástæða væri til að ætla að átt hefóu sér mistök við gæzlu fjármuna kirkjunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.