Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1977 JMtorgtiiiMftfrtfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannssón. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. Öldrunarþ j ónusta Páll Gíslason, yflrlæknir, borgarfulltrúi og formaður heilbrigðismálaráðs Reykjavíkur, segir i viðtali við Morgun- blaðið sl. þriðjudag, að rúmlega 6 200 Reykvikingar hafi verið 70 ára og eldri, miðað við íbúaskrá ársins 1 975, og að þriðjungur íbúaaukningar höfuðborgarinnar á áratugnum 1 965— 1 975 sé á því aldursskeiðí Fólki yfir sjötugt fjölgaði í höfuðborginni úr 4281 manni áríð 1 965 i 6224 manns tíu árum síðar — eða um 45%. Reykjavíkurborg hefur um langt árabil lagt lofsverða áherzlu á öldrunarþjónustu — og raunar vísað öðrum sveitarfélögum veginn á þeim vettvangi Þessi þjónusta hefur laðað roskið fólk til Reykjavíkur frá öðrum byggðarlögum, sem skemmra eru á veg komin í samfélagslegri þjónustu við hina öldruðu sveit Það er oft rætt um byggðajafnvægi og einn þáttur þess hlýtur að vera sá, að sveitarfélög almennt veiti þá öldrunarþjónustu, að roskið fólk geti unað sínum hag í heimasveit, sem það oftast kýs að dvelja i á ævikveldi, leyfi aðstæður þann kost Páll Gíslason, yfirlæknir, segir í tilvitnuðu samtali: „Húsnæði eða húsnæðisleysi aldraðra er stórt vandamál varð- andi nýtingu á tiltæku sjúkrarými i borginni. Æskilegt er að veita öldruðum nauðsynlega þjónustu sem lengst á eigin heimilum eða utan sjúkrahúsa, er þá nýttust betur til ætlunarverks síns: lækningar sjúkra. Þetta var m.a. orsök þess að borgarstjórn samþykkti fyrir 3 árum að verja 7'/2% af álögðum útsvörum til öldrunarþjónustu, m.a. til stofnana fyrir aldraða. Nefna má byggingu íbúða fyrir aldraða við Lönguhlíð, Dalbraut og Furu- gerði Heimilið við Dalbraut á að veita meiri öldrunarþjónustu fyrir þá, sem ekki eru heilir heilsu, en eiga þó ekki samleið með sjúklingum á sjúkrahúsum." Formaður heilbrigðismálaráðs vekur athygli á því í samtalinu að enn vanti aðstöðu fyrir þá öldnu, sem mest eru þurfandi fyrir sjúkrameðferð Þareigi til að koma væntanleg B-álma Borgarspit- alans. Áætlanir og teikningar eru löngu tiltækar. Nú er verið að bjóða verk þetta út. „Ég geri ráð fyrir," segir Páll, „að sökklar og botnplata verði steypt í haust. Húsið verður síðan steypt upp, 4 hæðir, 1978. 1979 hefst vinna við innréttingar. 1980 verður siðan ein hæð tekin í notkun og siðan ein hæð á ári, unz verki er fulllokið B-álman er sem fyrr segir eingöngu ætluð fyrir aldraða og langlegusjúklinga. Á hverri hæð verða 30 sjúkrarúm en hæðirnar verða sjö alls." Það er Ijóst að þörfin fyrir margháttaða þjónustu við aldraða fer sivaxandi. Hækkandi meðalaldur þjóðarinnar og ekki síður aldurs- skipting íbúa höfuðborgarinnar varpa Ijósi á þá þörf. Talið er að 15% af fólki yfir sjötugt þurfi hjúkrunar við í einni eða annarri mynd. Því skal hér tekið undir þau orð formanns heilbrigðismála- ráðs að „nauðsyn ber til að koma á samhæfingu á nýtingu þeirrar aðstöðu, sem í borginni er fyrir þá öldnu, svo á hverjum tíma sé hægt að veita þá þjónustu sem þarf — og gefa fólki öryggi um að slíkt verði veitt fullnægjandi, þegar á þarf að halda." Sjúkrastofnanir í borginni Sjúkrastofnanir, sem Reykjavíkurborg ber ábyrgð á, eru m a : Borgarspítalinn, ásamt Grensásdeild (endurhæfing- arstöð), Hvítabandsdeild (geðsjúkdómar) með útibúi að Arnar- holti, Heilsuverndarstöð, þar sem margþætt þjónusta er látin í té, og loks Hafnarbúðir, sem nýttarverða á þessum vettvangi. Páll Gíslason, yfirlæknir, bendir á i viðtali því, sem hér að framan hefur verið vitnað til, að þessar sjúkrastofnanir nýtist ekki Reykvíkingum einum, heldur og nágrannabyggðum og raunar landinu öllu. Þannig voru 56 6%, eða rúmlega helmingur legudaga á Borgarspitalanum, nýtt af Reykvíkingum, en 43,4% af öðrum. Ber þar hæst-nágrannasveitarfélög: kaupstaði, kauptún og sveitahreppa Vfirlæknirinn segir orðrétt: „Slysavarðstofan á Borgarspítalanum gegnir mjög mikilvægu þjónustuhlutverki í þágu alls nágrennis höfuðborgarinnar Þang- að komu 30.000 einstaklingar á sl. ári, þar af 20.000 úr Reykjavik, 3000 úr Kópavogi, 2 500 úr Hafnarfirði, 900 úr Garðabæ og 600 af Seltjarnarnesi, svo nokkrar tölur séu nefndar. Starfsemi þessarar deildar hefur aukizt um 50% á 10 árum, sem bezt sýnir hve starfsþunginn er mikill og vaxandi Þrengsli i slysavarðstofunni eru óverjandi orðin sem og starfsskílyrði á mestu álagstimum." Ný slysavarðstofa tekur væntanlega til starfa i þjónustuálmu Borgarspitalans, sem nú er í byggingu, snemma á næsta ári Þar verða og göngudeildir og heilsugæzlustöð, er þjóna á 1 2 000 íbúa hverfum í borginni. Aðstaða fyrir göngudeildir og heilsu- gæzlustöð verður væntanlega tiltæk á árinu 1 979. Sem fyrr segír kemur sú þjónusta, sem þarna verður veitt, til góða höfuðborgar- svæðinu öllu, þó Reykjavikurborg beri rekstrarlega ábyrgð á þessari heilbrígðisstofnun. Forsætisráðherrahjónin skoða skrautvagn í Vopnasafninu í Kreml í gær. Rússlandsheimsókn forsætisráðherra: Söfn skoðuð og ekið um Moskvu Moskva, 22. sept.Frá blaðam. Mbl. Magnúsi Finnssyni. MÁLGAGN sovézka kommúnistaflokksins, Pravda, segir í dag frá hinni opinberu heimsókn Geirs Hallgrimssonar forsætisráðherra og birtir ræður bæði Geirs Hallgrímssonar og Alexeis Kosygins forsætisráðherra Sovétríkjanna. Frá- sögn Pravda er birt undir fyrirsögninni „Vin- gjarnlegar viðræður". Geir Hallgrímsson og kona hans Erna Finnsdóttir skoð- uðu í morgun söfn innan Kremlmúranna, ' fyrst demantasafnið, þar sem allir dýrgripir rússnesku keisar- anna eru geymdir, og mátti þar líta margan gimsteininn. Meðal annars skoðuðu for- sætisráðherrahjónin krýning- arkórónu Katrínar miklu, sem er mikil gersemi. Margt fleira gat að líta í þessu verðmæta gimsteinasafni. Þá var skoð- að svokallað vopnasafn, sem samanstendur aðallega af eigum keisarafjölskyldunnar, sem varðveizt hafa. Meðal þess, sem þar vakti athygli var mikill örn úr fílabeini, sem samansettur er úr 2.000 einingum eða fjöðr- um, og er unnt að taka hann I sundur eins og gestaþraut. Strax á eftir heimsóknun- um í þessi söfn var farið í skoðunarferð um Moskvu Stanzað var við höfuðstöðvar Comecon, sem er einskonar bandalag austantjaldsríkja i líkingu við Efnahagsbanda- lag Evrópu. Einnig var útsýni skoðað frá Leninhæðum Þá var komið við á Rauða torg- inu í stutta stund. Síðdegis hafði sendiherra Islands í Moskvu boð inni fyrir gestina í sendiráðs- bústaðnum hér í Moskvu Áður en boð sendiherrans Hannesar Jónssonar hófst ræddi Forsætisráðherra við fulltrúa norrænna sendiráða í Moskvu, þar sem hann skýrði sendiherrunum frá við- ræðum sínum við Moskvu- stjórnina eða Alexei Kosygin í kvöld fara forsætisráð- herrahjónin í Bolshoi- leikhúsið, þar sem þau eiga að fá að sjá tvo einþáttunga, balletta. Hinn fyrri nefnist Jarðfræðingurinn, og er blaðamanni Morgunblaðsins ekki Ijóst hver er höfundur verksins. Síðari einþáttung- urinn er eins og sagt er í dagskrá heimsóknarinnar „Hið heilaga vor", en mun alla jafna vera kallað „Vor- blót", og er eftir Stravinsky. Á morgun, föstudag, halda forsætisráðherrahjónin til Yerevan i Armeniu, og verð- ur flogið árdegis í sérstakri þotu Sovétstjórnarinnar. Geir Hallgrímsson forsætisráðherra og fylgdarlid í skoðunarferð í Moskvu í gær. Annar.til vinstri á myndinni er A. Ishkov fiskimálaráðherra Sovétríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.