Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1977 7 Arðsemi leiðarlj ós í fjárfestingu Gylfi Þ. Gíslason. for- maður þingflokks jafnaðarmanna. flutti íhugunarverða ræðu á 60 ára afmæli Verzlunarráðs íslands. Hann sagði þar að alvar- legustu mistökin í stjðrnun íslenzkra efna- hagsmála á liðnum ár- um hefðu verið þau að stofna til svo mikilla skulda erlendis, sem gert hefði verið, og leiddi það til þess, að þjóðin yrði að nota verulegan hluta af gjaldeyristekjum sín- um á komandi árum til að greiða afborganir og vexti af þessum skuld- um. „Sú kynslóð í land- inu, sem nú er full- vaxta, hefur verið að leggja óhæfilega byrði á herðar þeim, sem eiga að erfa landið," sagði Gylfi Þ. Síðan segir hann orð- rétt: „Hvað er það, sem í raun og veru hefur far- ið úrskeiðis? Ef benda skal á úrræði, nýja stefnu, sem breytt gæti þróuninni og bætt ástandið. verða menn að gera sér grein fyrir. h\ að valdið hafi þ\ í. sem aflaga fer. 1 þeirri stefnuyfirlýsingu, sem Verzlunarráð tslands hefur gefið út í tilefni 60 ára afmælis síns, eru höft og hömlur í gjald- eyrismálum. lánamál- um og verðlagsmálum talin meginorsök vand- ans og lausn hans vera fólgin í því að stuðla að frjálsum viðskiptahátt- um og frjálsu markaðs- kerfi. Ég er sammála því. að utanríkisverzlun og gjaldeyrisviðskipi eigi að vera sem frjáls- legust, að arðsemi eigi að vera helzta leiðarljós í fjárfestingarmálum. en þó ekki hið eina, og að koma eigi á frjáls- legri verðmyndun á vöru og þjónustu at- vinnuveganna. þótt hitt verði að viðurkenna, að tími óðaverðbólgu sé ekki heppilegur til slíkra ráðstafana. held- ur verði fyrst að koma verðbólgunni niður í viðráðanlegt horf og síðan koma á skynsam- legu og hagkvæmu verð- lagskerfi. En þótt ég sé sammála þessum grundvallaratriðum í stefnuvfirlýsingu Verzlunarráðsins, tel ég skorta í hana veiga- mikla þætti." Medal þess sem Gylfi telur skorta í stefnuyfirlýs- inguna eru stjórnunar- atriði varðandi atvinnu- öryggi, réttláta skipt- Gylfi Þ. Gíslason. ingu þjóðartekna. tak- mörkun heildarfjárfest- ingar í þjóðfélaginu og almennt réttlæti í skatt- heimtu félagsins. „Ríkisútgjöld hafa aukizt óhóflega” Siðan ra'ðir Gvlfi m.a. ýmsa orsakaþætti þeirr- ar verðhólguþróunar sem hér hefur átt sér stað, eftir að viðreisnar- stjórnin lét af völdum. I því tilefni segir hann m.a.: „Ég er þeirrar skoðunar, að ein megin- ástæða þess, að verð- bólgan hefur vaxið í 30—40% á þessum ára- tug frá því að hafa verið 10—15% að meðaltali á ári á liðnum áratug sé sú, að ríkisvaldinu hef- ur láðst að halda fjár- festingu í skefjum og að ríkisútgjöld hafa aukizt óhóflega. Hitt aðalsjúk- dómsmerki íslenzks efnahagslífs. skulda- söfnunin við útlönd. á sér einnig þessa sömu orsök ..." Lokaorð Gylfa í ræðu hans voru þessi: „Við höfum á undan- förnum árum dregizt aftur úr nágrannaþjóð- um okkar hvað lífskjör snertir. Atvinnuvegir okkar virðast ekki færir um að greiða sama kaup og gerist í nokkrum helztu viðskiptalönduni okkar. Auðvitað er ein skýringin sú. að það fé, sem þjóðin hefur varið til fjárfestingar á undanförnum árum og er hlutfallslega meira en átt hefur sér stað hjá nokkurri nágranna- þjóða okkar verður ekki einnig notað til neyzlu. Fjárfestingin hefur að sjálfsögðu verið á kostnað neyzlunnar. En það verður ekki nóg að draga úr fjárfesting- unni til þess að bæta lífskjörin með þeim hætti, sem nauðsynlegt er. Það gerist ekki nema f kjölfar skipu- legra stórátaka til þess að auka reksturshag- kvæmni í atvinnulífi þjóðarinnar. Verðbólg- an torveldar slíka við- leitni. Þess vegna verð- ur hvort tveggja að ger- ast í senn, að dregið sé verulega úr verðbólg- unni og að reksturshag- kvæmni atvinnuveg- anna sé bætt. Þá fyrst getum við búizt við því að hér hefjist aftur skeið stöðugs, aukins hagvaxtar, samfara fullri atvinnu og viðráð- anlegri verðbólgu." Höggdeyfar í úrvali J. Sveinsson & Co., Hverfisgötu 116 Sími 15171 FOSTUDAGA EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Nú erþaö Otsölumarkaöurinn a 2. nseo Laugavegi 66 afsláttur Allt nýlegar vörur Látið ekki happ úr hendi sleppa. til (og mikið meira) | Tereline buxur dömu og herra H Dömu og herra peysur ■ Herra skyrtur stutterma og langerma | Bolir í ofsa úrvali Dömuföt M Herraföt ■ Kápur — Kjólar — Pils m Gallabuxur denim, kakhi B Stuttjakkar K Stakir jakkar herra og dömu | Mussur — Blússur ■ Denim vesti og stuttjakkar o.fl. ÓTRÚLEGA GÓÐ VERÐ A II. HÆÐ LAUGAVEGI 66 sími frá skiptiborði 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.