Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1977 11 Styrktarfélag van- gefinna vestra þingar Laugardaginn 27. ágúst s.l. hélt Styrktarfélag vangefinna á Vest- fjöröum ráöstefnu í Hótel Flóka- lundi i Vatnsfirði. Ráöstefnuna sóttu fulltrúar margra sveitarfé- laga á Vestfjörðum. Samningar tókust á Sauðárkróki SAMNINGAR tókust í fyrrakvöld milli verkalýðsfélags Sauðár- króks og Kaupfélags Skagfirðinga um laun og kjör í sláturhúsinu þar í haust. Ef'samningar hefðu ekki tekizt, hefði verkfall hafizt hjá starfsfólki sláturhússins i morgun. Jón Karlsson formaður verka- lýðsfélagsins sagði i samtali við Morgunblaðið, að kaupfélagið hefði gengið að kröfum verkalýðs- félagsins, sem ekki hefðu verið miklar. Væri vinna því hafin af fullum krafti í sláturhúsinu. Tregthjá reknetabátum VEIÐI reknetabáta frá Höfn í Hornafirði var sem fyrr frekar treg i fyrrinótt. í gær komu um 30 bátar með um 1000 tunnur til hafnar og voru margir með engan afla. Sérlegir gestir ráðstefnunnar voru, þeir Gunnar Þormar, tann- læknir, formaður Landsamtak- anna Þroskahjálp, og Bjarni Kristjánsson, kennari á Akureyri. Talið er, að um 70 vangefnir séu heimilisfastir á Vestfjörðum, þar af um 40 í heimahúsum. Styrktarfélag vangefinna á Vest- fjörðum var stofnað fyrir rúmu ári og eru nú um 1400 styrktarfé- lagar skráðir hjá félaginu. Gunnar Þormar ræddi starf- semi Þroskahjálpar, um Styrktar- sjóð vangefinna og um frumvarp til laga um vangefna, sem verður aðalmálið á landsþingi Þroska- hjálpar dagana 14.—16. október n.k., sem haldið verður á Hótel Loftleiðum. Bjarni Kristjánsson ræddi þjón- ustu við vangefna og fyrirkomu- lag dvalarheimila. Miklar umræð- ur urðu um bæði framsöguerind- in. I ályktunum ráðstefnunnar er lögð áhersla á það við stjórnvöld, að hið bráðasta verði bætt úr sár- um skorti á viðunandi þjónustu við vangefna í landsfjórðungnum. Bent er á að koma þurfi á fót fjölskylduheimilum, en siðan reist og rekin dvalarheimili. Þá beinir ráðstefnan því til fræðslu- yfirvalda á Vestfjörðum, að könn- uð verði þörfin á sérkennslu og ráðinn til hennar starfskraftur. Formaður Styrktarfélags van- gefinna á Vestfjörðum er síra Gunnar Björnsson í Bolungarvik. Aðrir i stjórn eru Ragnheiður Þóra Grímsdóttir, gjaldkeri, Ölafía Aradóttir, ritari, Kristjana Ölafsdóttir og Páll Jóhannesson. Heimsmeistarinn nýbakaði, ásamt foreldrum sfnum, þeim Arna Björnssyni endurskoðanda, og Ingibjörgu Jónsdóttur. Boð til heiðurs Jóni L. Árnasyni, heims- meistara unglinga VILHJALMUR Hjálmarsson, menntamálaráðherra, hélt i fyrrakvö'ldi kvöldverðarboð til heiðurs Jóni L. Arnasyni, ný- bökuðum heimsmeistara. Boð- ið, sem haldið var í Ráðherra- bústaðnum við Tjarnargötu, sóttu auk ráðherrans Birgir Is- leifur Gunnarsson, borgar- stjóri, ýmsir framámenn og for- ystumenn skákhreyfingarinnar á Islandi. Boðið hófst á því að Vil- hjálmur Hjálmarsson bauð gesti velkomna og þakkaði Jóni frammistöðuna. Að loknu borð- haldi flutti hann síðan ávarp, þar sem hann ræddi fyrst um ástæðuna fyrir því að við Is- lendingar höfum eignast okkar fyrsta heimsmeistara og lauk miklu lofsorði á Jón fyrir glæsilega frammistöðu. Sfðar í ræðu sinni vék ráðherrann að gjöf þeirri sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að gefa Jóni. Er Jón L. Arnason, ásamt aðstoð- armanni sinum á heimsmeist- aramótinu, Margeiri Péturs- syni. þar um að ræða veglegan grip, sem enn mun í smfðum. A eftir ráðherranum talaði Einar S. Einarsson, forseti skáksambands lslands. Hann rakti skákferil Jóns frá upp- hafi og færði honum sfðan að gjöf vandaðan hring, gerðan úr gulli og platínu. Stefán Einars- son, formaður Taflfélags Reykjavíkur, afhenti Jóni síð- an gjöf frá félaginu. Voru það vandaðir taflmenn, gullhúðað- ir. iðnaður hvers hann er megnugur Þér býðst að skoða og smakka, - og kaupa á sérstöku kynningarverði, bæði matvöru og annað. Ferðin getur margborgað sig. Og ekki leiðist þér á meðan, því nú er kátt í Höllinni. Kræsingar, tískusýningar, iðnaðarbingó, maður dagsins. Barnagæsla síðdegis. Gjöf til gests dagsins í dag: Kórónaföt eða ullarkápa frá Hildu h.f. Hittumst í Höllinni og tökum þátt í fagnaðinum. sept

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.