Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1977 Góður árangur á fatnaðarsýningu í Kaupmannahöfn SJÖ ÍSLENZK fyrirtæki tóku í síðustu viku þátt í mikilii fatn- aðarsýningu í Kaupmannahöfn. Sýndu fyrirtækin í sameigin- legri íslandsdeild, sem var tæp- lega 300 fermetrar að flatar- máli. Vakti íslenzka deildin at- hygli á sýningunni, en hér fer á eftir fréttatilkynning frá Út- flutningsmiðstöð iðnaðarins, sem einnig var með bás á sýn- ingu þessari: „7 islenzk fyrirtæki tóku þátt í sýningunni Scandinavian Fashion Week í Kaupmanna- höfn dagana 15.—18. septem- ber. íslensku fyrirtækin sem tóku þátt voru Alafoss, Alís, Hilda, Les-Prjón, Prjónastofa Borgarness, Röskva og Sam- bandið iðnaðardeild. Öll þessi fyrirtæki hafa tekið þátt í vörusýningum erlendis áður nema Röskva. Röskva er tiltölulega nýtt útflutningsfyr- irtæki, sem selur handprjón og prjónafatnað prjónaðan á hand- prjónavélum á íslenskum heim- ilum. Fyrirtækin sýndu öll i sam- eiginlegri Islandsdeild sem var tæpir 300 fm og var Utflutn- ingsmiðstöðin einnig með sýn- ingarbás, þar sem gefnar voru upplýsingar um íslenska út- flytjendur, iðngreinina, svo og almennar upplýsingar um ís- land. Útlit og skreytingar sýn- ingarsvæðisins þótti takast með ágætum. Að sögn fulltrúa þeirra fyrir- tækja sem tóku þátt í sýning- unni virðist sem sala á sýning- unni hafi verið meiri en búist var við, einkum þegar haft er í huga að aðalsölutími til versl- ana fyrir haust og vetrarfatnað er á vorin og er þvi einungis um sölu á fatnaði að ræða sem hægt er að afgreiða strax eða til af- hendingar á næsta ári. í sambandi við þessa sýningu hafa margar greinar birst í erlendum blöðum um íslenska fatnaðinn og hefur náóst mjög gott samstarf milli .íslensku sýnendanna og blaðadeildar Bella Center í Kaupmanna- höfn, þar sem sýningin var haldin. Greinilegt er að islenska ull- ar- og skinnavaran er nú orðin mjög vel þekkt viðast hvar í Evrópu, sem má að töluverðu leyti rekja til þess kynningar- starfs sem unnið hefur verið í sambandi við vörusýningar erlendis á ullar- og skinnavör- um.“ Iðnkynning í Iðn- skóla Reykjavíkur SEM þáttur f Iðnkynningu I Reykjavík verður í dag opnuð iðnnámskynning í Iðnskólanum i Reykjavik, en við opnunina flytja Sigurjón Pétursson borgarráðs- maður og Sveinn Sigurðsson aðstoðarskólastjóri ávörp. Það er í samvinnu við Iðnkynningar- nefnd Reykjavíkur og Landssam- band iðnaðarmanna sem skólinn efnir til kynningar á iðnnámi og iðngreinum. Verða allar deildir skólans opnar almenningi föstudaginn 23. september og laugardaginn 24. september frá klukkan 13—18, en 26. og 27. Ýrarfélagar seljaheima- ræktuð blóm ÝR, félag aóstandenda Langhelg- isgæzlumanna, heldur nýstárleg- an blómamarkað á Hallveigar- stöðum laugardaginn 24. sept. frá kl. 2 e.h. Þar verða til sölu potta- plöntur í úrvali, sem félagar og velunnarar hafi komið upp og gefa á markaðinn. Sömuleiðis verða seldar ýmsar blómaskreyt- ingar, hnýtingar, kerti og fl. Félagið Ýr hefur starfað á ann- að ár og staöiö að ýmsum fundum og skemmtunum fyrir félaga sina svo og nokkurri fjáröflun. Form. er Elín Skeggjadóttir. september verður tekið á móti nemendum úr grunnskólum Reykjavíkur. Sem kunnugt er er iðnmenntun í landinu í endurmótun og verið er að færa hluta af hinum verk- lega þætti iðnnámsins inn fyrir veggi skólans. Mun þvi gefast tækifæri til að kynnast þeim nýjungum sem orðið hafa í þessum málum á síðustu timum á kynningunni í Iðnskólanum. Verkleg kennsla verður sýnd í málmiðnadeild, tréiðnadeild, raf- iðnadeild, bókagerðardeild, hár- snyrtideild, bifvélavirkjadeild, fataiðndeild og tækniteiknun. Málaranemar verða við vinnu og bakarí skólans verður opið. Félagasamtök og einstaklingar ýmissa iðngreina verða einnig á staðnum til að kynna iðngreinar með munum, myndum og bæklingum. Til dæmis verur myndskeri við vinnu, veggfóðrar- ar og skriftvélavirkjar sýna efni og tæki og bókagerðarmenn sýna hvernig dagblað eða bók verður til svo eitthvað sé nefnt. Tækni- skólinn kynnir möguleika iðnaðarmanna til framhaldsnáms og Símvirkjaskóli Landsimans kynnir sína starfsemi með þvi að vera með talstöðvar og önnur tæki i gangi. Innganga i Iðnskólann er frá Skólavörðutorgi og við inn- ganginn verður afhentur listi með leiðbeiningum og skrá yfir það sem sýnt verður. Viðviljum vclij a athygli á því aðflestallarhausttískuvörur okkar sem vöktu óhemju athygli ásýningunni | Heimilið ”77 f erunúkomnar í verslanirnar hadegís morpn Við vekj um einniíf athygli áað við gefum 10% afslátt af öllum íslenskum framleiðsluvörum í Reykjavík á meðan á Iðnkynningu stendur til 2.október

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.