Morgunblaðið - 28.09.1977, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 28.09.1977, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1977 13 Skákin sem réð úrslitum SIGUR Jóns L. Árnasonar á heimsmeistarmóti unglinga undir 17 ára hefur að vonum vakið verðskuldaða athygli. Jón hlaut niu vinninga af ellefu mögulegum á mótinu og hafði fyrir síðus.tu umferð hlotið vinningi meira en hættulegustu keppinautar hans. Lokastaðan á mótinu varð annars þessi: 1. Jón L. Árnason, 9 v. af 11 mögulegum. 2. Whitehead (Bandaríkjunum) 8VS v. 3. Kasparov (Sovétríkjun- um) 8 v. 4. Kappe (V- Þýzkalandi) 7 ‘A v., 4—5. Negulescu (Rúmeníu) ogMoro- vic (Chile) 7 v. 7—8. Pajak (Kanada) og Santo Roman (Frakklandi) 6V4 v. 9—12. Short (Englandi), Sendur (Tyrklandi, McNab (Skot- landi) ogDrashko (Júgóslavíu) 6 v. 13—20. Bergström (Svíþjóð), Delaney (írlandi), Greenfeld (Israel), Jansson (Noregi), Sequeira (Portúgal), Soppe (Argentinu), Andersen (Danmörku), Zuger (Sviss), allir með 514 v. Þátttakendur voru alls 32. Jón vann alls átta skákir, tapaði einni, fyrir Kasparov í áttundu umferð, og gerði síðan tvö jafntefli, í fyrstu umferð við Soppe og í siðustu við Morovic, til að tryggja sigurinn. Sem aðstoðarmaður Jóns á mótinu er ég á þeirri skoðun, að ein skáka hans beri af öðrum. Það var einmitt sú skák sem kom til með að hafa mest áhrif á stöðuna í mótinu, viðureign hans við Whitehead í fimmtu umferð. Fram að þvi hafði Bandaríkjamaðurinn unnið all- ar skákir sínar og ætlaði nú að láta sér nægja jafntefli gegn Jóni, sem sást bezt á því, að hann bauð jafntefli strax eftir sjötta leik sinn og síðan aftur í tólfta leik i umhugsunartíma Jóns, en slíkt þykir fádæma óíþróttamannsleg framkoma. Jón lét þetta þó ekkert á sig fá, en hófst þegar handa um að ná frumkvæðinu í sinar hendur. Reyndar er þessi skák dæmi- gerð fyrir taflmennsku Jóns á heimsmeistaramótinu. Hann tefldi ekki nærri því eins hvasst og á islandsmótinu i vor, heldur fór sér rólega og honum urðu sjaldan á alvarleg mistök. Kom það þá oftast i hlut and- stæðingsins að misstiga sig, einkum ef stutt var þar til skák- in skyldi í bið. Gott úthald Jóns á mótinu er einnig athyglisvert, en á fimmta tímanum sneri hann mörgum jöfnum stöðum sér í hag. En höfum ekki þennan for- mála lengri, heldur snúum okk- ur að skákinni. Hvftt: Jay Whitehead. Svart: Jón L. Árnason. Rétt byrjun. 1. Rf3 (Venjulega leikur Whitehead ávallt 1. e4 í fyrsta leik, en í þessari skák fer hann ekki troðnar slóðir, sjá t.d. sjötta leik hans) c5, 2. g3 — Rc6, 3. Bg2 — g6, 4. 0—0 — Bg7, 5. e4 (Reynslan hefur leitt i ljós að eftir 5. c4 — e6, 6. Rc3 — Rge7 standa menn svarts mjög vel til sóknar á miðborði. Whitehead kýs því aðra og óvenjulegri liðs- skipan) e5, 6. Ra3 — Rge7, 7. d3 0-0, 8. Rc4 — d6, 9. c3 — h6, 10. Rel — Be6,11. Re3 — f5! (Svartur hefur nú a.m.k. jafnað taflið) 12. Rd5 — Hb8, 13. a4 — Bf7, 14. f4 (Nauðsynlegur leikur, því að hvítur verður að stöðva frekari framrás svörtu miðborðsspeð- anna). Rxd5! (Rétt og mikilvæg ákvörðun. Svartur á mun hæg- ara um vik eftir uppskiptin) 15. exd5 — Re7, 16. Db3 — Kh7, 17. Be3 (Hótar 18. fxe5 og svartur yrði að taka aftur með biskup) Dc7, 18. Rc2 — a6, 19. fxe5? (Eftir þennan leik, er frumkvæðið greinilega i hönd- um svarts, því að hin hreyfan- legu miðborðspeð hans eru miklu áhrifameiri en frelsingi hvits á d linunni) dxe5. 20. Dc4 (Þessi og næsti leikur hvits gefa vel til kynna úrræða- leysi hans. 20. a5 var þó tæp- lega skárra, því að svartur leik- ur þá einfaldlega 20 ... g5 með sókn á kóngsvæng. Eftir 20. a5 er b5 hins vegar varhugavert, ekki vegna 21. axb6 e.p. — Hxb6, 22. Da3? — Rxd5, 23. Bxc5 — Hb3! heldur vegna 22. öryggið réð ferðinni hjá Jóni L. Arnasyni á heimsmcistara- móti unglinga. Da2! — Db7, 23. b4!) Hbc8, 21. Db3 — b6, 22. c4 (Hótar 23. a5, sem myndi riðla mjög svörtu peðastöðunni) Hb8, 23. Dc3 — a5, 24. Db3 — Rc8, 25. Ra3 — Be8, 26. Bd2 — Rd6 (Hinn mikli þýzki skák- fræðingur Aron Nimzowitsch hafði mikið dálæti á slikri stað- setningu riddara. E.t.v. hefur Jón lært eitthvað af honum) 27. Hael — Bd7, 28. Bc3 — Hbe8, 29. Dc2 — h5, 30. b3 — Dd8, 31. Db2 — Rf7, 32. Rb5? (Mistök sem léta svörtum róðurinn. Betra var 32. Rbl og reyna síð- an að koma riddaranum yfir á f3 þar sem hann á heima. Það sýnir vel skort Whiteheads á sjálfstrausti.í stöðunni, hversu mjög hann sækist eftir upp- skiptum) Bxb5, 33. axb5 — Bf6, 34. h3 — Kg7, 35. Bf3 — Hh8, 36. Dg2 — Rg5, 37. Bb2 — Dd7, 38. He2 — He7, 39. Hfel — Ilhe8, 40. Bcl — Kf7 (Hér fór skákin í bið. Bezta framhald hvits var 41. Bb2! og Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON ekki er ljóst hvernig svartur getur fært sér rýmri stöðu sína í nyt. Bandarikjamaðurinn eyddi hins vegar ekki miklum tima á biðleikinn og það þurfti ekk mikinn sálfræðing til þess að geta sér til um ákvörðun hans.) 41. Bxg5? (Hvítur vill létta á stöðu sinni, en þessi leik- ur hefur þveröfug áhrif. Þegar drottningar og hrókar eru enn á borðinu létta mislitir biskup- ar mjög undir með söknaraðil- anum) Bxg5, 42. d6!? (Hvítur gerir sér grein fyrir hversu al- varlegt ástandið er orðið. Ekki dugar honum að bíða átekta, því að svartur hefur algjörlega frjálsar hendur um hvernig hann hagar sókn sinni. Bezt er sennilega að hafa kónginn á d6!, drottninguna á f6 og hrók- ana á h8 og e7. Síðan leikur Framhald á bls. 19. Alviðrumálið: Formaður Landverndar gaf skýrslu ÞINGAÐ var I svokölluöu Al- viðrumáli á laugardaginn, en Friðgeir Björnsson borgardómari hefur verið settur dómari 1 mál- inu. Á laugardaginn gaf Hákon Guð- mundsson, formaður Landvernd- ar, skýrslu fyrir réttinum og 15. október verður næst þingað á Sel- fossi og mun þá væntanlega P:'ll Hallgrímsson sýslumaður Árnes- sýslu mæta fyrir réttinn og gefa skýrslu. Eins og áður hefur komið fram i fréttum Mbl., eru málavextir þeir, að Magnús Jóhannesson, fyrrum bóndi í Alviðru, höfðar málið til að rifta gjöf sinni á jörðinni Al- viðru til Landverndar og Árnes- sýslu á þeirri forsendu að gjaf- þegar hafi ekki farið eftir þeim kvöðum er gjöfinni fylgdu. Garð- ar Garðarsson lögmaður Magnús- ar kvaðst i gær ekkert geta tjáð sig um málið í fjölmiðlum að svo stöddu. Trilla sökk TRILLAN Sleipnir RE 83 sökk laust fyrir klukkan átta i gærmorgun um 10 milur út af Garðskaga. Vélbátur- inn Örvar BA 14 var meB Sleipni i togi og var ferBinni heitiB til Reykja- vikur. Enginn var um borB i trillunni þegar hún sökk mjög skyndilega. Skömmu áBur höfBu skipverjar á Örvari gáB um borB og var þá allt i stakasta lagi. Sleipnir var 5 tonna opin trilla. Hún var gerS út frá TálknafirBi i sumar. RENAULT KRISTIHN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 STOR - STÆRRI - STÆRSTUR REnnULT SEnDIBÍLHR Hvort sem flutningsþörfin er lítil eða mikil þá er hægt að fá Renault sendiferðabíl sem hæfir þörfinni. Við getum útvegað sendiferðabíla með burðarþoli frá 420 kg til 1000 kg. Renault sendiferðabílar eru á mjög hagstæðu verði og rekstrarkostnaður er í lágmarki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.