Morgunblaðið - 28.09.1977, Síða 15

Morgunblaðið - 28.09.1977, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1977 15 Kanada: Aðskilnaðarsinn- ar herða róðurinn Montreal 27. september. Reuter. Aðskilnaðarflokkurinn í Quebec í Kanada hefur nú hafið Sleppt úr gíslingu Reggio Calabria, Italíu 27. september Reuter. ÞRÍTUGUR ítalskur kaupsýslumaður sem rænt var fyrir 16 dög- um gekk í dag inn á lögreglustöð í Reggio og bar enn um hálsinn keðju, sem ræningjar hans höfðu hengt á hann. Var maðurinn, Salvatore Fazzari, ómeiddur. Ekki er vit- að hve hátt lausnar- gjald var greitt fyrir hann, en hann er 9. fórnarlamb mannræn- ingja á S-Italíu á undanförnum mánuð- um. 6 eru enn í haldi ræningja sinna. Meiðyrða- mál gegn óánægðum eiginmanni Detroit 27. september AP. SÉRKENNILEGT með- yrðamál er komið upp i Detroit í Bandaríkjunum. 24 ára gömul kona, sem fæddist á Sikiley á Italíu, hefur höfðað meiðyrðamál gegn eiginmanni sínum, Salvatore Ruffino, og krefst 1 milljónar dollara miskabóta fyrir að hann hafi sagt vinum sínum, að hún hefði ekki verið hreyn mey á brúðkaupsnóttina í júní sl. Segist frú Ruffino hafa vottorð frá heimilis- lækni sínum um að hún hafi verið óspjölluð er hún gekk í hjónabandið. Á Sikiley er það skilyrði fyrir hjónabandi að konan sé hrein mey. mikla áróðursherferð til að afla fylgis við áætiun sina um full- komið sjálfstæði frá Kanada. Rene Leveque, forsætisráðherra Quebec, lofaði í kosningabarátt- unni á sl. ári að halda atkvæða- greiðslu meðal íbúa Quebec um aðskilnað innan tveggja ára og hafa skoðanakannanir í fylkinu sýnt að meirihluti ibúanna hallast að stofnun sjálfstæðs rikis. 6 mill- jónir manna búa nú i Quebec og hafa þeir lagt um 1.2 milljónir dollara í sjóð til að standa straum af kostnaði við herferðina. Um 2000 manns munu starfa að þessu máli um allt fylkið. Kanadiska rikisstjórnin hefur undanfarið varið miklu fé til her- ferðar, þar sem hvatt er til eining- ar allra Kanadamanna, en ekki haft árangur sem erfiði. ERLENT, Góður gróði hjá Laker London 27. sept. AP. FYRSTA flugvél Laker Air- ways á leiðinni New York— London, lenti á Gatwickflug- velli í dag, fullsetin farþegum, eða 345 alls og sagði Freddie Laker kampakátur að hagnað- ur af fyrstu ferðinni hefði numið um 4 milljónum isl.' króna miðað við báðar leiðir, en 271 farþegi fór með vélinni frá London til New York. Um 60 manns höfðu um hádegis- bilið keypt miða í þotuna, sem fara átti aftur til New York í kvöld. Brezhnev samþykk- ir nýja stjómarskrá Moskvu 27. september AP. STJÖRNARSKRÁRNEFND Sovétríkjanna undir forsæti Leonids Brezhnevs, leiðtoga kommúnistaflokks landsins, samþykkti I dag drög að nýrri stjórnarskrá ásamt viðbótum og breytingartillögum, sem lagðar voru fram við 4 mánaða umræður um hana meðal allrar þjóðarinnar að sögn Tass-fréttastofunnar. Verður uppkastið lagt fyrir æðstaráð Sovétrikjanna 4. október til umf jöllunar og samþykktar. Að sögn Tass lagði Brezhnev Að sögn Tass hefur verið unnið áherzlu á að hver einasta tillaga að gerð nýrrar stjórnarskrár frá frá tugþúsundum borgar til um- bóta eða breytinga hefði verið grandskoðuð og hefðu sumar haft í för með sér verulegar breyting- ar til bóta. Uppkastið var fyrst birt 4. júní s.I. og á hin nýja stjórnarskrá að taka við af gömlu skránni, sem samin var á tímum Stalins 1936. Er stefnl að þvi að hún gangi í gildi 7. nóvember, á 60 ára afmæli byltingarinnar. því Nikita Khrushchev bar fram tillögu þess efnis árið 1959. Segja stjórnmálafréttaritarar að hin nýja stjórnarskrá eigi að verða minnisvarði um stjórnartið Brezhnevs. Sagt er, að fáar grund- vallar breytingar sé að finna, en þó er gert ráð fyrir varaforseta- embætti og að stjórnarskráin færi þjóðina nær fullkomnum kommúnisma. Eins og fram hefur komið af fréttum seldist uppstoppaður geirfugl nýlega á uppboði hjá Sothe- by’s í Lundúnum fyrir 4.200 sterlings- pund, eða sem svarar rúmlega einni og hálfri milljón ís- lenzkra króna. Geir- fuglinn er aldauða og eru því gersemar sem þessar orðnar næsta sjaldséðar. Sá er seldi geir- fuglinn var Durham- háskóli, en fuglinn hafði verið í eigu skólans allt frá árinu 1834. Kaupandi var Michael Pilkington kaupmaður í Lund- únum Frydenlund hjá S.Þ.: Algert vopnasölubann verði sett á S-Afríku Sameinuðu þjóðunum 27. september Reuter. KNUT Frydenlund utanríkisráð- herra Noregs hvatti í dag I ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna til að öryggisráðið sam- þykkti algert bann við vopnasölu til S-Afríku til að hafa áhrif á þáttamisréttisríkisstjórnirnar i suðurhluta Afríku. Lýsti Fryden- lund áhyggjum norsku stjórnar- innar vegna láts s-afríkanska blökkumannaleiðtogans Stevens Bikos i fangelsi þar í landi og skoraði á stjórn S-Afriku að leyfa rannsóknarnefnd frá 'alþjóða Rauða krossinum að koma til S- Afríku til að rannsaka málið. Sagði utanrikisráðherrann að hin tíðu dauðsföll i fangelsum S- Afriku gerðu ástandið á þessum slóðum enn alvarlegra. þróun mála þar. Sagði Fryden- lund að Norðmenn væru reiðu- búnir til að styðja viðskiptabann gegn S-Afríku. Hann sagði að minnihlutastjórnir hvítra manna í suðurhluta Afríku væru nú ein- angraðri en nokkru sinni áður og nauðsynlegt væri að auka þrýst- inginn á þær til að gera þeim Ijóst :ð taka verði tillit til ákvarðana S.Þ. Hann sagði að Norðurlöndin hefðu rætt sín á milli um hugsan- legar aðgerðir til að einangra kyn- Þota hrapaði Tókíó 27. september AP. BANDARÍSK Phantomorustu- þota hrapaði í dag i íbúðarhverfi skammt frá Tókíó. Flugmönnun- um tókst að skjóta sér út í fallhlif, en 9 manns særðust og 2 hús eyðilögðust, þar sem þotan skall til jarðar. Ekki er vitað um orsök slyssins. Ú gandamenn fá pólitískt hæli Dar Es Salam, Tanzaníu. 27. septembcr AP. 108 starfsmenn Uganda við A-Afríkubandalagið í Tanzaníu hafa beðizt hælis sem pólitískir flóttamenn að því er talsmenn Tanzaniustjórnar skýrðu frá i dag. Sögðu þeir að Ugandamennirnar hefðu beðizt hælis fyrir tveimur mánuðum, er skipun kom frá Amin forseta um að þeir skyldu allir snúa heim. A-Afríkusambandalagið sem var efnahagsbandalag Úganda, Tanzaníu og Kenya, hefur verið leyst upp vegna innbyrðis deilna aðildarþjóðanna. Sögðu talsmennirnir að Uganda- búum hefði verið veitt hæli og leyfi til að leita sér vinnu. Þyrftu þeir ekki að greiða húsaleigu í tvo mán- uði meðan þeir væru að finna sér ný störf. Hráolíuskattur felldur niður í öldungadendínni Washington 27. septem- ber Reuter. CARTER Bandaríkjafor- seti beið í dag verulegan hnekki í öldungadeildinni, er fjármálanefnd deildar- innar samþykkti með 10 atkvæðum gegn 6 að fella úr orkumálafrumvarpi hans ákvæði um 39 milljarða dollara skatt á hráolíu. Sagði Carter á fundi með fréttamönnum í Washington í dag, hags- munasamtök olíu- og gas- iðnaðarins stefndu leynt og ljóst að þvi að eyðileggja frumvarpið. Þessi skattur svo og tillaga um skatt á eyðslufreka bíla eru höfuð- þættir áætlunar Carters um að minnka olíunotkun með hærri sköttum. Sagði Carter að koma yrði i veg fyrir að hagsmunahópar stofnuðu framtíð Banda- ríkjanna í hættu. Fyrr á þessu ári sam- þykkti fulltrúadeildin frumvarp Carters nærri óbreytt, sem var talinn mikill sigur fyrir forset- ann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.