Morgunblaðið - 28.09.1977, Síða 22

Morgunblaðið - 28.09.1977, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1977 + Móðir okkar, INGIBJORG ÖGMUNDSDÓTTIR, fyrrverandi símastjóri, andaðist á Borgarspítalanum 26 september Guðrún Guðmundsdóttir, Ögmundur Haukur Guðmundsson. t Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, STEINGRÍMUR JÓNATANSSON, Skeiðarvogi 75, er lést í Landakotsspítala 26 september verður jarðsungmn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 30 september kl 1 3 30 Helga Guðmundsdóttir. Hildur Steingrímsdóttir, Jakob Steingrimsson, Karen Þorvaldsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓSKAR SIGUROSSON, frá Króki, Ölfusi, verður jarðsunginn frá Kotstrandarkirkju fimmtudaginn 29 september kl 2 Þorbjörg Hallmansdóttir, böm, tengdabörn og barnabörn t EINAR M. EINARSSON fyrrum skipherra verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 30 september kl 1 0 30 árdegis Vandamenn. Bálför ANDRÉSAR FERDINANDS LÚÐVÍKSSONAR, Höfsvallagötu 20, Reykjavik, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 29 september kl 10:30 Salbjörg Kr. Aradóttir, Anna Kjartansdóttir, Soffia Andrésdóttir, Dýrleif Andrésdóttir, Jóhann Helgason. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför — bálför — SIGURLÍNAR KRISTÍNAR DAVÍÐSDÓTTUR, frá Ásbúð, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir eru til forseta íslands. herra Kristjáni Eldjárn, færðar fyrir kærkomnar heimsóknir og tryggð við Sigurlinu allt hennar veikindaskeið Gæskurík forsjón blessi ykkur öll og varðveiti. Vandamenn. t Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, ÓSKARS GUÐMUNDSSONAR, Grænuhlíð 20. Fyrir mina hönd og annarra vandamanna, Magnea J. Magnúsdóttir. Hulda M. Indriðadótt- ir — Minningarorð Þegar við kveðjum kæra skóla- systur, þá fyrstu úr hópnum, sem flyst yfir landamærin miklu, þyrpast minningarnar fram i hugann og fer ekki hjá, að þær eru meira og minna tengdar henni. Haustdag einn mildan og fagran fyrir rúmum þremur ára- tugum mættum við væntanlegir nemendur í Húsmæðraskólanum að Laugalandi i Eyjafirði. Ætlun- in var að dvelja þar vetrarlangt, nema þar kvenleg fræði, hús- stjórn og heimilishald, vefnað og hannyrðir ásamt fleiru. Sumar höfðu yfirgefið æsku- heimili sin i fyrsta sinni og full- ljóst var, að eftirvænting ríkti og spurning um, hvað biði okkar. Skuggi styrjaldaráranna grúfði enn yfir, en sem titt er um ungt fólk litum við framtiðina björtum augum. Við komum viðs vegar að af landinu, höfðum alist upp við ólík skilyrði og misjöfn lífskjör og nú átti norðlensk sveit og norðlenskur vetur með fegurð sinni og reisn, hríðum og kulda að vera umgjörð lífs okkar þennan tíma. Smám saman hófust kynnin. A hefðbundinn hátt drógum við okkur saman í smá vinnuhópa og skiptum með okkur verkum. Það var spennandi að vita hverjar yrðu saman. Jú. þrjár urðum við í númer 4 í eldhúsi, til að byrja með, tveir norðlendingar og ein úr gróðursælli sunnlenskri sveit og var það Hulda. Hún hafði ekki kynnst norðlenskum vetri og vissi því ekki, hvernig hin ytri um- gjörð var. Strax urðum við þrjár mjög samrýndar og í gamni töldum við, að i okkar númer hefði valist bezt saman. I okkar litla samfélagi ríkti oft mikil kæti og græsku- laust gaman, Hulda átti sinn þátt i því. Kímni átti hún góða og enn í dag munum við skölasysturnar margar hnittnar setningar og at- hafnir hennar. Mér er mjög minnisstætt, hvernig hún gekk að öllum sinum verkum, ósérhlífin, velvirk og samviskusöm. Aldrei ætlaði hún öðrum að vinna þau verk, er hún taldi sig sjálfa eiga að ieysa af hendi. A miðjum vetri skiptum við um verksvið og kom þá enn betur i Ijós hver völundur Hulda var i höndunum. Hún vann muni sem + Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa. HARALDARBJÖRNSSONAR fyrrverandi aðalféhirðis Grettisgotu 90. Sérstakar þakkir til póstmanna, fyrrverandi skólasystkina og starfsfólks Grensásdeildar Borgarspítalans Sjöfn Haraldsdóttir, Ólafur Vilhjálmsson, Milly Haraldsdóttir, Ari Pálsson Auður Haraldsdóttir, og bamaböm. + Kveðjuathöfn um móður okkar SALÓME MARÍU EINARSDÓTTUR frá Rauðbarðaholti fer fram i Fossvogskirkju fimmtudaginn 29 september kl 3:00 e h Jarðsett verður frá Hvammi í Dölum lauqardaqinn 1. október kl. 2:00 e h Einar Kristmundsson, Guðlaug Kristmundsdóttir, Ingiríður Kristmundsdóttir, Eggert Kristmundsson. + Þökkum innilega hlýjar kveðjur og vinarhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður, afa og bróður, KRISTJÁNS MAGNÚSSONAR frá Borgarnesi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki deild 1 B Landakotsspítala fyrir frábæra umönnun og hjúkrun Ingibjörg Kristjánsdóttir. Haraldur Þórðarson, Unnur Guðmundsdóttir, S igþór Jóhannesson. Kristfn Jóhannesdóttir, Steinunn Magnúsdóttir. bera vitni um hreint listahand- bragð. Veturinn leið við nám og leik. Hin svokölluðu unglinga- vandamál þekktust ekki á þessum stað. Við virtum kennara okkar og urðum þeirra trausts og hand- leiðslu aðnjótandi. Eftir lærdöms- ríkan og ánægjulegan samveru- tima, urðu leiðir að skilja og vist er um það, að heldur var dapur- legur dagurinn, sem við skildum og kvöddum skólann okkar, en það heit, að halda kynnum áfram, höfum vió efnt. Hópurinn allur varð sem ein vináttukeðja, sem haldist heíur heil æ síðan. Hulda var sterkur hlekkur í þessari keðju. Hún stuðlaðí alltaf að samfundum okkar, sem orðnir voru æði margir þrátt fyrir búsetu viðs vegar um landið. Þegar Hulda var með okkur siðast var hún orðin alvarlega veik, en að vanda lét hún ekki á þvi bera. Hún vildi ekki, að sinir erfiðleikar skyggðu á gleði annarra. Já, þannig var hún. Hulda settist að í Reykjavik og vann lengi við saumaskap, lærði þar dömuklæðskeraiðn. Hún giftist Einari Kvaran og eign- uðust þau eina dóttur, Bryndísi, sem verið hefur móðursinni mjög kær og reynst henni hlý og nær- gætin erfiðan tíma. Þau hjón slitu samvistum eftir fárra ára sambúð. Sú ráðstöfun mun hafa verið Huldu viðkvæmt mál, sem hún ræddi ekki við aðra. Hún bjó sér og dóttur sinni yndislegt heimili og um tima vann hún heima að iðn sinni. A þann hátt hugði hún þær. mæðgur dvelja meira saman. Ekki urðu stór fjár- hagsleg uppgrip af starfi hennar þá, til þess var Hulda of greiðug og gestrisin. Seinustu árin vann hún í kápuverzlun og reyndist þar góður starfskraftur. Hulda var dóttir hjónanna Theódóru Ásmundsdóttur og Indriða Guðmundssonar í Arnar- holti í Biskupstungum, sem bæði eru látin. Mjög kært var með' Huldu og systkinum hennar, einkum þó systrunum er bjuggu i grennd við þær mæðgur. Heimili þeirra stóðu þeim ávallt opin. Einnig hafa þær sýnt frábæra umhyggju og hjálpsemi i löngum og erfiðum veikindum hennar. Fyrir rúmlega tveim árum veiktist Hulda af ólæknandi sjúk- dómi. Síðan hefur hún að mestu dvalið á sjúkrahúsi. Hún hefur sýnt einstaka ró og stillingu þrátt raöauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar Bátar til sölu 6 — 7 — 10 — 1 1 — 30 — 38 — 46 — 51 — 53 — 55 — 65 — 85 — 87 — 90 — 120 — 230 —tn. Eínmg opmr bátar af ýmsum stærðum. Höfum sérstaklega verið beðnir að útvega 80 — 100 tonna stálbát og 200 — 300 tonna bát fyrir góða kaupendur. Aðalskípasalan, Vesturgötu 1 7. Simar 26560 og 28888. Heimasimi 51119. Vorboði sjálfstæðiskvennafélagið í Hafnarfirði heldur FLÓAMARKAÐ I sjálfstæðishúsinu laugardaginn 1. október kl. 3. Konur sem vilja gefa muni nýja sem gamla eru vinsamlegast beðnar að koma þeim í sjálfstæðishúsið miðvikudaginn 28. sept. milli kl. 3 — 7 eða hafa samband í síma 52797 og 501 52 ef óskað er eftir að munir verði sóttir. Fjáröflunarnefndin. Aðalfundur í Smáíbúða- Bústaða- og Fossvogshverfi. Aðalfundur félags Sjálfstæðismanna i Smáibúða- Bústaða- og Fossvogshverfi verður haldinn I Valhöll, Háaleitisbraut 1, þriðjudaginn 4. október og hefst kl. 20:30 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Magnús L. Sveinsson, borgarfulltrúi, form. atvinnumála- nefndar Reykjavikurborgar ræðir um atvinnumál í Reykjavík. Þriðjud. 4. okt. — Kl. 20:30 — Valhöll. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.