Morgunblaðið - 28.09.1977, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 28.09.1977, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1977 31 ARSENAL VILL KAUPA TREVOR FRANCIS AÐ sögn ensku blaðanna þykir nú margt benda til þess að senn verði af metsölu f ensku knatt- spyrnunni, en þau telja sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að Arsenal hafi boðið 500 þúsund pund f Birmingham-leikmanninn Trevor Francis. Segja þau jafn- framt, að þótt Birmingham megi alls ekki við því að missa þennan ágæta leikmann, geti félagið tæp- lega selt hann, ef svo há upphæð fæst fyrir hann. — Það eina, sem getur komið f veg fyrir þessa sölu, er að sir. Alf Ramsey, fram- kvæmdastjóri Birmingham, segi nei, og það er reyndar mögulegt að hann geri það, segja ensku blöðin. Þá er talið mjög Ifklegt að ef Arsenal fær ekki Francis keyptan muni liðið freista þess að fá Ray Wilkins frá Chelsea til sfn, en Ifklegt þykir að fyrir hann fáist nokkru minna verð en Francis. SINDRI VANN SMIÐJUBIKARINN URSLITALEIKURINN í Smiðju- bikarkeppninni svokölluðu fór fram á Melavellinum i gær. Vél- smiðjurnar Sindri og Héðinn léku til úrslita og sigraði Sindri 1:0 með marki Svavars Asmundsson- ar í s.h. Sindramenn unnu til bik- ars, sem gefinn var af Félagi járn- iðnaðarmanna. Arsenal hefur gengið nokkuð vel í upphafi keppnistimabilsins og telja forráðamenn félagsins að nú eigi liðið alla möguleika á að ná toppnum, en svo fremi sem unnt verði að fá einn eða tvo góða leikmenn til þess til viðbótar. Annars er áberandi hve litlar breytingar hafa orðið hjá Arsen- al-liðinu frá ári til árs. Þeir leik- menn sem koma til félagsins virð- ast halda mikilli tryggð við það. Þannig fór George Armstrong ný- lega frá Arsenal eftir 16 ára veru hjá félaginu. Var það Leicester sem keypti hann fyrir tiltölulega mjög lága upphæð. LEIKIÐ Á SKAGANUM I DAG í DAG fer fram á Akranesi leikur IA og norska liðsins Brann frá Bergen i Evrópubikarkeppni bikarhafa. Er þetta fyrsti Evrópu- leikurinn sem fram fer á Akra- nesi, og er búizt við miklum fjölda áhorfenda á leikinn, enda eiga Akurnesingar allgóða sigurmögu- leika í leiknum. Þeir töpuðu fyrri leik sínum við Brann sem fram fór í Bergen á dögunum 0—1, og þurfa því að vinna með tveggja marka mun til þess að komast í aðra umferð Evrópukeppninnar. I dag munu verzlanir og nokkur fyrirtæki á Akranesi loka kl. 16.30, svo fólk komist á Evrópu- leikinn, Akraborg mun einnig fara sérstaka ferð vegna leiksins. Fer hún frá Reykjavík kl. 15.45 og til baka strax að leik loknum, en sú ferð hefur' ekki verið timasett nákvæmlega, þar sem mögulegt er að framlengja þurfi leiknum á Akranesi. I tilefni Evrópubikarleiksins hefur aðstaðan á Akranesvellin- Skólamót í knattspyrnu STJÓRN Knattspyrnusambands lslands hefur ákveðið, að skóla- mót framhaldsskóla I knatt- spyrnu 1977 fari fram I október n.k. Skólar þeir sem hyggjast taka þátt I mótinu eru beðnir að senda þátttökutilkynningar til skrifstofu KSl, pósthólf 1011, Reykjavfk, ásamt þátttökugjaldi sem er kr. 10.000.00 fyrir 1. októ- ber n.k. Hjónin Dana og Emil Zatopek með Olympíugull sín á Helsinkileikvangnum. f baksýn má sjá mynd af Zatopek, tekin á þeim tíma er hann var kallaður „tékkneska eimreiðin“. ZATOPEK TEKINN I SATT TÉKKNESK yfirvöld hafa nú tek- ið hlaupakónginn Emil Zatopek og Dönu, konu hans, í sátt, og hefur Zatopek meira að segja fengið fararleyfi úr landi f Tékkóslóvakfu. Hélt hann upp á þetta með þvf að fara í heimsókn til Finnlands, þar sem hann hélt nýlega upp á 55. afmælisdag sinn. Þótti engum mikið þótt Zatopek kysi að fara til Helsinki, en á Olympíuleikvanginum þar vann hann frækilegustu fþróttaafrek sfn, er hann sigraði f 5000 og 10.000 metra hlaupi á Olympíu- leikunum 1952. Zatopek var orðinn liðsforingi í tékkneska hernum og hafði með iþróttaþjálfum hermanna að gera, er Sovétmenn gerðu innrásinu 1968. Zatopek fylgdi Alexander Dubcek að málum, og eftir innrás- ina hvarf hann um tima og var jafnvel talið að hann hefði verið tekinn af lifi. En svo reyndist þó ekki vera. Zatopek hafði verið sendur í vinnubúðir fjarri heimili sínu og Dana, kona hans, var und- ir ströngu eftirliti. Eftir rösk þrjú ár, fékk Zatopek að flytja aftur til Prag og fékk þá stöðu sem aðstoð- armaður á iþróttabókasafni. I byrjun september fékk han svo tilkunningu frá stjórnvöldum um stöðuhækkun og jafnframt að hann hefði ferðafrelsi. Er talið að tékknesk stjórnvöld hafi verið orðin þreytt á eilifum umsóknum blaðamanna og ljósmyndara, að fá að hitta Zatopek að máli, og talið um verið bætt til muna, m.a. er búið að girða völlinn af, og koma upp aðstöðu fyrir fréttamenn, en slíkt er skilyrði fyrir þvi að Evrópuleikur geti farið fram á vellinum. Jón Alfreðsson — fyrirliði Skagamanna tekur við fs- iandsbikarnum. f dag fæst skorið úr því hvort Jóni tekst að leiða lið sitt til sigurs yfir norsku bikar- meisturunum og hvort ‘Skagamenn komast f aðra umferð keppninnar. GOTT HLAUP JUANTORENA KÚBUMAÐURINN Alberto Juantor- ena náði nýlega bezta árangrinum I 400 metra hlaupi sem náöst hefur ! heiminum á þessu keppnistimabili, er hann hljóp á 44.65 sek. á móti sem fram fór I Havana. Sigraði Juantorena einnig I 800 metra hlaupi á móti þessu. hljóp á 1:45.9 m!n. Á sama móti náði svo Silvio Leonard frábærum tima ! 100 metra hlaupi, hljóp á 10.03 sek. Valentin Dmitrenko frá Sovétrikjunum kast- aSi sleggju 76.22 metra og Pólverj- inn Mariusz Klimszyk náSi sinum bezta árangri ! stangarstökki, stökk 5,33 metra. þann kost skástan, að veita hon- um meira frelsi. Zatopek var mjög vel tekið er hann kom til Helsinki, og varð það hans fyrsta verk þar að heim- sækja Ölympiuleikvanginn, þar sem hann skokkaði einn hring. Dana Zatopekova afþakkaði hins vegar boð um að fá lánað spjót, en Dana á einnig góðar minningar frá Helsinkileikunum 1952, en þar vann hún gullverðlaun í spjót- kasti. — Það var þó einna ánægjuleg- ast við Finnlandsförina, sagði Zatopek, — að formaður finnska frjálsiþróttasambandsins hélt okkur myndarlegt boð og rifjaði upp „gömlu, góðu dagana". LIÐ BRANN BRANN LIOIÐ frá Bergen er eitt þekktasta knattspyrnulið Noregs slðustu tvo áratugina. Blómaskeið félagsins var upp úr 1960. en það sigraði I 1. deild árin 1961 og 1962. Undanfarin 3—4 ár hefur félagið staðið sig mjög vel. sigraði i bikarkeppninni i fyrra og hlotið 2.—4. sætið I 1. deild. Þjálfari Brann nú er Englendingurinn Bill Elliot. Á sfnum yngri árum var hann leikmaður með Burnley og Sunderland og lék m.a. 19 landsleiki fyrir England. Lið Brann ! leiknum á Akranesi verður þannig skipað: MARKVÖROUR: Jan Knudsen. 23 ára. Hefur leikið með Brann frá 1974. VARNARMENN: Tore Nordtvedt, 33 ára. Hefur leikið nær 500 leiki með Brann, eða fleiri en nokkur annar leikmaður I sögu Brann. Helge Karlsen, 29 ára. Hefur verið fastur leikmaður t norska landsliðinu undanfarin ár og er með 27 landsleiki að baki. Lék gegn íslandi á Laugardalsvelli 30. júni s.l. Per Egill Pedersen. 24 ára. Hefur leikið með Brann i fjögur ár. Atle Bilsback. 30 ára. Hefur leikið yfir 200 leiki fyrir Brann. Robert Hirsch, 20 ára. Byrjaði að leika með drengjaliðum Brann 8—9 ára gamalt. MIÐVALLARLEIKMENN: Rune Pedersen, 25 ára. Mjög harður og fljótur leikmaður. Hefur leikið með aðalliði Brann frá 1972. Egil Austbö. 30 ára. Fyrirliði Brann á leikvelli. Hefur leikið 3 landsleiki. Atle Hellesö, 29 ára. Hefur leikið með Brann frá 7 ára aldri. Neil Macleod, 24 ára, Skoti Hefur leikið með Brann i þrjú ár. Lék eitt ár með Southampton og tvö ár með franska liðinu Rouen. FRAMHERJAR: Frode Larsen. 28 ára. Mjög skemmtilegur leikmaður sem á það til að spila aðstæðingana upp úr skónum. Uppáhald stuðningsmanna Brann. Hefur 7 landsleiki að baki. Björn Tronstad. 20 ára. Mjög marksækinn og leikinn með 3 landsleiki að baki. Steinar Aase. 22 ára. Aðalmark- skorari Brann. Hefur leikið einn landsleik fyrir Noreg. Það var hann sem skoraði sigurmark Brann í fyrri leiknum við Akranes. Ingvald Huseklepp. 27 ára. Traustur leikmaður. sem verið hefur töluvert frá vegna meiðsla. en hefur nú náð sér og er talinn styrkja Brannliðið verulega. -- LIÐ AKRANESS ENDANLEG skipun ÍA liðsins hefur ekki verið tilkynnt, en liklegt er að eftirtaldir leikmenn leiki Evrópuleikinn á Akranesi á morgun: MARKVÖRÐUR: Jón Þorbjömsson. 19 ára stúdent. Hefur leikið 26 leiki með ÍA og unglingalandsleiki. VARNARMENN: Björn Lárusson. 32 ára skrifstofumaður Hefur leikið 302 leiki með meistaraflokki ÍA. eða fleiri en nokkur annar. Hefur leikið 10 lands- leiki. 2 leiki með landsliði undir 23 ára og 2 B-landsleiki. Hefur skorað 75 mörk fyrir ÍA. Guðjón Þórðarson. 22 ára nemandi I rafvirkjun. Hefur leikið 114 leiki og skorað I þeim 1 mark. Guðjón lék 7 unglingalandsleiki. Jón Askelsson, 20 ára nemandi. Hefur leikið 28 leiki með ÍA og er mjög vaxandi knattspymumaður. Jón Gunnlaugs- son. 27 ára forstóðumaður Á 218 leiki með ÍA og hefur skorað ! þeim 27 mörk. Jón hefur leikið 5 landsleiki Jóhannes Guðjónsson, 26 ára nemandi ! endurskoðun. Lék fyrst með meistaraflokki árið 1968 og hefur leikið 114 leiki. Sigurður Halldórsson, 20 ára trésmlðanemi Hefur leikið 16 leiki með meistaraflokki og 2 unglingalandsleiki. MIOVALLARLEIKMENN: Andrés Ólafsson. 26 ára bankagjaldkeri. Hefur leikið 114 leiki og skorað 18 mörk. Ámi Sveinsson. 21 árs, trésmfðanemi. Hefur feikið 98 leiki með ÍA og skorað f þeim 19 mörk. Ámi hefur leikið 13 landsleiki. Jón Alfreðsson. 27 ára verkamaður. fyrirliði ÍA. Hefur leikið 252 leiki og skorað 26 mörk. Jón hefur leikið 4 landsleiki. Karl Þórðarson, 22 ára rafvirki. Hefur leikið 143 leiki og skorað 22 mörk Hann hefur leikið einn landsleik og einnig leikið ! Islenzka. unglinga landsliðinu. Petur Pétursson, 18 ára verkamaður. Hefur leikið 55 leiki með meistaraflokki og skorað 22 mörk. Varð markakóngur síðasta íslandsmóts. Hörður Jóhannesson. 23 ára nemandi I rennismlði. Hefur leikið 119 leiki með ÍA og skorað 19 mörk. Hefur einnig leikið unglingalandsleiki. Kristinn Bjómsson, 22 ára stúdent. Hefur leikið 24 leiki með ÍA og skorað 8 mörk. Hann á 2 landsleiki að baki og hefur einnig verið ! unglingalandsliði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.