Morgunblaðið - 11.10.1977, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÖBER 1977
Unnar kjötvör-
ur hækka í dag
UNNAR kiötvörur hækka í dag
og er hækkunin á bilinu 18,4%
(vínarpylsur) til 29,8% (kinda-
kæfa).
Kilóið af vínarpylsum í smásölu
hækkar úr 903 krónum i 1069,
sem eru 18,4%, kindaltjúxu
hækka úr 908 krónum í 1111 krón-
ur. sem eru 22,4% hækkun, kjöt-
fars hækkar úr 503 krónum i 622,
sem er 23,7%, og kílóið af kinda-
kæfu hækkar úr 1182 krónum í
1534, sem er 29,8% hækkun.
Alegg hækkar svo í samræmi við
framantalið.
Þessar hækkanir eru samþykkt-
ar í framhaldi af nýju verði á
landbúnaðarafurðum.
Ríkið gekk of
skammt miðað
við sáttatillöguna
ségir Kristján Thorlacius formaður BSRB
„ÞAÐ VERÐUR verkfall á mið-
nætti" sagði Kristján Thorlati-
us, formaður BSRB, í samtali
við IMhl í gær, er útséð var að
slitnað hefði upp úr samninga-
viðræðum ríkisvaldsins og
opinherra starfsmanna. „Það
slitnar upp úr vegna þess, að
fuiltrúar rfkisvaldsins hafa
gengið allt of skammt í kaup-
hækkunartilhoðum. Þeir hafa
hoðið 2 til 3% hækkun á ári frá
sáttatillögunni, sem var kol-
felld. A sama tíma höfum við
slakað til, sem nemur 10 (il
12%.
„Þetta er ástæðan', sagði
Kristján, en hann bætti því við
að hann vonaðist til að viðræð-
ur hæfust aftur næstu daga,
þegar menn „hafa áttað sig á
stöðunni," eins og hann komst
að orði. „Það virðist þvi miður
vera mjög sjaldgæft i þessu
landi, að fulltrúar atvinnurek-
enda verði viðræðuhæfir, fyrr
en til verkfalls er komið. Það
vírðist ekki vera nein undan-
tekning, þegar rikisvaldið er
annars vegar og þetta sannast
hér eins og svo oft áður."
Frá sáttafundi í gær, er upp úr slitnaði milli ríkisvaldsins og BSRB. Vinstra megin er
samninganefnd ríkisins, en hægra megin samninganefnd BSRB. Við borðendann
situr sáttanefnd ríkisins.
Bjarnarflaginu hætt, en eld-
gos líklegast við Leirhnúk
Útlit fyrir góðan árangur
úr borholunni við Urriðavatn
ÚTLIT er fyrir góðan
árangur við borun eftir
heitu vatni við Urriðavatn,
norðan Egilsstaða. Hefur
borinn Narfi verið þar að
undanförnu og er búinn að
bora 1600 metra djúpa
holu. Er verið að prufu-
dæla og rannsaka holuna,
en útlit er fyrir að holan
gefi 5—10 sekúndulítra af
um 70 gráðu heitu vatni.
Frá Urriðavatni verður
Narfi fluttur norður í
Eyjafjöró, þar sem borað
verður í eldri holur og gert
við fóðringar.
— BJARNARFLAGINU er að
sjálfsögðu hætt, en verði eldgos á
umbrotasvæðinu fyrir norðan,
álítum við að hættan sé mest ná-
lægt Leirhnúk eins og í fyrri
hrinum á svæðinu, sagði Axel
Björnsson, jarðeðlisfræðingur
hjá Orkustofnun, í gær. Sagði Ax-
el að fljótlega mætti búast við að
til tíðinda drægi nyrðra og í
næstu viku yrði trúlega sett stöð-
ug vakt á skjálftamæla í Reyni-
hlið. Aðspurður um þá miklu
hveravirkni og gufustreymi, sem
nú væri í Bjarnarflagi sagðist
hann álfta að það væri hein afleið-
ing síðustu umhrota f Bjarnar-
flagi, en benti ekki til þess að
nýrra atburða og jafnvel eldgoss
væri að vænta 1 Bjarnarflagi
næstu daga.
Sagði Axel Björnsson að virkn-
in i Bjarnarflagi þessa dagana
væri bein afleiðíng þess kviku-
streymis, sem varð inn á svæðið í
gosinu í Leirhnúk 8. september.
Þá hefði kvikan komist undir
jarðhítasvæðið í Bjarnarflagi og
hraun reyndar komið upp um
eina borholuna þar. Jafnframt
hefði allt Bjarnarflagssvæðið
gliðnað um rúman metra, nýjar
spurngur myndast og eldri stækk-
að. Þessar sprungumyndanir og
aukinn hiti undir svæðingu hefðu
valdið því að vatn ætti nú greiðari
leið um efri jarðlög, gufan hitaði
grunnvatnið og streymdi upp á
yfirborðið.
— Við vitum að vegna svona
gufuútstreymis hafa myndast litl-
ir sprengihverir í Leirhnúk, bæði
i gosinu 1975 og i ágústmánuði
síðastliðnum, sagði Axel Björns-
son. — Svipað gerðist einnig við
Framhald á bls. 26
Rækjuvinnsla
hafin á Bfldudal
Bíldudal, 11. okt.
RÆKJUVERTlÐ hófst laugar-
daginn 8. þ.m. og munu 8 bátar
stunda veiðarnar og aflinn verður
unninn hjá Rækjuveri h.f. eins og
að undanförnu. Aðalfundur
Rækjuvers h.f. var haldinn 24.
f.m. og var þar samþykkt að gefa
út jöfnunarhlutabréf þannig að
hlutafé félagsins hækkar úr 2.7
Hvað stöðvast í verkfall-
inu og hveriir vinna áfram?
KJARADEILUNEFND úr
skurðaði i síðustu viku að al-
menn löggæzla yrði nær
óbreytt kæmi til verkfalls
BSRB og sömuleiðis yrði litlu
breytt í starfi hjúkrunarfólks.
Flestir aðrir þætlir opinberrar
starfseini dragast hins vegar
verulega saman og vmsar
stofnanir loka alveg. Skulu þar
fyrst nefndir grunnskólar á
öllu landinu, en einnig loka
ýmsar aðrar menntastofnanir
vegna verkfalla starfsmanna
Aðeins 14 lögreglumenn, sem
vinna að sektainnheimtu, út-
gáfu skilríkja og leyfa og vörslu
á óskilamunum fara i verkfall.
Kjaradeilunefnd mat stöðuna í
málefnum sjúkrahúsa þannig
að ekki væri verjandi að starfs-
fólk sjúkrahúsa færi í verkfall.
í gær var hins vegar ákveðið að
hjúkrunarnemar, sem starfa á
sjúkrahúsum ynnu ekki í verk-
fallinu, og hefur það veruleg
áhrif á starfsemi þessara
stofnana. Heilsugæzlustöðvar
munu starfa áfram i verkfall-
inu.
A öðrum stað á •siðurmi er
greint frá starfsemi tollvarða
meðan á verkfalli ste.-dur.
Sjónvarp verður -kkert í
verkfallinu og útvarp aðeins á
veðurfréttatímum, en þá verða
einnig lesnar tilkynningar
varðandi öryggisvörzlu og
heilsugæzlu. Starfsemi Al-
mannavarna verður óskert óg
Landhelgisgæzlan starfar
áfram samkvæmt sérstökum
lögum.
Póstafgreiðsla stöðvast með
öllu, en simi verður opinn með-
an sjálfvirku stöðvarnar ekki
bila. Komi til bilana verður
gert við þar sem neyðar- eða
heilbrigðisástand gerir kröfu
til að sími sé í lagi. Handvirkar
stöðvar verða með vakt til að
sjá um öryggis- og neyóarþjón-
Neyðarsendingar og tollfrjáls
vamingur hljóta afgreiðslu
í VERKFALLI BSRB verður
aðeins lágmarksstarfslið við
störf. Neyðarsendingar verða
afgreiddar og sömuleiðis fá
áhafnir og farþegar skipa og
flugvéla afgreiðslu á tollfrjáls-
um varningi. Tollskyldur varn-
ingur verður innsiglaður, svo
og farmur fara. Utlendinga-
eftirlit út úr landinu mun
stöðvast, en hins vegar verður
eftirlit með því hverjir fara í
land.
1 fréttatilkynningu frá Flug-
leiðum, segir að „áætlunarflug
til og frá íslandi muni falla
niður meðan á verkfallsaðgerð-
um stendur." Voru flognar
margar aukaferðir í gær með
ferðamenn, innlenda sem er-
lenda, sem ætluðu til útlanda
næstu daga.
Segir ennfremur í fréttatil-
kynningunni að unnt verði að
öllum líkindum á halda uppi
innanlandsflugi að hlutatil.
ustu. Lágmarksfjöldi mun
starfa við rafmagns-, hita- og
vatnsveitur til að halda orku-
verum og dretfikerfum gang-
andi.
Dvalarheimili, barnaheimili
og önnur vistheimili, sem starfa
allan sólarhringinn starfa
áfram, en starfsmenn BSRB við
leikskóla og barnadagheimili
mun leggja niður störf. Þýðir
það að þessi heimili loka meðan
á verkfalli stendur, nema þau
séu í tengslum við stofnanir,
sem eru í sambandi við t.d.
sjúkrahús.
Rikisstofnanir og fyrirtæki á
vegutn sveitarfélaga hætta flest
eóa draga verulega úr starfsemi
sinni i verkfallinu. Þó munu
yfirmenn þessara fyrirtækja
vinna áfram, eins og lög mæla
fyrir um. Má í þessu sambandi
nefna skattstofur, gjahlheimt-
una í Reykjavík og Trygginga-
stofnun ríkisins. Starfsmenn
forsætis-, utanríkis- og launa-
deildar forsætisráðuneytis
mega ekki fara í verkfall lögum
Framhald á bls. 26
millj.kr. í 9.9 millj.kr. Ohætt er
að segja að rekstur félagsins sem
stofnað var 1970, hafi gengið all-
þokkalega, þrátt fyrir að félagið
hafi ekki fengið þá fyrirgreiðslu
frá opinberum sjóðum, sem eðli-
Iegt mætti teljast til að byggja
fyrirtækið upp sem skyldi. Fyrir-
tækið stofnuðu nokkrir smábáta-
eigendur með aðstoð nokkurra
einstaklinga bæði héðan og úr
Reykjavík. Vegna þess að ekki
hefur verið hægt að byggja félag-
ið upp sem skyldi hafa smábátar
orðið að landa afla sinum, þ.e.
bolfiskafla, t.d. 1 Patreksfirði,
Tálknafirði og Súgandafirði, und-
anfarin tvö sumur, vegna þess
hve illa hefur gengið að fá greitt
hráefni hjá frystihúsinu.
Slátrun sauðfjár hófst 12. sept.
Framhald á bls. 26
Sökk við
bryggju á
Eskifirði
Eskifirði 10. októbér.
AÐFARARNOTT sunnudags
vildi það óhapp til að vélbáturinn
Þorsteinn sökk við bryggju hér i
höfninni. Þorsteinn er um 20
lesta bátur. Var báturinn mann-
laus þegar óhappið átti sér stað. 1
gær var unnið við að ná bátnum
upp og gekk það vel, en vélskipið
Sæljón og kranabíll úr landi,
ásamt Guðmundi Kristinssyni!
kafara, náðu bátnum upp. Ekki
var fullljóst i dag um ástæður
fyrir þvi að báturinn sökk, en
líklegt talið að sjór hafi sogazt inn
um lensleiðslu bátsins. Eigendur
Þorsteins eru Rafn Helgason og
Snorri Jónsson á Eskifirði.
— Ævar.