Morgunblaðið - 11.10.1977, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.10.1977, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1977 19 KÖRFUKNATTLEIKURINN Spennandi keppnistíma- bil er nú framundan Miklar mannabreytingar inn- an liða 1. deildar einkenna upp- haf körfuknattleiksvertíðar. Aldrei fyrr hafa jafnmiklar sviptingar verið innan körfu- knattleiksins. Fimm lið hafa fengið til liðs við sig erlenda leikmenn auk þess sem fjöl- margir íslenskir leikmenn hafa skipt um félög I haust. Virðist sem þessar breytingar hafi komið verst niður á Islands- meisturum IR og liði Ármanns. Hins vegar hafa önnur iið styrkst til muna og gætu nú lið eins og t.d. Valur og ÍS blandað sér alvarlega í baráttuna um bikara vetrarins. En hvað sem öllum vangaveltum líður. þá er víst að hart verður barist því að mikið er í húfi. Sex efstu lið 1. deildar í vor munu skipa úr- valsdeild næsta vetur. Þetta ný- mæli eflir vonandi áhuga fólks á körfuknattleik og stuðlar þar með að framförum hans hér á landi. Körfuboltinn má ekki láta sitt eftir liggja þegar aðrar íþróttagreinar eru í stöðugri framför. Við skulum nú huga nánar að þeim liðum, sem skipa 1. deild í vetur. Ármann: Eins og áður sagði hafa félagaskipti leikmanna bitnað verulega á Armenning- um. Við það að missa Jón Sig- urðsson í KR og þá Simon Ólafsson og Björn Magnússon í Fram standa þeir greinilega mun verr að vígi en síðasta keppnistimabil. Að vísu mun Bandarikjamaðurinn Mike Wood þjálfa liðið og leika með þvi og Birgir Örn Birgis hefur ákveðið að bæta enn einu keppnistímabili við langan ferii sinn. Slíkt mun þó tæplega duga til þess að Ármenningar náí verðlaunasæti í ár. Fram: Framarar hafa misst tvo af sínum bestu leikmönnum frá því i fyrra. Guðmundur Böðvarsson er farinn til náms í Bandarikjunum og Helgi Valdi- marsson hefur lagt skóna á hill- .una, i bili a.m.k. Þá mun Jónas Ketilsson aðeins verða með lið- inu til áramóta. Tilkoma Simon- ar Ólafssonar og Björns Magnússonar ætti þó að bæta þetta tap upp að mestu. Hins vegar vantar þá tilfinnanlega góða bakverði og því vafasamt að þeir verði með i toppbarátt- unni, en geta þó reynst hverju liði skeinuhættir. ÍR: Islandsmeistarar ÍR mæta til leiks með nánast nýtt lið. Kolbeinn Kristinsson er genginn í ÍS og Jón Jörundsson farinn til náms í Þýskalandi. Þá hafa Kristinn Jörundsson, Þor- steinn Hallgrimsson, Agnar Friðriksson og Sigurður Gisla- son enn ekki hafið keppni, hvað sem siöar verður. Það er þó örlítil sárabót, að Erlendur Markússon hefur komið til liðs við sína fyrri félaga. Af þessu sést að IR-ingar eru varla lík- legir til stórafreka í vetur, þó að þeir hafi oft gert spár spek- inga að engu. ÍS: Liði stúdenta hefur bæst góður liðsauki þar sem eru Bandaríkjamaðurinn Dick Dun- bar og ÍR-ingurinn Kolbeinn Kristinsson og ættu þeir að verða liðinu mikill styrkur. Kannski að þessi liðsstyrkur verði sá herslumunur, sem stúdenta hefur vantað til þess að vinna til verðlauna. Má fast- lega búast við því að lið ÍS komi sterkt til leiks i vetur og gömlu jöxlunum í liðinu finnst vafa- laust kominn tími til að vinna mót. KR: Reykjavíkur- og bikar- meistarar KR hafa styrkt lið sitt mikið frá síðasta vetri. Bandaríkjamaðurinn Andrew Piazza mun þjálfa liðið og leika með því. Það sem mesta athygli vekur eru þó félagaskipti Jóns Sigurðssonar úr Árinanni í KR, Jón Sigurðsson og Birgir Ö. Birgis, eftir sigur I Islandsmótinu í fyrra. Jón hefur nú gengið I KR, en Birgir áformar að bæta enn keppnistímabili við langan og viðburðaríkan feril sinn. Einn þeirra leikmanna sem ÍR verður án í vetur er Jón Jör- undsson, en hann stundar nú nám í Þýzkalandi. en þessi frábæri leikmaður á örugglega eftir að verða KR ómetanlegur styrkur. Auk þessa hefur Ágúst Líndal, einn besti leikmaður Breiðabliks i fyrra, gengið i raðir KR-inga. Má fullvíst telja, að KR-liðið verði ekki auðunnið í vetur. UMFN: Ungmennafélag Njarðvíkur er eina félagið i 1. deild. sem teflir fram öbreyttu liði frá síðasta keppnistimabili. Barátta þeirra fyrir sigri i íslandsmóti og bikarkeppni hefur enn ekki borið árangur, en í fyrra höfnuðu þeir i 2. sæti í báðum þessum mótum. Ef að líkum lætur verða Njarðvíkingar því með sterkt lið í vetur eins og undanfarin ár. Valur: Valsmenn hafa á liðnum árum átt ágætu liði á að skipa. en ávallt vantað herslu- muninn til að vinna til verð- launa. Þeir hafa nú fengið til liðs við sig mjög sterkan leikmann, Rick Hockenos, og þjálfar hann einnig liðið. Hann hefur sýnt það i fyrstu leikjum Reykjavíkurmótsins að hann er liðinu mikill styrkur og gæti hann hugsanlega leitt það til sigurs í einhverju af mótum vetrarins. Að minnsta kosti má búast við, að þetta verði besta keppnistímabil Valsmanna frá upphafi. Þór: Þá er komið að nýliðun- um í 1. deild, Þór frá Akureyri. Um getu þeirra er lítið vitað, en trúlegt er, að þeir verði erfiðir heim að sækja, þött heldur sé óliklegt að Þórsarar blandi sér i toppbaráttuna í ár. Bandaríkja- maðurinn Mark Christensen mun þjálfa iiðið og leika með því, en auk þes hefur Þórsurum borist liðsauki að sunnan þar sem eru Jón B. Indriðason úr ÍS og Jóhannes Magnússon úr Val. Ögerlegt er að spá um það hvaða lið hlýtur sæmdarheitið „besta körfuknattleikslið Íslands 1978“ þar sem styrk- leiki liðanna hefur sjaldan eða aldrei verið jafn óljós i upphafi keppnistimabils. Óhætt er því að búast við spennandi og skemmtiiegri keppni, bæði á toppi og botni, frá upphafi til enda. ÁG/GG. JON HJALTALIN í HÖRKUFORMI OG FLESTIR SPÁ LUGI TITLINUM SÆNSKA 1. deildar keppnin í handknattleik er nú aö fara í gang og spá því flestir að baráttan í vetur muni standa milli fjög- urra liða: IJrott, Hellas, Heim og Lugi, og eru greinilega margir á því að Lugi sé nú með sterkasta liðið, ekki sízt vegna íslendings- ins, Jóns Hjaltalíns Magnússonar, sem blöðin segja að aldrei hafi verið betri en um þessar mundir. Hefur Jön átt hvern leikinn öðr- um betri með Lugi-liöinu að und- anförnu, og lætur þjálfari liðsins, Bertil Ándersen, hafa það eftir sér, að það auki mjög á bjartsýni hans á að Lugi vinni meistaratitil- inn í ár að Jón Hjaltalín sé nú í mjög góðu formi — hafi ekki verið svo góður í nokkur ár, — við vitum hvað hann hefur að segja, þegar hann er í fullu fjöri, segir þjálfarinn. Lugi hefur leikið nokkra opin- bera leiki að undanförnu og hefur liðió verið mjög sigursælt. Eru blöðin sem fjallað hafa um leiki liðsins á einu máli um frammi- stöðu Jóns Hjaltalíns, sem bæði hefur skorað mikið af mörkum fyrir liðið og eins verið virkur í leik þess. Lugi tók t.d. þátt í meistaramóti Skánar í handknattleik og lék þar til úrslita við við Maimö FF’, sem löngum hefur verið í röð beztu sænsku handknattleiksliðanna. Urslitin urðu þau að Lugi sigraði með yfirburðum í leiknum, þó svo að hann færi fram á heimavelli Malmö 35—27, eftir að staðan hafði verið 14—12 í hálfleik. Réðu leikmenn Malmö ekkert við Jón Hjaltalin i þessum leik og- skoraði hann hvorki fleiri né færri en 10 mörk! Þá lék Lugi nýlega opinberan æfingaleik við sænska landsliðið og sigraói í honum 22—21, eftir að staðan hafði verið 14—10 i hálfleik. Þar var hið sama uppi á teningnum. Sænsku landsliðs- mönnunum gekk illa að hemja Jón Hjaltalin. Hann skoraði reyndar ekki nema 3 mörk, en var aðalógnvaldur Lugi-liðsins. Þá sigraði Lugi einnig i hinu svo- nefnda septembermóti. Lék liðið þar til úrslita við Viking og sigr- aði 21—20 (10—9). Í þeim leik var Jón Hjaltalín einn bezti maður vallarins ög skoraói hann 4 mörk. Þessi mynd var tekin af Jóni Hjaltalín I landsleik við Sovétmenn fyrir nokkrum árum. Þá olli hann slfkri skeifingu, að jafnan voru tveir menn um að gæta hans og tóku hann oft ómjúkum tökum, svo sem sjá má á myndinni. Gula spjaldið í handknattleiknum GULA spjaldið hefur nú haldið innreið sína í handknattleikinn og munu dómarar framvegis nota það, er þeir gefa leikmönnum áminningu. Nú geta leikmenn aðeins fengið eina áminningu i leik, og eru sendir út af við næsta brot og þá í 2 mínútur Þessar reglur tóku gildi í hand- knattleiknum frá og með 1. ágúst s.l. auk nokkurra annarra breytinga á handknattleiksreglunum. Hefur reglan um að unnt sé að visa leik- manni af velli í 5 minútur verið numin úr gildi, en unnt er að visa leikmanni út af i 2x2 mínútur. Við þriðja brot er leikmanni einnig vísað minútur og jafnframt er hann svo útilokaður frá leiknum. Aðrar breytingar sem gerðar voru eru flestar minniháttar. Má nefna að framvegis skal fyrirliði liða vera auðkenndur sérstaklega með armbindi, skiptisvæði við miðlínu er stækkað og betur á að fylgja eftir reglum um skiptingar leikmanna, þannig að leikmaður sem fer útaf verður skilyrðislaust að vera kominn út af vellinum áður en sá er inn á skal koma getur farið inn 'völlinn, en hingað til hafa dómarar oft séð í gegnum fingur, þótt leikmennirnir væru ef til vill andartak báðir inni á vellinum við skiptinguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.