Morgunblaðið - 11.10.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTOBER 1977
15
Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjavík:
Benedikt undirbýr
framboð í 1. sæti
Fjórir aðrir taka ákvörðun um miðja viku
„ÞAÐ stendur sem ég hef sagt í
þrjú ár að ég mun gefa kost á mér
í framboð í Reykjavik. Ég tel mið-
að við minar aðstæður að það sé
eðlilegt og undirbý að gefa kost á
mér í 1. sætið á prófkjörslista
Alþýðuflokksins fyrir næstu
Alþingiskosningar," sagði Bene-
dikt Gröndal alþingismaður og
formaður Alþýðuflokksins i sam-
tali við Mbl. í gærkvöldi. Eggert
G. Þorsteinsson alþingismaður
Bildudalur:
Frysti-
húsið lokað
vegna raf-
magns-
skulda
Bíldudal. II. október.
TÍÐAKFAK hefur verið með
ágætum það sem af er hausti.
Atvinnumálin hafa ekki verið
með sömu ágætum og tiðarfar-
ið. Til dæmis hefur frystihúsið
verið lokað frá mánaðamótum
ágúst-september. Var þá lokað
fyrir rafmagn og er svo enn
vegna skulda.
Bátar Fiskvinnslunnar, Haf-
rún og Steinanes, hafa legið
bundin við bryggju frá 20.
ágúst að undanskilinni einni
viku er undanþága fékkst frá
lífeyrissjóði Vestfjarða til þess
að róa og var afianum ekið til
Patreksfjarðar til vinnslu þar,
en Fiskvinnslan skuldar
milljónir í Lifeyrissjóð Vest-
fjarða. Nú hefur Lífeyris-
sjóðurinn veitt leyfi til þess að
skrá i einn mánuð til þess að
firra sig að þeim verði kennt
um stöðvun bátanna og at-
vinnuleysi þar af leiðandi. Það
verður að segja söguna eins og
hún er, að ekki er útlit fyrir að
úr rætist um sinn, þvi ef
bátarnir róa verður að flytja
fiskinn á Patreksfjörð þár sem
frystihúsið er lokað. — Páll.
kvaðst myndu tilkynna ákvörðun
sina í dag varðandi það i hvaða
sæti hann byði sig fram í próf-
kjörinu. Sigurður E. Guðmunds-
son kvaðst ákveðinn i að taka þátt
i prófkjörinu, en hann kvaðst
taka ákvörðun um miðja viku i
hvaða sæti hann byði sig fram.
Vilmundur Gylfason kvaðst ekki
vilja segja neitt um málið að svo
stöddu, en dr. Bragi Jósepsson
kvaðst eiga eftir að taka ákvörðun
um það hvort hann byði sig fram i
1. 2. og 3. sætið eða í 3. sætið, en
hann kvaðst hafa meðmælendur i
öll sætin. Bragi kvaðst styðja
Benedikt i 1. sæti, en hins vegar
kvaðst hann geta gefið kost á sér i
það þrátt fyrir það, en hann
kvaðst taka endanlega ákvörðun
eftir því hvað stuðningsmenn
hans legðu áherzlu á.
Ríkisskuldabréfin:
Um 100 milljónir
króna enn óseldar
Hilmar Helgason, hinn nýkjörni
formaður Samtaka áhugafólks
um áfengisvandamálið.
í LOK september s.l. var
boðin út viðbótarútgáfa af
spariskirteinum ríkissjóðs
í 2. flokki 1977, samtals að
fjárhæð um 600 millj.
króna. Áður höfðu verið
seld spariskírteini í þessum
flokki fyrir um 1100
milljónir króna.
Hilmar Helgason kosinn
formaður Samtaka áhuga-
fólks um áfengisvandamálið
IIILMAR Helgason verslunar-
maður var kosinn formaður Sam-
taka áhugafólks um áfengis-
Tveir menn slös-
uðust í Lækjargötu
TVEIR karlmenn slösuð-
ust lítillega I Lækjargöt-
unni aðfararnótt laugar-
dagsins er bifreið ók á þá,
þar sem þeir stóðu á gang-
stétt vestanvert við göt-
una.
Það var rétt upp úr klukkan tvö
að bifreið ók harkalega aftan á
aðra bifreið, sem var kyrrstæð á
Lækjargötunni. Fremri bifreiðin
hentist við höggið upp á gang-
stétt, lenti þar á stöðumæli, siðan
á mönnunum tveimur og loks
skall bifreiðin á veitingastaðnum
Kokkhúsið. Sem betur fer meidd-
ust mennirnir aðeins litilsháttar á
fótum og engin meiósl urðu á
fólki í bílunum. Aftur á móti eru
báðir bíiarnir stórskemmdir og
einnig urðu skemmdir á Kokkhús-
inu.
Bílstjórinn sem ök á var svo
ölvaður að ekki var einu sinni
mögulegt að taka af honum
skýrslu þá um nóttina og var
hann látinn sofa úr sér vimuna í
fangageymslum lögreglunnar.
o
INNLENT
Framsóknarmenn á Norðurlandi vestra:
Berjast sex
um fimm sætí?
„Ég hef ákveðið að gefa kost á
mér í skoðanakönnuninni, sem
frarn fer til fimm fyrstu sætanna
á lista Framsóknarflokksins í
Norðurlandskjördæmi vestra Við
næstu alþingiskosningar", sagði
Magnús Glafsson á Sveinsstöðum
i samtaii við Mbl. í gær. Guttorm-
ur Óskarsson, formaður kjör-
dæmisráðsins, sagði að engin
formleg tilkynning hefði borizt til
sín um þátttöku í skoðanakönnun-
inni, en þó mætti telja vist að
þingmennirnir, Ólafur Jóhannes-
son og Páll Pétursson, ætluðu að
taka þátt i henni. Bogi Sigur-
björnsson i Siglufirði sagði, að
það væri ákveðið, að hann gæfi
kost á sér og Stefán Guðmunds-
son á Sauðárkróki sagði að hann
væri ekki búinn að gera upp hug
sinn endanlega, en það væri búið
að skora á hann og meiri líkur
væru á því að hann færi í skoð-
anakönnunina en ekki. Guðrún
Benediktsdóttir á Hvammstanga
sagði að það hefði verið ákveðið á
fundi á laugardagskvöld að skora
á hana og gefa kost á sér, en hún
væri ekki búin að ákveða hvað
hún gerði i málinu.
Við siðustu kosningar skipuðu
fimm efstu sæti listans; Ólafur
Jóhánnesson, Páll Pétursson,
Guðrún Benediktsdöttir, Bogi
Sigurbjörnsson og Stefán
Guðmundsson.
Að sögn Stefáns
Þórarinssonar hjá Seðla-
bankanum hefur sala þess-
ara skírteina gengið mjög
vel. Sagði hann, að sam-
kvæmt lauslegri könnun
hjá söluaðilum mætti áætla
að þegar væri búið að selja
spariskírteini úr þessari
viðbótarútgáfu fyrir hátt á
fimmta hundrað milljóna
króna. Þannig að aðeins
liðlega 100 milljónir króna
væru eftir af þessum skír-
teinum.
vandumálið á framhaldsstofn-
fundi samtakanna um síðustu
helgi. Þá var kosin 36 manna aðal-
stjórn, sem sfðan kaus sér fimm
manna franikvæmdastjórn.
A fundinum voru lög samtak-
anna samþykkt og ákveðið var að
halda söfnun félaga áfram og þeir
sem gerast félagar fyrir 1. nóvem-
ber teljast stofnfélagar. Félags-
gjald var ákveðið 1000 krónur lág-
mark á fyrsta ári. Sæti í fram-
kvæmdastjórn eiga'auk Hilmars,
Hendrik Berndsen, Einar Sverris-
son, John Aikman og Björgólfur
Guðmundsson. Til vara voru kos-
in, Ingibjörg Björnsdóttir, Eyjólf-
ur Jónsson, Sveinsína Tryggva-
dóttir.
1 aðalstjórn voru m.a. kosn-
ir alþingismennirnir, Eggert G.
Þorsteinsson, Albert Guðmunds-
son og Pétur Sigurðsson.
Gulrófurnar
spruttu bezt
í september
Seljatungu, 10. október.
EINMUNA veðurblíða hefur ver-
ið hér um slóðir undanfarnar vik-
ur og muna menn varla annað
eins. Má nefna sem dæmi um veð-
urblíðuna, að gulrófnaspretta var
aldrei betri en i september og
þykir það óvenjulegt i meira lagi.
Sláturtið stendur nú sem hæst
og eru lömb í meðallagi væn. Upp-
skera garðávaxta hefur verið mis-
jöfn. Kartöfluuppskera varð lftil,
en gulrófnauppskera í meðallagi.
—Gunnar.
Leiðrétting
vegna rall-greinar
SÚ VILLA slæddist inn i grein
um nætur-rall bifreiðaiþrótta-
klúbbs að sagt var að vatnskassi
hefði endanlega gefið sig i Simca
bifreið þeirra Ómars og Jóns
Ragnarssonar. Það er ekki rétt að
vatnskassinn hafi gefið sig eða
eyðilagst, heldur þurftu þeir
bræður aðeins að bæta oft vatni á
kassann-. Við skoðun hefur ekkert
athugavert við kassann komið i
ljós, heldur virðist hafa vant-
aðvatn i upphafi ferðar og það
valdið þvi að bera varð ótt vatn i
hann.
ÞÉR TRYGGIÐ RÉTT LJÓSMAGN OG
GÓÐA LÝSINGU MED ÞVÍ AÐ VELJA
RÉTTA PERU
Engin ein pera getur fullnægt öllum kröfum yöar. Þess vegna
býöur OSRAM yöur fjölbreytt úrval af hvers konar perum, til þess
að þér getið valið rétta peru og þaö Ijósmagn sem þér þarfnist.
Peru-úrval OSRAM gerir yöur kleift aö velja rétta lýsingu.
OSRAM
vegna gæðanna