Morgunblaðið - 11.10.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.10.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1977 29 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Munið sérverzlunina með ódýran fatnað. Verðlistinn Laugarnesvegi 82, s. 31330. Garður Til sölu fokhelt einbýlishús. Skipti á 2ja —3ja herb. íbúð i Keflavík æskileg. Fasteigna- sala Vilhjálms, Vatnsnesvegi 20, Keflavík, sími 1263 og 2890. Myntir og peninga- seðlar til sölu. Sendið eftir ókeypis bæklingi. Möntstuen, Studie- stræde 47, DK—1455 Köbenhavn K, sími 01- 13- 21-11. Kápur til sölu í stærðum 36—50 ódýrar kápur í litlum númerum. Kápusaumastofan Dína, Mið- túni 78, simi 18481. Sandgerði til sölu 5 herb. efri hæð í tvibýlishúsi. Skipti á minni íbúð koma til greina. Keflavik til sölu nýleg 2ja herb. íbúð. Losnar fljótlega. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavik, simi 1420. Keflavík Til sölu raðhús við Faxabraut. 3ja herb. íbúðir óskast á söluskrá. Fasteignasala Vilhjálms Vatnsnesvegi 20, Keflavik, sími 1263 og 2890 íbúð i Kópavogi — Skipti Hef 3ja herb. íbúð i Kópavogi óska eftir skiptum á ibúð eða einbýlishúsi á Akranesi. Til- boð leggist inn á augld. Mbl. merkt: ..Skipti — 4146." Keflavík Til sölu byrjunarfram kvæmdir á raðhúsi i Heiða byggð. Hagstætt verð. Fasteignasalan Hafnargötu 27. Keflavik. Simi: 1420. Brotamálmur er fluttur að Ármúla 28, simi 37033. Kaupi allan brota- málm langhæsta verði. Stað- greiðsla. r\lKí 1.Y SIN«ASÍMINN EK: 22480 JRarfltmbTatiiti □ EDDA 5977101 1 7 — 1 K.F.U.K. AD. I kvöld kl. 8.30 verður kvöld- vaka sem Hlíðarstjórn ann- ast. Allar konur hjartanlega velkomnar. Kvenfélag Keflavíkur Fundur i Tjarnarlundi i kvöld kl. 8.30. Gestur frá Linunni kemur í heimsókn. Rætt um vetrarstarfið. Stjórnin. Félagið Anglia tilkynnir að n.k. fimmtudag 13. okt. kl. 8.30., verður kaffikvöld og myndasýning að Aragötu 1 4. Anglia-félagar fjölmennið. Stjórnin. Fíladelfía Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Alvin Watkins frá Bandaríkjunum. Kvenfélag Neskirkju Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 13. okt. kl. 8.30 í félagsheimil- inu. Venjuleg aðalfundar- störf. Skemmtiatriði og kaffi. Stjórnin. Þá vantar röskar hend- ur á Skóla- vörðuhæð Frá byggingarnefnd Hallgrfms- kirkju hefur blaðinu borist eftir- farandi: Hallgrímskirkju í Reykjavik berast stöðugt góðar gjafir. Öldruð kona í Reykjavík, sem ekki óskar eftir að láta nafns sins getið afhenti nýverið 100 þús. króna gjöf til kirkjubyggingar- innar í minningu látins eigin- manns „er hefði nú i sept. s.l. orðið 85 ára hefði líf hans enzt svo lengi“, eins og segir i bréfi með gjöfinni. Önnur kona í Keflavík sendi í sept. s.l. 100 þús. króna gjöf til kirkjunnar i minningu móður sinnar. Fjölmargar minni gjafir til kirkjunnar hafa verið að berast að unanförnu frá ónefnd- um gefendum víðsvegar. I kringum ártíðardag (dánar- dag) sr. Hallgríms Péturssonar, 27. okt. (nú ’77 er 303. ártiðar- dagur hans) hafa á síðari árum borist gjafir i vaxandi mæli víðsvegar að til kirkjúnnar á Skólavörðuhæð....til að flýta fyrir byggingunni”, eins og segir í bréfum með mörgum þessara gjafa. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að mótasmíði kúppulsins (hjálmsins) á kirkjukórnum, en hann verður steinsteyptur. Þessu verki hefur því miður seinkað nokkuð vegna veikinda kirkju- smiða. Vantar nú smið eða smiði að kirkjunni hið bráðasta til að ljúka kórbyggingunni. Einnig er nú unnið að því að múrhúða kór kirkjunnar að utan og vinna að því verki sömu menn og múrhúðuðu sjálfan kirkjuturn- inn að utan á sínum tima. Kirkju- kórinn tekur nú á sig hinn sama ljósa granit lit og er á turninum. Múrararnir vinna kappsamlega og leitast við að ljúka múrhúðun kórsins, áður en vetur og frost taka völdin hér á norðurhveli að þessu sinni. Sjálfboðaliðar sem handlanga vildu efnið til múraranna, gætu flýtt þessu verki mjög og er nú heitið á vim Hallgrimskirkju að gefa dagsverk á Skólavörðuhæð á næstu dögum meðan veður helst hagstætt. Hjálpumst að við að fullgera Hallgrímskirkju, margar hendur vinna létt verk. Reykjavik 6. okt. 1977 B.vggingarnefnd Hallgrímskirkju AtCI.VSINöASÍMINN Klt: ^>22480 J JRérjjunblatúb — Afmæli Sigurður Framhald af bls. 11. byggða. Ög það má segja um son hans, Sigurð, að eplið hafi ekki fallið langt frá eikinni, þvi að hann er lagtækur vel og vand- virkur i bezta lagi, þarf ekki annað en að lita i bókaskápinn hans til að sannfærast um, að hann er bókbindari í fyrsta flokki, þó að ekki hafi hann bréf upp á það. Þó að Sigurður Gunnarsson sé ekki i heiminn borinn fyrr en á öðrum áratug þessarar aldar, er hann sannur aldamótamaður í hefðbundinni merkingu þess orðs. Á unglingsárum mótaðist hann af hugsjónum ungmenna- félaganna, bindindis- og skáta- hreyfingunni, og þeim hugsjónum hefur hann svo sannarlega verið trúr til þessa dags. Það var i samræmi við þessar hugsjónir að hann valdi ævistarfið — gerðist kennari. Hann lauk kennaraprófi 1936 og varð fyrst kennari í Borgarnesi, siðan á Seyðisfirði, og þaðan kom hann til Húsavikur haustið 1940 "og varð þá skólastjóri við barna- skólann þar. Þá hófust kynni okkar, því að ég varð þetta sama haust kennari við skólann og und- ir stjórn Sigurðar. Þarna vorum við samstarfs- menn í 3 vetur, og á ég margar góðar minningar frá þeim árum. Það mun ekki hafa verið vanda- laust að verða eftirmaður hins góðkunna og virta skólastjóra, Benedikts Björnssonar. Og þarna fékk Sigurður með sér lítt vana kennara að einum undanskildum. Ef til vill hefur það þó að sumu leyti verið honum styrkur að hafa með sér litið mótaða menn, þvi auðvitað gat ekki hjá þvi farið að hann gerði ýmsar breytingar á skólastarfinu til samræmis við breytta tíma. Sigurður gekk að þessu með atorku og samvizku- semi og sparaói hvorki tíma né fyrirhöfn. Áður en hann geróist skólastjóri hafði hann nokkuð kynnzt svokallaðri starfrænni kennslu, en ávæningur slikrar kennsluaðferóar barst hingað til lands um þetta leyti einkum frá Svíþjóð m.a. með komu hins kunna, sænska kennara L. G. Sjöholm, sem kom hingað á fjórða áratugnum. Þegar eftir fyrsta kennsluvetur okkar á Húsavík út- vegaði Sigurður Aðalstein Sig- mundsson, kennara í Reykjavík, til þess að hafa námskeið með okkur Húsvíkingunum og nágrannakennurum í þessum kennsluaóferðum. Mér eru þessir 10 námskeiðsdagar i fersku minni. Þá var nú ekki dregið af sér, unnið frá morgni til kvölds og auðvitað kauplaust bæði af kennara og nemendum. Eftir þetta féll hinn starfræni þáttur kennslunnar aldrei niður í skóla Sigurðar Gunnarssonar. En hann átti eftir að kynna sér þessar kennsluaðferðir betur, er hann dvaldi við ýmsa skóla á Norður- löndum í starfsorlofi sínu og raunar oftar. Og hér á við að geta þess, að þegar hann hætti skóla- stjórn og kennslu á Húsavík árið 1960, eftir 20 ára starf þar, bauðst honum kennarastarf við æfinga- deild Kennaraskóla tslands. Telur hann sjálfur, að það hafi einkum verið vegna áhuga hans á þessum kennsluháttum og reynslu. Þar notaði hann auðvitað aðstöðu sína til þess að kynna verðandi kennurum sínar kennsluaðferðir, enda til þess ætlazt. En ekki nóg með það. Hann kom oft á námskeið víðs vegar út um land til þess að fræða um þessi efni. Sigurður er nú hættur kennslu, sagði starfinu lausu haustið 1976 en kenndi þó mikið s.l. vetur í forföllum. Nú mun hann ekki gera það. Hins vegar er hann ekki seztur í helgan stein. Enn er hann fullvinnandi og slær ekki slöku við fremur en fyrri daginn. Hann hefur nú tekið að sér að vinna við útgáfu nýs kennaratals, framhalds af hinu fyrra, þar sem Ólafur Þ. Kristjánsson verður rit- stjóri sem fyrr. Þetta mun verða mikið verk, og hygg ég Sigurð réttan mann í slíkt nákvæmnis- og þolinmæðisstarf. En þetta er ekki eina viðfangsefnið. Sigurður hefur alla tíð verið mikill félags- hyggjumaður og er enn virkur starfsmaður í mörgum félögum. I þágu bindindisstarfsins hefur hann varið miklum tíma og fyrir- höfn m.a. farið margar feróir um landið, enda stórgæzlumaður unglingastarfs I.O.G.T. um skeið. Hann hefur einnig oft verið sendur á fundi og ráðstefnur erlendis, þar sem bindindismál voru á dagskrá. Hann stofnaði og starfrækti öfluga barnastúku á Húsavikurárunum, og eftir að hann settist að i Reykjavík, stofn- aði hann barnastúku innan Lang- holtssafnaðar og veitti henni for- stöðu i 10 ár. Það yrði langur listi, ef greina ætti öll þau félög, sem Sigurður hefur verið skráður í og veitt liðsinni, en það eru eingöngu félög, sem stefna að menningu fólksins. Kirkjan hefur notið starfskrafta Sigurðar, hann hefur m.a. sungið í kirkjukórum bæði á Húsavik og við Langholtskirkju Ekkki get ég lokið þessari grein án þess að minnast á Sigurð Gunnarsson sem rithöfund. Hann hefur að vísu ekki frumsamið margar bækur, en hann er tvímælalaust afkastamesti barna- bókaþýðandi hér á landi. Lang- flestar bækurnar eru þýddar úr norsku, munu þær vera 46 að tölu og eftir 16 höfunda. Ur öðrum Norðurlandamálum hefur hann þýtt uni 20 bækur og eina (þá fyrstu) úr ensku. Flestar þessar bækur eru um 100 blaðsíður, en sumar meira. Auk barnabókanna hefur Sigurður þýtt kennslu- og leiðbeiningabækur, sumar einn en aðrar í samvinnu við annan. I mörg ár hefur hann ásamt tveim öðrum séð um efní i litla bók, sem Unglingaregla I.O.G.T. gefur út árlega og heitir Vorblómið. Leiðsögn í átthagafræói samdi hann ásamt undirrituðum, og mestan þátt hygg ég hann hafi átt í nýlega útkominni Handbók í bindindisfræðum. Ekki munu hér öll kurl komin til grafar, en þetta nægir til að gefa hugmynd um feikilega starfsorku mannsins. Við þetta má þó bæta því, sem öllum er kunnugt, að Sigurður hefur lesið sumt af bókum sínum í útvarp og raunar meira, þvi að hann á frumsamið barnaefni í handriti sem hann einnig hefur lesið nokkuð af. Mér er sannast að segja lítt skiljanlegt, hvernig þessi vinur minn hefur getað afkastað þessu öllu jafnhliða fullu starfi, sem hann aldrei hefur vanrækt. Sigurður Gunnarsson hefur átt þvi láni að fagna að vera heilsu- góður, en hann hefur ekki heldur gert sér leik að því að spilla heilsu sinni með neins konar óreglu. Þarna er nokkur skýring á vinnu- þreki hans og miklum afköstum. Ég hef aldrei heyrt hann kvarta undan vinnuálagi og minnist þess varla að hafa séð á honum þreytu- merki. Hann fer jafnan snemma á fætur (er aldrei timbraður) og sezt við vinnu, ef hann þarf ekki strax í skólann. Þangað fór hann oftast gangandi. Oft fer hann langar gönguferðir, jafnvel á fjöll upp. Þannig bætir hann sér upp seturnar við skrifborðið, sem stundum hljóta að vera nokkuð langar. Hann hefur aldrei eignazt bíl og er það ef til vill gæfa hans. En Siguröur er ekki aðeins mikill starfsmaður, hann er maður trúr, ráðvandur og traust- ur, og þessir eiginleikar gera hann vinfastan. Þá hlið hans þekki ég vel allt frá fyrstu kynnum. Eiginkona Sigurðar er Guðrún, dóttir hins þekkta skólamanns, Karls Finnbogasonar, skólastjóra á Seyðisfirði og konu hans, Vilhelminu Ingimundardóttur. Guðrún er kona gervileg, vel að sér og listræn. Þess vil ég geta hér, að hún átti sextugsafmæli á hvitasunnudag s.l. Eg mun ekki iiafa sent henni afmæliskveðju. enda þá farverandi. Ég nota því þetta tækifæri og sendi henni kærar kveðjur og þakkir fyrir löng og góð kynni. Þau Sigurður munu hafa kynnzt á Seyðisfirði en giftust ekki fyrr en sumarið 1941, er Sigurður var fluttur til Húsavíkur. Þau eiga þrjá syni: Karl, Gunnar og Vilhjálm. Þeir eru allir greindir menn og fjöl- hæfir. Ég læt nú lokið þessari afmælis- grein — vona að ekki sé margt úr lagi fært. Hitt veit ég vel að ýmis- legt fleira hefði mátt segja. En þetta eru ekki eftirmæli. Flest bendir til þess, að Sigurður eigi enn ógengin mörg ár ævi sinnar hér, og er þá ekki að efa, að eftirmælin vérða lengri en þetta spjall og skrifuð af öðrum en mér. Eg óska þér, vinur, góðs það sem eftir er ævinnar og þakka allt gott á langri samleið. Eiríkur Stefánsson. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐENU AlKiLÝSINKiA- SIMINN ER: 22480 HÚSBYGGEJNDUR-Einangrunarplast Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið frá mánudegi-föstudags. Afhendum vöruna á byggingar- staö, viöskiptamönnum að kostnaðarlausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar viö flestra hæfi Borqarplast Borgarnetl kvUM 09 belyarsiml »3-735»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.