Morgunblaðið - 11.10.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.10.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1977 7 r Færeyingar ráða við verð- bólguna Jón Skaftason, þing maður Framsóknarflokks ins, birtir hugleiðingar um verðbólguþróun hér á landi í sunnudagsblaði Tímans. Hann segist lengi vel hafa trúað þvi, að verðbólguvöxturinn ættu meginskýringu og orsakir i „sveiflum i aflabrögðum og breytilegu útflutnings verði sjávarafurða, sem við ráðum ekki við að neinu marki". Siðan segir hann: „í sumar átti ég þess kost að heimsækja frændur okkar i Færeyjum i fyrsta skipti. Ég varð sannast sagna undrandi yfir þeirra velmegun sem mér virtist rikja þar, því að vissulega byggja þeir jkostaminna land en við. — Ég spurði þvi margs um orsakir velmegunar- innar og fékk greið svör. M.a. fékk ég þær upplýs ingar að á sl. tveimur ár- um hefði verðbólgan num- ið samtals 11 —12% eða um 6% á ári. Þá féll mér allur ketill í eld, þvi að ekki eru Færeyingar siður háðir sjávarútveginum en við. Útflutningur þeirra er m.a.s. allur frá þeim at- vinnuvegi kominn." Of mikið, of dýru verði á of skömmum tíma Siðan leiðir Jón rök að þvi að við höfum farið of geyst i ýmsar fram- kvæmdir, ekki allar jafn bráðnauðsy nlegar eða arðbærar, sem ásamt stéttakapphlaupi og vixl- verkunum hafi ýtt undir verðbólguvöxt. Hann seg- ir: „Hér býr fámenn og kappsfull þjóð, sem vill um lifskjör standa jafn- fætis nálægum menning- arþjóðum, sem þróað hafa þjóðfélög sin öldum sam- an. Okkur liggur því ósköp mikið á með allar framkvæmdir, hvort sem þær eru bráðnauðsynlegar eða ekki. Framkvæmda- stefna er þvi mjög vinsæl meðal kjósenda, jafnvel þótt hún sé keypt þvi verði að ýta undir óða- verðbólgu og erlenda skuldasöfnun. — Við slíkt ástand búum við um þess- ar mundir." Hann segir og: „Ég fæ nefnilega ekki betur séð — og styðst þar við nokk- uð langa þingsetureynslu — en að það sé sam- merkt ollum flokkum að þeir skipti þvi ekki i fyrstu röð, sem mestu varðar við ríkjandi aðstæður, þ.e. að Jón Skaftason, al- þingismaður. fylgja jafnvægisbúskap og standa fastir gegn óða- verðbólgu. Mér nægja ekki yfirlýsingar um að þetta sé gert. Áralöng reynsla talar ólygnustu máli og itrekað hefi ég heyrt og lesið yfirlýsingar stjómmálamanna um að þeir vilji vinna gegn verð- bólgu, en samtimis staðið að stórfelldum fram- kvæmdum og öðrum að- gerðum sem sprengja all- ar fyrirstöður og stórauka á þenslu i þjóðfélaginu. Afleiðingin er ný og ný holskefla i þjóðfélaginu." * Ar launa- sprenginga, sem dýrtíðin gleypir Jón talar um iriS 1977 sem ár launasprenginga sem þó auki kaupmátt launa i reynd „aðeins litil- lega". þvi a8 dýrtiðin gleypi sitt. En að fleiru sé að hyggja. ef skoða eigi allar rætur verðbólgu vandans og efnahagslifs- ins. Þjóðin og þingið verði að gera sér Ijóst. að ef ekki sé tekizt á við vanda ' málin. vaxi þau okkur yfir höfuð. Orðrétt segir þessi i framsóknarþingmaður: ,.a) Þjónar það þjóðar- hagsmunum að greiða . ótalda milljarða með út- fluttum landbúnaðaraf- urðum. þegar framleiðslu- aukningin er m.a. fengin með innflutningi rándýrra I aðfanga og ofbeit á landi? b) Þjónar það þjóðarhags- munum að stórauka fisk- i veiðiflotann með innflutn- ' ingi nýrra skipa á sama tima og f iskif ræðingar . vara sterklega við útrým- I ingarhættu helztu nytja- I fiska og leiða má rök að . þvi, að svipuðum afla I mætti ná á land með færri I skipum og minni kostn- aði? c) Þjónar það þjóðarhags- | munum. að hvers kyns ' þjónustustarfsemi i land- | inu þenjist út eins og ■ verið hefur. og leiðir slikt ' ekki óhjákvæmilega til I rándýrrar þjónustu? d) Þjónar það þjóðarhags- I munum að starfrækja I jafnviðfeðmt og dýrt fyrir- greiðslukerfi og nú er i | gangi? e) Þjónar það þjóðarhags- 1 munum á þenslutimum að | reka rikissjóð ár eftir ár ■ með milljarða halla sem I siðan er bættur úr banka- I kerfinu og takmarkar þvi | lán til atvinnuuppbygg- I ingar? Þannig mætti áfram I spyrja um málefni sem ■ eru þeirrar náttúru að • auka á verðbólgu og I skerða lifskjörin." Skjót viðbrögð Viö vitum hvað það er hvimleitt og varasamt að þurfa að bíða lengi með bilað rafkerfi - leiðslur eða tæki. Eða ný heim- ilistæki sem þarfað leggja fyrir. Þess vegna höfum við komið á laggirnar neytendaþjónustu, höfum harðsnúið lið sem bregður skjótt við þegar kallað er. Leggjum nýtt - lögum gamalt RAFAFL framleiðslusamvinnu- félag iðnaðarmanna Skólavörðustig 19. Reykjavík Símar 217 00 2 8022 Skjalaskápar^ Gömlu gerðirnar — Nýju gerðirnar ★ 6 LITIR ★ SKJALAPOKAR ★ SKJALAMÓPPUR it SKIL VEGGIR ★ TOPPLÖTUR: EIK — LAMINAT ★ NORSK GÆÐAVARA E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHBAUNI 5 — HAFNARFIROI — SIMI 51888 Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir i hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjódleikhiisinu Fyrirlestur í Norræna húsinu Danski sagnfræðingurinn SVEND ELLEHÖJ heldur fyrirlestur á dönsku, Fra Absalons borg til det tredie Christiansborq, þriðjudaqinn 1 1 . okt. kl. 20.30. Verið velkomin Norræna húsið. NORRíNA HUSIÐ POHJOAN TAIO NORDENS HUS diitch Övvil’s ; ■ holhndois ®INTERNATIONAL MULTIFOODS Fœst í kaupfélaginu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.