Morgunblaðið - 11.10.1977, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.10.1977, Blaðsíða 38
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKT0BER 1977 41 með 5500 stig eða meira ÓLAFUR UNNSTEINSSON SKRIFAR UM TUGÞRAUT um erlendis. Hann 'sýnir sanna íþróttagleði og er keppnisharöur með afbrigðum. Á völlunum Österbro Rundforbi í Kaup- mannahöfn er gerviefnið Chevron 440 og á Crystal Palace vellinum í London er Tartan. Þessi efni hafa reynst mjög vel. Landslið íslands setti 7 Islands- met í Evrópubikarkeppninni í frjálsum íþróttum í Kaupmanna- Elías Sveinsson, KR, var bezti tugþrautarmaöur Islands á síð- asta keppnistímahili og setti þá Íslandsmet þegar notuð er raf- magnstímataka. Elías er harður keppnismaður, sem vafalaust mun gera harða hríð að Isiands- meti Stefáns Hallgrímssonar næsta sumar. TUGÞRAUTARMENN íslands hafa oft staðið sig með miklum ágætum á liðnum árum, og hafa þrír þeirra náð glæsilegum árangri á Ölympíuleikum. Örn Clausen varð 12. í tugþraut í London 1948 aðeins 19 ára gam- all. Björgvin Hólm varð 14. í Röm 1969 og Valbjörn Þorláksson varð 12. í Tokyo i Japan 1964. Örn Clausen varð Norðurlandameist- ari í tugþraut 1949 í Stokkhólmi og 2. á E.M. í Brussel 1950. Val- björn Þorláksson varð Norður- landameistari í tugþraut i Hel- síngfors 1963. Landslið Islands sigraði Norðmenn og Svía .1963. Það var skipað þeim Valbirni Þor- lákssyni, Kjartani Guðjónssyni og Olafi Guðmundssyni. Á liðnu sumri keppti landslið Islands 2svar sinnum. Fyrst i Kaupmannahöfn í júlí við Dani og Norðmenn og síðar 25. og 26. sept. í London við B-lið Frakklands og Bretlands. Elías Sveinsson sigraði í bæði skiptin með miklum glæsi- brag. í Kaupmannahöfn hlaut hann 7228 stig sem er íslandsmet (rafmagnstimataka). í London hlaut Elías 7367 stig en því míður var of mikill meðvindur í 110 m gr.hl. (4.6 sek.) Landskeppnirnar töðuðust naumlega. 1 Itæði skiptin vantaöi íslandsmethafann Stefán Hallgrímsson í liðið. Elías Sveins- son vakti mikla athygli erlendis fyrir þessa sigra sína. Hann sigr- aði t.d. 3 menn, sem eiga betri árangur en hann í London. Elías er jafnan vinsæll í keppn- höfn á gerviefninu Chevron 440. Bæði þessi efna hljóta að koma til greina í fremstu röð á frjáls- íþróttavöllinn i Laugardal á næsta ári. Margir efnilegir tugþrautar- menn hafa komið fram á árinu og er því ekki úr vegi að birta af- rekaskrá 40 beztu Islendinga frá upphafi. Af þeim hafa 4 náð árangri yfir 7000 stig, sem er frábær árangur. 20 hafa náð 6000 stigum, 41 eiga árangur yfir 5500 stig og um 70 hafa náð 5000 stigum í tugþraut. Með tilkomu gervibrauta á iþróttaleikvanginn nýja í Laugar- dal á næsta ári verða án efa stór- stigar framfarir í tugþraut. Stefán Hallgrímsson, Elías Sveinsson og Vilmundur Vil- hjálmsson gætu skákað mörgum landsliðum væru þeir saman í liði. Efnilegir tugþrautarmenn eru að koma fram. Þar má nefna Þráin Hafsteins- son, H.S.K., Jón Sævar Þórðarson, Í.R., Asgeir Þór Eiríksson, I.R., Pétur Pétursson, U.I.A. sem hlaut 6049 stig í sinni fyrstu tugþraut i haust, Þorstein Þórsson, U.M.S.S., Véstein Hafsteinsson, H.S.K., Oskar Thorarensen, Í.R. og siðast en ekki sist Stefán Stefánsson I.R., 14 ára , sem setti piltamet 13—14 ára i Kópavogi 2. okt. og hlaut 4644 stig. Stefán stekkur 1.90 i hástökki og 5.92 í lang- stökki. Þessir piltar keppa væntanlega flestir á Norðurlandamóti ungl- inga næsta ár. Landslið tslands á Crystal Palace leikvanginum í London í haust. Olafur Unnsteinsson, þjálfari, Elías Sveinsson, er varð sigurvegari í keppninni, Hafsteinn Jóhannesson, Þráinn Hafsteinsson og Jón Sævar Þórðarson. Hugsa meira um sjálfa sig en flokkinn AÐ undanförnu hefur mikið verið rætt og ritað um knatt- spyrnumál f sovézkum blöðum og hefur komið fram mikil gagnrýni á sovézka knatt- spyrnuforystumenn og leik- menn. Undirrót þessarar gagn- rýni er vafalaust sú, að Sovét- menn komust ekki í aðalkeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í Argentínu næsta sumar, en f undankeppninni voru þeir í riðli með Grikkjum og Ungverjum. Sigruðu Ungverjar næsta örugglega í riðlinum, og var það meiri háttar áfall fyrir sovézka knatt- spyrnu að eiga ekki lið í hópi 16 beztu. Nýlega birtist mjög harðorð grein í málgagni sovézkra ung- kommúnísta: Kosmomolskaja Pravda, þar sem vegið er að einstökum leikmönnum og forystumönnum og þeir sakaðir um spillingu og það að hugsa fremur um eigin hag en heiður flokksins og föðurlandsíns. Greinir blaðið frá því að aðal- þjálfari Odessa Chernomorets hafi veríð rekínn frá störfum í félagi sínu og að þrír ieikmenn Jervan Ararat hafi verió reknir úr félaginu og í báðum til- fellum er um að ræða það sem blaðið kallar „fégræðgi og spillingu". Segir blaðið að þjálfarinn hafi gerzt sekur um að bjóða leikmönnum ýmis hlunnindi fyrir að leika i liði hans, og umræddir þrír knatt- spyrnumenn hafi tekið á móti ýmsum óbeinum greiðslum fyrir þátttöku sína í íþróttinni. Segir blaðið að slíkt samræmist ekki sovézku þjóðskipulagi, þar sem ungir menn taki þátt i íþróttum ánægjunnar vegna og vegna heiðurs lands síns og flokks. Þá fjallar blaðið einnig um Anatoli Shepel, sem um árabil hefur verið einn fremsti knatt- spyrnumaður Sovétríkjanna, en hann lék ekkí með liði sínu Dynamo Moskva í sumar. Segir blaðið að hann hafi verið settur út úr liðinu vegna óska félaga hans, sem sögðu að Shepel sýndí flokknum enga virðingu og hugsaði eingöngu um eigin hag. Greinir blaðið frá þvi að þegar hann fór frá Dynamo Kiev til Dynamo Moskvu hafi hann fengið bæðf nýja íbúð og nýjar bifreiðar. Bifreiðarnar sem hann fékk voru af gerðinni Volgasaloons og seldi hann þær báðar. í Sovétrikjunum er verð á notuðum bifreiðum mun hærra en á nýjum, þar sem menn verða að bíða mánuðum saman eftir að fá nýja bifreið keypta, og því hagnaðist Shepel verulega á þessu „auðvalds- sinnabraski" sínu. Hann varð hins vegar að gjalda fyrir það með því að vera útilokaður frá knattspyrnunni, a.m.k. um tíma. En Komsomolskaja Pravda gagnrýnir það jafn- framt að Shepel hafi verið sá eini er hlaut hegningu. Þeir sem veittu honum fyrir- greiðsluna hafi sloppið og slikt sé ekki i anda laganna, segir blaðið. ÞEIR BEZTU IÞRAUTINNI Tugþraut Stig 7589 Stefán Hallgrímsson K.R. 74 7440 Elfas Sveinsson K.R. 77 7354 Valbjörn Þorláksson K.R. 67 7104 Örn Clausen Í.R. 51 6933 Kjartan Guðjónsson I.R. 66 6864 Björgvin Hólm t.R. 59 6749 Olafur Guórnundsson K.R. 66 6739 Karl W'est Frederiksen U.M.S.K. 74 6719 Pétur Rögnvaldsson K.R. 58 6543 Hafsteinn Jóhannesson U.M.S.K. 74 6529 Þráinn Hafsteinsson H.S.K. 77 6515 Haukur Clausen I.R. 51 6430 Vilmundur Vilhjálmsson K.R. 74 6358 Jón Sa*var Þórðarson I.R. 77 6357 Danfel Halldórsson l.R. 57 6186 Tómas Lárusson U.M.S.K. 52 6172 Björn Blöndal K.R. 77 6137 Asgeir Þór Eiríksson Í.R. 77 6119 Erlendur Valdimarsson I.R. 68 6049 Pétur Pétursson U.I.A. 77 5991 Friðrik Þór Oskarsson t.R. 74 5987 Finnbjörn Þorvaldsson I.R. 50 5973 Þorsteinn Þórsson U.M.S.S. 77 5938 Jón Þ. Olafsson l.R. 66 5907 Valdimar Örnólfsson Í.R. 54 5874 Sigurður Friðfinnsson F.H. 52 5857 Ingvar Hallsteinsson F.H. 56 5853 Einar Frfmannsson K.R. 62 5831 Páll Eirfksson K.R. 67 5722 Ingi Þorsteinsson K.R. 51 5636 Þórarinn Arnórsson Í.R. 67 5630 Trausti Olafsson A. 56 5621 Gunnar Ktefánsson Í.B.V. 52 5601 Olafur Unnsteinsson H.S.K. 59 5582 Vésteinn Hafsteinsson H.S.K. 77 5580 Oskar Thorarensen II.R. 77 5577 Karl Hólm t.R. 60 5551 Sigurður Finnsson K.R. 41 5543 TraustiKveinbjörnsson U.M.S.K. 69 5518 Flinar Oskarsson U.M.S.K. 76 5515 Þórður Indriðason Ii.S.H. 61

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.