Morgunblaðið - 11.10.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.10.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÖBER 1977 37 u +> VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10 — 11 FRÁ MANUDEGI atriði varðandi gamla fólkið hjá okkur, aðbúnað þess í ellinni, fjármál og fleira, en það er nteð þessi atriði eins og svo mörg önn- ur að meira er rætt en gert. Þó er eins og minna hafi borið á þessu sfðustu vikur og mánuði en oft áður, en þessar umræður hafa átt sér stað bæði nieðal manna á götu- hornum og i fjölmiðlum. Núna er þing að koma saman og margir segja að það verði sögulegt að þvi leyti að framundan eru kosning- ar, þ.e. i vor, og muni það hafa sin áhrif á gang mála. Máiefni aldraðra eru allt að þvi Þessir hringdu . . . í tizu hjá sumum og nú er viða unnið að b.vggingu íbúða eða dval- arheimila fyrir aldraða, hér i Reykjavik og úti á landi. svo sem Isafirði. Ilúsavík og á Egilsstöð- um ef ég man rétt. Þá eru til elliheimili víða um land og viða er sém sagt hálfgerð vakning í hús- búnaðarmálum aldraðra. En bet- ur má ef duga skal held ég að eigi vel við hér. Að minu vili má ekkí leggja um of áherzlu á að gamla fólkið búi út af fyrir sig allt saman komið á einum stað. Betra er að það geti lifað í sinurn íbúðum. sem það hefur gert i marga áratugi, annað- hvort í eigin húsnæði eða leigu- húsnæði. En þá kemur til eitt vandamál, sem allir þekkja: pen- ingar. Gamla fólkið hefur ekki teljandi tekjur, ellilffeyri og þess háttar, en hann og tekjutrygging hrökkva naumast fyrir nauðsynj- um, allra sizt hjá þeim sem verða að búa i leiguhúsnæði. Þess vegna held ég að það verði að taka upp einhverja markvissari stefnu i peningamálum gamla fólksins, ekki finna nýja og nýja styrki heldur hækka þá sem fyrir eru og beinlínis taka fjármagn í það. Að sjálfsögðu verður þá að sleppa einhverjum framkvæmdum á veg- um hins opinbera og slikt er vitanlega ekki vinsælt. En hér verða stjórnmálamenn að hafa áhrif og þeir ættu manna bezt að skilja nauðsyn þess að gripa til övinsælla aðgerða. Þeir mega ekki um of láta hugann hvíla við atkvæði, og ég held að þö að svona aðgerð væri óvinsæl rétt á meðan ákvörðunin er tekin, muni allar mótmælaöldur liða undir lok á skömmum tíma. Mér fyndist þvi eðlilegt að meiri gaumur væri gefinn að mál- efnum aldraðra en gert hefur ver- ið, maður getur verið þakklátur fyrir það sem þegar hefur verið gert, en ég minni aftur á að betur má ef duga skal. Það er þarft verk að berjast fyrir þessum málefnum og hverjum þingmanni sæmandi og því leyfi ég mér að senda þetta bréf i þeirri von að einhver haldi áfram umræðunni og ekki síður aðgerðum. Einn miðaldra." 0 Meiri af- greiðsluhraði? Bfleigandi: — Mig langar i upphafi til að færa Bifreiðaeftirlitinu ham- ingjuóskir með nýtt húsnæði, sem það hefur nýjega flutt i hér i Reykjavík. Hið gamla var löngu orðið úrelt og þröngt og held ég mér sé óhætt að segja að mörgum hafi leiðst að biða eftir afgreiðslu. enda margt um manninn og mikil ös. En nú er vonandi hægt að vænta hraðari afgreiðslu, þ.e. með nýrri og betri aðstöðu því ég held að einfaldlega hafi ekki ver- ið hægt að gera betur á hinum staðnum, Þrátt fyrir allan vilja starfsfólksins. Um leið og ég nefni þetta væri ékki úr vegi að fá að varpa frám þeirri spurningu hvernig sé með hið nýja skráning- arkerfí bifreiða. Er einhver hreyfing á þvi máli núna. eða er enn verið að rífast um hvort sparnaður sé að því eða ekki? Um nokkurt skeið hefur litið heyrzt um málið og væri ekki úr vegi að fá að heyra hvernig því er komið um þessar mundir. Það sem mér finnst undarlegt í því máli er að Umsjón: Margeir Pétursson Mesti aflei'kur í siigu heims- meistarakeppninnar i skák átti sér áreiðanlega stað í viðureign stórmeistaranna Reshevskys (Bandaríkjunum) og Savons (Sovétrikjunum) á millisvæða- mótinu í Petropolis 1973. Reshevsky hefur hvit og á leik. mátað í þrern leikjum á skemmti- legan hátt: 40. g5 + ! — Kxg5 41. h4+ — Kxh4 42. Df4 mát. Það furðulega við afleik Reshevskys var, að þegar hann lék leiknum átti hann 18 mínútur eftir á klukkunni, en Savon hins vegar innan við éina. Bandaríska störmeistaranum hefur áreiðan- lega brugðið i brún þegar biskup kom ulan úr fjarska og drap drottninguna, sem hann hugði sig vera að máta meó. það skuli leika svo mikill vafi á því hvort um sparnað sé að ræða eða ekki. en mig minnir að deilu- aðilar hafi sem sagt einkum rifizt um það atriði. En nóg um það — vonandi verður haldið áfram að ræða þetta mál og þessari breyt- ingu hrundið i framkvæmd. sann- isl það að hún spari verulegar upphæðir. HÖGNI HREKKVÍSI o.e ^ 1977 McNaught Synd., Inc. Böi'ii og gamaimenni forði sér! — Þegiðu ef þú ætlar með? Frá Þjóðræknisfélagi íslendinga Föstudaginn 14. október, kl. 20.30, kveðjum við sumar og fögnum vetri í félagsheimili Fóstbræðra við Langholtsveg. Þar verður spilað, sögð ferðasaga — að nokkru í bundnu máli —, sungið og dansað Félags- konur sjá um kaffiveitingar Fjölmennið og rifjið upp ánægjuleg ferðakynni. Skemmtinefndin Saumavélaborðin eru komin aftur Hentug fyrir töskuvélar Verð frá kr. 34.500.-. Skáparnir fyrir töskuvélarnar eru með þriggja þrepa lyftibúnaði. 1. Neðsta staða: Vélin geymd. 2. Miðstaða: Fríarmurinn á vélinni er nú jafn borðplötunni. 3. Efsta staða: Fríarmur^nn fyrir ofan Með smávægilegum breytingum er einnig hægt að nota þessi borð fyrir flestar aðrar saumavélar PFAFF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.