Morgunblaðið - 11.10.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.10.1977, Blaðsíða 32
 ^ \n I.YSINT.ASIMINN KH: gp 22480 WarjjimbTobib reðtiftMðMfe ArCiLYSINííASIMINN KH: 22480 Jttorfliinlilníiiíi ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1977 13 þúsund í verkfalli Mismunur tilboda aðila á bilinu frá 3.125 manns BSRB krónum til 7.589 króna Frá fjölmennum fundi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar á Hótel Sögu í gærkvöldi. Samningar felldir í Reykjavík —samkomulag í 3 kaupstöðum Atkvæði greidd í dag SAMNINGA VIÐRÆÐUM ríkisins og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja lauk síðdegis í gær með því að upp úr þeim slitnaði. Raunar hafði slitnað upp úr viðræðunum um klukk- an 04 í fyrrinótt, en í gær- dag klukkan I(> hoðaði sáttasemjari enn til sátta- fundar og allt kom fvrir ekki, aðilar neituðu að hreyfa sig frekar í átt til samkoinulags. Niðurstaða fundarins í gær — að því er Torfi Hjartarson sátta- semjari sagði í viðtali við Morgunblaðið var því ekki annað en staðfesting þess, sem gerðist í fyrrinótt. Siöasta tilboð fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs var lagt fram síðastliðinn sunnudag klukkan 14. Síöasta tilboð BSRB var hins vegar lagt fram klukkan 16.30 á sunnudag. Þegar upp var staðið stóöu leikar þannig, að munur á boðum aðila var frá 3.125 krónum (i 21. flokki) í 7.589 krónur (í 7. flokki) og er þá í báðum tilfellum átt við 3. þrep, þ.e.a.s. að starfsmenn hafi unniö 6 ár eða lengur. Ef gengið er út frá 3. þrepi þá fólst i lokaboði fjármálaráðherra að t.d. laun samkvæmt 5. flokki, sem i mai voru 89.032 krónur, hefðu orðið í júlí 112.901 króna, í september með 4% verðlagsbót- um 117.417 krónur og yrðu í desember miðað við spá um hækkun vísitölu, 9,3%, 133.335 krónur. 1 10. flokki hefðu sam- svarandi tölur verið, fyrir maí 105.793 krónur, júlí 139.176 krón- ur, september 144.743 krónur og í desember 163.202 krónur. Maílaun í 15. flokki BSRB voru 124.765 krónur, hefðu orðið i júlí samkvæmt tilboði ríkisins 166.451 króna, í september 173.109 krón- ur og í desember 194.882 krónur. I 20. flokki hefðu iaunin orðið á sama hátt, maílaun voru 150.438 Framhald á bls. 38 SAMNINGANEFNDIR starfs mannafélaga í 12 sveitarfélögum og Reykjavík hófu ( gær beinar viðræður við þau um nýja kjara- samninga, þegar Ijóst var að samningaviðræður BSRB og ríkisins væru að sigla í strand. Samningar tókust i Reykjavík, en voru felldir með 378 atkvæðum gegn 338, og samningar tókust einnig á Akureyri, Akranesi og Vestmannaeyjum. Samningarnir verða bornir undir atkvæði í dag. Verkfalli var frestað á Akranesi. Þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt stóðu samningaumleitanir enn yfir í nokkrum sveitarfélög- um. Fjölmennur félagsfundur í Starfsmannafélagi Reykjavikur- borgar felldi i gærkveldi kjara- samninga, sem i gærdag tókust milli samninganefndar félagsins og samninganefhdar borgarinnar. Við atkvæðagreiðslur á fundin- um, sem haldinn var á Hótel Sögu, höfnuðu 378 samningunum, en 338 vildu samþykkja þá. Auðir seðiar voru 9. Áður en á fundinn kom hafði stjórn Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar sam- þykkt samningana samhljóða, samninganefnd með 14 atkvæðum gegn einu og fulltrúaráðið með 55 samhljóða atkvæðum. Þórhallur Haildórsson, for- maður félagsins, sagði i samtali við Morgunblaðið í gærkveldi, að athyglisvert hefði verið að til- lagan að gerð nýs kjarasamnings hefði verið felld með svo naumum meirihluta. Hann kvað það enn- fremur athyglisvert að þeir aðil- ar, sem valdir hefðu verið til trúnaðarstarfa á vegum félagsins, hefðu samþykkt samningsdrögin nær samhljóða, en að almennur fundur siðan fellt tillöguna, „að mínu mati að litt athuguðu máli. Þá er það skoðun mín að menn hafi ekki gert sér nógu ljósa grein fyrir hvað um var verið að kjósa og má segja að félagsstjórnin hafi þar átt nokkra sök vegna tima- skorts. Mín persónulega skoðun er að meirihluti Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar sé á þvi, að skynsamlegra hefði verið að hlíta úrskurði þeirra. Þá tel ég að verkfall hafi hér alls ekki átt við og þjóni alls ekki hagsmunum félagsmanna i Starfsmannafélagi Reykjavikurborgar i núverandi kjarabaráttu þeirra." Samninganefnd Reykjavíkur- borgar samþykkti kjarasamning- inn i gær með 12 atkvæðum gegn einu og einn fulltrúi sat hjá. Framhald á bls. 38 Útvarp fell- ur niður í annað sinn VEGNA verkfalls opinberra starfsmanna verður ekkert út- varp ( dag. Er þetta ( annað sinn á 47 árum, sem útvarp fellur niður. I fyrsta skipti féll útvarp niður hinn 10. maf 1940, daginn, sem Bretar hernámu tsland. Annad hvort verdur að draga úr þjónustu eða afla nýrra tekna -sagði Matthías Á. Mathiesen f jár- málaráðherra um viðhorfin í kjara- málum opinberra starfsmanna MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gærkvöldi til Matthíasar A. Mathiesen fjármálaráðherra og leitaði umsagnar hans um við- horfin í kjaramálum opinberra starfsmanna eftir að slitnaði upp úr viðræðum ríkisins og BSRB. Fjármálaráðherra sagði, að af háifu ríkisins hefði verið fullur vilji til þess að ná samkomu- lagi. Ég gerði ráðstafanir til þess að fá hlutlausan saman- burð á launum opinberra starfsmanna og launþega á al- mennum vinnumarkaði, sem hægt væri að taka mið af við gerð þessara kjarasamninga sagði Matthías A. Mathiesen. Þvi hafði verið haldið fram af BSRB, að þessi samanburður væri opinberum starfsmönnum óhagstæður og það kom í ljós að svo var að nokkru leyti. Vegna þess launamismunar, sem þessi athugun leiddi i ljós, var talið eðlilegt að fallast á sáttatillögu sáttanefndar. Eftir að opinber- ir starfsmenn felídu sáttatillög- una hefur ríkið teygl sig enn lengra til samkomuiags og lagt fram hugmyndir um hækkun á lægstu iaunum, Iagfæringu á launastigum, launaflokkahækk- un eftir 15 ár og ennfremur fyrirheit um, að verði gerðar breytingar á vísitöiureglum al- mennra kjarasamninga með lögum skuli samningsaðilar taka upp viðræður í því skyni að tryggja þann tilgang ákvæða þessa samnings um verðbætur, að þau verði eigi lakari en hjá landssamtökum launþega. Hins vegar var hafnað endurskoðun með verkfallsrétti. Mér er ljóst, að séu þær kjarabætur sem boðnar hafa verið bornar sam- an við hina almennu kjara- samninga, sem gerðir voru í Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.