Morgunblaðið - 11.10.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÖBER 1977
27
Nótt ástmeyjanna á fjöl-
um Þjóðleikhússins á ný
LOKIÐ er 12 daga leikför Þjóö-
leikhússins um Norður- og Aust-
urland með sænska leikritið Nótt
ástmeyjanna. I fréttatilkynningu
frá Þjóðleikhúsinu segir að sýn-
ingunni hafi hvarvetna verið vel
tekið og alls staðar sýnt fyrir
fullu húsi. A næstunni verða sýn-
ingar á leikritinu teknar upp að
nýju i Reykjavík og verður fyrsta
sýningin föstudagskvöldið 7. októ-
ber. Verður það 38. sýning verks-
ins.
Leikstjóri Nætur ástmeyjanna
er Helgi Skúlason. Með hlutverk-
in fara Erlingur Gislason, Helga
Bachmann, Kristbjörg Kjeld og
Bessi Bjarnason. Leikmynd er
eftir Birgi Engilberts.
Erlinííur (iíslason og IIi'lKa Kachmann í hlut-
verkum sínum í Nótt ástmeyjanna.
Sólarferdir í
skammdeginu
HINN 26. október hefjast á ný orlofsferðirnar Sólarfrf í skammdeginu,
að því er segir í frétt frá Flugleiðum h.f. Þetta er áttundi veturinn,
sem efnt er til slfkra ferða til Kanaríeyja, en þær hófust seint á árinu
1970.
í fyrravetur sameinuðust fimm
aðilar um framkvæmd orlofsferð-
anna, Flugfélag Islands, Loftleið-
ir, Landsýn/ Alþýðuorlof, Útsýn
og Úrval, en fram að þeim tíma
hafði Flugfélag Islands haft veg
og vanda af þessum sólarferðum.
I vetur verður sami háttur hafður
á og í fyrravetur. Flogið verður til
Gran Canaria og gist aðallega á
sunnanverðri eyjunni, Playa del
Ingles. Þó verða einnig íbúðir og
herbergi i Las Palmas fyrir þá,
sem það kjósa, og ennfremur
verður þeim sem vilja dvelja á
Tenerife séð fyrir ferðum þangað.
Beinar ferðir verða þó ekki til
Tenerife í vetur, en þar verður
íslenzkur fararstjóri, sem tekur á
móli farþegum.
Alls munu um 2800 Islendingar
eiga kost á sólarfrii í framan-
greindum ferðum í vetur. Kostn-
aði verður stillt f hóf, svo sem
framast er unnt að þvi er segir i
fréttinni frá Flugleiöum. Brottför
frá Keflavík verður kl. 8 að
morgni og flogið með Boeing 727
þotum. Heimferð frá Gando á
Gran Canaria er kl. 15.30.
I vetur verður um að ræða
þriggja vikna ferðir. Verð er frá
kr. 76 þús. fyrir tveggja vikna
ferð og frá 85 þús. fyrir þriggja
vikna ferð.
HARGREIÐSLUSTOFA ELSU — Ný hárgreiðslustofa hóf starfsemi
sína að Háteigsvegi 20 í lok síðasta mánaðar. Eigandi stofunnar er Elsa
Magnúsdóttir, sem sést á meðf.vlgjandi mynd við störf á stofu sinni.
Hárgreiðslustofa Elsu er í vistlegum húsakynnum og markmiðið er að
veita jafnt konuni sem körlum góða þjónustu — eftir nýjustu tízku eða
smekk hvers og eins. Hárgreiðslustofa Elsu verður opin virka daga frá
klukkan 9—18 og á laugardögum frá 9—16.
Þegar viö VEGUM kostina, þá verður svarið
ISHIDA
Höfum fengió einkaumboó fyrir ISHIDA eletrónískar vogir og flytjum þær beint inn frá
framleiöertda i Japan.
VERÐSTIMPLUNARVOG
Verð áætlað m/sölusk. 1.052.000,-
Sýriishorn fyrirliggjandi
AL SJÁLFVIRK VOG
þessi vog tekur frá 10gr. til 8kg.
Verð áætlað m/sölusk. 290.000/
Sýnishorn fyrirliggjandi
7 - SÍMAR 82655 & 82639
PlilSfaMS lll'
GRENSÁSVEGI
sem vekja athygli!
komið og skoðið í Skeifunn 8