Morgunblaðið - 13.10.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.10.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTOBER 1977 15 Grænlandsvinafélag stofnað í Norræna húsinu í kvöld GRÆNLANDSVINA- FÉLAG verður stofnað i Norræna húsinu í kvöld og hefst stofnfundurinn kl. 20. Áhugafólk um auk- in samskipti við Græn- lendinga á sviði menn- ingar- og atvinnumála hefur undirbúið stofn- fundinn, en á fundinum verða m.a. sýndar mynd- ir frá Grænlandi, upp- lestur verður o.fl. Undir- búningsnefnd hvetur sem flesta til þess að koma á fundinn. Þessi mynd var tekin við Norræna húsið s.l. vor þegar 30 grænlenzkir kennaranemar heimsóttu tsland; Ljösmynd Mbl. á.j. Hlutavelta Kvenfélags Skagfirðinga- félagsins Vetrarstarf Kvennadeildar Skagfirðingafélagsins í Reykjavik er um þessar mundir að hefjast. Fyrsta verkefni félagsins verður hlutavelta og flóamarkaður í Félagsheimili Skagfirðingafélags- ins að Síðumúla 35 n.k. sunnudag klukkan 14.00. Margt góóia fanga verður þar á boöstólum og vænta félagskonur góðs árangurs af þessarri fjáröflun. Sparaksturs- keppni Bifreiða- íþróttaklúbbs Reykjavíkur Sparaksturskeppni verður hald- in næstkomandi sunnudag á veg- um Bifreiðaíþróttakliibbs Reykjavikur. Keppnin hefst klukkan 14.00 við Shell-stöðina við Þóroddsstaði. Klúbburinn hefur m.a. á stefnu- skrá sinni að sýna almenningi hvaða árangri er hægt að ná með sparakstii. í þessa keppni hafa fjölmargir bilar verið skráðir, en þeir munu síðan aka eins langt og þeir komast á fimm lítrum bensíns. Keppt verður í sjö flokk- um eftir slagrúmtaki véla. Aðalfundur Félags Snæ- fellinga- og Hnappdæla NÝLEGA var haldinn aðalfundur Félags Snæfellinga og Hnapp- dæla í Reykjavik. Þar kom fram að starf hafði verið mjög gott sið- astliðið ár og höfðu 37 nýir félag- ar bætzt við.Eitt af verkum fél- agsins hefur verið að efna til Spánarferða ;i hverju hausti. Al'GI.YSINGA- SÍMINN ER: .;;;:¦;.,;¦:;.¦¦:.;.:.<:;;..:;.. ¦ AÐ KAUPA VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS JAFNGILDIR FJÁRFESTINGU Í FASTEIGN EINFALDASTA OG HAGKVÆMASTA FJÁRFESTINGIN UNDANÞEGIN FRAMTALSSKYLDU OG SKATTLAGNINGU Á SAMA HÁTT OG SPARIFÉ SPARISKÍRTEININ ERU ENN FÁANLEG HJÁ SÖLUADILUM SEDLABANKI ISLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.