Morgunblaðið - 13.10.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.10.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1977 mcgmMdkib Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstiórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. simi 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. Askriftargjald 1500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 80.00 kr. eintakið. Framkvæmd verkfalls BSRB r Ymislegt vekur athygli við framkvæmd fyrsta verkfalls opinberra starfsmanna. Mesla eftirtekt hafa vakið atburðir við hlið Keflavíkurflugvallar. Á fyrsta degi verkfallsins stöðvuðu lög- reglumenn hvern einasta híl, sem að hliðinu kom og var þar yfirleitt um að ræða fslenzkt starfsfólk á leið til vinnu sinnar. Enginn fékk aðgang að flugvellinum nema hann hefði gild aðgangssklrteini. I Ijós kom, að margir starfsmenn voru ekki með þessi skilrfki eða gildistfmi þeirra liðinn. Astæðan fyrir þessu var sú, að yfirleitt eru menn ekki krafðir um þessi skilríki, þegar þeir aka inn á Keflavfkurflugvöll. Aðspurðir sögðu lögreglumenn I hliðinu, að venjulega væru gerðar kannanir öðru hverju á þvf hvort menn bæru þessi skilrfki á sér og hvort þau væru gild. Við könnun á þessu máli kom f Ijós f fyrsta lagi, að utanrikisráðuneytið hafði ekki gefið fyrirmæli um þessi vinnu- brögð en Keflavíkurflugvöllur heyrir undir það ráðuneyti, f öðru lagi hafði lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, yfirmaður lögreglu- manna þeirra, sem f hliðinu voru, ekki gefið fyrirmæli um að þessi háttur skyldi á hafður, þvert á móti hafði hann mótmælt því og í þriðja lagi hafði kjaradeilunefnd ekki gefið fyrirmæli hér að lútandi. Nefnd- in hafði hins vegar úrskurðað, að öryggisgæzla við hliðið ætti að vera með þeim hætti sem tíðkazt hefði og einn talsmaður kjaradeilunefnd- ar bætti þvf við, að það hefði ekki verið hugmynd nefndarinnar, að í verkfalli ætti vinnuálag manna að aukast. Utanrfkisráðuneyti upplýsti ennfremur, að fyrir nokkrum árum hefðu lög um aðgangstakmarkanir að flugvellinum verið numin úr gildi. Hér gerðist það, að lögreglu- mennirnir sjálfir tóku málin f sfnar hendur og ákváðu, að einmitt þennan dag skyldi gera meiri kröfur til þeirra, sem um hliðið þurftu að fara en alla jafna. OþarfI er að hafa mörg orð um svona vinnubrögð. Þá hefur það vakið athygli fólks, að fyrsta dag verkfallsins var ákveðið að hætta kennslu ( menntaskólunum í Reykjavfk, Háskóla tslands og Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Astæðan var sú, að húsverðir þessara stofnana eru f verkfalli og því var haldið fram, að engir aðrir mættu opna skólana heldur en húsverðir. Af þessum sökum urðu mörg þúsund ungmenni að hverfa frá námi sfnu og kennarar frá vinnu. Þessi tvö dæmi, sem hér eru nefnd, um framkvæmd verkfalls opinberra starfsmanna eru tfnd til vegna þess, að þau og ýmislegt fleira sem nú þegar er komið fram f þessu verkfalli og á vafalaust eftir að koma fram, hlýtur að vekja menn til umhugsunar um hvernig verkfallsrétti opinberra starfsmanna er beitt. t fjölmörg ár hefur mikið verið um það rætt, þegar verkfallsaðgerðir almennra verkalýðs- félaga hafa staðið yfir, að óeðlilegt væri, að mjög fámennir starfshópar gætu með verkfalli lamað heilar starfsgreinar. Dæmi um þetta má nefna, þegar mjólkurfræðingar hafa stöðvað mjólkurvinnslu og þar með mjólkurframleiðslu í landinu en forystumenn ASt og Dagsbrúnar hafa sýnt skilning f slfkum vandamálum. Ennfremur þegar samið hefur verið við alla starfshópa á skipum eða flugvélum nema einn og þessi eini starfshðpur hefur lamað þessa atvinnustarfsemi og svo mætti lengi telja. Menn hafa verið sammála um, að þetta væri óeðlilegt og ðheilbrigt, þótt hins vegar hafi ekki fengizt samstaða um nauðsyn- legar breytingar. Ljóst er hins vegar að forysta heildarsamtaka verka- lýðsins telur eðlilegast að samið sé fyrir alla starfshópa innan samtak- anna í einu, þannig að til slfkra stóðvana komi ekki af vóldum fámennra hópa. Nú stendur hjns vegar yfir verkfall, sem háð er samkvæmt tiltölu- lega nvjum lögum og ætla hefði mátt að við þá lagasetningu hefði þess verið gætt, að gallarnir á framkvæmd verkfalla almennu verkalýðs- félaganna yrðu ekki endurteknir f sambandi við verkfallsrétt opin- berra starfsmanna. En bersýnilegt er að þessa hefur ekki verið gætt sem skyldi, eða að réttum lögum er ekki fylgt. Annars vegar loka fjölmennir framhaldsskðlar vegna þess að mjög fámennur hðpur starfsmanna þessara skóla eru sagðir hinu einu, sem rétt hafi til að opna skólana. T.lla menn að halda þessu fram I alvöru? A t.d. að trúa þvf, að forstöðumenn þessara skðlastofnana hafi ekki rétt til þess að opna stofnanir sfnar? Þetta er galli á framkvæmd verkfalls opinberra starfsmanna, sem nauðsynlegt er að laga og engum f hag að sé við lýði. Það flýtir ekkert fyrir lyktum deilu BSRB, að þúsundir ungmenna geti ekki sinnt námi vegna þess að kannski einn starfsmaður f hverjum skóla er f verkfalli. Það kann heldur ekki góðri lukku að stýra, að einstakir starfsmenn, sem lögum samkvæmt eiga að sinna störfum sfnum f verkfalli opinberra starfsmanna, taki ráðin í slnar hendur, hafi uppi vinnubrögð, sem þeim eru ekki sæmandi og rangtúlki þau fyrirmæli, sem þeim eru gefin. Það er stjórnleysi og löglega kjörin stjórnvöld landsins geta ekki Iiðið slfkt stjórnleysi. Nú hefur verið látið af þessu framferði við Keflavfkurflugvöll vegna eðlilegrar ðánægju launþega, sem komust ekki til vinnu sinnar. Þeir, sem fyrir þessu verkfalli standa, telja bersýnilega að verkfallsréttinn eigi að nota út í yztu æsar og túlka öll vafaatriði stfft sér ( vil. Þeir geta margt lært af forystumönnum hinna almennu verkalýðsfélaga, sem hafa áratuga reynslu af framkvæmd verkfalla. Þeir menn hafa seinni árin a.m.k. sýnt sanngirni og heilbrigða skynsemi við framkvæmd verkfalla og þeir vita hvenær þeir eiga að semja. A hvort tveggja skortir við framkvæmd þeirrar vinnudeilu opinberra starfsmanna, sem nú stendur yfir. Þrír húsverðir koma í veg fyrir kennslu 3000 menntskælinga ENGIN kennsla var menntaskólunum Reykjavík í gær og ekk heldur í Menntaskólunum á ísafirði og í Kópavogi, aö sögn Birfíis Thorlacius, ráöuneytisstjóra í Mennta- málaráðuneytinu. Þá var Umferðin eins og á sunnudögum „UMFERÐIN í höfuðborginni er eins og á sunnudögum," sagði Héðinn Svanbergsson lögregíu- varðstjóri f samtali við Morgun- blaðið f gær. Héðin sagði að umferðin væri allnokkru minni en lögreglan hefði reiknað með. Hann kvað umferðina hafa gengið stórslysa- laust fyrir sig, til dæmis hefðu aðeins orðið fimm umferðar- óhöpp frá klukkan sex i gærmorg- un til sex í gærkvöldi, þar af eitt minniháttar vélhjólaslys á mótum Grettisgötu og Rauðarárstígs. Gjaldheimtan tekur við greiðslum GJALDHEIMTAN og innheimtu- menn ríkissjóðs taka við greiðsl- um þrátt fyrir verkföll. Geta menn greitt gjöld sin með póst- gíróseðli i bönkum og sparisjóð- um landsins og verða þá ekki reiknaðir dráttarvextir eins og gert verður ef greiðslur berast ekki skilvíslega. ekki kennt í Háslólanum í gær og verður ekki í fyrr- nefndum menntastofnun- um meðan á verkfalli stendur, að óbreyttu. Er það vegna húsvarða í þess- um skólum, sem ekki er kennsla, en þeir eru í BSRB. Eru það þrír hús- verðir, sem þannig stöðva kennslu í menntaskólun- um þremur í Reykjavík en þar eru nemendur rúm- lega þrjú þúsund. í Háskól- anum eru nemendur sömu- leiðis um þrjú þúsund. Að sögn Btrgis Thorlacius hafði ráðuneytið ekki að fyrrabragði samband virt neinar mennta- stofnanir. Hins vegar var mælst til þess viö rektora og skólameist- ara, sem spurðu að fyrra bragði hvað gera ætti í verkfallinu, færi BSRB fram á það, að þeir felldu niður kennslu. Hefði ráðuneytið t.d. ekki haft nein afskipti af Menntaskólanum á Akureyri og þar var kennsla ,með eðlilegum hætti. Ráðuneytið hefði ekki gef- ið nein almenn fyrirmæli heldur svarað þeim. sem hefðu leitað til þess. Auk húsvarða er mestur hluti skrifstofuliðs skólanna í BSRB og því í verkfalli, en það stöðvar ekki venjulega starfsemi í skólum. Fram hefur komið í verkfallinu að húsverðir skólanna opni ekki ævinlega þessar stofnanir aö morgni og því sé ekki réttlætan- legt að rektorum sé meinað að opna skóla sína. Sagði Birgir Thorlacius um þetta atriði að þó húsveröir opnuðu ekki alltaf á morgnana, þá lokuðu þeir skólun- um yfirleitt á kvöldin. Þessi verk væru í verkahring húsvarðanna og þó e.t.v. mætti deila um hvort t.d. rektorar mættu ekki opna þá hefði verið talið hyggilegast að fara með friði í þessu máli og kennsla verið felld niður á fyrr- nefndum stöðum. ÞAÐ IIEFt'K verið litið að snúast vk þar sem engin tollafgreiðsla fer fram nauðsynjar. Heimildir Adeins farnar tvær INNANLANDSFLUG lá nær alveg niðri í gær og voru aðeins flognar tvær ferðir til Vest- mannaeyja. Hafði Flugfélagið ráðgert mun fleiri ferðir, en t gærmorgun fengust ekki heimild- ir til blindflugs. Var skyggni það slæmt að ekki varð flogið nema til Vestmannaeyja. Millilandaflug er í algjöru lágmarki þessa dag- ana og kom aðeins ein vél á veg- um Flugleiða til landsins f gær, frá Kaupmannahöfn og Glasgow með 115 farþega. Þá er alþjóðlegt flug á íslenzka flugstjórnarsvæð- inu í algjöru lágmarki og flug- le sk IS ví sv er iii f.v vi d; Vi a( v« st m Strætisvagnar sáust ekki á Lækjartorgi, en stöðu ( myndarlegum röðum á stæðinu á Kirkjusandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.