Morgunblaðið - 14.10.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. OKTÖBER 1977
5
Skáldið sem ortí
um englana
Spænska skáldiö Vincente
Aleixandre fékk eins og kunnugt
er bókmenntaverðlaun Nóbels að
þessu sinni. Nokkrar umræður
hafa orðið um þessa ákvörðun
sænsku akademíunnar, ekki síst í
Svíþjóð.
Gagnrýnandinn Bengt Holm-
qvist skrifar í grein í Dagens Ny-
heter að akademían hefði átt að
skipta verðlaununum og nefnir i
því sambandi m.a. Rafael Alberti.
Um þetta má endalaust deila.
Bengt Holmqvist minnist ekki á
argentínska skáldið Jorge Luis
Borges sem lengi hefur verið of-
arlega á lista yfir væntanlega
Nóbelsverðlaunahafa. 1 fyrra var
talið líklegt að hann fengi verð-
launin ásamt Aleixandre, en þá
var Saul Bellow valinn. Eitt er
víst: Aleixandre er verðugur Nó-
belsverðlaunahafi. En hver er
Rafael Alberti?
Alberti (f. 1902) er af sömu
kynslóð og Aleixandre, hinni
skáldlegu kynslóð 27 sem svo hef-
ur verið nefnd. Fyrsta ljóðabók
hans var Marinero en tierra (Sjó-
maður í landi, 1925). Alberti
hafði sent Juan Ramón Jiménez
Bókmenntir
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
verði að ræða í spænskri ljóðlist.
Til dæmis hefði García Lorca
varla ort Skáld í New York án
fordæmis Albertis. Lorca 'og Al-
berti voru f rauninni báðir háðir
þjóðlegum spænskum skáldskap,
en þeir áttu það sameiginlegt að
hrífast af súrrealisma. Um engl-
ana er súrrealískt verk, eitt af
hinum merkustu i evrópskum
bókmenntum.
1 Um englana leitar skáldið
Paradísar: Sú leit ber ekki árang-
ur. Lífið er barátta milli góðra og
vondra engla, ljóss og myrkurs.
Englar Albertis eru í senn himn-
eskir og mannlegir. Þótt bókin sé
bölsýn, heimsmynd skáldsins
splundruð, endar hún á leit að
þeim englum sem eru fulltrúar
lifsins og í þeirri leit er fólgin
nokkur von.
Það er hið súrrealiska mynda-
og líkingamál sem gerir Um engl-
ana að eftirminniiegu skáldverki.
En þrátt fyrir það að Alberti sé
ölvaður af orðum, myndum og
hrynjandi er bygging ljóðanna
kunnáttusamleg, jafnvel ströng á
köflum. Brotin flaska og rak-
hnifur eru hluti þess landslags
sem skáldið dregur upp. Almennt
fegurðarskyn ræður ekki ferðinni
heldur er hvatt til endurmats, nýs
skilnings á umhverfi mannsins.
Ljóðin má bera saman við mál-
verk Salvadors Dalís og með það í
huga er ljóst hve Spánverjar hafa
lagt mikið af mörkum til súrrea-
lisma.
Ljóð ort fyrir 1931 átti Alberti
eftir að kalla í niðrandi merkingu
framlag til borgaralegs skáld-
skapar. í samræmi við það gerðist
hann félagi í kommúnistaflokkn-
um og tók virkan þátt í starfi
hans. Hann studdi lýðveldis-
stjórnina. barðist i borgara-
styrjöldinni og sendi jafnframt
frá sér ljóðabækur með skorinorð-
um baráttukveðskap: E1 poeta en
la calle (Skáldið á götunni, 1936),
De un momento a otro (Frá and-
artaki til andartaks, 1937) og
Capital de la gloria (Höfuðborg
ærunnar, 1939).
Eftir borgarastyrjöldina flýði
Alberti land, fór fyrst til Suður-
Ameríku, siðan til ítalíu þar sem
hann býr nú. Utlegðin var honum
tími vonbrigða. Franco hélt velli.
Kommúnisminn reyndist blekk-
ing ein. Hann kom ekki aftur til
Spánar fyrr en í fyrra, e'n þá var
honum innilega fagnað. Gamall
vinur, Vicente Aleixandre, orti
ljóð til heiðurs honum.
Ljóðin sem Alberti orti i útlegð-
inni eru ýmist dæmigerð fyrir
beiskju hans vegna örlaga Spánar
eða saknaðarsöngvar til horfinnar
bernsku. 1 bókum eins og Re-
tornós de lo vivo lejano (Horfið á
ný til þess sem lifir i fjarska,
1953) rifjar hann upp liðinn tíma
á Spáni, yrkir um vini sina, fjöl-
skyldu og náttúru með þeim hætti
að heimþrá hans öðlast vængi
innilegs skáldskapar. Ef til vill
má orða það svo að hann höndli á
ný verðmætustu eiginleika æsku-
skáldskapar síns svo að úr verði
sameining þeirra og minninga og
reynslu þess manns sem margt
hefur lifað og víða farið. 1 bestu
ljóðunum af þessu tagi er rödd
skáldsins hrein og tær og um leið
þróttmikil. Mönnum hefur einnig
orðið tíðrætt um ljóðin í A la
Rafael Alberti ásamt leikkonunni Mariu Casares. Myndin tekin í París
í fyrra.
Um RafaelA Iberti
pintura (Til málverksins, 1946)
sem fjalla um myndlist og mynd-
listarmenn.
Hvað sem öðru líöur hafa Nób-
elsverðlaunin að þessu sinni oröiö
til þess að vekja athygli á spænsk-
um skáldskap. Skáld eins og
Aleixandre og Alberli eiga arf-
taka senrvert er að gefa gauni
þótt fáir þeirra jafnist á við
helstu fulltrúa hinnar nýju gull-
aldar spænskrar ljóðlistar þegar
runnu saman i eitt þjóðleg ein-
kenni í skáldskap og erlendir
straumar, einkum komnir frá
frönskum súrrealistum.
ljóð eftir sig til umsagnar. Meist-
arinn skrifaði honum um hæl
bréf fullt hrinfingar og þetta bréf
var síðan prentað sem formáli
bókarinnar. Jiménez var ekki
einn um að fagna hinu unga
skáldi. Alberti hlaut eftirsótt bók-
menntaverðlaun, þjóðarverðlaun-
in, og í margra augum varð hann
eitt af efnilegustu skáldum Spán-
ar.
Það sem einkennir ljóðin í Sjó-
maður í landi er ljóðrænn fersk-
leiki, einfaldleiki í formi. Skáldið
yrkir um bernskuströnd sína við
Cádiz, fólk og landslag. Það er
hafið sem er síendurtekið yrkis-
efni i þessum ljóðum. I einu
þeirra segir frá dreng sem sér
kvikmynd af hafinu. Hann tjáir
móður sinni þessa reynslu, en
hún svarar aö hafið í kvikmynd-
inni sé ekki hafið, aðeins hafið
sjálft sé raunverulegt: que la mar
en el cinema/no es la mar y la
mar es. Um hafið fjallar ljóðið. Ef
minn rómur sem er held ég eina
ljóðið sem þýtt hefur verið eftir
Alberti á íslensku. Það gerði
Helgi Hálfdanarson og birti i þý.ö-
ingabók sinni Undir haustfjöllum
Kf minn rómur dt\vr á landi
þá burió hann útad sj«
«íí skiljid vi<> hann áströndu.
Þirt bt*ri<> hann útaösjó
«K þi<> kvoójió hann til stjórnar
á orustuskipi hvítu.
(> minn rómur íaKurbúinn
öllum sjómonnskunnar táknum:
f.vrir «fan hjartaö ankcr.
yfir ankorinu stjarna
«í» yfir stjörnunni stormur
«K y fir storminum st'gl.
í næstu bókum sínum var Al-
berti trúr þeim tóni sem hljómaði
skærast í frumsmiðinni, en í Cal y
canto, 1928 verða timamót i skáld-
skap hans. Cal y canto er eins
konar hyllingaróður um Luis de
Góngora (1561—1627) saminn í
anda hans. Alberti vefur saman
fortið og nútíð i mælskum söng
sem í eðli sínu er ákfalega bar-
okk. Tilgangur Albertis mun hafa
verið að hefja vissa spænska hefð
í ljóðlist til virðingar á ný, en
skilningur hans á Góngora varð
ekki til þess að leysa ljóðlistina úr
viðjum. Fremur mætti halda þvi
fram að verkið yrði hemill á
mikla og upprunalega skáldgáfu
Albertis.
Ný tímamót létu ekki standa á
sér. Með Sobre los ángeles (Um
englana, 1929) verður bylging i
skáldskap Albertis og um leið má
segja að um stefnubreytingu
Taktu vel eftir
þessu verði:
H- föt frá 12.9
D-dragtir frá 12.9
Stakir jakkar frá 6.0
Kápur frá 5.0
Blússur frá 1 -6
Peysur frá 1 -2
Skyrtur frá 1 £
i Þú
tapar
á því að koma
afsláttur
Markaður sem enginn má missa af
TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
llbn KARNABÆR
ÚTSÖLUMARKAÐURINN
7 Á II. HÆÐ LAUGAVEGI 66
slmi frá skiptiborði 28155