Morgunblaðið - 14.10.1977, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 14.10.1977, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. OKTÖBER 1977 — Flugrán Framhald af bls. 1 neitudu ad leyfa aö hún tæki elds- neyti. Hóf hún sig þá til flugs og hélt til Laranaea á gríska hluta Kýpur. Fyrst i staó sögóu yfirvöld þar aó þotan fengi aó lenda til þess eins aó taka eldsneyti, en eftir aó hún var lent tilkynntu þau að leyfió hefði verió aftur- kallaó vegna þrýstings frá v- þýzku stjórninni. Uróu ræningj- arnir þá æfareióir og hótuóu aó sprengja þotuna í loft upp. Létu yfirvöld þá undan og leyföu aö eldsneytistankar væru fylltir. Er þotan hóf sig aftur til fiugs haföi hún eldsneyti til 8 klst. flugs, en þá höföu ræningjarnir fengiö til- kynningu frá yfirvöldum I Líhan- on og Sýrlandi um að þeir fengju ekki aö lenda þar. Lsraelskur radíoáhugamaöur heyröi í kvöld og tók upp á segul- hand samtal flugræningjanna viö v-þýzka flugvél, sem fylgdi i hum- átt á eftir Uufthansaþotunni. Þar sagöi Walter Mohammed. foringi ræningjanna, aö þeir væru fjórir, þar af tvær konur og aö þau væru vopnuö skamhyssum og hand- sprengjum. Var samtali þessu út- varpaö um v-þýzka stöö í Bæ- heimi Skæruliöahreyfingin, sem kall- ar sig „samtök haiáttu gegn heimsvaldasinnum" hefur aldrei áöur látiö aö sér kveöa. Stjórn- málafréttaritarar telja aö lesa megi úr tilk.vnningu samtakanna aö hér sé í raun og veru unt aö ræöa framhaidsaögeröir af ráni Ilanns Martins Sehleyers, þar sem samtökin krefjast þess aö öil- um pólitískum föngum „horgar- skæruliöum" veröi sieppl úr v- þýzkum fangelsum. Avarpiö var á arahísku og þar segir m.a. aö Schleyer, Juergen Fonto og Buhack saksóknari, sem háöir voru myrtir f.vrr á þessu ári væru dæmi um menn, sem ynnu i þágu nýnazisma og zionista í Tel-Aviv. Þess vegna væri nú gripiö til þess- ara aögeröa i framhaldi af ráninu á Schleyer tíl aö knýja á kröfur ræningja hans. Schleyer var rænt 5. septemher sl. -Frjáls blaða- mennska eða... Framhald af hls. 11. þjónn, en þegar blaðamaðurinn spurði hvort það væri í hans verka- hring að gefa yfirlýsingar um slíkt komu vöflur á hann en ekkert svar Þess má geta að blaðamönnum frá Morgunblaðinu var memað að fara mn á Keflavikurflugvöll í fyrra- dag, en eftir það hafði formaður Blaðamannafélags íslands samband við Harald Steinþórsson fram- kvæmdastjóra BSRB og kvartaði yfir aðgerðum gegn blaðamönnum Lof- aði Haraldur þá að láta þau boð út ganga að blaðamenn fengju að vinna óáreittir við störf sín, en engin slík boð höfðu komið til Keflavíkur í gær —á.j. — Cargolux... Framhald af hls. 32. breiðþotu af geröinni Boeing 747. Að sögn Siguröar Helgason- ar, forstjóra Flugleiöa, sem eirmíg á sæti' í aðalstjórn Cargolux, hefur fi'amkvæmda- stjórn Cargolux veriö veitt heimild til að gera leigukaupa- samning um breíðþotu af gerð- ínni Boeing 747 eða Jumbó, eins og þessi þota hefur einnig verið nefnd. Að sögn Sigurðar er gert ráó fyrir að fljótlega skýrist hvort þessi heimild veröur notuð eöa innan mánað- artima. Sigurður kvað ástæð- una fyrír því að þessi flugvéla- tegund varð fyrir valinu fyrst og fremst þá, að hún væri talin hagkvæmust þeirra þotna sem völ væri á. Ef af kaupum Cargolux á Jumhó-þolunni veröur má gera ráö fyrir aö það hafí bein- iínis áhrif á flugrekstur Flug- íeiöa. því Flugleiöii' hafa iðu- lega tekiö þotur Cargolux á leigu yfir háannatímann á sumrin. — Bankamenn Framhald af bls. 2 í allt aö. 15 sólarhringa og neyti hún þeirrar lagaheimildar, kemur verkfall til framkvæmda hinn 10. növemher næstkomandi, hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. Um sáttatillöguna skal síðan verða allsherjaratkvæöagreiðsla um land allt meðal hankamanna og skal hún standa í 2 daga. Eru sömu skilyrói fyrir því aö tillagan verði felld og i kjaradeilu BSRB. Starfsemi bankanna gengur sinn vanagang, þrátt fyrir verk- fall BSRB. Víxlar eru afsagðir, þar sem starfsmenn borgarfögeta- emhættisins eru allir félagar í Bandalagi háskólamanna, sem ekki er í í verkfalli. Hins vegar tekur afsögn lengri tíma, þar sem vélritun í samhandi víö hana er niöur lögö. Hins vegar kvaö Bjöigvin Vilmundarson bankana engan pöst fá og ekki kæmu þeir frá sér tilkynningum um gjald- daga. Slíkar tilkynningar kvaö hann þó sendar út meö þaö mikl- um fyrirvara, aö áhrifa verkfalls BSRB væri enn ekki farið að gæta í þeim efnum. — Enginn fundur Framhald af hls. 32. sáttanefndar hafa ekki boriö árangur og er henni þá rétt aö leggja fram miölunartillögu til lausnar kjaradeilu. Sáttanefnd ber aö ráögast viö samninga- nefndir aöila áöur en hún legg- ui' fram miölunartillögu." Síö- an segir um atkvæóagreiöslu um miólunartillögu aö meö hana skuli fara sem atkvæóa- greiöslu um sáttatillögu. Skal atkvæöagreiöslan standa í tvo daga, vera skrifleg og Ieynileg. Miölunartillagan telst felld ef helmingur greiddra atkvæða hiö minnsta er á móti henni, enda hafi ekki færri en helm- ingur atkvæðtsbærra rikis- starfsmanna á kjörskrá greitt atkvæði. Annars telst miölun- artillagan samþykkt. Miölun- ai'tillaga, sem samþykkt hefur veriö, telst gildur aöalkjara- samningur. — Samið í Reykjavik Framhald af bls. 32. flokk, síöan hækka launin um 3% 1. júlí 1978, um 3% 1. september 1978 og um 3% 1. april 1979. Eftir 15 ára starfsaldur hækki starfs- menn um einn launaflokk miöað viö rööun starfs þess, sem þeir gegna á hverjum tíma. 1 stað ákvæóis í eldri samningi um flutning milli 3ja og 4ra flokks eftir fjögur starfsár er í nýja samningnum ákvæöi um slíkan flutning eftir 3 starfsár og sam- hljóða ákvæði skal einnig gilda um flutning úr 4rða flokki í fimmta. Þá skal nú greiða per- sónuuppbót eftir 15 ár (75%) og eftir 12 ár (50%) auk fullrar per- sónuupphótar eftir 18 ár. í samningnum segir: „Verði gerðar breytingar á vísitöluregl- um almennra kjarasamninga í landinu á gildistima þess samn- ings með lögum, skulu samnings- aðilar taka upp viðræður í því skyni að tryggja þann tilgang ákvæða samningsins um verðbæt- ur, aö þau verði eigi lakari en hjá öðrum fjölmennum launþegasam- tökum í landinu." 1 fréttabréfi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, sem kom út i gærkvöldi, segir Þórhallur Hall- dórsson, formaður félagsins: ,,Að- fararnótt s.l. mánudags slitnaði upp úr samningaviðræðum milli rikisins og BSRB. Þegar sama dag hófst samninganefnd félgsins handa við að freista þess með viðræðum við launamálanefnd Reykjavíkurborgar að leysa launadeilu þessa með kjarasamn- ingi, þannig aö komizt yröi hjá verkfalli. Vióræóunum lauk á þann veg, aö síódegis sama dag var undir- ritaður kjarasamningur milli að- ila. Samningurinn var lagöur fyr- ir fjölmennan félagsfund á Hótel Sögu á mánudagskvöldið. Þar var honum hafnaö. 378 greiddu at- kvæði gegn honum en 338 með. Stjórn, samninganefnd og full- trúaráð félagsins voru engu að siður staðráðin í því að láta ekki deigan siga en reyna smningavið- ræður til hins ítrasta í trausti þess, að fijllur skilningur væri á því hjá báðum aðilum, að nauð- synlegt væri að aflétta verkfalli svo fljótt sem auðið væri. Niður- stöður þessara viðræðna liggja nú fyrir i samningi þeim, er undirrit- aður var af samninganefndum beggja aöila i dag, meó venjuleg- um fyrirvara. Fréttabréfið er að öllu leyti helgaó kynningu á samningi þess- um. — Þaö er einlæg von mín, að félagsmenn í St. Rv. geti að vel athuguðu máli greitt samningn- um atkvæöi n.k. laugard. og sunnudag og bundið þannig enda á verkfall, sem fáir öskuðu eftir og enginn vill aö verði langvinnt." Þegar samningur Reykjavíkur- borgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar hafði verið undirritaður i gær, ræddi Mbl. við Birgi ísleif Gunnarsson, borgar- stjöra. „Viðhorf okkar hjá borg- inni hefur veriö það að reyna að koma til móts við óskir starfs- mannafélagsins eins og viö teljum frekast unnt aö gera til aó reyna að leysa þessa deilu, þannig aö verkfalli ljúki og vinna hefjist á ný hjá Reykjavíkurborg," sagöi borgarstjóri. „Hjá starfsmannafélaginu verð- ur þetta samkomulag nú lagt fyrir allsherjaratkvæðagreióslu. Ég vona aö úrslit hennar sýni aö meirihluti borgarstarfsmanna telji aö um viöunandi samning sé aö ræöa og aö samkomulagið veröi samþykkt svo vinna getí hafizt á ný." _________ _________ — Carter ræðst á olíufélög Framhald af bls. 1 Iegan hagnað til að tryggja vióun- andi rannsóknir og boranir, en olíufélögin vildu hrifsa allan hagnaö til sín. Forsetinn sagöi, aö hagnaöur olíufélagannk á árs- grundvelli 1973, skömmu áöur en olíuverð fjórfaldaðist, hefði num- iö 18 milljöröum dollara. Ef frumvarpið yrði samþykkt myndi sá hagnaður nema um 100 milljörðum dollara árið 1985, en þau heimtuðu 150 milljarða doll- ara hagnaö. Sagðist forsetinn von- ast til að þingiö samþykkti frum- varp, sém hann gæti sætt sig viö, að öðrum kosti myndi hann beita neitunarvaldi. Hann sagði að þjóðir heims fylgdust með því sem Bandarikjamenn gerðu til að draga úr orkunotkun og veltu viljastyrk þeirra fyrir sér. — Efnahagslíf Rhódesíu Framhald af bls. 1 dökkt og ef tekið er tillit til hins óstyrka efnahagsástands í heimin- um hljóta menn að reikna með frekari efnahagshnignun eða þar til raunhæft, stjórnmálalegt sam- komulag hefur náðst. A síðasta ári hefur efnahagstjónið breytzt úr tímabundinni í varanlega þró- un, þannig að hriktir í stoðum." Eitt dæmi um efnahgsþróunina varð ljóst i gær, er eigendur stærstu verzlunarmiðstöðvar landsins, Mackays, er opnuð var fýrir 16 mánuðum, tilkynntu að henni yrði lokað eftir jól. — „Stingið þess- um manni inn” Framhald af bls. 17 ná í mig, stöðvuð i hliðinu og þaðan varð hún að hringja í mig til þess að ég'gæti gengið út að hliði og hitt hana. Þetta er fáránlegt, en þó vil ég taka það skýrt fram að sumir þeirra manna sem þarna eru við eftir- lit eru ávallt kurteisir. Nei, þaö fylgja því ýmis óþægindi að búa hér innan vallar og er enginri öfundsverður af því. Það má nefna barnanna vegna, því þau mega ekki fara hér inn á ákveð- in svæði sem þó liggja beint viö. Þaö var til dæmis í sumar aö 10 ára dóttir mín og 12 ára vin- kona hennar fóru hér vestur í móana til þess að huga aö hreiðrum. Skyndilega kom her- lögreglubíll með miklu offorsi að þeim og herlögreglumaður elti þær þegar þær hlupu ótta- slegnar hingað heim. Þær höföu þá verið á einhverjum bletti sem þær máttu ekki vera á, en þær voru lengi að jafna sig eftir þetta þvi maðurinn var vopnaður og mjög æstur. Nei, það er ýmislegt í þessu sem ætti aö hyggja aö, en það er hart aö fá ekki inngöngu heim til sin nema aó standa í þrasi og leið- indum." — Kennsla hafin Framhald af bls. 32. verkfallsverði," sagði Vilhjálmur um aðdraganda þessa máls. Hann kvað siðan ráðuneytið í kjölfar þessa hafa ráðfært sig við fjölmarga lögfræðinga um lög- mæti þess aö stöðva kennslu i þessum menntastofnunum vegna aðildar húsvarða þar að Banda- lagi starfsmanna ríkis og bæja, sem í verkfalli ætti. „Þeir lög- fræðingar, sem við hefur verið rætt, eru á einu máli um að slíkt sé ekki lögmætt," sagði ráðherra ennfremur. „Að þessi áliti fengnu telur ráðuneytið rétt aö kennsla fari fram að svo stöddu i þeim skólum a.m.k. þar sem ailir kenn- arar taka laun eftir kjarasamn- ingum stéttarfélaga utan BSRB og hefur forstöðumönnum við- komandi skóla verið skýrt frá þessari afstöðu ráðuneytisins, en þessir skólar eru Háskóli Islands, Kennaraháskóli íslands, Tækni- skóli Islands, menntaskólarnir og fjölbrautaskólarnir." — Fjarritasam- band við útlönd Framhald af bls. 32. hefðu þá verið fengnir og við- gerðarmaðurinn síðan gert við þessa bilun, sem ekki tók nema nokkrar mínútur. Karl Guðmundsson var sá starfsmaður Pósts; og sima, sem fenginn var til að gera við götunarvél eða gjaldmæli fjarrita- stöðvarinnar. Sagðist honum svo frá, að eftir að Kjaradeilunefnd hefði kveðiö upp þann úrskurð, að gert skyldi við tækin, hefði hann verið boðaður til viðgerðar- innar i gærmorgun. Þegar hann siðan hefði komið að stöðinni á 11. tímanum í gærmorgun hefðu þrir verkfallsverðir frá BSRB bannað honum að gera við tækin. Sagðist hann þó hafa haft undir höndum leyfi frá Kjaradeilunefnd um að viðgerðarmaður frá Pósti og sima skyldi gera við tækin. — Klukkan hálffimm var siðan hringt í mig aftur og ég beðinn að koma til viðtals við póst- og síma- málastjóra, sagði Karl í samtali við Morgunblaðió í gærkvöldi. — Hafði hann þá undir höndum erindi frá ríkisstjórninni um að þegar skyldi gert við tækin og úrskurði Kjaradeilunefndar hlýtt. Fékk ég nú leyfi frá Kjara- deilunefnd á eigið nafn og gerði við tækið, en það tók enga stund, innan við fimm minútur. Sagði Karl að ástæða þess, að BSRB hefði ekki viljað láta gera við tækin og talið það verkfalls- brot, væri sú að fjarritatækin væru ekki öryggisatriði og því ekki í verkahring Kjaradeilu- nefndar að úrskurða um hvort gert skyldi við þau. — Frumherja- starf... Framhald af bls. 1 inn hefði verið miklum erfiðleikum bundið fyrir vísindamenn á sviði læknisfræði og lífeðlisfræði að rann- saka starfsemi peptíða vegna þess í hve litlu magni þeir voru í líkaman- um Hins vegar hefði frú Yalow og samstarfsmönnum hennar snilldar- lega tekizt á árunum 1956 — 60 að finna nýjar leiðir til að mæla hor- móna og önnur líkamleg efni, sem fengið hefðu nafnið ..Radioimmun- ological Assay Method (RIA)” (mótefnamæling með geislavirkni) Hefðu nokkrar af uppgötvunum þeirra komið eftir rannsóknir á insúlíni, sem er velþekkt peptíð, sem notað er til meðferðar á sykur- sýki og ýmsum geðsjúkdómum RIA er nú notuð um nær allan heim. Þeir Guilleman, sem fæddist í Frakklandi. og Schally, sem er Pól- verji að uppruna, hafa löngum verið samstarfsmenn og keppinautar Á árunum eftir 1960 störfuðu þeir báðir í harðri samkeppni að rann- sóknum á efnum, sem finnast í heilastofni dýra. Það var siðan árið 1969 að Guillemin og samstarfs- mönnum hans tókst að framleiða einn af þessum hormónum, sem kallaður er TRF og m.a stjórnar öðrum hormón, sem er mikilvægur vexti barna og efnaskiptahraða í full- orðnum Um þetta segir í Nóbelstil- kynningunni ,,Uppgötvanir Guille- mins og Schallys lögðu grundvöll- mn að Hypothalamic-rannsóknum vorra tima (heilastofnsrannsóknum) og að frekari uppgötvunum nýrra heilahormóna, svo sem Endorphin- es, sem hafa svipuð lyfjafræðilega áhrif og morfin.” Guilleman, sem er 53 ára. fluttist til Bandaríkjanna 1958, en Schally, sem er 50 ára, fluttist ungur frá Póllandi, fyrst til Bretlands og Kan- ada áður en hann gerðist bandarísk- ur rikisborgari 1957 Verðlaunin verða afhent 10 desember í Stokk- hólmi. — 1 og 1/2 klst. í sjónum... Framhald af bls. 2 stakk sér til sunds og synti upp í fjöruna, og tók hann þegar til að nudda Jóhann, sem var orð- inn mjög þrekaður. Þegar fleiri menn kontu á staðinn nokkru síðar var Jóhann fluttur í Sel- vikurvita og þar var honum veitt betri aðhlynning áður en hann var fluttur til Siglufjarð- ar. Þegar Jóhann kom heim sagði hann, að það sem hefði haldið í sér lífinu allan þann tíma, sem hann var í sjónum, hefðu verið islenzk ullarnær- föt, sem hann var klæddur í. Jóhann er um fimmtugt. — Geirfínnsmál Framhald af bls. 32. Bragi Steinarsson vararíkis- saksóknari hefur fyrir hönd ákæruvaldsins krafizt gæzlu- varðhalds yfir Sigurði Óttari á meðan rannsókn fer fram á því meinta broti hans að hafa gef- ið rangan og eiðsvarinn fram- burð fyrir rétti. Ingibjörg Benediktsdóttir, fulltrúi við sakadóm Reykjavíkur, tók kröfuna til meðferðar og tók hún sér frest til ákvörðunúr þar til i dag. Lögfræðingur Sigurðar, Ró- bert Árni Hreiðarsson, til- kynnti dómendum Geirfinns- málsins, sakadómurum Gunn- laugi Briem, Ármanni Krist- inssyni og Haraldi Henrýssyni, það á þriðjudaginn, að Sigurð- ur óskaði að draga framburð sinn til baka. Hófst lögreglu- rannsókn samdægurs á þeim þætti málsins, sent sneri að Sigurði Óttari og stóð hún fram á kvöld. Var lögfræðing- ur-Sigurðar m.a. yfirheyrður. Siðdegis í gær fóru fram lokuð réttarhöld viðstöddum öllum verjendum ákærðu í málinu og þar lét Sigurður bóka, að hann hefði enga ferð farið til Kefla- vikur og vissi hann ekkert um afdrif Geirfinns Einarssonar. Gaf hann þá skýringu á fyrri framburði sinúm, þar sem hann lýsti nákvæmlega ferð- inni til Keflavikur og sam- skiptum við sum hinna ákærðu, að hann hefði verið þvingaður til þess af lögeglu- mönnum að gefa þennan fram- burð, en sú var einmitt skýring tveggja sakborninga í málinu, sem dregið hafa játningu sínar til baka, þeirra Sævars Marínós Ciesielski og Kristjáns Viðars Viðarssonar. Sem fyrr segir hefur ákæru- valdið krafizt gæzluvarðhalds yfir Sigurði Óttari Hreiðars- syni vegna meintra brota á 142. grein almennra hegning- arlaga, en hún fjallar um rang- an framburð fyrir rétti. Ef fi amburðjjr fyrir rétti er rang- ur og eiðsvarinn getur refsing orðið allt að 8 ára fangelsi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.