Morgunblaðið - 14.10.1977, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 14.10.1977, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1977 Valur í vandræðum — ÞETTA er mjög alvarlegt mál fyrir okkur, og kann svo að fara að við teljumst ekki hafa mætt til leiks, og verðum þar með gerðir skaðabótaskv Idir og sennilega dæmdir frá Evrópukeppninni þar sem eftir er, sagði Bergur Guðna- son, formaður Vals, í viðtali við Morgunblaðið í gær, en Valsmenn áttu að fara til Færeyja í gær og leika þar við Færeyjameistarana Kyndil í Evrópuhikarkeppni meistaraliða í handknatt leik. Sóttu Valsmenn um undanþágu fyrir ferð sína, en fengu algjöra synjun, og það sem verra var fvrir þá, að þeint tókst ekki að koma skilaboðum til IHF — alþjóða handknattleikssamhandsins — í tæka tíð í gær, en samhandið hafði heitið Valsmönnum ákveðn- um fresti, en sett það sem skilyrði að þeir yrðu að láta vita hvort þeir fa-ru til Færeyja eða ekki. — Við gengum frá Heródesi til Pílatusar með mál okkar í gær, sagði Bergur Guðnason, — en mættum hvergi neinu nema ólið- legheitum. Kom það okkur á óvart, þar sem Alþýðusamband íslands hefur jafnan sýnt skiln- ing á málefnum íþróttahreyf- ingarinnar í verkföllum og ekki hindrað að íþróttaflokkar gætu staðið við skyldur sínar og boðaða þátttöku í stórmótum erlendis. Þannig var t.d. verkfal! er ís- lenzka handknattleikslandsliðið þurfti að fara til heimsmeistara- keppninnar 1974, og fékkst þá undanþága hjá ASÍ, án mikilla átaka. Bentum við á þetta for- dæmi í gær. en töluðum fyrir daufum eyrum. Þegar sýnt var hvaða afgreiðslu ósk okkar myndi fá fórum við strax að reyna að koma skeyii til IHk’. Fengum við heimild hjá verkfallsnefnd BSRB til að senda tvö skeyti, en þegar við komum með þau á ritsímann fengum við þau svör, að ekki væri unnt að senda þau, nema fyrir lægi skrifleg heimild frá kjara- deilunefnd. Þangaö fórum við og var strax neitað um að senda skeytin. Bergur Guðnason sagði að Vals- menn hefðu haft samband við Færeyinga þegar sýnt þótti að verkfall skylli á og voru þeir reiðubúnir að senda flugvél eftir Valsmönnum. — En bæði var, sagði Bergur, — að flug þetta var fjárhagslega ofviða fyrir Val og eins var ekki vitað með vissu hvort flugvélin fengi að fara í loftiö aftur, ef hún lenti hérna. Þá var einníg mögu- leiki að fá Vængjaflugvél til Fær- eyjarfararinnar, en mikill kostnaður er því samfara. Síðan BSRB verkfallið hófst hafa íþróttahús verið lokuð og þeir leikir sem áttu að vera í mótum fallið niður. Meðal þeirra eru nokkrir 1. deildar leikir í handknattleik og kemur sér mjög illa fyrir Handknattleikssam- bandið og leikir þessir skyldu ekki geta farið fram, þar sem skammur timi er til þess að is- lenzka landsliðið hefur undirbún- ing sinn undir heimsmeistara- keppnina i Danmörku. Vilja að félög atvinnu- knattspyrnumanna fái bætur DANIR hafa nú vaxandi áhyggjur af sókn erlendra knattspyrnuliða í danska knattspyrnumenn, enda svo komið að strax og einhver danskur knattspyrnumaður sýnir verulega getu er hann kominn í atvinnuknattspyrnu hjá ná- KANADA OG MEXIKÓ UNNU í GÆRKVÖLDI fóru fram tveir leikir í Miö-Ameríkuriðli undan- keppni heimsmeistarakeppninn- ar í knattspyrnu. Kanada sigraði þá Surinam 2—1 og Mexikó sigr- aði El Salvador 15—1. Að fyrr- nefnda leiknum voru 95.000 áhorfendur en 110.000 horfðu á síöarnefnda leikinn. Staðan í keppninni er nú þessi: Maxikó Guatemala Kanada El Salvador Surinam Haiti 2 2 0 0 7—2 4 1 1 0 0 3—2 2 2 10 1 3—3 2 2 10 1 3—4 2 2 0 0 2 3—5 0 10 0 1 1—4 0 Islenzka og v-þýzka unglingalandsliöiö í handknattleik er léku saman í fyrravetur. Þjóðverjar fóru síðan I heimsmeistarakeppnina og urðu þar í fjórða sæti, en tslendingar sátu heima. Gefa verður yngri lands- liðum okkar meiri gaum grannaþjóðunum. Hefur Dönum reynst mjög erfitt að fá þessa leikmenn lausa til landsleikja, og nú hefur danska knattspyrnusam- bandið skipað nefnd til þess að gera tillögur um hvernig stemma megi stigu við því að erlend lið geti keypt til sín danska knatt- spyrnumenn fyrirvaralaust, og án þess að félög þeirra hljóti nokkr- ar bætur fyrir. Skýra diinsku blöðin frá þvi að nefndin hafi orðið sammála um að gera þaö að tillögu sinni að framvegis setji DBU þ.e. danska knattspyrnu- sambandið, ákveðnar hömlur á út- flutning leikmanna. Nefndin mun gera þaö að til- lögu sinni að þegar erlend félög gera atvinnusamning við danskan knattspyrnumann, verði þeim gert að greiða félagi viðkomandi al.lt að 2 milljónir króna, ella gefi sambandið ekki leyfi sitt til félagaskipta. Þá leggur nefndin einnig til að þegar slíkir samning- ar eru gerðir sé skylt að leggja þá fyrir nefnd danska knattspyrnu- sambandsins og hún hefi rétt til þess að gera við þá athugasemdir, ef þurfa þykir. Fyrir tæpum tveimur árum skrifaði undirritaður nokkrar greinar um handknattleik og þar á maðal eina sem helguð var þeim islenzka. Svo undarlegt sem það kann að virðast þá hefur þróun islenzks handknattleiks orðið nokkuö í þá átt sem þar var tæpt á. Á ég þar aöallega við hvernig nú er haidið á málum hvað varðar þjálfun og allan undirbúning is- lenzka A-landsliðsins. Islenzka A-landsliðið er nú að mestu skipaö kjarna harösnúinna leikmanna sem margir hafa leíkið saman allt frá árinu 1971 (forkeppni Olympiuleikanna) og sumir enn lengur. Árangur A- Jandsliðsins á siðasta ári færir heim sanninn um þaö að nauðsyn- legt er að byggja upp lið eins pg að frantan greinir. Forystusveit HSI hefur hvergi til sparað til að gera landsliðið sem bezt úr garði og ráðið meðal annars pólska þjálfarann Janus Cerwinski til starfa og hefur hann nú þegar sannað ágæli sitt. Hann hefur þegar náð þeim árangri sem ætlast var til og vonandi tekst honum eins vel upþ þegar í alvör- una er komið. þ.e.a.s. heims- meistarakeppnina í Danmörku á na^sta ári. Hver skyldi nú vera ástæðan fyrir að ég sting niöur penna og f jalla um þessi augljósu atriði? Þannig er mál með vexti að greinarhöfundur hefur þjálfað landslið 21 árs og yngri og sem lék i fyrra tvo landsleiki gegn v-þýzka landsiiðinu sem skipað var leik- mönnum á sama aldri. í þessari ferð kom það i ljós, aö „íslenzka landsliöið" var sýnu lakara en það v-þýzka, þó að það væri skipaö leikmönnum er allir hiifðu leikið með A-landsliðinu, að mark- vörðunum undanskildum. Leikar fóru þó svo að þýzkir höföu vinn- inginn eins og menn kannski muna. Islenzka liðið hafði fyrir þessa ferð æft saman í um það bil einn og hálfan mánuð, en það þýzka hafði verið saman í æf- ingum að meira eöa minna leyti í eitt ár með vestur-þýzka A- landsliðinu og þannig öðlast dýr- mæta reynslu auk þess að fá að Þýzka knattspyrnan I FYRRAKVÖLD fór fram ein umferð i vestur-þýzku 1. deildar keppninni í knattspyrnu og urðu úrslit leikja sem hér segir: VFL Boehum — FC Kaiserlautern 0—1 SIGRUÐU FYLKIR OG AUSTRI EKKI BÆÐI í 3. DEILDINNI? FYLKI úr Árhæjarhverfi var um síðustu helgi afhent sigur- launin I þriðju deild og fór verólaunaafhendingin fram á skemmtilegan hátt í Árhæjar- skóla um síðustu helgi. Fylkis- liðið er vel að sigrinum í þriðju deiidinni komið og er það von- um seinna að þetta efnilega lið kemst upp í 2. deild. Með Fylki upp í 2. deild fluttist Austri frá Eskifirði og er það í fyrsta skipti, sem liö frá þessu áhuga- sama „íþróttaplássi“ á lið í 2. deildinni. Ekki síður gott afrek hjá Austra en Fylkismönnum, þar sem Eskifjörður er í raun- inni mun minna „ba-jarfélag" en Arbærinn. Fi'ammistaða KSI i sambandi við úrskurð á sigurvegurum í 3. deildinni var hins vegar ekki með neinum glæsibrag að þessu sinni. Austramönnum hafði veriö tilkynnt að sigurinn í þriðju deildinni væri þeirra og fögnuðu bæjarbúar með knatt- spyrnumönnum í nokkra daga. Þá kom skyndilega öllum á óvart skeytí að sunnan, þar sem sagt var að vegna mistaka hefóu Austramönnum ranglega verið tilkynnt að þeir væru sigurvegarar, Fylkir fengi af- hent gullverðlaunin og bikar- ínn fyrir sigur í þriðju deild- inni. Þótti Austramönnum þetta eðlilega súrt í broti og aípöntuðu flugfar suður til Reykjavíkur, sem þeir höfðu áætlað til að taka við bikarnum. Nú er það svo að ails ekki er ljóst hvort líið sigraði í þriðju deildinni og má eflaust deiia mikið um það. Þar sem málin voru svo óljós og Fylkir og Austri hafa aldrei leikið saman hefði verið réttast að afhenda báðum liöum gullpeningana og tilkynna að Fylkir og Austri teldust sigurvegarar í þriðju deild. Það er ekki hægt að Iáta stiga- eða markahlutfall ráða, þegar lið leika við ólika og mis- sterka andstæöinga. — áij. f’C Saarbruecken — Schalke 04 Eintracht Braunswick — Hamburger SV Bayern Munchen — Borussia Dortmund Fortuna Diisseldorf — MSV Duisburg St. Pauli — 1860 Múnchen Stuttgart — . Eintracht Frankfurt FC Köln — Hertha Berlin Werder Brenten — Borussia Mönchengl.b. DÆMA I 2 — 1 4—0 3— 0 0—0 4— 1 2—1 3—1 3—1 NOREGI ISLENZKT dómaratríó verður á leik Brann og Eintraehl Braun- sehweig í 2. umferð Evrópubikar- keppni meistaraliöa í knatf- spvrnu. Mun E.vsteinn Guð- mundsson da*ma leikinn, en línu- verðir verða þeir Grétar Norð- fjörð og Kjartan Olafsson. ARSÞING IA ARSÞING iþróttabandalags Akraness verður haldið dagana 8. og 10. nóvember n.k. í íþróttahús- inu við Vesturgötu. spreyta sig með A-landsliðinu í landsleikjum. V-þýzka landsliöió skipað leik- mönnum 21 árs og yngri tók siöan þátt i heimsmeisfarakeppni þessa aldurshóps sem haldið v.ar í Svíþjóð og hafnaöi þar í-fjórða sæti. tsland var ekki meðal þátttökuþjóða. Svo virðist sem gleymst hafi að tilkynna íslenzka liðið í keppn- ina? Leikmenn Islands tjáðu mér að þeir hefðu orðiö fyrir von- brigðum með að fá ekki að taka þátt í þessu móti. Gremja þeirra var þó öllu meiri í síöustu vikú, nánai' tiltekið föstudaginn 7. október. en þá var skotiö á landsleik fyrir þessa sömu pilta gegn Alþýðulýðveld- inu Kina. Svo virtist sem að þessi viðureign væri fremur „feluleik- ur" heldur en opinber landsleik- ur. Áhorfendur var hægt að telja á fingrum annarrar handar og fulltrúar fjölmiðla sýndu ungu landsliðsmönnunum okkar þá óvirðingu að láta ekki sjá sig, og hafa ekki svo að mér sé kunnugt, fjallaö einu einasta orði um leik- inn. Leikurinn var nær ekkert auglýstur — þó kom ein auglýsing í útvarpi þar sem megináherzlan var lögð á lækkað miðaverð, en auövitað kom þessi „útsöluauglýs- ing" að litlu gagni. Nær hefði veriö að hafa aðgang ókeypis a.m.k. fyrir unga fólkiö í landinu sem stundar handknattleik hjá fé- lögunum. Svo fóru leikar að Is- lenzka landsliðið bar sigur úr být- um, 26—23, eftir að hafa veriö undir 7 —12 í hálfleik. Sýna þessi úrslit að piltalandsliöiö gerði nokkuð betur en A-landslið okk- ar, þ.e.a.s., fékk á sig færri mörk en A-landsliðið i báðum leikjun- um, auk þess að vinna stærri sig- ur en A-landsIiiö í öðrum leikn- um. Eg til taka það sérstaklega fram, að með þessum samanburði er ég ekki að kasta neinni rýi'ð á A-landsliöið heldur aöeins undir- strika kjarna þess máls sém felst i fyrirsögn þessarar greinar. Að leik loknum komu stjórnar- menn HSÍ ekki inn í búningsher- bergi til að þakka piltunum fyrir frammistöðuna að einum undan- skildum. eins og ég held að tiðkist þegar A-landsliöiö á í hiut. Höfðu piltarnir orð á þvi sem hér er á undan sagt. „Byrgjum brunninn áður en barnið er dottió ofan í." segir ís- lenzkt máltæki. Að lokinni HM- keppninni munu margir af hinum harðsnúna-kjarna sem ég nefndi í upphafi þessa greinarkorns leggja skóna á hilluna og þá væri ekkí amalegt að vita af kjarna yngri landsliöa til að halda uppi nterki tslands á handknattleiks- sviðinu. Stjórn HSI er skipuð dugmikl- Framhald á hls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.