Morgunblaðið - 14.10.1977, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1977
31
Afleiðingar ölvunar við akstur:
reiðarinnar, sem sagðist hafa
verið á um 50 km. hraða
(leyfður 60 km hámarks-
hraði), og verið að koma inná
gatnamótin þegar hann sá
hina bifreiðina koma inná
þaú á mikilli ferð, hemlaði þá
en gat ekki afstýrt árekstri.
Kona ökumannsins sagði í
lögregluskýrslu: „Skipti eng-
um togum að bifreiðin lenti á
vinstra framhorni bifreiðar
okkar og snerist siðan þannig
að hliðar þeirra lentu saman.
Var höggið mjög mikið og ég
tel að ekki hafi mátt muna
miklu að bifreið okkar ylti. Ég
Af 922 ökumönnum, sem teknir hafa verið grunaðir um
ölvun við akstur í Reykjavik, höfðu 140 lent í óhöppum,
smærri eða stærri.
Eignatjón og meiðsli — kröfurnar
lenda á hinum ölvaða ökumanni
Oft má sjá í blöðum fréttir
af árekstrum, bílar skemm-
ast, eignatjón verður og fólk
slasast, stundum margir. En
er þar með málið búið og allir
samir og jafnir eftir? Greiða
tryggingafélög alltaf tjónið?
Sleppur sá sem árekstrinum
veldur alltaf með skrekkinn?
Hvers á hinn saklausi öku-
maður að gjalda?
í gær var skýrt frá þvi að
922 ökumenn hafa verið
teknir í Reykjavík það sem af
er árinu grunaðir um ölvun
við akstur. Af þeim höfðu
140 lent í óhappi. Stundum
eru þau fremur lítil, ekið er á
umferðarskilti, en stundum
slasast fólk. Hér verður á eftir
rakið eitt dæmi af handahófi
um slíkt óhapp.
Hjón með þrjú börn 10,
11 og 13 ára leggja af stað í
ökuferð að morgni dags s.l.
sumar. Fjölskyldan hefur
ekki ekið lengi eftir einni af
breiðgötum borgarinnar er
hún nálgast gatnamót. Sér
ökumaðurinn til ferða annarr-
ar bifreiðþdar aðvífandi sér á
vinstri hönd á umræddum
gatnamótum, og bar þeirri
bifreið að draga úr ferð og
nema staðar, þar sem bifreið
fjölskyldunnar var á aðal-
braut. Taldi ökumaður fjöl-
skyldubifreiðarinnar fullvíst
að hin bifreiðin myndi nema
staðar og auk þess átti sú
bifreið eftir að fara yfir tvær
akgreinar, áður en komið var
að akbraut fjölskyldubifreið-
arinnar.
Ökumaður fjölskyldubif-
tel að maður nrvinn hafi eitt-
hvað náð til að hemla áður
en áreksturinn varð, en það
mun ekki hafa verið mikið,
þvi þetta gerðist allt svo
snögglega.
Ég tel að bifreiðinni, sem
við lentum i árekstri við, hafi
verið ekið á miklum hraða og
viðstöðulaust inn á gatna-
mótin."
Við áreksturinn kastast bif-
reið fjölskyldunnar út af veg-
inum en hin bifreiðin lenti
upp á umferðareyju Fjöl-
skyldan öll og ökumaður
þeirrar bifreiðar er kom eftir
þvergötunni voru flutt á
slysadeild meira eða minnna
slösuð. Ökumaður bifreiðar-
innar, sem ók inn á aðal-
brautina, reyndist ölvaður.
AFLEIÐINGAR
Ölvaði ökumaðurinn var
sviptur ökuleyfi og auk þess
sem hann slasaðist var bif-
reið hans stórskemmd og
óökufær Tryggingafélag bif-
reiðar hans hefur nú þegar
aðeins vegna tjóns á bifreið
fjölskyldunnar greitt 1 millj-
ón og 200 þúsund krónur og
eru þá ekki komnar til
greiðslur vegna meiðsla fjöl-
skyldunnar. Viðkomandi
tryggingafélag gerir siðan
kröfu um að ölvaði ökumað-
urinn endurgreiði allt það er
það greiðir fyrir hann.
Þetta dæmi, tekið af
handahófi úr þeim 140 til-
fellum, þar sem ökumenn
hafa ýmist valdið sjálfum sér
eða öðrum tjóni, ætti að sýna
okkur að öllum vegfarendum
stafar hætta af ölvuðum öku-
mönnum, enda er það æ
algengara að borgarar til-
kynni slík brot til lögreglunn-
Framhald á bls. 21.
922 öl
_____áin grunaðir
.umölvunvidaksturj
sem af er armu
1LvUn .»';,r
Aldrei meira úrval af
PEYSUM en nú
a TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
(jm KARNABÆR
Y AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Simi frá skiptiborði 28165
\
1