Morgunblaðið - 16.10.1977, Side 5

Morgunblaðið - 16.10.1977, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKT0BER 1977 5 un eða hvað? Naumast gat þó verið að ekki hefði verið hægt að hringja í síma til Moskvu annars staðar úr hótelinu en í telexherberginu? Á flugvellinum í Tibilissi, er við kom- um þangað, rákum við augun í íslenzka fánann og fannst hann eitthvað undar- legur. Hvitu lóðréttu strikin í fánanum voru þannig, að þau komu yfir rauða krossinn i flagginu. Fáninn var sem sagt rangur. Sjónvarpsmennirnir voru að ræða þetta sín á milli, þegar Victor Ane- kin kom þar að og spurði, hvort eitthvað væri að fánanum. Sögðust þeir eftir þetta gruna um að hann skyldi islenzku eða hvernig hefði hann annars getað vitað um umræðuefni þeirra. Þarna gat enn verið ein tilviljunin eða hvað? Eini staðurinn, þar sem telexinn var ekki á sérstöku lokuðu hótelherbergi var á hóteli Iveria í Tibilissi. Þann telex þurfti ég ekki að nota, þar sem um helgi var að ræða og Morgunblaðið kemur ekki út á mánudögum. En Jón Örn sendi útvarpinu frétt. Sendi hann á telex i anddyri hötelsins. Vakti það athygli okk- ar, að fjölmargir, sem þar voru staddir, höfðu gífurlegan áhuga á að sjá, þegar haft yrði samband við Island. Okkur fannst þetta fyrst skritið og við skildum ekki þennan áhuga. Það gat þó ekki verið óvenjulegt, að teiexinn væri notað- ur? Síðár rann upp fyrir okkur ljós. Hið óvenjulega við telexsendinguna var, að verið var að senda frétt til Vesturlanda og slíkt hafði fólk ekki séð áður. Það er ekki á hverjum degi, sem bein lina opn- ast á milli Tibilissi og Reykjavíkur. En hvað um það, í Tibilissi ræddi Geir við forsætisráðherra Grúsiu, Zurab A, Pataridse. Eins og í Armeniu máttu blaðamenn hlýða á viðræðurnar. Hvorki ég né aðrir íslenákir fréttamenn höfðum áhuga á að fylgjast með þessum viðræð- um, enda höfðum við í Armeniu orðið vitni að því, hvernig sfíkar viðræður fóru fram. Við fórum samt inn í viðræðu- salinn i upphafi þeirra á meðan myndir voru teknar. Sá ég þá, að fylgdarmaður okkar og kunningi, Victor Anekin, var búinn að koma sér fyrir í bezta hæginda- stólnum og hafði tekið-upp penna sinn og rissblokk — þess albúinn að punkta hjá sér, hvað forsætisráðherrunum færi á milli. Gengum við þá út. En eítir örlitla stund kom Victor einnig út og hafði skyldilega misst áhugann á viðræðunum. Ég spurði hann, hvort hann hefði ekki áhuga á viðræðunum, hvers vegna hann hefði hætt við að hlýða á þær. Hann yppti öxlum og kvaðst engan áhuga hafa á þeim — slíkar viðræður væru alltaf eins og hann vissi nákvæmlega, hvað ráðherrunum færi á milli. — Tilviljun eða hvað? Síðasti áfangastaðurinn var Kænu- garður eða Kiev. Eiður Guðnason fór á kvöldgöngu þetta siðasta kvöld, áður en hann fór i háttinn. Þegar hann kom niður i anddyri hótelsins sat þar maður, sem elti hann um leið og hann fór út. Þegar Eiður kom til baka, skýrði hann okkur frá þessari lifsreynslu sinni. Fór- um við Gunnar Kvaran þá einnig á kvöldgöngu til þess að kanna viðbrögð mannsins i anddyri hótelsins. Þegar við komum niður, vár hann ekki þar, en fyrir utan hótelið stóð dökkbrún Lada. Við gengum fyrir næsta horn og aftur fyrir enn eitt hornið. Þá skyndilega kemur Ladan á mikilli ferð og þegar ökumaðurinn sá okkur, var eins og kæmi á hann hik, en svo sneri hann við á götunni og ók til baka. Þegar við svo komum skömmu siðar aftur á hótelið, var Ladan þar. Tveir fulltrúar frá ráðuneyt- inu í Moskvu, sem fylgdu blaðamönnunum á öllum ferðum þeirra um Sovétrik- in, báðir skráðir sem eftir- litsmenn, Rozhkov til hægri og Dorozhkin til vinstri. Daginn eftir er við vorum að ferðbúast til Moskvu, sagði Eiður A.I. Khrenkov frá utanríkisráðuneytinu í Moskvu frá þvi, að hann hefði verið eltur kvöldið áður og það á mjög klunnalegan hátt. Khrenkov brosti sínu breiðasta, yppti ölxum og sagði: „Þetta er vissulega dásamlegt." Eiður var ekki á þvi að láta slá þessu upp í grín og kvað sér vera mikil alvara og hann væri viss um þetta. Khrenkov hætti það að brosa ög sagði: „Jú. þetta getur vel verið rétt. Fólkið hér i Kiev er óvant því að erlendir menn komi til borgarinnar og það er dálítið taugaóstyrkt.” Alla morgna, er við áttum að fljúga milli staða í Sovétríkjunum, skiIuðUm við farangri okkar um það bil hálfri klukkustund áður en við sjálfir áttum að vera tilbúnir til brottferðar. Þetta síð- asta kvöld í Kiev áttum við aftur á möti að skila farangrinum klukkan 23 um kvöldið. Við neituðum allir og sögðumst ekki skilja, hvers vegna við þyrftum að láta farangurinn af hendi svo snemma. Sættust gestgjafar okkar þá á að við skiluðum farangrinum klukkan 6.30 og var það gert. Enga skýringu fengum við á þvi, hvers vegna þeir vildu fá farangurinn svo snemma. Þess hafði aldrei áður gerzt þörf. Hins vegar var þetta siðasta kvöldið okkar i Sovét- ríkjunum og það vakti grunsemdir okk- ar. Við þóttumst sannfærðir um, að ein- hverjir vildu kanna, hvað í farangrinum væri. Samt held ég að segja megi, að ekki hafi verið farið í farangurinn og kannski eru þetta allt saman tilviljanir, sem koma fram, vegna þess að við sjálfir vorum tortryggnir. En ef svo er þá eru þær æði skrýtnar allar upp til hópa. KANARÍEYJAR eyjar hins eilífa vors Reykjavík: Lcekjargötu 2, símar 16400 og 12070. Akureyri: Hafnarstrceti 94, sími 21835. Vestmannaeyjum: Hólagötu 16, stmi 1515. VINSÆLT DAGFLUG Sunna býður upp á þægilegt dagflug á laugardögum. Hægt er að velja um 1, 2, 3 eða 4 vikna ferðir. Brottfarardagar: 16. okt. 5., 26., nóv. 10., 17., 29. des. 7., 14., 28. jan. 4., 11., 18., 25. feb. 4., 11., 18., 25. marz. 1., 8., 15., 29. apríl. Pantið snemma meðan ennþá er hægt að velja um brottfarardaga og gististaði. BESTU HÓTEL OG ÍBÚÐIR, SEM VÖL ER Á Sunna býður upp á bestu hótelin, íbúðimar og smáhýsin sem fáanleg eru á Kanarieyjum. CORONA ROJA, CORONA BLANCA, KOKA, RONDO, SUN CLUB, EÝUENIA VICTORIA, LOS SALMONES. Sum þessara hótela eru þegar orðin vel þekkt meðal íslendinga, og þeir sem einu sinni hafa dvalið á einhverju þeirra, velja þau aftur og aftur. HVÍLD OG SKEMMTANIR í SÓL OG SJÓ Á Kanaríeyjum er loftslag og hitastig hið ákjósanlegasta yfir vetrarmánuðina, meðan skammdegi og vetrarkuldi ríkir heima. Þar gengur fólk um léttklætt og getur notið hvíldar eða skemmtana, eftir því sem það óskar. Eitt er víst að engum leiðist í SUNNUFERÐ til Kanaríeyja. FARARSTJÓRAR VEITA ÖRYGGI OG ÞJÓNUSTU Skrifstofa Sunnu með þjálfuðu íslensku starfsfólki, veitir öryggi og þjónustu sem margir kunna að meta. Þeir upplýsa farþegum um eitt og annað, sem þeir þurfa að vita, fara í skoðunarferðir, koma í hótelheimsóknir og eru farþegum innan handar i hvívetna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.