Morgunblaðið - 22.10.1977, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKT0BER 1977
þess
virði
að
varð-
veitast
HÉR á síðunni birtir Mbl.
enn nokkur dæmi úr
skýrslunni um könnun á
sögu og ástandi húsa í
Grjótaþorpi, sem unnin
hefur verið undir stjórn
minjavarðar Reykja-
víkurborgar. í skýrsl-
unni kemur m.a. fram
íbúatala í Grjótaþorpi,
sem gefur vísbendingu
um þróun þess í borginni.
rjótaþorp íbúar
1768 25
1802 141
1835 182
1876 230
1905 388
1925 575
1974 145
Vesturgata 3, séð í austur,
Glasgowsund fyrir framan
húsin.
Aðalstræti 10
1752 Verksmiðjuhús innréttinganna
1790 Ole Nielsen
1800 Westie Petræus kaupmaður
1810 Geir Vídalin biskup
1823 Konungur kaupir
1840 Frú S. Vídalin ekkja
1848 Sveinbjörn Jacobsen og Th. Johnsen kaupmenn
1861 W. Fischer og P. Ottesen
1870 Jens Sigurðsson rektor
1873 M. Johannessen faktor
1891 N.T. Nielsen
1894 Helgi Zoéga kaupmaður
1926 Silli og Valdi
Húsið var eitt af húsum innréttinganna og er nú eitt
elsta húsið i Reykjavik. Um aldur þess rikir nokkur
óvissa, hefur það löngum verið talið byggt 1752.
Sumir hafa talið, að það hafi verið dúkvefnaðarhús
innréttinganna, sem brunnið hafi 1764, og húsið sem
nú stendur, sé reist á grunni þess. Var húsið ibúð
undirforstjórans, en var einnig nefnt "Kontor- og
Magazinhús". Westie Petræus kaupmaður keypti húsið,
þegar verksmiðjuhúsin voru seld, og nefndist það þá
Petræushús. Árið 1807 eignaðist Geir Vidalín biskup
húsið, sem upp frá þvi nefndist Biskupsstofan og
hélst það nafn fram undir aldamót. Konungur keypti
húsið af biskupi látnum 1823, en ekkja biskups,
Sigríður Halldórsdóttir Vidalin bjó þar til dauðadags
1846.
1873 keypti Matthias Johannessen faktor húsið, sem
hann bjó fyrst i ásamt fjölskyldu sinni, en lét
breyta i sölubúö 1889. Helgi Zoéga keypti húsið 1894
og hafði þar sölubúð sina. 1926 keyptu Silli & Valdi
húsið og þar er nú enn verslun.
Húsið er timburhús, klætt járni með helluþaki; ein
hæð og ris. Þegar þvi var breytt i sölubúð munu
gluggar á framhlið hafa verið stækkaðir, en stórar
rúður veriö settar í þá 1931. Að öðru leyti viröist
framhliðin lítið breytt frá upphafi. Áföst vestur-
hlið hússins er viðbygging úr steini frá 1932, sem
siðar var stækkuð. Stór gluggi er nú i norðurgafli
i stað tveggja smærri áður.
Húsið er ómissandi vegna sögu sinnar, legu og gerðar.
Þaö er eitt af elstum húsum Reykjavíkur og það eina
sem eftir er af þeirri húsaröð sem gaf Aðalstræti
þá mynd sem það hafði fram yfir miðja siðustu öld.
Viðbyggingin lýtir gamla húsið og færi betur á að
byggja nýtt hús sem félli við umhverfið ofar i
lóðinni svo að framhúsið stæði eitt sér. l:stað
gluggans á gafli mætti setja tvo smærri.
Vesturgata 3
1841 JÓn Markússon kaupmaður og borgari
1857 Kristján Þorsteinsson kaupmaður
1859 Hans Chr. Robb kaupmaður
1865 Jónas Jónasson faktor
1866 Sveinbjörn Jacoþsen kaupmaður og borgari
1867 Henderson & Co
1872 Egill Egilsson kaupmaður og borgari
1887 B. Muus & Co
1892 Th. Thorsteinsson kaupmaður
1936 Bræðurnir Ormsson verslun
Þar stóð fyrrum hús Jóns Markússonar kaupmanns
(stúdents), reist 1842. Um 1860 varð eigandi þess
Hans Chr. Robb kaupmaöur, sonur James Robb frá
Liverpool, en hann hafði verslað hér á landi frá
1813. Hans Chr. Robb hafði verslun í húsinu til
1866 og var hún nefnd Liverpool. Urðu bá mikil mála-
ferli vegna sölu og kaupa á eigninni, sem að lokum
var tildæmd Henderson & Co, eigendum Glasgow (Vestur-
gata 5 A). Um 1870 rak Sigfús Eymundsson verslun í
húsinu, en hann hafð'i stofnað verslunarfélagið
"Norske samlaget" ásamt kaupmönnum í Björgvin í
Noregi. Rak félagið gufuskip, hið fyrsta sem fór
milli hafna. 1872 keypti Egill Egilsson kaupmaður
eignina og átti hana til 1888. Á þeim tíma rak þar
verslun Magnús JÓnsson i Bráðræði og Siguröur sonur
hans, sem lét byggja upp sölubúðina' 1885, en gamla
húsið hafði brunnið sama ár. Stendur þetta hús enn.
Skömmu eftir 1890 eignaðist Th. Thorsteinsson kaup-
maður eignina og rak þar einhverja stærstu riýlendu-
vöruverslun í bænum og hafði enn fremur mikla þil-
skipaútgerð. Lét hann reisa geymsluhús á lóðinni,
skammt frá húsum Fischers árið 1896 og annaó áfast
húsi Fischers 1903.
Framhúsið er járnvarió timburhús: kjallari, tvær hæðir
og ris. Útlitsbreytingar hafa verið gerðar: settur
inngangur á norðausturhorn, sem er sneitt, svo og á
norövesturenda hússins, á austurgafli hefur inngangi
og þrepum verið breytt og einnar rúðu gluggar settir
á neðri hæð á noröurhlið. Einhverjar útlitsbreytingar
hafa verið gerðar á bakhúsunum.
í kjallara hússins og á neðri hæð eru verslanir og
rakarastofa, skrifstofur og vörugeymsla á efri hæð,
en tvær íbúðir í risi. 1 bakhúsum eru vörugeymslur
og skrifstofa.
GRJÓTAÞ0RP
Húsin eru ómissandi vegna gerðar sinnar, legu og sögu.
Framhúsið er byggt sem verslunarhús á stað, sem
verslað hefur verið á frá upphafi. Húsaþyrpingin
er tengd húsunum númer 2 við Aðalstræti og mynda
ásamt þeim eina heild. Hefur útliti húsanna við
Vesturgötu auk þess veriö litið breytt.