Morgunblaðið - 26.10.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.10.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTOBER 1977 3 Fjármálaráðherra um kjarasamninga BSRB: r Utgjaldaauki 7,7 milljarðar — tryggja verður tekjuöflun við afgreiðslu fjárlaga Nauðsynlegt að breyta löggjöf í ljósi fenginnar reynslu Matthías A. Mathiesen, fjármáiaráðherra, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöidi, eftir að kjarasamningar höfðu verið undirritaðir milli ríkisins og BSRB, að hann fagnaði því, að samningar hefðu nú náðst og þessi erfiða kjaradeila þar með til lykta leidd, en samningar þessir leiða til þess að laun opinberra starfsmanna munu hækka um rúma 9 milljarða á næsta ári. Kvaðst fjármálaráðherra vilja færa þakkir öllum þeim, sem unnið hafðu að lausn deilunnar bæði af hálfu ríkisins og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Fjármálaráðherra sagði, að útgjaldaauki rikissjóðs á næsta ári af völdum þessara kjara- samninga mundi nema um 7,7 milljörðum króna miðað við það fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár, sem nú liggur fyrir Alþingi. Matthias A. Mathiesen sagði að tryggja yrði fjármagn til þess að standa undir þessum auknu útgjöldum við afgreiðslu fjárlaga i desember n.k. Hins vegar sagði ráðherrann, að enn hefði ekki komið til umræðu í ríkisstjórninni, hvernig afla ætti þessa fjár og á þessu stigi væri ómögulegt að segja, hvort það yrði gert með viðbótar- tekjuöflun, samdrætti í rikisút- gjöldum á öðrum sviðum eða hvort báðar þessar leiðir yrðu farnar að hluta til. Fjármálaráðherra var spurð- ur, hvernig hinir nýju kjara- samningar væri i samanburði við samninga þá, sem sveitarfé- lögin gerðu í siðustu viku og sagði hann að hinir nýju samn- ingar væri mjög i samræmi við þá samninga, sem sveitarfélög- in hefðu gert við sína starfs- menn enda væri eðlilegt og nauðsynlegt að kjör þessara starfshópa hjá riki og sveitarfé- lögum væri áþekk. Matthías A. Mathiesen sagði, að hjá ríkinu væru að sjálfsögðu fjölmargir starfshópar, sem ekki væri hjá sveitarfélögunum og þar af leiðandi ekki grundvöllur til nákvæms samanburðar, en sú launauppbót, sem opinberir starfsmenn fengju fyrir sept- ember, október og nóvember ætti að vega upp á móti þvi að desemberuppbót væri meiri kjarabót fyrir starfsmenn sveit- arstjórna en rikis. Fjármálaráðherra var spurð- ur, hvort hann teldi að fenginni reynslu, að rétt hefði verið að veita opinberum starfsmönnum verkfallsrétt og svaraði hann þvi til að þrátt fyrir vonbrigði sin með framkvæmd þeirra laga, sem veittu opinberum starfsmönnum verkfallsrétt. teldi hann engu að siður, að þær forsendur, sem á sinum tima hefði legið til grundvallar því að verkfallsréttur var veitt- ur, hefðu verið rétt metnar. Matthías Á. Mathiesen lýsti hins vegar þeirri skoðun í við- tali við Morgunblaðið, að nauð- synlegt væri i ljósi reynslunnar að endurskoða þessa löggjöf og gera þær breytingar á henni, sem stuðluðu að skýrari laga- ákvæðum og skynsamlegri vinnubrögðum. Loks var fjármálaráðherra spurður álits á þeirri ákvörðun Alþýðusambands Vestfjarða að segja lausum kjarasamningum með tilvisun til samninga opin- berra starfsmanna og kvaðst hann ekki telja þá gefa tilefni til slikra ákvarðana almennu verkalýðsfélaganna. Það ar öll- um ljóst, sagði Matthias A. Mathiesen, að samræma þurfti kjör vissra hópa ríkisstárfs- manna, sem dregizt höfðu aftur úr, launakjörum annarra og ég sé enga sanngirni i því að telja þá samræmingu forsendu upp- sagnar hjá öðrum. Arekstur við hraða- mælingar HRAÐAMÆLINGAR lögreglunn- ar hófust á nýjan leik í gær eftir verkfallið. Lögreglumenn voru í gær við mælingar á Breiðholtsbraut. Stöðvuðu þeir ökumann, sem ók heldur greitt að þeirra mati. Lög- reglumaður var að taka niður nafn mannsins þegar nýr bill kom í geislann og var hann á hvorki meira né minna en 100 km hraða. Lögreglumennirnir gáfu honum strax merki um að stöðva en vega- lengdin dugði ekki til þess að ökumaðurinn næði að stöðva bíl- inn og skall hann harkalega á fremri bilnum. Engin meiðsli urðu á mönnum en mikið eigna- tjón og bilstjórinn var sviptur ökuréttindunum hið snarasta. Setuverkfall á skurðstofu Landspítalans HJÚKRUN ARFRÆÐING AR á svæfingadeild og skurðstofugangi Landspítalans gerðu tveggja klukkustunda setuverkfall á mánudagsmorguninn til að leggja áherzlu á kröfur sinar og annarra félaga f BSRB. Davið Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri hjá rikisspítölun- um, sagði i samtali við Mbl. í gær, að hjúkrunarfræðingarnir, sem eru 15—20 að tölu, hefðu lagt niður vinnu frá klukkan 8 til klukkan 10 á mánudagsmorgun. Hefði að þeim sökum þurft að fresta skurðaðgerðum en þær Framhald á bls 18. Hluti úr jólabók horfinn NOKKRAR offset plötur og 16 blöð úr jólabók hurfu á mánudag- inn úr gangi fyrirtækisins Ljós- brots, Hverfisgötu 50. Þetta var samanvafið og ekki ósvipað blaða- böggli I útliti. Ef útgefandinn fær ekki jóla- bókina sina i hendur verður hann fyrir mörg hundruð þúsund korna tjóni en offsetplöturnar og þessar 16 síður úr jólabókinni koma engum að gangi nema út- gefandanum. Eru það tilmæli lög- reglunnar, að henni verði gert strax viðvart ef einhver telur sig geta veitt upplýsingar í þessu máli. Milljón stolið úr íbúðí Breiðholti RANNSOKNARLÖGREGLA rfkisins hefur til rannsóknar stór- þjófnað, sem framinn var I fbúð f Breiðholti eftir hádegi á mánu- daginn. Brotizt var inn í fbúðina og stolið um einni milljón króna f reiðufé. Húsráðendur vissu af pen- ingunum á sinum stað um há- degisbil þennan dag en þegar þeir komu heim um kvöldið voru pen- ingarnir horfnir ásamt einhverj- um fleiri verðmætum. Ekki er fullljóst hve mikil upphæðin var nákvæmlega en hún mun hafa verið liðlega milljón. Þegar Mbl. hafði síðast fréttir í gærkvöldi var þjófnaðurinnóupplýstur. I gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað úr ibúð i Hliðunum. Var þar um að ræða á þriðja hundrað þúsund króna í peningum að þvi er talið var. Mjög óhreinn fatnadur þarf ntjög gott þvottaefm... Með Ajax þvottaefni veróur mistití þvotturinn alveg jafn hreinn og suðuþvotturinn. Hinir nýju endurbættu efnakljúfar gera þaó kleift að þvo jafn vel meó öilum þvottakerfum. Strax við lægsta hitastig leysast óhreinindi og blettir upp og viðkvæmi þvotturinn verður alveg hreinn og blettalaus. Við suðuþvott verður þvotturinn alveg hrfinn og hvitur. Ajax þvottaefni, með hinum nýju efnakljúfum sýnir ótvíræða kosti sína, einnig á mislitum þvotti — þegar þvottatíminn er stuttur og hitastigið lágt. Hann verður alveg hreinn og litirnir skýrast. Hreinsandi efni og nýjr. endurbættir efnakljúfar ganga alveg inn í þvottinn og leysa strax upp óhreinindi og bletti í forþvottinum. Þannig er óþarft að nota sérstök forþvottaefni. Ajax pvottaefní pýóir: gegnumhreinn þvottur meó öllum þvottaUerfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.