Morgunblaðið - 26.10.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.10.1977, Blaðsíða 25
fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1977 25 + Villy Petersen í Sönderborg í Danmörku setti nýlega heimsmet í þúsund metra róöri í baðkeri. Hann var 29 mínútur og 45 sekúndur aö róa vegalengdina. Ekki er öll vitleysan eins. + Peter Sellers þykir kvenhollur í meira lagi. Tæplega var búiö aö ganga frá síðasta hjónaskilnaði fyrr en hann var búinn aö finna sér nýja vinkonu. Sú heitir Lynne Frederick. Hún heldur því fram aö aldursmunurinn sem er 30 ár skipti engu máli. + Doris Day neitar nú öllum til- boðum um leik í kvikmyndum. Hún hefur ásamt manni sinum opnaö verslun meö fóöur fyrir húsdýr. IVlynd af henni á aö prýöa hverja einustu dós af kattamat. + Nýlega var afhjúpaður f Osted skammt frá Hróarskeldu í Dan- mörku steinn til minningar um Jörgen Jörgensen sem var kennslumálaráóherra f fjórum ráðuneytum, allt frá Stauning til Kampmanns. Hann var einnig innanrfkisráóherra á hernámsár- unum. Formaður Þjóðþingsins, Karl Skytte, afhjúpaói minning- arsteininn um þennan merka stjórnmálamann. Terry Carter var innprentaó í æsku aö meta fólk að veróleikum en ekki eftir fjármunum. Sjálfur getur Carter nú keypt sér flest þaó sem hægt er aó kaupa fyrir peninga. Hann er einn af þeim fáu sem hafa ráó á aó eiga Mercedes Benz í USA. + Leikarinn Terry Carter, sá sem leikur Broadhurst f sjónvarps- þáttunum um McCloud, haföi hugsaó sér aó verða lögfræöingur. Hann hafói stundað lögfræðinám í tvö ár, en sagói þá skiliö við háskólann og gerðist leikari. Honum fannst að sem leikari gæti hann gert meira gagn í baráttunni fyrir jafnrétti meðal mann- anna, hvernig svo sem litarhætti þeirra eða þjóðfélagslegri stöðu væri háttað. Hann er mjög ánægður með að leika f þáttunum um McCloud. „Það er ákfalega mikils virði að leika í svona vinsælum sjónvarpsþætti þar sem hvítur maður frá suðurríkjunum og svartur norðurríkjamaður vinna saman i gagnkvæmri virðingu hvor fyrir öðrum. Það hlýtur að gefa manni trú á betri heim,“ segir Terry Carter. Carter átti mjög auðvelt með að læra. Hann er alinn upp í New York í hverfi þar sem mikill meiri hluti íbúanna var hvítir menn og í skóla var hann eini svertinginn í bekknum. Konu sfna Anne, sem er ítölsk, hitti hann fyrst er hann vann við kvikmyndaleik á ltalíu. Hann kunni ekki orð í itölsku og hún ekki í ensku, en samt sem áður giftu þau sig ári seinna. Þau eiga tvö börn, Miguel 7 ára og Melindu 4 ára. Börnin tala ensku og ítölsku jöfnum höndum. Fjölskyldan dvelur alltaf hluta af árinu í Róm. Terry Carter var fyrsti svarti fréttaþulurinn í USA. Garðsöngvarar heimsœkja hús í Vestmannaeyjum Nokkrir flækingsfuglar af spörfuglaætt, garðsöngvarar, hafa sézt að undanförnu í Vest- mannaeyjum. Einn þessara gesta flug inn um stofuglugg- ann á húsinu Saltaberg og dafn- ar hann vel þar. Einnig munu tveir til þrír sömu ættar hafa náðst lifandi og eru þeir í upp- eldi og fóstri eins og þessi sem Sigurgeir myndaði. Garð- söngvarinn er mjög styggur og v’ar erfitt að mynda hann, því hann var nánast aldrei kyrr stundinni lengur. Garðsöngvarinn er flækingur á íslandi og í Færeyjum, en annars er hann um alla Evrópu. Hann er hnellinn söngvari, ólífurbrúnn að ofan og ljósmó- leitur að neðan. Hann er án glöggra sérkenna, en ef til vill auðþekktastur á langvarandi og fögrum söng. Algengasta radd- breiting hans byggist á kvak- hljóði „tjékk tjékk", þá bergður hann stundum fyrir sig lágu hrjúfu „tsjörr"-hljóði og veik- róma „úit“. Garðsöngvarinn í stofuglugganum hjá Súlla á Saltabergi. Ljósmynd Mbl. Sigureeir { Evium. Bókaskrá Æskunnar er komin út. Æskan hefur nú gefiö út bóka- skrá i ellefta sinn. Skráin hefur i þessari útgáfu verið stækkuð og býður nú upp á 800 bókatitla, auk ritfanga og tölva. Hún er gefin út í 22 þúsund eintökum og í henni eru bækur frá 35 útgefendum um hin fjölbreytilegustu efni fyrir alla aldurshópa. og fylgir pönt- unarseðill skránni til að auóvelda lesendum pantanir bókanna. Bókaskráin gildir þar til i septem- ber 1978. Freon-frystitæki til sölu Aflköst 22 tonn á sólarhring. Sérstaklega heppileg til rækjufrystingar um Hagstætt verð. borð í skipi. Upp. í síma 1 907 1 Æskan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.