Morgunblaðið - 26.10.1977, Síða 15

Morgunblaðið - 26.10.1977, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTOBER 1977 15 Kathryn Crosby sagði við frétta- menn þegar kista hins Iátna eiginmanns hennar kom til Los Angeles fyrir rúmri viku: „Hluti af mér á von á Bing aftur heim frá Spáni á fimmtudaginn kemur, og sá hluti skilur enn ekki að hans er ekki von lengur.“ Myndin var tekin af Bing Crosby 14. október s.l., rétt áður en hann hélt út á golfvöllinn í Madrid. I þetta skipti átti hann ekki aftur- kvæmt þvi að á vellinum fékk hann hjartaslag og dó. Crosby var 73 ára að aldri. Húsleit h já Sakharov >Ioskvu — 25. október — AF. ANDREI D. Sakharov skýrði vestrænum frétta- mönnum frá því í dag að allt benti til þess að sovézk yfirvöld hefðu látið gera húsleit í íbúð hans í út- hverfi Moskvu. Þegar vin- ur Sakharovs sem býr í íbúðinni um stundarsakir kom að á mánudaginn höfðu dyrnar verið brotnar upp og innanstokks var allt á tjá og tundri. Sakharov kvaðst ekki ætla að kæra þetta húsbrot þar eð hann taldi slíkar aðgerðir ekki svara kostnaði. „Þetta er í fyrsta skipti, sem svo augljóst er að húsleit hefur verið gerð,“ sagði Sakharov i sím- tali í dag, „en hér hafa þjófar ekki verið á ferð því að ekkert hvarf úr íbúðinni. Því hlýt ég að draga þá ályktun að hér hafi verið um að ræða ráðstöfun af hálfu yfir- valda.“ Sakharov sagði ennfremur, að rifið hefði verið upp úr skúffum og fram úr skápum í íbúðinni, auk þess sem fóðri í flikum hefði ver- ið sprett upp. Um leið og hann Iýsti þessum verksummerkjum skýrði hann frá því, að 1. október s.l. hefðu rúður í bifreið hans verið límdar aftur með tjöru og hitunartæki í bifreiðinni skemmd, en þessi atburður átti sér stað sama dag og Nóbelsverð- launahafinn afhenti sendiráðum vestrænna ríkja áskorun sína um einarða afstöðu í umræðum um mannréttindamál á Belgrad- ráðstefnunni. Sakharov Baader- félagar jarðsettir Stuttgart, 25. október. AP. MANFRED Rommel, borgar- stjóri I Stuttgart, hefur veitt samþykki sitt til þess að hryðjuverkamennirnir þrír, sem sviptu sig lífi í Stamm- heim-fangelsi, verði jarðsettir í kirkjugarði í Stuttgart á fimmtudag. Rommel veitti þetta leyfi þrátt fyrir mótmæli ýmissa; samherja sinna í flokki kristi- legra demókrata. „Óvild verður einhvers stað- ar að ljúka og i þessu máli lýkur henni hvað mig varðar við gröfina," sagði Rommel. Crosby-auðæf- in bundin í eign- um og fyrirtækjum Redwood — 25. óktóber — Reuter. LANGMESTUR hluti auðæfanna, sem Bing Crosby, söngvarinn frægi, lét eftir sig, er bundinn I eignum og fyrirtækjum, sem skiptast milli sjö barna hans og ekkju hans, Kathryn. Söngvarinn lét ekki eftir sig nema 400 þús- unti dali í reiðufé, en samanlagt verðmæti erfðafjárins nemur mörgum milljónum. Erfðaskrá Crosbys hefur verið lögð fram til staðfestingar, en skilmálar hennar og upphæðirn- ar, sem um er að ræða, hafa ekki verið birtar opinberlega, að öðru leyti en því að af lausafé kemur mest í hlut ekkjunnar, sem fær 150 þúsund dali. I erfðaskránni er að finna til- lögur um leiðir til að koma í veg fyrir að meira af erfðagóssinu fari í skattgreiðslur en brýna nauðsyn ber til. Holland: Joop den Uyl mynd- ar meirihlutastjóm Haaíí —25. okt. — AP. MYNDUN meirihluta- stjórnar í Hollandi er nú aö komast á lokastig. Stjórnin verður sam- stevpustjórn undir forsæti Joop den U.vls, en auk jafnaöarmannaflokks hans eiga kristilegir miö- demókratar og Lýðræðis- flokkurinn, sem er vinstri flokkur, hlut að stjórnar- mynduninni. Tveir fyrr- nefndu flokkarnir fá sjö Sihanouk Sihanouk rýfur þögnina Kangkok. 25. oklóber. AP. NORODOM Sihanouk fursti, fyrrverandi þjóð- höfðingi Kambódíu, hefur í fyrsta skipti í 18 mánuði látið til sín heyra opinber- lega og sent þrjár orðsend- ingar með árnaðaróskum frá Phnom Penh, höfuð- borg Kambódíu. ráðherra hvor, en Lýð- ræðisflokkurinn verður með tvo ráðherra. Allt bendir til þess að utan- ríkismál verði eftir sem áð- ur í höndum Max van der Stoel, sem er í flokki jafnaðarmanna. Þá fimm mánuði, sem liðnir eru frá því að þingkosningar fóru fram í Hollandi, hefur stjórnar- kreppa verið ríkjandi, og um leið hafa átt sér stað harðvitug átök innan hinna ýmsu stjórnmála- flokka. Krufningin sýnir að Biko lézt af höfuðáverka — segja læknar Jóhannesarborg — 25. októbvr — AP NIÐURSTAÐA loka- skýrslunnar um krufn- ingu s-afríska blökku- mannaleiðtogans Steve Bikos leiddu í ljós að hann lézt af höfuð- áverka, að því er haft er eftir læknum, sem fylgd- ust meö krufningu, sem fram fór fyrir nærfellt sex vikum. Skýrslan hef- ur verið send Jaines Kriiger dómsmálaráð- herra, svo og- lögreglu- og fangelsisyfirvöldum, en hún hefur ekki verið birt opinberlega. Yfirvöld i S-Afriku hafa ávalit haldið því fram að lát Bikos hinn 12. september s.l. hafi borið að höndum með eðli- legum hætti, en andófsmenn halda því fram að hann hafi verið myrtur i fangelsinu, þar sem ströngustu öryggisráð- stafanir eru við lýði. KIWANISHREYFINGIN Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.