Morgunblaðið - 26.10.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.10.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÖBER 1977 Loðnuveið- in komin yfir 200 þús. lestir I FYRRINÓTT fór hcildarloðnu- afli sumar- og haustvertfðar yfir 200 þúsund lestir, cn heildarafl- inn á allri sumar- og haustvertíð- inni í fvrra varð alls 110 þúsund lestir. Frá því á sunnudagskvöld fram að hádegi I gær tilkvnntu alls 18 skip um afla, alls 5.610 lestir, og fóru flest skipanna til Siglufjarðar með aflann. t gær var hræla á loðnumiðunum við Kolbeinsey og létu skipin reka. Skipin sem tilkynntu um afla frá því á sunnudagskvöld fram ad hádegi í gær eru þessi: Gísli Árni RE 330 lestir, Börkur NK 150, Víkurberg GK 180, Jón Finnsson GK 130, Gullberg VE 440, Örn KE 300, Hrafn Sveinbjarnarson GK 220, Loftur Baldvinsson EA 550, Hugunn VE 500, Freyja RE 240, Vörður ÞH 200, Guðmundur RE 400, tsleifur VE 350, Rauðsey AK 330, Bjarni Ólafsson AK 380, Eld- borg GK 430, Grindvikingur GK 480 og Hrafn GK 400. Sjónvarpið: Ovíst hvort Silfurtunglið verður tilbúið íyrir jólin ÚTVARPSRAÐ samþvkkti ný- lega að „Silfurtunglið'* eftir Hall- dór Laxness yrði jólaleikrit sjón- varpsins 1 ár. Vegna verkfalls BSRB gat vinna við leikritið ekki hafizt á áætluðum tíma og er jafn- vel útlit fyrir að leikritið verði ekki tilbúið til sýninga í tæka tíð en það mun skýrast á næstu dög- um, samkvæmt upplýsingum Jóns Þórarinssonar dagskrár- stjöra. 1 sumar voru nokkur leikrit kvikmynduð á vegum sjónvarps- ins og verður unnið við frágang þeirra á næstu vikum og mánuð- um. Fyrsta leikritið, „Róbert Eliasson kemur heim frá útlönd- um", eftir Davið Oddsson, verður væntanlega sýnt í sjónvarpinu í lok nóvember. Leikstjóri er Haukur Gunnarsson. — Mesta hækkunin Framhald af bls. 2 2. Persónuuppbót, 40 þúsund krónur, verður greidd i desem- ber til þeirra, er þá hafa náð 10 ára starfsaldri eða hafa náð þeim aldri fyrir árslok 1978. Þeir, sem vinna hluta úr starfi, fá aðeins uppbót í samræmi við þann hluta starfs, er þeir gegna. 3. Vinni dagvinnumenn eftir- vinnu fá þeir framvegis kaffi- tima frá því klukkan 17.45 til 18.00. 4. Launastigi sá, er til boða var fyrir verkfall, gildi tímabil- ið júli til ágúst 1977, en launa- stigi Reykjavíkurborgar gildi frá 1. desember 1977. 5. Þá var fallizt á að 39 menn, er voru i 1. til 3. launaflokki 30. júni 1977, skuli eigi vera lengur en 6 mánuði i hverjum þessara flokka. Auk þess var samið um fjölda orðalagsbreytinga, bæði fyrir og eftir verkfall. Eins og áður segir er sérstök mánaðargreiðsla í þrjá mánuði 4 þúsund krónur til ríkisstarfs- manna og fá þeir það umfram t.d. starfsmenn Reykjavikur- borgar, 12 þúsund krónur. Að frádregnum verkfallstímanum eru þetta um 10 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk í gær hafa starfsmenn rikisins verið sjö dögum lengur í verkfalli en borgarstarfsmenn. Miðað við vegið meðaltal, 11. launaflokk, hefur ríkisstarfsmaðurinn tap- að um það bil 75 þúsund krón- um af föstum mánaðarlaunum vegna verkfallsins og um það bil 40 þúsund krónum umfram borgarstarfsmanninn. Við þess- ar upphæðir bætast síðan álags- og yfirvinnugreiðslur hjá veru- legum fjölda starfsmanna. Með samsvarandi hætti reiknast tap rikisstarfsmanna i 5. flokki um- fram borgarstarfsmenn rúm- lega 30 þúsund krónur af föst- um launum og í 21. launaflokki tæplega 60 þúsund krónur af föstum launum. Upp i þennan mun fá þeir eins og áður segir 10 þúsund krónur. Persónuuppbótin er útfærð með öðrum hætti í rikis- samningnum en hjá Reykja- vikurborg. Hjá borginni er mið- að við fast og fullt starf og greiðslu, sem verður með eftir- farandi hætti: Eftir 18 ár rúm- lega 50 þúsund krónur, eftir 15 ár rúmlega 37 þúsund og eftir 12 ár rúmlega 25 þúsund krón- ur. 1 rikissamningnum er miðað við starfsaldur, hlutastörf allt niður i 50% og kr. 40.000 eftir 10 ára starf. Starfsaldur hjá ríkinu er miðaður við störf i þjónustu rikis eða sveitarfélaga og er þvi þrengra hugtak en starfsaldur samkvæmt Reykja- víkursamningi, sem tekur tillit til starfa i einkaþjónustu i allt að 6 ár. Starfsfólk, sem uppfyll- ir 10 ára lágmarkið og er i hlutastarfi, fær hlutfallslega greiðslu af 40 þúsund krónun- um. — Hækkun Framhald af bls. 32. í gærmorgun varð samkomulag um ákveðinn pakka, þar sem 12 þúsund krónurnar stóðu til boða, kaffitíminn og persónuuppbótin, en tilfærslu á siðústu áfanga- hækkuninni var hafnað. Samninganefnd BSRB hóf að ræða þennan pakka um klukkan 05. Fyrsta klukkustundin fór að mestu í að ræða vinnubrögð og að þeirri umræðu lokinni var lögð fram tillaga um að fresta frekari viðræðúm við ríkisvaldið þar til klukkan 13 í gær. Þessi tillaga var borin undir atkvæði og var hún felld með 18 atkvæðum gegn 10, en 12 sátu hjá. Því næst var tekið til við að ræða pakkann sjálfan og stóðu viðræður um hálfa aðra klukkustund um hann. Um klukk- an 07.30 greiddi nefndin um hann atkvæði og ákvað að taka honum með 29 atkvæðum gegn 5. Fóru forystumenn þá á fund sátta- nefndar og skýrðu henni frá úr- slitum, svo og ráðherrunum Matt- híasi Á. Mathiesen og Halldóri E. Sigurðssyni. Var þá gert sam- komulag um frestun verkfalls til 15. nóvember, en á þeim tíma mun allsherjaratkvæðagreiðsla um samkomulagið fara fram. Samninganefnd og stjórn BSRB ákvað siðan formlega frestun verkfalls í gærmorgun klukkan 08.15. Var þar með lokið fyrsta verkfalli Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sem staðið hafði frá því á miðnætti 11. október síðast- liðnum eða í hálfan mánuð. — FIDE Framhald af bls. 2 kani, Encias, að nafni, sem tók það að sér en hann fer með öll .samskiptí mexikanska skáksam- bandsins við önhur lönd. Þannig held ég að árangurinn af þessari ferð okkar til Caracas verði að teljast nokkuð góður, hvað fram- boð Friðriks snertir. Sem kunnugt er hafa þeir Frið- rik og Gligorie einir verið til- kynntir öpinberlega sem fram- bjóðendur og Gligorie lýsti þvi nú yfir i samtali við Mbl. fyrir skömmu að hann íhugaði að draga framboð sitt til baka. En það er von á fleiri frambjóðendum. Rafael Mendez frá Puerto Rieo hefur ekki tilkynnt framboð sitt formlega, en hann var þarna í Caracas og dreifði kynningarriti um sjálfan sig. Þá hefur nafn Rafael Tudela frá Venezuela einnig borið á góma og er hann talinn njóta mikils trausts þriðja heimsins, en hins vegar er efamál hvort hann gefur kost á sér, þar sem hann er önnum kafinn maður við sín milljónaviðskipti. Loks hafa nöfn þeirra Dorazil frá Aust- urríki, Prentiee frá Kanada og Campomanes frá Filipseyjum einnig verið nefnd, en sá siðast- taldi sagöi I viðtali við mig, að hann vildi ekki gefa kost á sér meðan sá möguleiki væri opinn, að dr. Euwe hætti við að hætta." — Þórhallur Framhald af bls. 2 skerðist er nemur launum yfir verkfallstímann. Þá ber að nefna ýmsar leið- réttingar fyrir tiltekna starfs- hópa svo sem kennara og hjúkr- unarfræðinga sem ekki eru til innan St.Rv. og voru þýðingar- miklar fyrir þessar stéttir. Að mínu mati er það athyglis- vert að tvö af ofangreindum kjaraatriðum (persónuuppbót og kaffitími í yfirvinnu kl. 17.45—18.00) fá rikisstarfs- menn nú inn í sinn kjarasamn- ing í fyrsta sinn en sveitarfélög eins og t.d. Reykjavík höfðu fyrst orðið til þess að veita starfsmönnum sínum þau. Tel ég þetta m.a. sýna á ótviræðan hátt hve þýðingarmikill sér- samningsréttur starfsmannafé- laga sveitarfélaga við hlutað- eigandi sveitarstjórnir er og hann hafi hér sem oftar fylli- lega sannað gildi sitt.“ - Lögbannsmál Framhald af bls. 32. hafi verið að lögum við verk- fallsvörzluna. Þá hafði Morgunblaðið sam- band viö Pál S. Pálsson hrl. vegna lögbannsmálsins á verk- fallsaðferðirnar við rann- sóknaskipið Arna Friðriksson, en Páll er lögmaður sjávarút- vegsráðuneytisins • í málinu. Páll sagði að ekki hefði verið tekin ákvööðdn um framvind- una, en taldi þó líklegt að mál- ið yrði ekki þiddfeeseesstfrr hæstarétti. „Hitt er annað mál,“ sagði PáU, „að ég tel nauösynlegt upp á seinni tíma að fá á einhvern hátt svar dóm- stóla við því hvort verkfalls^ verðir megi hefta för manns um alfaraleið til og frá vinnu, sem ekki er í verkfalli, eins og gerðist í umræddu tilfelli. Þeirri spurningu er ekki svar- að í úrskurði fógetaréttar Reykjavíkur. Þeim úrskurði má líkja við að dómari í Borg- ardómi synjaði um að fella dóm í víxilmáli vegna þess að hann teldi sig hafa grun um að víxilskuldarinn væri eignalaus og þess vegna væri ekki hægt að framfylgja dóminum með fjárnámi." — ASV Framhald af bls. 32. krafna á móti að fjárhæð 24,5 milljónir króna. Felst þetta einkum í framkvæmdum umfram greiðslur, sem verktakinn kveðst hafa innt af hendi samkvæmt tveimur vióbótarsamningum, sem gerðir hafa verið milli hans og orlofsnefndarinnar. Greiðslur til verktaka nema rúmlega 31 millj- ón króna, en verktaki telur sig vera búinn að framkvæma fyrir 43 milljónir króna og áður en til riftunar kom var hann búinn að hóta verkstöðvun vegna meintra vanefnda á greiðslum frá verk- kaupa. — Karpov Framhald af bls. 32. lét heimsmeistarinn orð falla á þá leið, að lægri upphæð en 50 milljónir króna kæmi ekki til greina. Þá sagði Einar Ijóst, að það sem heimsmeistaraein- vígi hefði áður verið haldið hér á landi, yrði fslenzkt tilboð að vera þeim mun myndar- legra, þar sem sú staða gæti komið upp að einhverjir stað- ir, sem báðir keppendur gælu sætt sig við, stæðu uppi með svipuð tilboð og kæmi málið þá til kasta Alþjóðaskáksam- bandsins, sem samkvæmt lög- um sínum á að sjá til þess að meiriháttar skákviðburðir fara fram sem víðast um heim- inn. Þannig yrði íslenzkt til- boð að vera nægilega myndar- legt til að skara verulega fram úr öðrum. Einar S. Einarsson sagði, að þeir fulltrúar S.Í., en Gísli Arnason sótti fundinn í Cara- cas ásamt Einari, hefði lagt að Karpov að heimsækja ísland og hefði hann þá sagt, að hann væri staðráðinn í að heim- sækja alla þá staði, sem gerðu tilboð i heimsmeistaraeinvígið og myndi hann heimsækja Is- land innan nokkurra mánaða, ef íslenzkt tilboð kæmi fram. Að öðrum kosti kvaðst heims- meistarinn ekki geta komið Itingað fyrr en að loknu heims- meistaraeinvíginu og þá á ár- inu 1979, en hann hefur mik- inn áhuga á að tefla á íslandi, eins og fram hefur komið í samtölum hans við Mbl. Einar S. Einarsson sagði, að á fundinum í Caracas hefðu menn rætt það, að sennilega kæmu tilboð í heimsmeistara- einvígið frá borgunum Luzern og Hamborg og einnig mætti vænta tilboðs frá Filipseyjum, en um fleiri staði væri ennþá ekki vitað. — Setuverkfall Framhald af bls. 3. hefðu ekki verið aðkallandi. Davið sagði að hjúkrunarfræðing- arnir hefðu gripið til þessa ráðs vegna þess að þeir hefðu verið orðnir þreyttir á verkfallinu. Þeir hefðu fljótlega séð sig um hönd og tekið upp vinnu á ný. Kvaðst Davið hafa orðið var við almenna ánægju hjá fólki i gær með að verkfallið væri yfirstaðið og það gat hafið vinnu á nýjan leik. — Segir upp Framhald af bls. 32. band Vestfjarða myndi segja upp samningi sinum i kjölfarið, því að fljótt á litið væri einsýnt að rikis- starfsmenn fengju langt um fram það sem Vestfjarðasamkomulagið kvað á um. Pétur kvað hins vegar ekki ljóst hver framvindan yrði, hvort menn gengju nú strax til viðræðna um nýtt samkomulag þannig að þvi yrði lokið fyrir næstu mánaðamót eða hvort beðið yrði fram yfir þing ASV hinn 11. nóvember nk. og tækju þá samn- ingarnir ekki gildi fyrr en i des- ember. Um samkomulag BSRB að öðru leyti sagði Pétur, að hann teldi að langstærsti hluti opinberra starfs- manna hefðu jafnvel átt að fá meiri hækkun en þarna hefði náðst en hins vegar væri hann óánægðari með þá prósentu sem hækkanirnar væru byggðar á og taldi að þær ættu hvergi að vera í launakerfinu öllu saman. — Megingalli Framhald af bls. 17 Framvkæmdavaldið er einskis megnugt á lögreglunnar. Allt kallar þetta á skýrari ákvæði um framkvæmd verkfalls og ef engu verður breytt má ætla að úrskurðir í þessu verkfalli geti orðið fordæmi. Ráð er að endur- skoða málið og tn.a. höfum við nú óskað eftir því við bæjarfé- lög að þau tjái sig um fram- kvæmd verkfallsins og galla í sambandi við lögin. Kjaradeilu- nefnd hyggst kanna hjá sveitar- félögum í landinu hvernig til hefur tekizt um að vernda öryggi heilsu og eignir fólks i verkfallinu. Ríkisvaldið hefur engin afskipti haft af störfum nefndarinnar Ríkisvaldið hefur ekki á einn eða neinn hátt reynt að hafa áhrif á störf og úrskurði nefndarinnar og er ástæða til að það komi fram vegna um- mæla forystumanna BSRB. Það var fyrst og fremst nefndar- manna sjálfra að hafa frum- kvæði um þau svið og mál sem tekin voru fyrir og hafði ríkis- valdið engin afskipti af störfum nefndarinnar-eins og fulltrúar BSRB geta borið um. Ef vel er að gáð tel ég að menn geti verið sammála um að nefndin hafi ekki í neinum úrskurði sínum gengið lengra en eðlilegt hefur verið talið í verkföllum undan- farinna ára og lög um Kjara- deilunefnd bjóða." — Tító Framhald af bls. 1 barðist með Tito í stríðinu. Hún sást siðast opinberlega 13. ágúst. Frú Tito hefur ferðazt með manni sínum um fjórar heimsálfur, en hefur ekki verið með honum á síðustu ferðum hans. Diplómatar telja að frú Tito kunni að hafa reynt að tryggja sér valdaaðstöðu að manni sínum látnum. í því sambandi er mikið talað um Djoko Jovanic hershöfð- ingja, sem er Serbi en fæddur í Króatíu eins og frú Tito. Hann var um skeið þriðji valdamesti maðurinn i varnarmálaráðuneyt- inu, en sagði skyndilega af sér i fyrra, 59 ára að aldri. Ef bollaleggingarnar reynast réttar minnir málið á tilraun ekkju Mao Tse-tungs, Chiang Ching, til að tryggja sér völdin i Kína að Mao látnum. En dipló- matar segja að Tito sé traustur í sessi og að hann kunni að reyna að sýna mátt sinn, jafnvel þótt hann verði að skilja við konuna, sen hann gekk að eiga 1952. — Ráðherra myrtur Framhald af bls. 1 stiga en Ghobash varð fyrir skoti og var þegar fluttur i skjúkrahús. Khaddan kom til Abu Dhabi i gær. Hann hefur verið á ferðalagi um Arabalönd til að útskýra hvers vegna Sýrlendingar eru andvígir tillögum Bandaríkja- manna um að kölluð verði saman ráðstefna í Genf um ástandið í Miðausturlöndum þar sem Palestínumönnum yrði meinuð þátttaka á mikilvægustu vióræðu- fundunum. Þetta er önnur tilraunin sem gerð hefur verið til að ráða Khaddam af dögum á tæpu ári. Maður á vélhjóli skaul á bíl Khaddams nálægt Damaskus í desember í fyrra og hann særðist. — Karvel Framhald af bls. 5. ákvæði verði notað, ef svo er, sem mér sýnist, að BSRB hafi náð fram kjarabótum umfram það, sem áður hefur verið sam- ið um.“ — Lúðvík Framhald af bls. 5. inn almennt. „Nei, ég veit ekki nægilega mikið um efni þessara nýju samninga, svo að ég þori ekkert að segja um það," svar- aði Lúðvík, „en mér hefur þó skilizt að í aðalatriðum sé þarna um hliðstæður að ræða við það sem almennt var búið að semja um hjá almennu félögunum á vegum Alþýðusambandsins, þótt auðvitað sé alltaf erfitt að bera það nákvæmlega saman." — Þú telur þá að þetta sam- komulag eigi ekki eftir að valda verulegri röskun á hinum al- menna vinnumark'aði? „Nei, ég hef ekki trú á því að þessir samningar út af fyrir sig geri það," svaraði Lúðvík. — Gylfi Framhald af bls. 5. báðir aðilar að búa sig betur undir átökín til þess að verk- fallið bitni ekki í jafn ríkum mæli á almenningi, t.d. sköla- fólki, og nú átti sér stað. Ég tel þennan samning vera til samræmingar við önnur gildandi kjör og þess vegna ekki gefa tilefni til breytinga á þeim."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.