Morgunblaðið - 26.10.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.10.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÖBER 1977 10 Kári Arnórsson skólastjóri; Ríkisvaldið hratt ríkis- starfsmönnum út í verkfall Þegar þessar línur eru skrifað- ar hefur vinnustöðvun opinberra starfsmanna staðið nær því í tvær vikur. Vinnustöðvunin hófst 11. okt. og ekki séð enn hvenær henni lýkur. Um þessa vinnu- deilu, aðdraganda hennar, ákvörðun og framkvæmd skal nú farið nokkrum orðum. Aödragandi A útmánuðum var það gert kunnugt þeim, er hlut áttu að máli, að samningar B.S.R.B. við ríkisvaldið yrðu lausir 1. júlí. Við þvi var búist að viðræður um nýj- an samning hæfust fyrir þann tíma. Svo varð þó eigi, en fulltrú- ar ríkisins fóru fram á að viðræð- um yrði frestað fram í miðjan ágúst. Á þetta féllst stjórn B.S.R.B. með þeim fyrirvara að samningur sem síðar yrði gerður gilti frá 1. júlí. Þegar kom fram í miðjan ágúst var hins vegar engin hreyfing á sáttasemjara í þá veru að kalla til fundar. Það var ekki fyrr en eftir ítrekaðar beiðnir stjórnar og samningaefndar B.S.R.B. sem loks var til fundar boðað. B.S.R.B. hafði lagt 4ram sinar kröfur og gert grein fyrir þeim. Samninganefnd ríkisins hafði, ef dæma má af fyrstu við- brögðum og anda þeim sem kom fram hjá formanni þeirrar nefnd- ar, ekki hugsað sér að koma til móts við þessar kröfur svo neinu næmi. Þótti mönnum afstaða nefndarinnar að vonum undarleg þar sem fjármálaráðherra hafði látið það boð út ganga að leiðrétta þyrfti kjör opinberra starfs- manna til samræmis við kjör sam- bærilegra hópa á frjálsum mark- aði. Ætla ég að mönnutn sé svo í fersku minni útúrsnúningar for- manns samninganefndar rikisins í þessu efni að óþarft sé upp að rifja. Viðhorfin sem þar komu fram til samninga við B.S.R.B. voru þau sömu og virðast alltaf hafa ríkt hjá æðstu mönnum fjár- málaráðuneytisins, nefnilega að það sem þeim fyndust ekki rétt- mætar kröfur ætli ekki að ræða og semja um heldur dæma um. Þetta er sú eina aðferð sem þeir höfðu tamið sér og þeir áttuðu sig ekki á því að nú höfðu félags- menn í B.S.R.B. öðlast rétt til að segja nei og krefjast samninga um ágreiningsatriði. Þetta nýja viðhorf hefur átt erfiðan aðgang að forystu samninganefndar ríkis- valdsins. Þó virðist eins og síð- ustu dagana hafi þeir áttað sig á því, að kjaradómur var ekki til að taka við neitunaratriðunum, það yrði að semja um málin. Þetta er að vísu búið að kosta miklar fórn- ir af hálfu opinberra starfsmanna og vera samfélaginu dýrt en það virðist ekki hafa verið hjá því komist að stöðva alla vinnu hjá þessum stærsta vinnukaupanda landsins til þess hann áttaði sig á þessu. Mörgum finnst það vafa- laust hart að til verkfalls skyldi þurfa að koma til þess að fullur samningsréttur væri viðurkennd- ur meir en á pappírnum. Það átti ekki að semja Þessu til stuðnings er rétt að minna á það, sem vikið var lítil- lega að hér að framan, hve þungt var fyrir fæti er viðræður hófust. Sú algera synjun á að' ræða kröf- urnar i heild og taka afstöðu til þeirra svo og hið nauma boð rikis- nefndarinnar hleypti strax illu blóði i sarhningana, og þegar ræðst hafði verið við í tvær vikur eða svo, og ekkert miðaði, sá samninganefnd B.S.R.B. ekki aðra leið en boða til vinnustöðv- unar með þeim fyrirvara sem lög- skilinn er, til þess að koma frek- ari hreyfingu á málið. Það varð ekki annað séð, en forystumenn ríkisins í þessu máli óskuðu eftir þessari málsmeðferð með fram- komu sinni og þvermóðsku. Af- staða þeirra varð ekki öðruvísi skilin en svo þeir óskuðu eftir þvi, að boðað yrði til Verkfalls og þá auðvitað með þeirri áhættu að til framkvæmda á verkfallinu kynni að koma. Ég lít þvi svo á að þeir beri alla ábyrgð á því að til verk- fallsins var boðaö. Nú má vera að forystumenn ríkisins í samning- unurn hafi á það treyst, að félags- rnenn B.S.R.B. m.vndu samþykkja sáttatillöguna hvernig sem hún yrði. Opinberir starfsmenn væru þvi svo vanir að sætta sig við misjafna og stundum hlutdræga dóma kjaradóms að þeir myndu ekki dirfast að andmæla. Sáttatillaga Þegar sáttatillagan kom fram kom í ljós, að opinberir starfs- menn höfðu ýmislegt við hana að athuga og vildu fá á henni leið- réttingar. Tillagan var kynni mjög ræki- lega víða um land. Aðsókn á þá fundi var nijög góð og langt um- fram það sem venja er þegar samningar eru til umræðu hjá verkalýðsfélögunum. Sömu sögu er að segja um atkvæðagreiðsluna sem fram fór 2. og 3. okt. Þar var þátttakan mjög mikil og atkvæði svo til á einn veg. Tillögunni var hafnað óbreyttri. Urslitin voru enn ein krafan um samninga. En þeir virtust ekki liggja á lausu, enda liðu dagar án þess talasl væri við. Tveimur dögum fyrir atkvæða- greiðsluna gerði forystan i fjár- málaráðuneytinu tilraun til aö hafa áhrif á hvernig menn greiddu atkvæði. Kom þar greini- lega fram sami andi og fyrr í garð ríkisstarfsmanna, að þeir ættu ekki að krefjast samninga heldur hlíta forsjá ráðuneytisins. Þetta reyndist vindhögg eitt, en þjapp- aði mönnum saman. Til annarra högga hefur verið reitt síðan því mörgum er laus hiindin. Vinnustöðvun skellur á Loks var til samningsfundar boðað aö nýju, en timinn fram að boðuöu verkfalli var nú oröinn skammur. Aðfararnótt mánudags- ins 10. okt. virtust samningar vera að komast á það stig aö full alvara væri að færast í viöræðurnar. Ríkisvaldið hafði að vísu neitaö að ræða fjölmörg atriði sem endurskoða þurfti. Menn gerðu sér þó vonir um að þeir gæfu færi á slíku. B.S.R.B. hafði gefið eftir af kröfum sínum sem svaraöi 10—15% en ríkisnefndin boðiö rúm 2%. Þá kemur skyndilega boð frá fjármálaráðherra um að þetta sé lokatilboö ríkisins og um aðra hluti verði ekki rætt. þar eigi sáttatillaga að gilda. Einu sinni enn var brugöiö á það ráð að neita samningum og neitað að ræða önnur ágreiningsatriöi en þau sem í raun hafði strandaö á. Þaö kom síðar i ljós að það tók 4 daga að ræða þau mál og ná um þau samkomulagi þá loksins þau feng- ust tekin fyrir. Var nú sjáanlegt að verkfall skylli á þar sem samn- inganefnd B.S.R.B. hlaut að hafna þessu lokaboði. Miklum pólitískum þrýstingi var nú beitt til þess að fá samn- "inganefnd Reykjavikurborgar til þess að samþykkja lokalilboðið og Framhald á bls. 22. Ungir sem gamlir hafa gott af því aö fá sól á kroppinn - ná sér í náltðsynleg vítamín gegn vetri og skammdegi En sólarfrí í skammdeginu suður á Kanaríeyjum erekk bara hollt - heldur líka alveg stórskemmtilegt. Sért þú að hugsa um sólarfrí í skammdeginu Beint flug á föstudögum FLUGFELAG LOFTLEIBIR íslajvds sa,rr URVAL Skólavörðustíg 16 Sími 28899 Austurstræti 17 Sími 26611 Eimskipafélags húsinu Sími 26900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.