Morgunblaðið - 26.10.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.10.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MltíViKUDAGUR 26. OKTÓBER 1977 31 FH OG VALUR FA ERFIÐA MÓTHERJA í Z UMFERÐINNI ISLENZKU handknattleiksliðin tvö sem áunnið hafa sér rétt til að leika í 2. umferð Evrópubikar- keppninnar í handknattleik, FH og Valur, fá ekki auðvelda and- stæðinga í 2. umferðinni. Mót- herjar FH-inga verða austur- þýzku bikarmeistararnir frá Frankfurt og Valur fær ung- verska meistaraliðið Honved sem mótherja. Bæði eru þessi lið í allra fremstu röð félagsliða í heimi, og er t.d. Frankfurt-liðið álitið sigurstranglegt í bikarhafa- keppninni. Auk þess sem bæði íslenzku liðin eiga mjög litla möguleika á að sigra þessa sterku mótherja, eru ferðalög sem þau þurfa að fara í mjög kostnaðar- söm, sérstaklega þó til Ungverja- lands. Má því búast við að þátttak- an í Evrópubikarkeppninni að þessu sinni verði báðum félögun- um þungur fjárhagslegur baggi. Dregið var um það í aðalstöðv- um Evrópusambandsins s.l. laugardag hvaða lið skyldu leika saman j 2. umferð. Hefur ekki tekist ’að afla upplýsinga um hvernig drátturihn var i meistara- liðakeppninni, að öðru leyti en því að Valur og Honved eiga að leika saman, en i Evrópubikar- keppni bikarhafa leika eftirtalin lið saman í 2. umferð: Hapoel Petah Tikva (Israel) — Radnicki Nis (Júgóslavíu) Hermes Hag (Hollandi) — Strojarny Martin (Tékkóslóvakíu) Gummersbach (V-Þýzkalandi) — ArhusKFUM (Danmörku) Frankfurt Oder (A-Þýzkalandi) FH (Islandi) Stavanger (Noregi) — Metz (Frakklandi) Sazedin (Ungverjalandi) — Barcelona (Spáni) Anilana Lodz (Póllandi) — Amicitia (Belgíu) Lugi (Svíþjóð) — VIFDimitrov (Búlgaríu) JOHANNES MEÐKA AkureyrarliSið KA. sem vann sér keppnisrétt I 1. deild Islandsmótsins I knattspyrnu á næsta keppnistima- bili. hefur nú gengið frá endurráðn- ingu þjálfara sins. Jóhannesar Atla- sonar, fyrir næsta keppnistimabil. Jóhannes. sem starfar í Reykjavik i vetur. mun taka til við þjálfun liðsins á útmánuðum, og þá væntanlega dvelja fyrir norðan um helgar. auk þess sem ætlunin mun vera að KA- liðið fari i æfingabúðir um páskana. Einnig er liklegt að Kári Árnason aðstoði Jóhannes við þjálfunina. unz hann getur farið norður næsta vor. Mikil ánægja var með störf Jóhannesar hjá KA s.l. sumar og munu Víkingur og Völsungur hætta við þátttöku í blakinu TVÖ LIÐ sem tilkynnt höfðu þátt- töku sfna í 1. deildar keppni ts- landsmótsins I blaki, hafa nú dregið tilkynningar sínar til baka og óskað eftir þvi við mótanefnd að vera ekki með f keppninni. Eru þetta lið Vfkings og Völs- unga, og tifgreina bæði liðin sem ástæðu fyrir ósk sinni að flestir leikmanna iiðanna s.l. vetur séu farnir frá félögunum og engir frambærilegir leikmenn hafi komið f þeirra stað. I fréttabréfi sem Blaksamband Islands gefur út, segir að með hliðsjón af öllum málavöxtum og vegna þess hve óskir félaganna eru seint fram bornar þyki stjórn BLl ekki stætt á því að þvinga félögin til keppni í 1. deild, meðal annars vegna þeirrar óvissu sem slík ákvörðun gæti haft á leiki deildarinnar i vetur og féllst stjórnin því á beiðni félaganna. Með ákvörðun þessara félaga mun verða gjörbreyting á móta- haldinu í blaki í vetur, og hefur verið ákveðið að þau fjögur lið sem tilkynnt hafa þátttöku í 1. deild, þ.e. Þróttur, IS, UMFL og UMSE leiki fjórfalda umferð um Islandsmeistaratitilinn, en næsta blakþing mun síðan fjalla um hvort fjölgað verður í 1. deildinni að ári, eða viðhaft sama fyrir- komulag. Akvörðun félaganna tveggja um að draga sig út úr Islandsmót- inu kemur nokkuð á óvart, sér- staklega þó ákvörðun Vikipga, en félagið sendi lið í Reykjavíkur- mótið, sem stóð sig mjög þokka- lega. Urslitin í Reykjavíkurmótinu sem lauk á sunnudaginn urðu þau að Þróttur sigraði nú annað árið í röð, IS varð í öðru sæti og Víking- ur i þriðja sæti: Síðustu leikir mótsins voru milli Þróttar og Vik- ings og unnu Þróttarar þann leik 3:0 (15—6, 15—12 og 15—5 ) og IS vann síðan Viking 3:1. ÞESSI RÝHINGARSALA VERÐUR EKKI ENDURTEKIN M.a. úrvals Lee Cooper denimefni og herrafata- og buxnaefni. JAKKATILBOÐ Allir jakhar á 5 þúsundkall í dag. Aðeins í dag. • Kórónaföt • Skyrtur, óvenju fjölbreytt úrval • Vetrar - mittisblússur • Lee - Cooper flauelsbuxur Vetrarfrakkar úr tweed Sólfatnaður m.a. Safarijakkar Stakar buxur í miklu úrvali o.fl. Sumar - mittisblússur V I D LÆKJARTORG r*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.