Morgunblaðið - 27.10.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.10.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1977 Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík: 12 framboðum skilað í gær KLUKKAN 19 í gær rann út frestur til þess að skila framboðum í prófkjör sjálfstæðismanna í Reykja- vík vegna næstu alþingis- kosninga. Skilað var 12 framboðum með meðmæl- endum, að auki getur kjör- nefnd bætt við frambjóð- endum þannig að þeir verði eigi færri en 32. Fyrirtœk- ið missti glæpinn FYRIRTÆKIÐ Ljósbrot við Hverfisgötu missti glæpinn sinn eftir allt saman. þvi að jólabókarpartinum, sem Mbl. skýrði frá f gær að hefði verið stolið, var alls ekki stolið. Sér- staklega ráðvandur maður hafði rekizt á pakkann með ofsetplötunum að nýju jóla- bókinni og blaðsíðunum 16 á gangi fyrirtækisins og þótti vissara að koma þeim á örugg- ari stað til að þeim yrði ekki stolið. Hins vegar hvarflaði ekki að honum að forráða- menn fvrirtækisins söknuðu pakkans fyrr en hann sá frétt- ina um þjófnaðinn í Morgun- blaðinu og skýrðist þá málið strax. Framboð eftirtalinna einstaklinga komu fram í gærkvöldi: Bergljót Hall- dórsdóttir, Björg Einars- dóttir, Elín Pálmadóttir, Erna Ragnarsdóttir, Frið- rik Sófusson, Geir R. Andersen, Geirþrúður H. Bernhöft, Haraldur Blöndal, Jónas Bjarnason, Kristján Guðbjartsson, Sigfús J. Johnsen og Sigurður Angantýsson. Val frambjóðenda í próf- kjör sjálfstæðismanna fer fram með tvennum hætti. Annars vegar er um að ræða framboð sem minnst 25 flokksbundnir einstakl- ingar standa að, en hins vegar ákvörðun kjörnefnd- ar, sem getur bætt við frambjóðendum eins og áð- ur segir. Þá má gera ráð fyrir að framboð þeirra þingmanna Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, sem hyggjast leita eftir endur- kjöri, komi fram með síðar- nefnda hættinum. Prófkjör vegna væntan- legra þingkosninga fer fram dagana 19., 20. og 21. nóvember, en utankjör- staðaatkvæðagreiðala dag- ana 11.—18. nóvember n.k. Þessir sitja Alls- herjarþing S.Þ. Sáttafundur hjá bankamönnum 1 dag? ENGINN sáttafundur hefur verið haldinn i kjaradeilu bankastarfs- mrnna og bankana siðan á fimmtudag í fyrri viku. Sólon Sigurðsson, formaður Sambands ísl. bankamanna, sagði i samtali við Morgunblaðið i gærkvöldi að ekkert hefði gerzt í deilunni þann tíma, sem sáttafundir hefðu legið niðri. Hins vegar kvaðst hann eiga von á að sáttafundur yrði haldinn i dag, en hann hafði þó ekki verið boðaður í gærkvöldi. ALLSHERJARÞING Sameinuðu þjóðanna stendur nú sem hæst og meðal fulltrúa á því eru fimm fulltrúar stjórnmálaflokkanna á íslandi, auk þess sem fastafull- trúar tslands og starfsmenn utan- rfkisráðuneytisins sitja þingið. Helgi Ágústsson hjá utanríkis- ráðuneytinu sagði i samtali við Morgunblaðið í gær, að þeir sem sætu Allsherjarþþingið nú fyrir stjórnmálaflokkana væru: fyrir Sjálfstæðisflokkinn Sigurður Hafstein, fyrir Framsóknarflokk- inn Jónas Jónsson, fyrir Alþýðu- flokkinn Karl Steinar Guðnason, fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna Hjördís Hjörleifs, dóttir og fyrir Alþýðubandalagið Vilborg Harðardóttir. Þá eru I fslenzku sendinefnd- inni á Allsherjarþinginu Tómas Á. Tómasson sendiherra, sem er formaður islenzku nefndarinnar, Tómas Karlsson varafastafulltrúi og Ivar Guðmundsson ræðismað- ur. Fljótlega eftir að Allsherjar- þingið hófst eða hinn 30. septem- ber flutti Einar Ágústsson utan- ríkisráðherra ræðu á þinginu, þá var Hörður Helgason skrifstofu- stjóri utanríkisráðuneytisins einnig á þinginu og ennfremur Sverrir H. Gunnlaugsson. Þeir Haukur og Sverrir eru nú komnir heim, en frá utanríkisráðuneyt- inu sækir nú Benedikt Ásgeirsson þingið. Froskmenn fóru daglega f búrið til háhyrninganna og gáfu þeim að éta. Ljósm: Guðfinnur Háhymingamir fjórir komnir til Hollands FLUGVÉL Iscargo flutti f gær- morgun fjóra háhyrninga frá Keflavfkurflugvelli til Rotter- dam f Hollandi. Ferðin út gekk mjög vel og voru háhyrningarn- ir komnir f búr f Hollandi fyrir hádegi og voru hinir spræk- ustu. Háhyrningarnir fjórir hafa um nokkurt skeið verið f girð- ingu f Grindavík, en Guðrún GK veiddi þá f hringnót undan Suðausturlandi. Guðrún hefur verið á háhyrningaveiðum með góðum árangri f haust, en báturinn er leigður af Sædýra- safninu og bandarfskum aðil- um, og hefur alls fengið sex háh.vrninga, sem nú hafa allir veríð fluttir til Hollands. Lárus Gunnarsson hjá Iscargo sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að Iscargo- vélin hefði farið frá Keflavík kl. 4.45 í gærmorgun og flugið út tekið tæpar 5 klst. Kvað Lárus að þeir hefðu farið heldur seinna i loftið en ætlað var, þar sem allir flugvellir i Hollandi voru lokaðir i fyrri- nótt vegna þoku, en þegar leið á morguninn létti til. Þá sagði Láurs, að gert væri ráð fyrir að Iscargo_ flytti há- hyrning frá Hornafirði til Frakklands á næstunni. Sú ferð verður á vegum Marineland í Nissa, en ekki er enn ákveðið hvort flogið verður <ueo há- hyrninginn til Nissa eða Parfs- ar, þar sem Marineland er nú að byggja stórt sædýrasafn. Þess má geta að háhyrningarn- ir hafa allir hlotið islenzk nöfn. Formaður Vinnuveitendasambandsins: Launakjör hins opinbera verða að ráðast af launum innan framleiðslugreinanna Emil Jónsson 75 ára EMIL Jónsson, fyrrum forsætis- ráðherra og formaður Alþýðu- flokksins, er 75 ára f dag. Emil Jónsson fæddist 27. októ- ber 1902 í Hafnarfirði, sonur hjónanna Jóns Jónssonar múrara- meistara og Sigurborgar Sigurð- ardóttur. Emil lauk stúdentsprófi 1919 og prófi í byggingarverk- fræði i Danmörku 1925. Hann starfaði hjá bæjarverkfræðingi í Odense í eitt ár að loknu námi, en kom svo heim og varð bæjarverk- fræöingur í Hafnarfirði. Bæjarstjóri í Hafnarfirði var Emil á árunum 1930—1937 og bæjarfulltrúi frá 1930—62. Vita- málastjóri var Emil 1937—57 með nokkrum frávikum vegna ráð- herrastarfa. Emil Jónsson varð alþingismað- ur Hafnfirðinga 1934 og síðar Reykjaneskjördæmis, en 1971 lét hann af þingmennsku. Samgöngumálaráðherra- embætti gegndi Emil Jónsson 1944—47. Hann var viðskipta- mála- og samgönguráðherra 1947—49, forsætisráðherra 1958—59, sjávarútvegs- og félags- málaráðherra 1959—1965 að hann varð utanríkisráðherra, en því embætti gegndi hann fram á mitt ár 1971. límíl Jónsson var forseti Samcinaðs Alþingis 1956—58 og ÞEGAR Morgunbalðið sneri sér til forsvarsmanna aðila hins al- snenna vinnumarkaðar í fyrradag i kjölfar BSRB-samninganna til að leita álits á þeim var Jón Bergs formaður Vinnuveitendasam- bandsins ekki búin að kynna sér efni þeirra og þar af leiðandi ekki tilbúin til svara. Jón svaraði hins vegar í gær spurningum Morgun- blaðsins um hina nýju samninga opinberra starfsmanna, þ.e. um þá hækkun sem þeir fela í sér í samanburði við heildarsamkomu- lag VSl við Alþýðusambandið frá því 1 sumar og hvort hann teldi þá mundu hafa áhrif á stöðu mála á hinum almenna vinnumarkaði. Fyrri spruningunni um hina nýju samninga í samanburði við samninginn við ASÍ svaraði Jón á þessa leið: Það virðist enginn vafi á því, að i heildinni felist meiri kjarabæt- ur til launþega í nýgerðum kjara- samningum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og BSRB heldur en i samningum ASÍ og vinnuveitenda í júni s.l. sumar, og hefur því verið lýst yfir af ráð- herrum og öðrum talsmönnum rikisvaldsins, að nauðsyn hafi borió til þessa með því að ýmsir hópar opinberra starfsmanna hafi dregizt aftur úr samanborið við kjör á almenna vinnumarkaðn- um. Slíkur samanburður er þó á ýmsan hátt mjög erfiður vegna mismunandi starfsskilyrða, vegna vafaatriða í sambandi við röðun í Iaunahópa einkum í sambandi við samninga verzlunar- og skrif- stofufólks, og vegna þess að oft er yfirvinna innifalin i föstum laun- um á almenna vinnumarkaðinum en ríkið greiðir fyrir hana sér- staklega. Hagstofan tekur þetta raunar fram í niðurstöðum af launakönnun, sem hún fram- kvæmdi. Ég er ekki vanur, að efast um raungildi þeirra talna, sem Hagstofan sendir frá sér, en ég tel að mikillar ónákvæmni gæti Framhald á bls. 22 Ekkertskaup en skemmti- þáttur engu að síður — OTVARPSRAÐ hefur ákveðið að n.k. gamlárskvöld verði skemmtiþáttur kvöldsins með öðru sniði en verið hefur mörg undanfarin ár, og eitt er víst að hann ber ekki nafnið „skaup“ lengur. Þessa dagana erum við að ræða hvernig þess- um skemmtiþætti verði háttað og er Ifklegt að nokkurs konar kaparettsnið verði á honum, sagði Jón Þórarinsson, for- stöðumaður lista- og skemmti- deildar sjónvarps, í samtali við Morgunblaðið í gær. Morgunblaðið spurði Jón, hvort upptökur á vegum sjón- varps hefðu raskast i verkfalli opinberra starfsmanna. Kvað hann svo vera, en hins vegar ætti hann von á að lokið yrði við allar upptökur, sem ráð hefði verið fyrir gert, með vinnuhagræðingu og yrði reynt að þjappa upptökutimum sam- an eins og frekast væri unnt. bankastjóri Landsbankans var hann 1957—58. Emil var kjörinn í miðstjórn Alþýðuflokksins 1930 og 1957 og tók hann við formennsku flokks- ins. Hann var formaður Alþýðu- flokksins í tiu ár. Emil Jónsson gegndi auk þess sem að framan er greint fjöida trúnaðarstarfa, m.a. stofnaði hann iðnskólann í Hafnarfirði 1926 og veitti honum forstöðu til 1944 og átti sæti i stjórn Lands- sambands iðnaðarmanna. Kona Emils Jónssonar er Guð- finna Sigurðardóttir. Emil Jónsson er að heiman í dag. Neyddur til að kaupa innlent mjólkurduft á 330 kr. kílóið Fæst í Danmörku á 80 kr. kg. „A SAMA tíma og ég er neyddur til að kaupa innlent þurrmjólkur- duft á 320—330 kr. kflóið get ég keypt það f Danmörku og víðar í Evrópu á um 80 kr. kflóið. Þctta finnst mér forkastanlegt þar sem erlent kex er flutt til Iandsins og f það er notað hið ódýra þurrmjólk- urduft, sem að sjálfsögðu fylgir heimsmarkaðsverði“, sagði Magnús Ingimundarson, forstjóri kexverksmiðjunnar Frón h.f. í samtali við Morgunbiaðið f gær. Magnús sagði að hann fengi ekki leyfi til að flytja ódýrt þurr- mjólkurduft til landsins, en hins vegar væri heimilaður innflutn- ingur á erlendu kexi. „Ég hef kvartað undan þessu, og svarið rnér er kunnugt um að það sem af er þessu ári, er kexinnflutningur- inn orðinn meiri en hann var 1976. Það sjá allir að með þessu geta íslenzk fyrirtæki ekki staðist erlenda samkeppni meö nokkru móti.“ Þá sagði Magnús að fyrirtæki sitt, Frón h.f., notaöi nokkur tonn af þurrmjólkurdufti á mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.