Morgunblaðið - 27.10.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.10.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1977 33 félk í fréttum Byssan sem kom af stað hugmyndinni um safnið. Fangavörðurinn John Andersen með þýskan her- mannaskó. Rússneskir stríðsfangar í fyrri heimsstyrjöld- inni við fangelsið i Horseröd. + Það virðist ekki vera ný bóla að fela vopn í fangelsum. Fyr- ir hálfu ári síðan fannst fullhlaðin Parabellum-byssa undir deild 15 í Ríkis- fangelsinu í Horseröd í Danmörku. IWeð þessum fundi varð til hugmyndin að fang- elsissafninu i Horse- röd. „Byssan hefur trúlega tilheyrt þýskum hershöfð- ingja,“ segir John Andersen fangavörð- ur sem ásamt félaga sínum Jörgen Peder- sen er að koma safn- inu fyrir og búa til rétta mynd af Horse- röd-búðunum. „Við höfum smátt og smátt fengið hluti í safnið." Fangelsis-stjðrinn Erik Christensen seg- ist vilja leggja áherslu á að safnið sé ekki til sýnis fyrir almenning. Fyrir utan starfsfólk fangelsisins er það ætlað þeim sem eru í lögregluskólanum í Horseröd og þeir sem af ýmsum ástæðum hafa eitthvað með lög- reglu og glæpamál að gera. Fangarnir fá alls ekki aðgang. Hver veit nema þeir gætu fengið góðar hugmyndir. Byggingarnar sem fan^lsið í Horseröd er í voru byggðar af Rauða krossinum í fyrri heimsstyrjöld- inni fyrir rússneska stríðsfanga. Eftir stríðið voru bygging- arnar seldar einkafyr- irtæki sem hafði þar sumarbúðir. t síðari heimsstyrjöldinni gegndu þær svo aftur fyrra hlutverki. 1 lok ársins 1947 var ríkis- fangelsið fyrir konur flutt þangað og síðan hafa fangar þar verið af báðum kynjum. Ar- ið 1917 gaf rússneskur stríðsfangi lítilli 11 ára gainaili stúlku hring sem hann hafði skorið út í fangelsinu. Þegar hún heyrði um safnið gaf hún okkur hringinn. Einnig höf- um við eignast allgott safn gamalla Ijós- mynda af rússneskum stríðsföngum sem dvöldu í fangelsinu í Horseröd. Meðal þess sem sjá má á safninu er heilmikið safn af salernispappír sem ljóð hafa verið skrifuð á, heimatilbúin spil, einkennisbúningar. skór með hólfi fyrir eiturlyf, handjárn og margt fleira. Reykjavíkurmót í tvímenningi Um helgina fer fram undan- keppni fyrir Reykjavíkurmót f tvfmenningi. Verður ein um- ferð spiluð á laugardag og tvær á sunnudag. Skráning f keppn- ina fer fram hjá stjórnum félaganna og hjá keppnisstjóra. Guðmundi Kr. Sigurðssyni. Keppt verður um 55 sæti í úrslitakeppninni sem verður spiluð f tveimur flokkum. meistara- og fyrsta flokki, 28 pör í hvorum flokki. í meistara- flokki spila núverandi Rvfkur- meistarar ásamt 27 efstu pörum i undankeppninni. Urslitin verða svo spiluð 3. og 4. demsember. Þá verður spilað með barómeterfyrirkomulagi og verða spilin tölvugefin. Þá má einnig geta þess að báðir flokkar gefa silfurstig. Einnig verður úrslitakeppnin undan- keppni fyrir Islandsmót í tví- menningi og i fyrra voru um 20 pör sem komust i þá keppni úr Reykjavik. Undankeppnin verður spiluð í Hreyfilshúsinu, en úrsiitin i Domus Medica. Bridgefélag Akureyrar Fyrir nokkru lauk hjá okkur tvímenningskeppni. Spilað var þrjú kvöld og að þessu sinni urðu tvfmenningsmeistarar bræðurnir Armann og Jóhann Helgasynir. Sigruðu þeir með nokkrum yfirburðum. eða 25 stig yfir næsta par. Röð efstu para: Ármann H.—Jóhann H. 552 Magnús A. — GunnlaugurG 527 Friðrik S. — Teitur J. 522 Guðm. Viðir G. — Stefán V. 512 Ingimundur Á. — Júlíus Th. 504 Alfreð P. — Guðmundur Þ. 498 Grettir F. — Ævar K. 494 Arnar D. — Jón F. 492 Meðalárangur 468 Hæstu skor á kvöldi tóku Friðrik Steingrímsson og Teitur Jónsson. 223 stig. sem er mjpg svo ævintýralegt þegar meðalárangur er 156. Sl. þriðjudag hófst aðalsveita- keppni félagsins með þátttöku 12 sveita. Keppnisstjóri hjá félaginu er hinn sami og undan- farin ár. Albert Sigurðsson. Bridgefélagið Ásarnir Kópavogi Sl. mánudag lauk hjá félag- inu hinu árlega boðsmóti, en alls tóku 36 pör þátt f mótinu. Keppni var tvfsýn, og óhætt er að segja, að úrslit komu nokkuð á óvart, því sigurvegarar urðu Guðmundur Sv. Hermannsson og Sævar Þorbjörnsson, ungir og efnilegir spilarar. Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON I öðru sæti komu aðrir ungir spilarar. sem hafa að visu áður sannað ágæti sitt. þeir Jón Baldursson og Sverrir Ar- mannsson. Að öðru leyti vísast til eftirfarandi úrslita: 1. Guðmundur S. H. — Sævar Þ. 576 2. Jón B. — Sverrir A. 566 3. Jöhann J. — Stefán G. 556 4. SkaftiJ. — ValurS. 541 5. Rikharður S. — Steinberg R. 539 6. Guðlaugur R. J. — Örn A. 530 7. Ásmundur P. — Hjalti E. 520 8. Jón H. — Oddur H. 518 9. Sverrir K. — Vilhjálmur Þ. 518 10. Gísli S. — Sigfús A. 516 Meðalskor var 495 Urslit f riðlum: A-riðill Guðmundur — Sævar 211 Skúli Einarsson — ValurSig. 191 Jón B. — Sverrir Arm. 175 B-riðill Guðlaugur — Örn 196 Jón Hilm.—OddurH. 196 Guðm. Eiriksson — Sigfús A. 191 C-riðill Jakoh R M. — Jón H. 201 Hörður Arnþ. — Þórarinn Sigþ. 198 Einar Þorf. — Sigtryggur Sig. 187 Næsta keppni félagsins er 3ja kvölda hraðsveitakeppni. þar sem öllum er heimil þátttaka. Hún verður eins konar undir- búningskeppni fyrir aðaisveita- keppni félagsins. sem hefst strax að þeirri keppni lokinni. Mót þetta er kennt við Þor- stein Jónsson, fyrsta formann félagsins. Félagar eru eindreg- íð hvattir til að mæta með sveit- ir. Að lokum vill stjórn Asanna þakka þann nnkla áhuga. sem boðspör og önnur pör sýndu i boðsmótinu og vonast til að sjá þessi pðr i keppni i nánustu framtið. OL. Launamálaráð B.H.M. hefur samþykkt að gangast fyrir fjársöfnun til stuðnings við þá félgasmenn B.S.R.B., sem átt hafa í verkfalli. Launamálaráð hefur opnað gíróreikning nr. 93000-8 og hvetur ríkisstarfsmenn innan B.HfM. til að taka þátt í söfnuninni. Jass-flokkar Gerplu Byrjum aftur eftir verkfall. Ath.: breyttan æf- ingartima. Upplýsingar í síma 4201 5. Fimleikadeild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.