Morgunblaðið - 27.10.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.10.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1977 Vilhjálmur Einarsson skólastjóri í Reykholti: Nemendur hafa orðið Hér kemur útdráttur úr síðari samtalsþætti Hinriks Bjarna- sonar í sjónvarpinu um daginn. Viðmælendur hans voru nemendur úr 9. bekk Y í Réttarholtsskóla. Margt umhugsunar- efnið kemur fram í grein þessari. Hver er sá, sem að lestri loknum er ekki sannfærður um nauðsyn stórbreytinga á hinu innra starfi stóru skólanna, hafi hann ekki verið það áður. Finnist sá maður, bið ég hann að skrifa mér línur og segja álit sitt. En gefum Hinrik orðið: Frá kvöldvöku. Tveir ungir kennarar eru I hópnum ad skemmta sér með nemendum. Kennarar skipta um hlutverk á „kennarakvöldvökunni". (Stjórnandi= stj. Nemandi = nem.) Stj.: „Kemur ástandið í níunda bekknum, sem við sáum í sænska myndaflokknum „Skóladagar', ykkur kunnuglega fyrir sjónir, eða haldið þið að ástndið sé svona í niundu bekkjum hjá okkur? Nem: „. . . aðallega þegar for- fallakennarar kenna. Þá erum við ekki eins og hjá öðrum kennur- um, þá látum við bera á okkur og erum með einhver læti... þetta er ýkt í þáttunum......ekki svona nema í verri bekkjum, hjá fólki, sem á erfitt með að læra... . . . það gætu alveg verið mögu- leikar fyrir þvi.“ Stj.: „Þekkið þið svona bekki?“ Nem.: ... i fyrri bekkjum grunnskólans, fyrsta og öðrum (8. og 9.), voru mikil læti.“ „Ekki nóg, að hann kunni fagið sitt...“ Stjórnandinn spyr nemendur álits á því, hvernig kennari eigi að vera að þeirra dómi. Nem.: ,,H:nn á að blanda sér persónulega samanvið nemendur. fara eitthvað aðeins út fyrir nám- skrána......vera ekki of strang- ur og ekki of mildur....krakk- ar ættu að bera virðingu fyrir kennurum og kennarar ættu að leggja sig fram um aö kveikja áhuga nemenda á náminu... þolinmóður.......ekki nög að hann kunni fagið sitt, heldur þarf hann að kunna að miðla, svo nem- endur fái áhuga.....hann á að gera námið skemmtilegt." Stj.: (eftir nokkurn leiðandi formála): „Hvað finnst ykkur um einkunnir?" Nem.: „.. . mér finnst nauð- synlegt að hafa einkunnir, svo að nemendur hafi eitthvað til að stefna að.....það mætti draga úr þeim.. . hafa einhvers konar námsmat. . . dæma verkefni nem- enda, framkomu og stundvísi... . . þeir, sem standa sig illa fá leið á þessu, verða alltaf fyrir von- brigðum. . .“ Stj.: „Fyrir hverja eru prófin og einkunnirnar skemmtilegast- ar?“ Leiðandi spurning. Felur í sér það, að prófin séu misskemmtileg fyrir nemendur og ekki stendur á hinu rétta svari: Nem.: „Fyrir góðu nemend- urna." Samstarfssamkeppni Stj. minnir á það sem sagt var i fyrri þætti, að skólinn væri ekki byggður upp á samstarfi, heldur samkeppni milli nemenda inn- byrðis og einnig milli kennara: „Það er eðlilegt að ástandið sé eins og það er. Er þetta rétt?“ Nem.: „.. ,já, það er mikil sam- keppni milli nemenda, ég held hún sé ekki mikil milli kenn- ara.....það er alltaf samkeppni milli nemenda, en við vitum ekki hvort samkeppni er milli kenn- ara.. Stj.: „Er það gott eða slæmt að það sé samkeppni milli nem- enda?“ Nem.: „.. .kennari ætti að leyfa meiri samstarf í tímum milli nem- enda, við fáum allt of lítið af hópvinnu. . .“ Má lofa þaö, sem vel er gert? Kennt til prófa, ekki þroska? Stj.: „I skólanum var því haldið fram á föstudaginn að verið væri að kenna til prófs, en ekki til þroska. Hvað segið þið um það?“ Nem.: „Á haustin byrja kennar- arnir strax að tala um prófin, þessi febrúarpróf, . . .til hvaða þroska er verið að kenna mann- kynssögu?......kennararnir eru stressaðir allan veturinn...við þurfum að flýta okkur, „þetta kemur á prófi“... prófin fara fram í febrúar, i staðinn fyrir að þau fóru fram á vorin, þetta stytt- ir skólaárið.....á vorin finnst mér ætti að sleppa prófum, fólkið nennir ekkert að læra.....heitt úti. . Stjórnandinn spyr, hvort nem- endur hafi eitthvað að segja um það, að ekki megi lofa það sem vel sé gert. Þetta mætti ekki láta fólk vita um. Nem.: „Ég tel hrós mjög mikil- vægt, það hvetur nemandann mjög.......það verður að hrósa nemanda ef hann hefur staðið sig vel.....ósjálfrátt gerir nemand- inn vel til þess að fá hrós, bæði frá sjálfum sér og öðrum.“ Stj.: „.. .hrósið gæti kannski verið í öðru formi en beinni eink- unnagjöf...?“ Nem.: „.. .það eru margir for- eldrar, sem kaupa krakkana til að læra, þau gefa þeim peninga eða föt, ef þau fá háar einkunnir." Blandað eða raðað í bekki Stjórnandinn skýrir mismun- andi aðferðir við að skipa i bekki, áður hafi þetta farið eftir ein- kunnum og síðan spyr hann: „Hvernig er þetta núna?“ Nem.: . .þetta er blandaður bekkur (nem. ekki valdir í bekk- inn eftir einkunnum).. . í 1. og 2. bekk er raðað niður eftir eink- unnum, í 3. bekk held ég sé meira blandað, það fer eftir valgreinun- um......ég tel það sé betra að raða ekki eftir einkunnum en kennarinn hagi kennslu sinni eft- ir nemendunum, þó þeir séu sumir greindari en aðrir ekki... .. .það getur verið, að sá sem hef- ur áhuga á að læra hafi ekki áhuga fyrir kennslunni (meðal- talskennslunni) og dragist aftur- úr vegna þess að kennarinn eyðir sínum tíma í þá, sem eru lengur að læra, hafa ekki áhuga á þessu og láta eins og fífl.......svo verður að hafa bekkina fámenn- ari, þvi þá hefur kennarinn meiri tima fyrir hvern nemanda. Þá geta allir fylgst betur með.“ Stj.: „Er stærð bekkjanna mikið atriði í skólanum?“ Nem.: „Okkar bekkur er allt of stór....mér finnst það ætti að vera í mesta lagi 20 í bekk, þá kynnist maður kennaranum bet- ur......það er auðvitað betra að kenna fámennum bekkjum. .. .. .ef við værum færri gæti kenn- arinn hagað kennslu sinni eftir hverjum og einum nemanda... .. .ekki fleiri en 15.“ Stj.: vitnar i sænsku þættina og spyr síðan: „Hvernig á agi að vera? Vilja nemendur hafa viss- an aga?“ Nem.: „.. .þannig agi að maður geti talað við kennarann og talað sín á milli án þess það sé hávaöi og læti....nemendur, sem bera virðingu fyrir kennaranum, sjá sóma sinn í því að þegja í tim- um......kennarinn á að vera yfir- vegaður, .. .ekki með hótanir um að fara til skólastjóra, hann sé góður og maður vilji læra hjá honum......það er alltaf gott að hafa aga, svo maður geti lært, en kennarinn má ekki vera óþolin- móður, þá æsast börnin bara upp og verða ennþá verri....agi fer oft eftir nemendunum og skapi kennarans. Hann getur orðið reiður.. . nemendur verða hrædd- ir og þora ekki annað en þegja.“ Agavandamál hverfa, þeg- ar verkefnin höfða til nem- enda Stj. vitnar i föstudagsþáttinn, þar sem fram kom að verkefnin höfðuðu ekki til nemendanna og spurði um tengsl milli agavanda- mála og þess, hversu vel verkefn- in höfðuðu til nemenda. Nem.: „Já, alveg tvímælalaust. Ef við höfum áhuga á verkefn- inu. .. þá þegjum við á meðan. .. Mesta grínið er oft utan alls „skipulags". Allir nýliðar tolleraðir undir stjórn Jóns Þórissonar kennara. Myndin sýnir gamla nemendur í vígahug. vöku (kvöldið áður en jólafrí er gefið). Stúlknakór á kvöldvöku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.