Morgunblaðið - 27.10.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.10.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1977 Bókmenntir — Listir — Bókmenntir — Listir — Bókmenntir — Listir — Bókmennt Fyrri hluti: Fjörutíu ára formyrkvun Þegar ég dag eftir dag sá og heyröi í fjölmiðlum skýrt frá glæsiför hins íslenzka forsætis- ráðherra um Sovétríkin og las um svipað leyti þýðingu á viðtali Wladimirs Bukovskys við franska bláðið Express, hvarflaði hugur minn aftur og aftur að bók minni Gróður og sandfok og þeim fjölda blaða- greina, sem ég skrifaði um árabil út af ástandi og horfum austur í Ráðstjórnarríkjunum. Með þessum skrifum mínum bakaði ég mér heiftarlega rógs- herferð og jafnvel þrjár líkams- árásir af liði þeirra furðu mörgu sem trúðu þvr, þrátt fyrir öll óhrekjanleg rök, að hinn rauði logi i austri boðaði uppkomu röðuls réttlætis, friðar, bræðralags og allt að því himnaríkis hér á okkar blóði- drifnu jörðu. Hörmulegast þótti mér, að meðal hinna blindu trúmanna skyldu vera fremstir í flokki einmitt ýmsir þeirra manna sem einna mest eiga er fram komu eftir 1930, Steinn Steinarr, sem rekinn hafði verið svo rækilega úr Kommún- istaflokknum 1934, að karl og kona úr trúasta forustuliðinu hrintu honum ofan brattan stiga, en var samt talinn mikill vinur Sovétríkjanna, brá sér þangað og var heldur betur ber- orður, þegar heim kom. Það voru svo ekki nema fáir útvald- ir sem aðspurðir voguðu að segja sig sitja við sama keip, og þá kom til mín í bókafulltrúa- skrifstofuna það kommúnistíska góðskáld, sem gerði tilraun til að berja mig með króstaf það herrans ár 1944. Að loknum kveðjum, mælti skáldið fyrst orða: „Nú ert þú víst ánægður.“ Ég svaraði að vissulega væri ég ánægður með það, að nú hefði áþreifanlega sýnt sig, að skrif min hefðu verið af þeim rótum runnin, að ég mæti að jöfnu, hvort böðulshöndin væri brún eða rauð, en ég leyfði mér að skáldsins, sem segir svo um hinn áður tilbeðna Stalín: „Kommúnistum trúði hann aldrei. Það er erfitt að finna í samanlögðum æviferli hans nokkurt dæmi þess að hann hafi treyst nokkrum manni, utan einum og aðeins einum. Sá maður var Adolf Hitler." Stór- skáldið sagði og meðal annars, að valdhafar þeirra Ianda, þar sem bylting hafi verið fram- kvæmd, stjórni „eftir bókum, sem voru skrifaðar af spak- vitrum Þjóðverjum og Gyðing- um með skegg á öldinni sem leið, sumir þeirra eins og Hegel frá sautján hundruð og súrkál." Siðan hafa borizt frá Rússlandi sem og raunar hverju því ríki, þar sem einræðisherrar eða fámennar einræðisklíkur eru ráðandi, óyggjandi vitnisburðir um fangelsanir, morð eða ein- hvers konar ofbeldisaðgerðir, sem orðið hafa hlutskipti gagn- rýninna sannleiksunnenda og þá ekki sízt skálda og annarra Bókmennflr eftir GUÐMUND G, HAGALÍN Guðmundur G. Hagalfn 99 Þar rauður loginn brann 99 undir því, að þeir njóti frelsis til að birta skoðanir sínar og velja og forma viðfangsefni sín í rituðu máli í samræmi við samvizku sína og réttlætis- kennd, svo framarlega sem þeir virtu almennar leikreglur hvers lýðræðislegs þjóðfélags. Svo kom þar, að Stalin sálaðist, og þremur árum síðar varð kunn hin stórorða ræða Krustjovs um stórglæpi Stalíns. Síðar á því ári varð andbylting í Ungverjalandi, sem Rússar kæfðu í eldi og blóði. Sama ár bar það svo til' tíðinda hér á landi, að það ljóðskál, sem þá var orðið mest virt allra skálda efast um, að hann hefði verið bjartsýnni á það en ég að órannsökuðu máli, að í Ráð- stjórnarríkjunum yrði í náinni framtíð ekki paradís, svo kröfu- harður og óraunsær hefði ég - ekki verið, en þjóðfelag, sem i verki stefndi auðsjáanlega að jafnrétti, bræðralagi og hugsana- og skoðanafrelsi hvers einstaklings. Ég segi ekki fleira af því, sem okkur fór á milli, en með okkur tókst nú sönn vinátta, byggð á tiltrú til mannkosta og góðs vilja til þjóðfélagslegra umbóta. Nokkr- um árum síðar kom svo hið berorða játningarrit Nóbels- andans manna. Samt hefur hér á landi þótt hæfa, að „skáld, sem ætla sér nokkra framtíð“ — svo sem hinn stórgáfaði trú- maður Kristinn Andrésson orðaði það nítján hundruð og „súrkál“, kryddi Ijóð sín með einhverju, sem sýni byltingar- sinnaða afstöðu, en oft kemur fram í annars tærri lýrik eins og fjandinn úr sauðarleggnum. Eitt af hinum yngri skaldum, sem veigur er í víkur vissulega markvisst í eftirfarandi ljóðlín- um að þessu fyrirbrigði og telur, að sýndarmennskan sé orðin ýmsum svo töm, að hún verði jafnvel þar ráðandi sem heit reiði og einlægur harmur ætti að vera ríkjandi: „Blöd og útvarp flytja okkur fregnir af þjóðarmorðunum og nú ber öllum skylda til hluttekningar. Svo við rífum úr okkur hjörtun, hengjum þau utaná okkur eins og heiðursmerki og reikum úti gðða stund.. Fyrir nokkrum. árum heyrði ég miðaldra skáldkonu lesa ljóð eftir sjálfa sig á samkomu. Hún flutti ljóðin vel og smekklega, og þau voru ljóðræn, sum snotur, önnur beinlínis falleg. En í einu þeirra er þess svo allt í einu getið, að á veggnum heima í stofu skáldkonunnar hangi myndir af Marx, Lenin og Maó, og ekki var fyrir nokkrum árum óalgengt að rekast á Viet- nam í ljóðum, þar sem það átti ekki frekar við en í „Gamla Nóa“ eða „Afi minn fór á honum Rauð“. Ég tel mig hafa sýnt það í ritdómum og greinum um bók- menntir, sem og í erindum þeim, sem ég flutti í Háskóla Islands, að ég met ljóð jafnt, hvort sem þau eru rímuð eða órimuð eða hvaða skoðanir, sem skaldin hafa á þjóðfélags- málum. En ég legg áherzlu á, að skáldum beri að velja sér það form, sem fullnægi bezt hæfi- leikum þeirra til túlkunar tilfinningum sínum, og ég er sannfærður um, að þeim sé bæði skylt og hollast að líta ekki viðhorf sin mótast af áleit- inni tízku eða sefjandi áróðri, sem skírskotar lævíslega til þeirra viðkvæma hjarta í annarlegum tilgangi. Og þess mættu islenzk skáld minnast, að þó að þau finni til með þjóð- um vítt um veröld og tjái reiði sína og samúð í ljóði, sem raun- verulega sé runnið undan hjartarótum þeirra, þá er þess ekki síður þörf í þeirra eigin landi, að þau stuðli fyrst og fremst að því, að það megi verða að sannleika, sem fram kemur i þessum ljóðlinum snillingsins Snorra Hjartar- sonar: „Fegurð og góðvild þetta tvennt og eitt hvað er umkomulausara í rangsnúnum heimi. Og þó mest af öllu og mun lifa allt.“ Nóbelsskáld þessar árs sagði i viðtali, að enginn skáldskapur yrði til án mannúðar, og sú varð niðurstaða Jóhannesar skálds úr Kötlum, þá er hann hafði þurft að líða vonbrigði, sem slíkum tilfinninga- og hug- sjónamanni voru ólýsanlega Framhald á bls. 27 Theódór Friðriksson Theódór Friðriksson: 1 VER- UM I—II. 729 bls. Helgafell. Rvfk, 1977. FÁTÆKUR sjómaður, sem hef- ur hvorki notið skólamenntun- ar né teljandi sjálfsmenntunar, á fyrir ómegð að sjá, oftast fjarri heimili í leit að stopulli vinnu, tekur að setja saman skáldsögur og það á þeim tíma er íslensk skáldsagnaritun var enn á frumstigi og telja mátti alla íslenska skáldsagnahöf- unda á fingrum sér, allt frá upphafi. Bækur þessa sriauða ómagamanns hlutu sæmilegar viðtökur en öfluðu höfundinum hvorki fjár né frama. Ævi Theódórs Friðrikssonar hélt áfram að líða við strit og alls- leysi. A efri árum gat hann þó gefið sér tíma til að skrá ævi- sögu sína, í verum, sem út kom 1941. Theódór var þá hálfsjöt- ugur. í verum þótti slíkt ágætis- verk að menn gátu tæpast unnt Theódóri alls heiðursins af svo merkilegu ritverki en eignuðu umsjónarmanni útgáfunnar, Arnóri Sigurjónssyni, bróður- partinn af sómanum. Arnór bar það til baka og nú mun enginn bera brigður á að Theódór hafi sjálfur samið sína ævisögu. Benda má á ýmis dæmi þess að höfundur sendi frá sér mörg þokkaleg verk en svo eitt eða tvö sem bera af. Jafnvel Nóbelsskáld skrifa misvel. Ævisaga Theódórs Friðriksson- ar er úrvalsbókmenntir. Hún er skaparbasli við svo frUmstæð skilyrði að nútíðarfólki mundi hrjósa hugur við. Hún lýsir líf- inu í verstöðvunum eins og því var lifað í tíð árabátanna og síðan breytingunum til stærri skipa, meiri afla og stórbrotn- ari umsvifa. Síðustu árin sem Theódór vann í verstöðvum, hafði mikil breyting orðið frá því er hann byrjaði að vinna fyrir sér, ungur piltur. En þá má ætla »að hann hafi kunnað flest handtök, sem að gagni máttu koma um hans daga,« eins og K.K. orðar það í kápu- auglýsingu með þessari útgáfu. Hinir breyttu atvinnuhættir urðu Theódóri óbein hvatning til ritstarfa. Það lá i hlutarins eðli að maður, sem lifað hafði íverum vel og skipulega samin og á góðu máli. Hún er vafningalaus og hvergi langdregin. Hún felur í sér margháttaða þjóðlífs- lýsing. Þó sögð sé saga eins manns er saga hans svo dæmi- gerð fyrir fjölda annarra á sama tíma að gildi hennar verður víðtækt í þjóðfræðileg- um skilningi. Hún lýsir ýtar- lega kjörum almúgafólks á seinni hluta nítjándu aldar, striti þess og öryggisleysi, úr- ræðum til lífsbjargar og sifelld- um fangbrögðum við náttúr- una. Hún lýsir hugarheimi barns og unglings sem elst upp við fornar og rótgrónar lífs- venjur og hefur ekki fyrir aug- um aðra lifnaðarhætti en þá sem tíðkast höfðu um aldir. Þá var ófyrirséð hvaða breytingum þeir mundu taka i náinni fram- tíð. Hún lýsir tilhugalifi ungs fólks, heimilisstofnun og bú- jafnerilsömu og tilbreytinga- ríku lífi og Theódór, hlyti að hafa frá mörgu að segja. Theó- dór reyndi að láta baslið ekki smækka sig og þrátt fyrir bág kjör reyndi hann að njóta lífs- ins. 1 verum er saga lífsglaðs manns sem fékk talsvert út úr ævinni þrátt fyrir allt. Theódór hafði gaman af að kynnast fólki. Hann var hvorki svo sjálf- hverfur né tilfinningasamur að hann gæti ekki jafnan lagt hlut- lægt mat á orð og gerðir ann- afra. Hann fylgdist með um- hverfinu af vökulum áhuga ög festi það trúverðuglega í minni. Undirritaður þekkir engan sem hann lýsir í bókinni, enda eru þeír nú mjög teknir að týna tölunni, getur því ekki dæmt um hversu réttar eða réttlátar mannlýsingar hans eru: Hitt dylst ekki að þær eru — frá almennu sjónarmiði séð — sannar, koma heim og sarnan við raunveruleikann og mann- legt eðli eins og það birtist á öllum tímum, þrátt fyrir breyti- legar ytri aðstæður. Ævisaga Theódórs er því góður skáld- skapur i þess orðs bestu merk- ingu. Ef íslenska þjóðin á fyrir höndum langlifi í landinu er sennilegt að hún geymi sér lengi í minni timabil það sem ævi Theódórs spannar og þá um leið þær bókmenntir sem þykja munu gefa gleggsta hugmynd um timabilið, þar með talda þessa ævisögu. Theódór fædd- ist 1876, tveim árum eftir að íslendingar fengu stjórnarskrá og fjárforræði. Hann ólst upp i harðindunum miklu á siðustu áratugum nitjándu aldar, hin- um mestu á seinni öldum. Vesturheimsferðir stóðu þá með hvað mestum þunga. Faðir Theódórs bjó skuldlausu búi þegar sagan hefst en seldi og ákvað vesturför. En þeir flutn- ingar fórust fyrir og fjölskyld- unni tókst ekki að endurheimta það sem hún hafði látið. Vestur- heimsferðirnar fólu í sér fleira en að fólk horfði á eftir vinum og venslamönnum. Þær ollu hugarfarsbreytingu sem hafði gagnger og varanleg áhrif á líf þeirra sem heima sátu. Unga fólkið, sem tók að þeytast á milli landshluta í leit að at- vinnu, var í og með að leita einhvers fleira sem það gerði sér þó tæpast grein fyrir hvað var. Þeir huglægu átthagafjötr- ar, sem njörvað höfðu fyrri kynslóðir við þúfuna, voru brostnir. Unga fólkið gerði sér i hugarlund að lífið væri betra annars staðar, það vildi kynnast heiminum, ef ekki handan hafs- ins þá að minnsta kosfi hinum megin við fjallið. Fáir hafa lýst þeirri leit að fyrirheitna land- inu betur en Þórbergur í is- lenskum aðli. Theódór var rösk- um áratug eldri en Þórbergur. Auk þess féll líf hans í allt Bðkmenntlr eftir ERLEND JÖNSSON annan farveg þar sem hann hélt sig í verstöðvum, vann hörðum höndum og samneytti nánast eingöngu erfiðisfólki en Þórbergur sat við mennta- brunna höfuðstaðarins, hélt sig mest í hópi sinna lika: skáld- lega þenkjandi félaga og erfið- aði ekki meira en nauðsyn krafði. Eigi að siður eru sögur beggja sambærilegar og um sumt Iíkar. Enda tóku ekki aðr- ir betur bók Theódórs þegar hún kom út — sú athygli sem Þórbergur vakti á henni hefur örugglega greitt götu hennar og Theódórs til verðugrar viður- kenningar. Þórbergur skrifaði um hana langan og ýtarlegan ritdóm í Tímarit Máls og menningar þar sem hann taldi að Theódóri yrði ekki »skipað í fylkingu venjulegra æfisöguritara. Hann vill vera listamaður í frásögn, og það er hann á köflum. Saga hans er ekki rituð í stíl við æfikróníkur einsog sögur þeirra Sigurðar frá Balaskarði og Jóns Indíafara og siðarihluti æfisögu Jóns Steingrímssonar. Hún er miklu fremur hugsuð í líkingu við listrænar bók- menntir.« Samanburðinn við Jón Indía- fara og Jón Steingrímsson tel ég út i hött þar sem sautjándu og átjándu aldar menn gerðu sé allt aðrar hugmyndir um stíl og frásögn en tuttugustu aldar höfundar, en að öðru leyti lit ég svo til að Þórbergur hafi þarna bent á megineinkenni þessarar skemmtilegu ævisögu, hitt naglann á höfuðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.