Morgunblaðið - 27.10.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.10.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1977 fWtrgitw Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson Fróttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla ASalstræti 6. slmi 10100. Auglýsingar ASalstræti 6. simi 22480. Aðför forystumanna BSRB að starfsmönn- um Reykj avíkurborgar Viðbrögð helztu forystumanna Bandalags starfsmanna ríkis og bæja við niðurstöðum kjarasamninga þeirra við ríkis- stjórnina eru undarleg, svo ekki verði meira sagt. Með þessum samningum hafa opinberir starfsmenn náð fram mjög miklum kjara- bótum, sem eru verulega meiri en þær kjarabætur, sem um var samið á hinum almenna vinnumarkaði sl. sumar. Þessar umframhækkanir hafa yfirleitt verið viðurkenndar sem sanngjarnar á þeirri forsendu, að stórir hópar opinberra starfsmanna hafi á síðari árum dregizt aftur úr öðrum launþegum í launakjörum. Meðaltalshækkun launa opin- berra starfsmanna miðað við maílaun nemur um 38% og þessi kjarasamningur færir ríkisstarfsmönnum rúmlega 9 milljarða í aukn- ar launatekjur á næsta ári. Því mætti ætla, að forystumenn BSRB teldu sig mega vel við una þessi málalok. En því fer fjarri, ef marka má viðbrögð þeirra að samningum loknum. Þeir Kristján Thorlacius, formaður BSRB, og Haraldur Steinþórsson, framkvæmdastjóri BSRB, velja þann kostinn að veitast að stærsta starfsmannafélaginu innan BSRB, Starfsmannafélagi Reykjavikurborgar, vegna þeirra samninga, sem Starfsmannaféiagið gerði, viku áður en BSRB lauk sinni samn- ingsgerð og staðhæfa þessir tveir forystumenn BSRB, að þeir hafi ekki náð lengra en raun ber vitni, þar sem ríkisstjórnin hafi verið ófáanleg til þess að ganga lengra en Reykjavíkurborg í samningum sínum við starfsmannafélagið. Þess vegna sé það starfsmönnum Reykjavíkur- borgar að kenna, að opinberir starfsmenn hafi ekki fengið meiri Iaunahækkanir! Jafnframt hefur Haraldur Steinþórsson í beinum hótunum, að þessir reikningar verði jafnaðir síðar og skilja menn fyrr en skellur I tönnum og þarf ekki að hafa fleiri orð um það. En af þessum ummælum þeirra tvímenninganna er Ijóst, eins og margir reyndar töldu sig sjá meðan á samningagerðinni stóð, að þeir gerðu sér enga grein fyrir því, hver staðan í kjaramálunum raunverulega var. Það sem fyrst og fremst setti ríkisstjórninni takmörk í þessum kjarasamningum var ekki viljaleysi hennar sjálfrar til þess að veita opinberum starfsmönnum sem mestar kjarabætur eða kjarasamning- ur starfsmanna Reykjavíkurborgar sem slíkur, heldur hin aimennu viðhorf í kjaramálum í landinu. Alþýðusamband tslands gerði á sl. sumri kjarasamning, sem veitti félagsmönnum ASl minni kjarabætur en BSRB náði fram í þessum samningum. Umframhækkanir BSRB hafa verið viðurkenndar sem nauðsynleg leiðrétting og eðlileg. Hins vegar er alveg Ijóst, að f þeirri leiðréttingu var gengið fram á yztu nöf og ef ríkið hefði fallizt á frekari kauphækkanir til handa opinberum starfsmönnum er sýnt, að almennu verkalýðsfélögin hefðu ekki unað sínum hlut og má þetta m.a. marka af því, að Alþýðusamband Vestfjarða, sem hefur sérstakt uppsagnarákvæði í sínum samningum nái aðrir launþegahópar fram meiri kjarabótum, hefur ákveðið að notfæra sér það. Forseti Alþýðusambands Vestfjarða hefur nú þegar lýst því yfir í kjölfar samninga BSRB, að þetta samningsákvæði verði notað og farið verði fram á nýjar viðræður við vinnuveitendur á Vestfjörðum. Ef ríkisstjórnin hefði gengið lengra í kauptilboðum til BSRB hefði því hafizt nýtt og óstöðvandi kjarakapphlaup í landinu, eins og Geir Hallgrfmsson forsætisráðherra benti á í ræðu á Alþingi fyrir rúmri viku. Kjarabætur til handa opinberum starfsmönnum takmörkuðust því fyrst og fremst af þessum viðhorfum en ekki þeim samningum, sem Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar gerði. Astæðan fyrir því, að Kristján Thorlacius og Haraldur Steinþórsson velja þann kostinn. að veitast að starfsmönnum Reykjavíkurborgar er hins vegar sú, að þeir félagar eiga eftir að útskýra það fyrir félags- mönnum sínum f BSRB, hvernig á þvf stendur, að þeim var haldið f hálfs mánaðar verkfalli með því tekjutapi, sem af því leiddi, án þess að þeir hefðu upp úr þvf annað að ráði en þá samninga, sem þeim stóðu til boða áður en verkfallið hófst. Munurinn á tilboði rfkisstjórnarinnar fyrir verkfall og þeim samningum, sem að lokum voru gerðir er ekki mikill. Og þeir félagar geta heldur ekki útskýrt hálfs mánaðar verkfall með þvf, að þeir hafi þurft að ná fram endurskoðunarrétti með verkfallsrétti á samningstfmanum, því að á þá kröfu var ekki fallizt eins og forystumenn BSRB máttu gera sér ljóst áður en verkfallið skall á vegna þeirra samninga, sem þeir sjálfir höfðu gert við rfkisst jórnina fyrir tveimur árum. Þetta er ástæðan fyrir því, að þessir tveir forystumenn BSRB hafa valið þann kostinn, að veitast að starfsmönnum Reykjavíkurborgar vegna þeirra samninga, sem þar voru gerðir nokkrum dögum áður en BSRB gekk frá sfnum samningum. Virðingarleysi þessara manna gagnvart starfsfólki Reykjavíkurborgar kemur og ekki sízt fram í því, að þeir haida uppi þessum árásum á starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar og forustumenn þess, enda þótt það liggi fyrir, að samningar þeir sem starfsmannafélagið gerði voru lagðir fyrir allsherjaratkvæða- greiðslu í félaginu og samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta. Nið- urstaðan var svo afdráttarlaus, að engum gat blandazt hugur um, að mikill meirihluti starfsmanna borgarinnar taldi, að góðir samningar hefðu verið gerðir og ekki væri ástæða til þess að halda lengur áfram í verkfalli en raun var orðin á. Þá er og ástæða til að benda á, að önnur sveitarfélög höfðu gert samninga áður en starfsmenn Reykjavíkur- borgar gerðu sína samninga, og starfsmenn annarra sveitarfélaga fylgdu í kjölfar starfsmanna Reykjavfkurborgar áður en BSRB hafði samið, þannig að nokkrum dögum áður en endanlegir samningar náðust við BSRB höfðu starfsmenn allra sveitarfélaga, sem verkfall hófu, gert samninga við viðkomandi sveitarfélög. Gagnrýni og árásir þessara tveggja forystumanna BSRB beinast því ekki síður að starfs- fólki þeirra sveitarféiaga, sem þar áttu hlut að máli. Það kann ekki góðri lukku að stýra, þegar staðið er upp úr erfiðri vinnudeilu og vilji er til sáttfýsi á báða bóga, að forystumenn þessara samtaka gangi þannig fram fyrir skjöldu til þess að efna til aukinna illinda og úlfúðar í stað þess að bera sáttarorð á milli manna. Þessir tveir forystumenn BSRB verða að svara félögum sínum, hvers vegna þeim var haldið í hálfs mánaðar verkfalli, með öðrum hætti en að benda á starfsmenn Reykjavíkur sem einhvers konar blóraböggul eigin mistaka, ef þeir á annað borð telja að mistök hafi átt sér stað. Þó ætti það helzt að vera mat manna, nú þegar upp er staðið, að nóg sé að gert og betur hafi til tekizt en á horfðist. Hinir vígreifu forystumenn BSRB ættu þvi að slíðra sverðin, svo að verkfallssárin geti gróið sem fyrst. Georg Lúðvíksson framkvæmdastjóri ríkisspítalanna: Verkfall BSRB-félaga, framkvæmd verkfalls- ins í hita dagsins og gömul starfsmannaskrá Verkfall BSRB hófst 1 1 þ m og er lokið, þegar þessar línur eru skrif- aðarþ 25 október Þetta verkfall er hið fyrsta sem opinberir starfsmenn hafa staðið að og því prófraun þeirra í að beita verkfalli í kjarabaráttu sinni Ég held að fáir hafi gert sér fulla grein fyrir hugsanlegu umfangi þessa verkfalls og áhrifum áður en það hófst Margir jafnvel trúað því að draga mundi til samkomulags milli deiluaðila áður en boðuð verk- fallsstund rynni upp Ég var einn af þeim, ef til vill fáu, sem var ekki trúaður á að komist yrði hjá verk- falli í huga mér var sú skoðun, að BSRB mundi ekki gefa svo mikið eftir af þeim kröfum, sem það hafði sett fram, að mótaðilinn mundi fást til samningsgjörðar án verkfalls og áhrifa þess. Spítala- og önnur heilbrigðisþjón- usta hefur verið það, sem kalla mætti friðhelg starfsemi, þegar verk- föll hafa staðið og notið jafnvel vissrar verndar þeirra, sem hafa haft á hendi stjórn verkfallsframkvæmda. Á þann veg hefur afstaða ASÍ- manna a.m.k. verið gagnvart spítöl- unum Fyrirfram var erfitt að mynda sér um það ákveðna skoðun, hvernig verkfall BSRB yrði stýrt í sambandi v.ð þjónustu spitalanna, en ekki óeðlilegt að álykta, að afskipti þeirra yrðu hliðstæð afskiptum Alþýðu- sambands íslands við verkfallsfram kvæmd, þ e að þjónusta spítalanna skyldi ganga óbreytt áfram og njóta nauðsynlegrar fyrirgreiðslu varðandi varning, sem hún þyrfti að fá til starfsemi sinnar meðan á verkfalli stæði Máltækið segir, að með nýj- um herrum komi nýir siðir Með verkfalli BSRB-félaga hefur komið í Ijós ný mynd af verkfallsframkvæmd gagnvart spítölunum. í dagblaðinu Tíminn, hinn 1 5. október s I er haft eftir formanni BSRB ,, Við leggjum á það áherslu, að spítalarnir geti starfað eins og þeim ber." í hita verkfalls- ins kom hins vegar fram önnur mynd. Ég veit að það getur verið erfitt að hafa fullt vald á eigin gjörð- um á slikum dögum, hvað þá að hafa vald á gjörðum annarra ein- staklinga eða hópa, sem eiga að stjórna eða kynna verkfallsfram- kvæmd á hverjum stað og stundu Yfirmaður verkfallsframkvæmda verður vafalaust stundum að berja i borðið til þess að fá fram vissar aðgjörðir til varnar eða sóknar mál- stað sínum Hann verður lika að geta barið í borðið og synjað um aðgjörðir, þegar þeim er stefnt gegn þjónustu eins og sjúkrahúsanna Ég trúi þv,í, að það sé i raun vilji formanns BSRB, að starfsemi sjúkrahúsanna og í heilbrigðisþjón- ustunni almennt eigi að halda utan við verkfallsátök og skilningur hans á þjónustunni við sjúklinga og qldur- hnigna sé þess eðlis. að hún eigi að ganga fram jafnt á verkfallsdögum sem öðrum Afskipti BSRB-félaga af sjúkradeildum Landspitalans í verk- fallinu hafi verið mistök Á stjórn- endum sjúkrahúsa og öðrum heil- brigðisstofnana, sem njóta starfs- friðar á verkfallsdögum, hvila líka skyldur Þeim ber i fyrsta lagi að sýna algjört hlutleysi, og deiluaðil- um, fulla tillitssemi og virðingu þó að í hita verkfallsins leiði stundum til árekstra, ef þeir árekstrar gerast utan þess sviðs, sem varðar sjúkra- þjónustuna Mér er Ijóst, þegar ég skrifa þess- ar línur, að óliku er saman að jafna að setja fram skoðum sina um æski- lega vinnuhætti á verkfallsstundu, þegar verkfalli er lokið, í stað þess að þurfa að gera það í þeirri spennu og þeim hita, sem oft vill verða i verkfallsátökum Sem forsvarsmað- ur ríkisspítalanna hef ég því valið þá leið að biða með gneinargerð mína þar til verkfallinu var lokið varðandi þann árekstur, sem varð við fulltrúa BSRB, sem komu i heimsókn til Landspítalans á fyrstu verkfallsdög- unum Miðvikudaginn 28 september S.I., rétt eftir hádegi hringdi fulltrúi Kjaradeilunefndar til skrifstofu ríkis- spítalanna og bað um nafnalista yfir alla starfsmenn BSRB, sem starfa hjá ríkisspitölunum Lista þennan kvaðst hann þurfa að fá fyrir kl 15 00 sama dag Skrifstofustjóri ríkisspítalanna, sem svaraði fyrir hönd skrifstofunnar taldi öll vand- kvæði á, að hægt væri að láta í té réttan starfsmannalista með svo stuttum fyrirvara Allar launaskráf frá 1 maí til loka september mánaðar voru með nöfn- um nokkur hundruð sumarafleysara og sýndu þvi miklu fleiri starfsmenn en gilti fyrir október mánuð. Flestir sumarafleysararnir hætta í septem- ber Rikisspitalarnir hafa um 1750 grunnheimildir, en á launaskrá þeirra geta verið um 2200 nöfn starfsmanna, því að margir vinna aðeins í hlutastarfi og einnig kemur til veikindafjarvera, námsfrí o.fl í viðræðu fulltrúa Kjaradeilu- nefndar við skrifstofu ríkisspitalanna var honum skýrt frá, að gilda nafn- skrá væri ekki hægt að leggja fram nema með eins til tveggja daga fyrirvara. Fulltrúinn lagði hins vegar ’á það áherslu, að hann yrði að fá í hendur sinar nafnaskrá fyrir kl. 15 00 eða innan tveggja klukku- stunda Fulltrúanum var þá skýrt frá að skrifstofan hefði tiltæka skrá frá 15. febrúar s.l , skrá sem sýndi starfsmannaheimildir spitalanna og einstakra deilda þeirra, heimild, sem væri sambærileg þeirri sem ætti að gilda fyrir október Hins vegar væri Ijóst að á skránni væru nöfn margra starfsmanna sem nú væru hættir og nöfn þeirra, sem hefðu komið eftir 15. feb og væru fastráðnir vantaði Fulltrúi Kjara- deilunefndar vildi fá Ijósrit af þessari starfsmannaskrá og taldi, að hún nægði nefndinni til upplýsinga í málinu Síðan gerist ekkert þar til 10 október Um eftirmiðdaginn um kl. 1 6 30. mætti fulltrúi Kjaradeilu- nefndar á skrifstofu ríkisspítalanna með umrædda starfsmannaskrá og skýrði fyrir mér að skrifstofustjóra skrifstofu ríkisspítalanna um ákvörð- un Kjaradeilunefndar, hverjir af starfsmönnum rikisspitalanna mættu vinna i verkfalli BSRB og hverjir ekki. Var farið yfir stöðu allra deilda spitalanna með fulltrúa-Kjara- deilunefndar. Ákvörðun Kjaradeilunefndar var sú, að í Landspitalanum ættu 10 menn að leggja niður störf, i Vifils- staðaspítala 10 menn, í Klepps- spítala 1 2 menn í Kópavogshæli 8 menn. Á skrifstofu rikisspitalanna áttu allir félagar i samtökum BSRB að leggja niður störf, að undantekn- um framkvæmdastjóra Þeir starfs- menn spitalanna, sem áttu að leggja niður störf voru sem hér segir: Á Landspitalanum 5 iðnaðarmenn. 2 menn á lóð spital- ans, 2 bókaverðir i læknabóka- safni og félagsráðgjafi i Hátúns- deild. Á Vífilsstaðaspitala áttu 5 iðnaðar- menn að leggja niður störf, 1 um- sjónarmaður með lóð spítalans, 1 verkamaður, 1 aðstoðarmaður, 1 saumakona og 1 félagsráðunautur. Á Kleppsspítalanum 2 iðnaðar- menn, 1 yfirsaumakona, 5 félags- ráðgjafar, 2 aðstoðarmenn félags- ráðgjafa og 2 starfsmenn í sam- komusal spitalans Á Kópavogshæli 3 iðnaðarmenn, 1 umsjónarmaður með lóð, 1 aðstoðarmaður, 1 maður í vakt- og flutningadeild, 1 sauma- kona og 1 kennari á sjúkravinnu- deild Allir aðrir starfsmenn rikis- spítalanna, undantekningarlaust, áttu að halda áfram óbreyttum störf- um. Þá mátti kalla út til starfa, ef nauðsyn krefði, þá starfsmenn, sem var skipað að taka verkfallsstöðu í viðræðu þeirri, sem fram fór á skrifstofu rikisspitalanna, mánudag- inn 10. okt. á milli fulltrúa Kjara- deilunefndar og undirritaðs ásamt skrifstofustjóra skrifstofu ríkisspítal- anna var enginn ágreiningur um þessi mál. Fulltrúi Kjaradeilunefndar var beðinn að leita eftir undanþágu fyrir 3 starfsmenn, sem áttu að fara í verkfall og skrifaði hann niður hjá sér nöfn þeirra. Var beðið um undanþágu fyrir 2 starfsmenn i sjúklingabókhaldsdeild skirfstofunn- ar og gjaldkera riRisspítalanna Síðar sama kvöld var með simtali við for- mann Kjaradeilunefndar óskað eftir undanþágu fyrir skrifstofustjóra skrifstofu rikisspítalanna Kjaradeilu- nefnd samþykkti beiðni skrifstofunn- ar að undanskildum gjaldkeranum Gjaldkerinn mátti þó kalla út til starfa, þegar sérstök nauðsyn krefði í framhaldi af ákvörðun Kjara- deilunefndar voru strax skrifaðar skrár yfir þá starfsmenn spitalanna, sem ekki máttu vinna og þær sendar til hlutaeigandi verkstjóra Um kvöldið 10 október hafði framkvæmdastjóri BSRB simsam- band við undirritaðan og óskaði eftir þvi, að við gerðum allt, sem við Framhald á bls. 37.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.